Tíminn - 09.11.1958, Blaðsíða 7
r í M I N N, sunnudaginn 9 nóvember 1958.
7
SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ -
Að stilla í hóf, en halda {>ó ekki í íé til tjóns -Flugsamgöngur aukast - Stækkun minnstu iún-
anna - Mikii framleiðsla í sjávarfjorpum - Hefir Þjóðviljinn gleymt Einari Olgeirssyni ? - ÞaS
yrði önnur þjóð - Verksmiðjuraar í Gufunesi og á Akranesi - Sjálfstæðisflokkurinn og dýrið
Fjárlögin og
fóiksf jöldinn
Að undanförnu hefir þróunin ver
ið íú í fjármálurn ríkisins, að fjár
lögin hafa hækkað nokkuð ár frá
ári. Suinum finnst þetta öfugþróun
og vissulega þarf að gæta hófs í
"þéssu efni. En hjá þjóð. sem er ört
’yaxandi að fólksfjölda og færist
mikið í fang með framkvænidir á
mörgum sviðum er það ekki óeðli-
ilegt og verður naumast hjá því
komizt, að fjárlög hækki nokkuð.
Því valda ýmsar orsakir. Eftir því
sem fólksfjöldi vex eykst sjálf-
ikrafa í ýmsum greinum þjónusta
sú, sem ríkið veitir, s. s. í skóla-
máluin, tryggingum o. fl. Nýir þætt
ir mála hafa komið til sögunnar og
vaxið ört á síðari árum. Miklar
framkvæmdir krefjast aukinna fjár
fr.inlie.a. E-in fremur hefir verð-
bólguþróunin i landinu mikil á-
hr;f á hæð fjárlaga. Fjármálaráð-
herra vék að þessu i fjárlagaræð-
unni um daginn. Honum fórust
þannig orð;
„Ef rlkisútgjöldin stæðu í stað,
væri það vottur um veruiegan nið-
urskurð útgjalda. Vandamálið er
fyrst og fremst, að ríkisútgjöldin
vaxi eldd umfram það, sem eðli-
legt er í hlutfalli við framleiðslu
og þjóðartekjur. Nokkur árleg
aukning fíkisúigjaldanna er óhjá-
kvæmileg og eðlileg menningar-
þjóðfélagi, þar sem fólki fjölgar
ört. Og eftir því sem meira þarf
að byggja á þekkingunni, rann-
sóknum og vísindalegum grunni,
evkst þörfin fyrir framlög ríkisins
í þ.jónustu atvinnuveganna. Þetta
sæist vel hér, ef athuguð væri sú
stórfellda aukning, sem orðið hefir
á ríkisútgjöldum til, rannsókna í
þarfir atvinnuveganna. — Hvers
'konar tilrauna, athugana á orku-
lindum og öðrum auðæfum lands-
ins, fiskrmiðaleit o. s. frvr.
Rey.nslan er sú, að þetta fé kem-
ur margfalt aftur, — en það eykur
ríkisútgjöldin og flokkasf með af-
brotum á máli lýðskrumaranna.
Vandinn i þessu öllu er að stilla í
hóf og reisa sér ekki hurðarás um
öxl, en halda þó ekki í fé til tjór.s."
Þróun flugmála
Flugið er einn af hinum nýju
þáttum í framkvæmdum og at-
vinnulífi þjóðarinnar, sem vaxið
hefir mjög ört á síðustu árum.
Og sá þáttur er mjög mikilvægur
íyrir alla þjóðina. Nú eru tæp 40
ár, síðanfyrst var g.erð tjlraun með
flug hér á landi. Þeirri tilraun var
aðeins haldið uppi nokkra mán-
uði. Svo liðu um það bil níu ár,
að engin flugvél var í eigu íslend-
inga eða rekin af íslenzkum mönn-
um. En fyrir 30 árum var stofn-
að félag, sem festi kaup á lítilli
ílugvél. Það félag hélt uppi- flug-
ferðum um þriggja ára skeið. Á
þeim árum luku námi í flugi hinir
fyrstu, íslenzku flugmenn.
Það er þó fyrst eftir að þau flug
félög, sem nú starfa, voru stofnuð
fyrir 10—20 árum, að um öra þró-
un í flugmálum er að ræða. Og á
Alþingi 1944 voru fyrst sett. lög
um flugvelli og lendingarstaði fyrir
flugvélar. Síðan hafa fjárlög ríkis-
ins til flugvallagerða farið sívax-
andi. Samkvæmt fjárlögum þessa
árs hefir verið varið á árinu til
flugvallagerða 6,6 millj. kr., en sam
kvæmt frumvarpi til fjárlaga, sem
,nú liggur fyrir Alþingi á að verjá
á næsta ári 8Vá millj. kr. í þessu
skyni. Það er eftirtektarvert í
þessu sambandi að flugfélögin hafa
ekki þurft að njóta beinna rekstr-
arsti'rkja úr ríkissjóði og að þeim
hefir tekizt með góðum árangri að
halda uppi' miililandaflugi í liarðri
samkeppni við erlenda aðila. Það
er enn fremúr eftirtektarvert, að
samkvæmt skýrslum um greiðslu
jöfnuð við útlönd, er þessi unga
atvinnugrein, flugið, að verða
Innanlandsflugið er mikill oq sívaxandi þáttur í samgöngum landsins, og mi!P höfuðstaðarins og ýmissahéraða
eru flugvélar orðnar helzta samgöngutœkið til fólksflutninga. Fyrir fáar sveitir er bó flugið þýðingarmeira en
Öræfin. Heita má, að fluqvélin sé þar eina samgöngutækið til annarra héraða, ekki aðein; til fólksflutninga, held-
ur og vöruflutninqa að og frá sveitinni. Þeir eru meira að segja farnir að flytja áburðinn austur meðflugvélum.
Myndin er frá flugvellinum við Fagurhólsmýri. Faxi st ndur á flugbrautinni, en fjær sést vörugeymiu- og af-
greiðsluhús undlr Blesakletti.
sjálfri sér nóg um öflun gjaldeyris
vegna rekstursins.
Það er fleira en hæð fjárlaga,
sem segir til um vöxt þjóðarbúsins.
Sú framleiðslu aukning, sem á sér
stað jafnframt vaxandi fólksfjölg-
un, er greinilega vottur þess. Tal-
ið er, að heildarframleiðsla þjóðar
búsins hafi aukizt um tæp 19%
frá 1954 til 1957. Þessi framleiðsiu
aukning kemur fram í öllum höfuð-
atvinnuvegum þjóðarinnar. Það
leiðir af hinni merku löggjöf um
landbúnaðarmál og viðbætur, sem
sett hefir verið á undanförnum ár-
um og Framsóknarflokkurinn hefir
haft forgöngu um, að framleiðsla
Ir.adbúnaðarafurða vex og að af-
köst hvers vinandi manns, sem í
sveitunum býr, aukast raunveru-
lega að niiklum mun.
Eitt hið allra merkastá nýmæli
í löggjöf um landbúnaðarmál, er
ákvæðið um stóraukinn stuðning
við ræktun á þeim jcrðum, sem
hafa minna en 10 ha. tún. En það
nýmæli fékk Framsóknarflokkur-
inn lögfest eftir að núverandi rikis
stjórn var mynduð. Með því er
stefnt að auknum jöfnuði innnn
bændastéttarinnar þannig að iyfla
þeim til aukinnar hagsældar, scm
höllum fæti standa. Jafnframt er
stefnt að því að létta handtök ein-
yrkjanna, sem vinna sleitulaust að
framleiðslu og styðja um laið fé-
lagslíf og þjóðlega manningu í
sveitum landsins.
Atvinnuvegirnir og
fjórfesting
Eitt af meginalriðum í stefnu-
skrá núverandi ríkisstjórnar er það
að efla atvinnulífið og jafna aci-
stöðu fólksins i landinu, m. a. með
því að útvega ný atvinnulæki og
dreifa þeim í landsfjórðungana.
Sjávarútvegurinn er sá atvinnuveg
ur, sem skilar mestum erlendum
gjaldeyri í þ.ióðarbúið. Sjór er sótt
ur kringum allt land og auk þess
sækja togarar afla á fjarlæg mið.
Samkvæmt skýrslum er sjávarafli
lagður á land í sextíu útgerðarbæj-
um a. m. k.
Eitt af því sem dregið héfir úr
velgegni sjávarútvegsins að undan
förnu er tregða manna til að stunda
sjóinn. í seinni tíð hafa á stundum
verið mörg hundruð útlendra sjó-
manna á hinum íslenzka fiskiflota,
sökum þes að ekki hafa fengizt
nógu'niargir íslendingar til þeirra
starfa. Kaup hinna erlendu manna
hefir þjóðarbúið orðið að greiðá í
erlendum gjaldeyri. Það er mjög
athyglisvert í þessu 'sambandi, að
i stórum bæjurn virðast menn
verða fráhverfir fiskveiðum en í
hinum smærri bæjum og sjávar-
þorpum. F.iöldi sjómanna í Reykja
vík mun ekki vera rneiri en einn af
hverjum 50 íbúum eða tæplega
það. En í 47 útgerðarbæjum og
sjávarþorpum á Norður, Austur og
Vesturlandi, sem árið 1958 höfðu
samtals 32500 íbúa voru sjómenn
nálega einn af hverjum 14 íbúum
og til eru þeir staðir hér á landi,
þar sem sjöundi hver íbúi er sjó-
maður. Það er einnig mjög athj'glis
vert, hvað útflulningsframleiðslan
er hlutfallslega mikil í mörgum
fámennum sjávarþorpum samanbor
ið yið fjölmennustu kaupstaðina.
Á síðastliðnu ,ári mun hafa kom-
ið á land í Reykjavík sjá'varafli,
sem nemur rúmlega einni smálest
á íbúa. í þorpi eins og Ólafsvík
dró hver íbúi að meðaltali átta
smálestir af fiski á land á, saman
tíma og hver íbúi á Suðureyri við
Súgahdafjörð dró sjö smál. o. s.
frv. Af þessum staðreyndum verð-
ur að draga þá ályktun, að fólks-
fjölgun í hinum smærri bæjum
og þorpum sé vænlegri tii að auka
sjpmannafjöldann. Þetta sýnir einn
ig, hve sjávarútvegurinn og jaí'n-
vægið í bvggð landsins er nátengt
hvort öðru. Augljóst er, þegar
þetta er athugað, að það &r rétt-
mætt að beina fjárfestingunni að
ve.ulegu leyti út á land-byggðina
og að uppbyggingu í kauptúnum
og þorpum cnda er það yíirlýst-
stefna núverandi ríkisstjórnar.
Það er ekki nóg að kaupa báta og
önnur fiskiskip. Það þarf aðstöðu
til að byggja upp heimili sjn, að-
hann er lagður á land. Og fólkið,
sem þar býr, þarf að hafa ðstöðu
til að byggja upp heimili sín, að-
stöðu til félagslífs, menningar,
góðra samgangna o. s. frv.
Er ÞjóSviljinn í andstöSu
viS Einar Olgeirsson?
í ljósi þeirra staðreynda, sem
hér hefir verið drepið á, eru harla
furðuleg skrif Þjóðviljans um það,
að fé sé flutt í af stórum st-íl í
ýmis hin smærri kjördæmi. Þessi
skrif Þjóð'viljans eru því furðu-
legri, þar sem aðalforustumaður
Sósíalistaflokksins,' Einar Olgeirs-
son, hefir eigi fyrir löngu haldið
öðru fram í umræðum á Alþingi.
Einar hefir i þingræðu greinilega
bent á, hvernig fara myndi, að
hans dómi, ef mi'kið los kæmi á
okkar gömlu, þjóðlegu atvinnuvegi.
Honum fórust þannig orð:
„Það myndi skapazt slíkt rót í
okkar þjóðlífi, að með því skolað-
ist burtu alit það, sem hefir ein-
kennt okkar þjóðlíf fram að þessu
og gert okkur að eins sérstæðri
þjóð í veröldinni eins og við höf-
um verið. Við skulum ekki gleyma
því, að það er sérstakt atvinnu-
líf sem hefir skapað þessa sérstöðu
og þó að ég þyki nú byltingagjarn,
þá vil ég segja, að mér finnst
ganga meira en nógu fljótt að skola
burt því, sem hefir einkennt og
verið hið sérstæða í okkar þjöðlífi
fram að þessu.“
Þjóíviljinn þarf a(J
læra af Einari
Einar Olgeirsson hefir á Alþingi
tekið djúpt i árinni í sambandi við
atvinnumál og viðskipti þjóðarinn-
ar, í þingræðu hefir hann komizt
þannig að orði:
„Eg veit að menn munu eegja:
Er ekki mikið af okkar smáiðnaði
og okkar landbúnaði óþarft? Er
ekki bezt að losna við það? Og það
má færa ýmis efnahagsleg rök fyr-
ir því. En við skulurn gá að öðru.
Við höfum fest fé í þessum hlut-
úm. Við höfum vinnuafl í þessum
hlutum og það byggjast viss þjóð-
leg verðmæti, sem ekki verða til
peninga metin, á því að menn eru
að vinna einmitt í þessum hlut-
um. Það yrði ekki eins harðgerð
kynslóð, sem yxi upp á Islandi, ef
hún yxi öll upp á því svæði, sem
markast annars vegar af — skulum
við segja — Eyjafjalla- og Mýrdals
jökli og hins vegar af Hvítá í Borg
arfirði. Þjóðin gæti öll búið þar
og það væri hægt tæknilega að
hafa framleiðslu hennar betri og
hafa svo nokkrar verstöðvar á öðr
um stöðum á landinu. En það yrði
önnur þjóð, en sú íslenzka þjóð,
sem lifað hefir i landinu fram að
þessu“.
Því verður ekki trú'að að óreyndu
aö Einar Olgeirsson hviki frá skoð
un sinni í þessum efnum eða segi
eitt í dag og annað á morgun u;n
þessi mál. Þjóðviljmn ætti sannar-
lega að leitast við að læra af Ein-
ari um þetta ei'ni.
Hinar nýju verksmiSjur
Stærstu iðnfyrirtæki,. sem reist
hafa verið hér á landi, eru áburð-
arverksmiðjan og sementsver’ -
smiðjan. Það er vissulega ánægju
legt, að starfsemi þessara stó.u
verksmiðja hefir gengið svo vel
sem vonir stóðu til. Á síðast liðnu
ári vann áburðarverksmiðjan á-
burð, sem að heildarmagni naih
tæpum 40 milljónum kr. og þá
voru seldar úr landi um 2 þús. smá
le&tir af framleiðslu verksmiðjunn
ar. Sementsveeksmiðjan mun fyrst
um sinn gera meira en fullnægja
þörf þjóðarinnar fyrir sement til
bygginga. Báðar þessar verksmiðj-
ur vjnna úr innlendu liráefni og
nota raforku, sem fengin er með
hagnýtingu vatnsafls. Þessi stóru
iðnfyrirtæki auka atvinnu íslenzkrát
manna og spara erlendan gjaldeyri
til kaupa á þeim vörum, sem þær
framleiða. En það var þjóðinni um,
megn að reisa þessar verksmiðjur
og hin stóru raforkuver án þess
að fá erlent lánsfé til að standa
straum af stofn'kostnaði þeirra,-
Tvöfeldni Sjálfstæftis-
flokksins
Núverandi ríkisstjórn hefir orð-
ið mikið ágengt í því að útvega
lánsfé til þeirra þýðingarmiklu
framkvæmda, sem hér hafa veric
nefndar, enn fremur lánsfé til raf-
orkuframkvæmda í sveitum og til
framkvæmda í landbúnaði ofe 'sjáv-
arútvegi. Er þetta fyrst og fi-emst
að þakka ötulli forgöngu fjármála
ráðherra. Málflutningur sjálfstæð-
ismanna í þessu sambandi er ; sam
ræmi við það, sem tíðkast á þeim
bæ um þessar mundir. Sjálfstæðis
menn láta mikið af framgöngu
sinni við að styðja fram-
kvæmdir á öllum sviðum. Þeir tala
um vantrú manna á verðgildi pen-
inga og samdrátt lánsfjár innan-
lands og segja að það sé ríkis-
stjórninni að kenna. Þeir ámæla,
ríkisstjórninni fyrir það, að hafa
ekki þegar úlvegað stórt lán til
togarakaupa. En þegar leitað er eft
ir lánsfé erlendis heitir það ó
máli Morgunblaðsins „bell“ og a@
ríkisstjórnin sé á ,,bónbjörgúm“.
Og þegar lán er fengið til að-
standa strauni af kostnaði við verk
Framhald á 8 síðu
Ný étgáfa af mál-
fræði Björns
Guðfinnssonar
Nýlega kom út á vegum Ríkis-
útgáfu námsbóka ný útgáfa af ís-
lenzkri málfræði eftir dr. Rjörn
Guðfinnsson. Hefur Eiríkur
Hreinn Finnbogason cand, mag.,
annast þessa útgáfu og er.hún all-
mikið breytt frá því, sem áður var.
Að því er Eiríkur Hreinn segir
í formála, hefur hann skipi að
] mestu um æfingar og skipað þeim
, niður í misþung verkefni, ■ þannig
að nokkuð sé fyrir alla, bæði þá,
sem skemmst eru komnir, og hina.
Auk þess hefur hann breytt.ýms-
um köflum, stytt suma, aukið við'
aðra. Mestar eru breytingarnar á
köflunum um nafnorð og sagnir.
j Nokkrar greinar í bókinni evu
með smáu letri, og scegir i for-
málanum, að óþarft þyki að læ:':'
þær á skólaskyldustigi.
i í heild hefur bókin stytzt all-
mikið, var áður um 160 bls,,- en ei ,
nú 118 bls.
Prentun annaðist Alþýðuprent-
smiðjan h.f.