Tíminn - 09.11.1958, Page 6
6
T í M I N N, sunnudaginn 9. nóvember 1958,
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöto
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglvsingasíml 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Gengnar gleðistundir
Rikisstjórnin hefir nú set-
iS að völdum nokkru betur
en hálft kjörtímabil. Nábú-
uni í Mbl.-höllinni þykir
hægt ganga hjá henni við-
reisnarstarfið. Verður helzt
á þeim skilið, að þeir telji
stjórnina ekkert nýtilegt
hafa gert en á hinn bóg-
inn heilmikið til bölvunar.
Verður að virða þeim það
til vorkunnar þvi varla er
sanngjarnt að búast við að
þeir geti litiö á framistöðu
stjóimarinnar hlutlausum
augum. Annað mál er það,
að þegar Bjarni aðalritstjóri
heldur því fram í heimilis-
'blaði sínu, að ríkisstjórnin
hafi „svikið allt, sem hún
lofaði“, þá ber sú staðhæf-
ing vott um full mikla geð-
truflun. Hitt væri jafn rangt
að segja stjörnina þegar
búna að framkvæma öll sín
fyrirheit. Hafi Mbl.-menn bú
izt við að þvi yrði lokið á
rúmlega hálfu kjörtimabili,
þá er það engin smáræðis
traustsyfirlýsing.
Gera mætti ráð fyrir því,
að Mbl.-menn minntust þess
að sjálfir sátu þeir í ríkis-
stjórn langleiðina frá 3.93,9—
1956. Efalaust finnst aðal-
ritstjóranum, nú þegar hann
rennir raunamæddum huga
til þessara dýrðardaga, að
þeir hafi verið fljótir að
líða. Gleðistundirnar vilja
renna 'full hratt framhjá.
Og það er svo ósegjanlega
gaman að vera ráðherra.
En til hvers voru Sjáifstæð
ismenn í ríkisstjórn? Var
það e. t. v. einungis gert til
þess að fulnægja fyrivferð-
armikilli metnaðarlöngun
einstakra manna? Þótti það
veita góða aðstöðu tii að
hlynna aö hagsmunum á-
kveðinna þjóðfélagsstétta?
Eða vildu þeir leggja krafta
sína fram til að greiða úr
þeim vandamálum, sem
þyngst lágu á þjóðinni? Sú
skýring er nærgætnislegust
og er þá rétt að halda 'sig við
hana. En hver var þá árang
urinn? Eftir að Sjálfstæðis
menn höfðu nokkuð á ann
an áratug glímt við dýrtiðar
drauginn og reyndar oftast
legið undir, var svo komið,
þegar þeim var veitt lausn
i náð fyrir rúmiega tveimur
árum, að skipið sat uppi á
skeri. Var það fyrir slælega
framgöngu þeirra sjáifstæð
ishetjanna við björgunar-
starfíð? Eða réðv. þeir bara
hreinlega ekki við erfiðleik
ana? Svo ætlast þeir til að
vera teknir alvarlega þeg-
ar þeir ásaka rikisstjórnina
fyrir að vera ekki, á rúm-
lega tveimur árum, bú-
in að korna iagi á þa'ö, sem
þeir flugust á við í 15 ár,
með minni áraugri en eng-
um.
Enda þótt sjáiísag: sé að
viðurkenna að sitthvað sé
að, þá er hitt þó jafn fjar-
stætt að segja allt á leið
niður í jörðina. Atvínnuá-
standið hefir aidrei verið
betra en nú. Vel má vera
að það fari fram hjá hvíc-
brystingum Mbl.-hallarinn-
ar, en fólkið, sem atvinnunn
ar nýtur, finnur muninn. Af
þessu leiðir, að fólksflóttinn
utan af landinu má heita
stöðvaður og er þaö væntan
lega ekki einskis virði fyrir
íbúa Reykjavikur og þéttbýl
ið þar í kring. Hinar lang-
varandi og tíðu vinnutrufl
anir sem öllu atvinnulífi
ætluðu að ríða á siig, eru að
baki. Nýrra markaóa hefir
verið aflað fyrir sjávaraf-
urðir svo að hver uggi, sem
unnt er að draga að borði
selst viðstöðulaust. Hefir þó
aflamagnið farið vaxandi,
eins og sjá má á þvi, aö þaö
sem af er árinu mun það
20% meira en á sama tíma í
fyrra. Þýðingarmesta út-
flutningsvara okkar er hrað
frysti fiskurinn E ár nam
framleiðsla hans 56 þús.
tonnum en það sem af er
þessu ári mun hún orðin um
70 þús. tonn. Arið 1952 nam
framleiðsla sömu vöruteg-
undar hins vegar ekki nema
29 þús. tonnum. Þessi fram
leiðsluaukning orsakast ekki
hvað sízt af ráðstöíunum rik
isstjórnarinnar til að auka
og bæta fiskiskipastólinn og'
fiskvinnslustöðvarnar. Á
tveimur árum, 1957 og 1953
mun fiskiflotina aukast um
60 skip eða 4000 lestir og eru
þá aðeins ta’dir stærri bátar.
Er það' 20% aukning á tveirn
ur árum.
Á sama hátt hefir verið
lögð áherzla á aukna upp-
byggingu landbúnaðarins og
er ólíku saman að jafna, því
sem nú gerist á þeim vett-
vangi eð'a meðan íhaldið
ráðskaði með þau mál og'
hélt landbúnaðinum i fjár-
hagslegri sveicikvi. Tryggt
hefir verið fjármagn til ým
iss konai aðkallandi stór-
framkvæmda, sem allar
voru strandaðar.
Þá væri ekki úr vegi að
nefna útfærsíu fiskveiöa-
landhelginnar, sem fram-
kvæmd hefir verið' undir for
ystu núverandi ríkisstjórn-
ar og er án alls efa þýðingar-
mest af öll því, sem hún
hefir gert. Má ætla, að með
þeirri ákvörðun hafi verið
lagður grundvöllur að auk-
inni velmegun þjóðarinar
um ókomna framtíð.
Þessar staðreyndir, sem
hér hefir verið bent á þekkja
allir landsmenn Þeir vita,
að velmegun er nú meiri og
almennari en nokkru sinni
áður á landi hér. Þeirn er
ijóst, að það er fyrsc og
fremst aðgerðurn ríkisstjórn
arinnar að þakka. Það breyt
ir engu þótt Mbl. vilji ekki
við þetta kannast. Og það
verður að fá að þjóna lund
sinni.
Eitt glæsilegasta skip bandaríska kaupskipaflolans er hafskipið United States, sem sést hér á myndinni. —
Skipið er rúmlega 53 þúsund smálestir.
Kaupskipafloti Bandaríkjanna
„Öll vandra;ði okkar stafa
af hinum miklu kröfum, sem
menn gera ti! lífsviðurværis
síns", svaraði bandarískur út-
gerðarmaður mér, er ég
innti hann effir því, hvort
hann vildi ekki cegia eitt-
hvað um siglingavandamál
Ameríku.
Þrátt [yvir það að úlgerðarmað-
urinn hafi tekið full sterkt til
orða, þá má ugglaust telja að kröf
urnar um afkomu manna í Bauda
ríkjunum liggi til grundvallar
þeim erfiðleikum sem steðja að
siglingum Ameríkumanna. Vegna
hinna háu launa sem greidd eru
þeim sem vinna í landi er ekki
nema eðlilegt að sjómenn heimti
a. m. k. sambærileg laun og fríð
indi. Ef þeim kröfum er ekki full
nægt má telja fullvust as sjómenn
reyni þá fremur að verða sér úti
um einhverja aðra vinnu í landi.
Ríkisstyrkir í landi ein-
staklingsframtaksins
Þessar geysilegu launagreiðsl
ur, sem eru margfalt hærri en
gengur og gerist hjá erlendum út
gerðum, mundu gera útgerð ó-
mögulega i Bandaríkjunum ef
ekki væri til að dreifa fjárhags-
styrkjum og öðrum ívilnunum frá
hinu opinbera. Með öðrum orð
um er það sem landinu í heild
er til góðs, jafnframt vandamál
fyrir allar siglingar og útgerð. Til
þess að amerískur kaupskipafloti
sé til, þá hefur þjóðfélagið orðið
að grípa til umfangsmikilla bjarg
ráða. Á þetta stig eru siglingamál
in komin í þessu föðurlandi kapi-
talsmans, þar sem afskipíi stjórn
arvaldanna af málum sem þessum
eru talln „sóeíalismi“, og menn
keppast við að Iofa hið frjálsa
framtak einslaklingsins í tíma og
ótíma. Ein mikilvægasta grein at
vinnulífsins, siglingarnar, eru nú
í einu og öllu háðar afskiptum rik
isvaldsins.
Léleg skip
Sagan sýnir hversu mjög sigl
ingar hafa verið háðar afskiptum
hins opinbera. Um aldamótin, þeg
ar ráðamenn í Washington höfðu
ekki enn fengið áhuga á siglinga
málum, var ekkert til sem hægt
væri að kalla bandarískan kaup
skipaflota. Þá var aðeins tíundi
hluti þess varnings sem fluttur
var til og frá Bandaríkjunum, flutt
ur með bandarískum skipum, og
bandarískum farþegaskipum á
Atlantshafi var ekki til að drcifa.
Þegar fyrri heimssíyrjöldinni
lauk, stóðu Bandaríkjamenn uppi
með alls 1778 skipasmíðastöðvar,
og 2,382 ný skip sem samtals
voru ca. 9 millj. smálesta. Þetta
var allt of mikið á þessum tímum
þegar hallaði undan fæti í efna
hagslífinu. Auk heldur hafði ver
ið kastað tii höndunum við bygg
ingu mikils hluta þessara nýju
skipa, og segja má að þau haí:
aðe ns verið nýt'leg í neyðartil-
fellum! Því var þaö lekið til
bragðs að ríía flest beirra, sum
án þess að hafa nokkurntíma ver
ið notuð. vegna þess að þau voru
ekki tiibúin fyrr en í þann mund
er vopnahlé ð komst á. Á árun-
um 1922—28 var lítið byggt af
sk pum í Bandaríkjunum og 1923
var hinn bandaríski kaupskrpa-
floti aðeins helmingur þess sem
hann haíði verlð 1921.
Sú staðreynd að skipasmiða-
stöðvunum fækkaði ekki jafn ört
og þær höfðu orðið til, er fyrst og
fremst til komin vegna þess að á
þessum árum tóku menn að nota
olíu sem eldsneyti í stað koi-
anna sem áður voru. Þetta hafði
að sjálfsögðu mikinn sparnað í för
með sér og þess heldur komu til
sögunnar ný sjóferðalög á þriðja
og fjórða tug aldarinnar. Þetta
ýtti undir skipabyggingar, og
hafði sitt að segja i siglingamál-
unum.
Opinberir stvrkir
Þessi nýju lög höfðu mjög mikil
áhrif á gang þessara mála.. Iioos
evelt forseti sá fram á að ekki
yrði langt afi bíða þess að allt færi
í bál og brand í heiminum á nýj
an leik, og þar eð hann hafði
brennandi áhuga fyrir öllu sem
viðkom verzlun og siglingum.
sk ldi hann mikilvægi þess að
kaupskipaflotinn yrði aukinn. Það
var óhugsandi að stórveldi öðru-
megi Atlantshafsins yrði afj e;ga
siglingar sínar undir erlnndum
| ríkjum hinu megin halsins, og þær
i s-glingar gætu auðveldlega stöðv
azt líkt og 1914.
Lögin, sem sett voru 1935 vor.u
t'l mikils hagræðts fyrir útgerðar
menn. Þeir sem vildu byggja kaup
i skip af tiiteknum stærðum, voru
I boCnir opinberir styrkir til fram
kvæmdanna. Þessi skip :irðu ,;ð
vera þanig byggð að þau gætu
einn.g komið ao notum ef tfl' stvrj
aldar kæmi. Ákveðið var aðbyggja
500 slík sktp á tíu árum og 1938
voru 50 skip reiðubúin.
Betri aðstaða
Af þessum astæðum var kaup-
skipafloti Bandarjkjanna helur bú
inn árifi 1939 en hann hafði verið
1914. En þegar BandarTkin dróg
ust inn í styrjöldina í desember
1941, kollvarpaði það ö.llum fram
tíðaráætlunum sem gerðar höfðu
verið í þessum málum. Aðferðirn
ar við skipasmíði breyttus't mik
ið og menn tðku að byggja aðeins
eina tegund af skipum, svoköll
uð Libertyskip. Þessi. gerð var
síðan aukin og endurbætt og þá
varð Victoryskrpið til. Hinir ýmsa
hlutir skipanna voru framleiddir
víða um landið og síðan settir sam
an á skipasmiðastöðvunum, og
innan skamms var hægt afl set.ja
saman skip á tveimur vikum eða
svo. 1945 var svo komið að Ban la
ríkjamenn áííu stærsta kaupsicipa
flota í heimi eða nálega 1000 skip
sem samtals voru 60 millj. smálest-
ir. Skipatapið nam 538 skipum,
samtals rúml. 3,,3 millj. smálesta.
Tveir norskir skólamenn hafa dval-
izt hér að imdanförnu
Hafa leitSbeint á námskeiði gagnfrætiaskóla-
kennara, sem statSi’ð hefir yfir undanfarinn
mánu'S, og láta vel af dvöl sinni
Undanfarinn mánuð hefir staðið yfir á vegum félags
gagnfræðaskólakennara í samráði við fræðsluyfirvöldin,
námskeið í kennslutækni fyrir kennara gagnfræðastigsins.
Leiðbeinendur á námskeiði þessu, sem stóð frá 7. október
og lauk í gærkvöldi, hafa verið þeir Olaf Sundet námstjóri
við Pedagogisk Seminar í Osló og Kay Piene, rektor frá
sömu menntastofnun.
Fréttamönnum gafsí kostur á
því í gær að ræða lítið eitt við
forstöðumenn námskeiðsins, þá
Mag'.ús Gíslason námsstj., Ilelga
Þorláksson formann landssamb.
framhaldsskólakennara, og Frið-
björn Benónýsson, formann félags
gagnfræðaskólakennara, en félag-
ið er deild í landssambandi fram-
haldsskólakennara.
Ennfremur við Kay Piene rekt-
or, en hann hefur dvalizt hér und-
anfarnar tvær vikur, og flutt fyrir
lestra á námskeiðinu.
Magnús GLslason sagði að nám
skeið þetta hefði verið til niikils
gagns fyrir gagnfræðaskólakenn-
ara í Reykjavík, og hefði það verið
mjög vel sótt, þrátt fyrir þá stað-
reynd að námskeiðin hefðu verið
á kvöidin og kennarar þvi þurft
aff koma eftir fulian kennsludag.
Námskeiðið hefði notið styrks frá
rrki og bæ og bæri að þakka það.
Ennfremur lét ‘hann þess getið að
norska fræðslumálastjórnin hefði
brugðizt vel og drengilega við er
leiíað var til hennar um að fá
hingað leiðbeinendur í kennslu-
tækni frá Noregh
Of mikið urm próf
Piene, rektor Pedagogisk Semin
ar í Osló, kom hingað til lands
fyrir u.þji. tveimur vikum síðan,
Framhald á 8. síöu.