Tíminn - 04.12.1958, Blaðsíða 9
í í MIM Nj fimmtudaginn 4 desember 1958.
9
það alltaí þegar þú átt leið
hjá.
Þá kgm Júlía fræhka -inn.
— Lydia kemur með teið eftir
nokkrar mínútur.
Þegar hún hafði setzt byrj-
aöi Josslyn að tala. — Eg
var að ségja Söru að ég ætti
frænda í Cornwall . . . um
það 'bil 4 mílur héðan. Eg er á
leiðinni þangað núna. Hann
dó fyrír nokkrum vikum síð-
an er hann féll af hestbaki.
Hann Isétur eftir sig tvö börn
og ég hefi verið gerður að um-
sjónarmanni þeirra.
Við sátum báðar klumsa.
— Þetta kom eins og reiðar
slag, sagði hann — og þetta
er að sjálfsögðu óskemmtilegt
fyrir börnin.
— Hvers vegna? spurði
Júlia frænka.
— Eg get ekki ímyndað mér
að ég geti séð um þau.
— Eg held aö þér munið
verða ágætur umsjónarmaö-
ur þeirra, sagði Júlía frænka.
Tvö börn? Aumingjarnir litlu
. . . að missa pabba sinn. En
hvað um móður þeirra?
— Hún er eining dáin,
svaraði hami stuttlega.
— Aumingjarnir. Hvað eru
þau gömul?
— Það eldra er sex ára og
ég held að hitt sé þriggja.
— Svona ung,.. . og munaö
arlaus, sagði ég.
— En þau hafa ágætan um
sj ónarmann, sagði frænka.
—• Umsjónarmann! sagði
Josslyn og baðaöi út höndun
um biðjandí. — Eg veit ekkert
um barnauppeldi. Eg get ekki
skilið hversvegna frændi
minn vildi hafa þetta svona.
Hann talaði aldrei um þetta
við mig. AÖ sjálfsögðu lcom
dauði hans á óvart því hann
var aðeins nokkrum árum
eldri en ég.
— Foreldrar hugsa jafnan
fram í tímann, sagði Júlía
frænka, — og úr því aö kona
hans var dáin, þá fannst hon
uni hann verða áð tryggja
framtíð barna sinna og því
hefur hann falið þér umsjá
þeirra.
—• Lydia kom inn meö teiö
og þegar Júlia frænka hellti
í bollaná hélt hann áfram:
— Eg er hingaö kominn til
þess aö biðja ykkur um að-
stoð. Þið verðið aö áfsaka ef
þettasém ég ætla að biðja um
er fráleitt, en mér flaug þetta
í hug á leiðinni hingað. Eg er
að hugsa um börnin sem
skyndilega eru föðiuTaus, og
fá svo ókunnan mann til bess
að gegn ahlutverki hans. Það
hlýtur að verða áfall fyrir
þau.
— Dauöi föður þeirra hefur
ver'ið stærsta áfallið fyrir þau.
Þér rnunuö verða þeim mikil
huggun.
— Eg er smeykur um aö ég
sé ekki rétti maðurinn til þess
að hugga þau, sagði liann
hægt.
— En huggun er einmitt
það sem þér verðið aö veita
•þeim.
• — Við gefum ekki annað
en það sem viö g'etum gefið.
Eg öttast að ég hafi aldrei
lært að meðhöndlá börn.
Hann var eins og hjálpar
vana barn og á þessari
stundu elsk-aði ég Tiann heit
ar en nokkru sinrii fyrr.
— Eg veit alls ekki hvað ég
á að segja vlö þau, ,sagði hann.
— Hefurðu aldrei séð börn
in spurði ég.
— Nei. ,
— Nei.
— Þú varst á leiö til þeirra
í fyrsta sinn sem þú hittir
mig . . . í brekkurini forðum,
er það ekki?
— Það gat veriö'að ég hefði
ætlað aö heimsækja frænda
minn. Ráðagerðir mínar voru
fremur óljósar þá.
— En þú mundir þá hafa
heimsótt hann úr því að þú
varst í nágrenninu ef þú hefð
ir ekki komið hingaö?
— Eg ... ég skildi þetta ekki
en Júlía frænká sagöi: —
Hvað var það sem þér vilduö
stinga upp á?
Hann hikaði.
— Þetta . . . þetta breytir ef
til vill öllu því sem ég haföi
ætlað að gera.
— Þú verður þáAkannski um
kyrrt í Englandi, óg vonaði að
hann hefði ekki; tekið eftir
því hve ánægð ég var.
•—Það gæti vel veriö. Það
er allt undir því ,komið hvað
ég geri við börnin. Eg held aö
það sé bæði ráðskona og
barnagæzlustúlka- á heimilinu
núna til þess aö gæta þeirra.
Eg ætla að heimséekja þau og
sjá hvernig þau íaafa þaö og
athuga hvernig þessu verður
bezt hagaö í franitíðinni. Svo
datt mér í hug að þér . . .
hann horfði á Júlíu frænku,
— höfðuð við nákvæmlega
| það sama aö stríða fyrir
nokkrum árum síðan. Systir
yðar dó og þér tóþuð að yður
að gæta barna Jiennar. En
þau bjuggu að vxsu hjá yður
áöur en þetta vildi til og hafa
I áreiðanlega haft mikið dálæti
á yður. Það var: þess vegna
sem mér datt i húg . . . hvort
þér 'vilduð fara með mér til
barnanna og hjáípa mér yfir
byrjunarerfiðíeikána . . . .
kannske gefa mér ráð um
hvaða skóla ég ætti að láta
þau sækja . . . og annað þess
háttar.
— Sjálfsagt, sagði Júlía
frænka. — Við getum komiö
báöar, er þaö ekki Sara?
Eg fann blóðiö stíga mér
til höfuðs.
— Ertu viss um aö það sé
nauðsynlegt að ég korni með?
Hann horfði á mig og augu
lians voru köld, að því er mér
fannst.
— Nauðsynlegt? Auðvitað
ekki, sagði hann.
—En Sara, ég er viss um aö
þig langar til þess að vera
með, sagði Júlía.
Auövitað langaði mig meö !
Mig langaði til þess að hrópa:
— Eg vil bara vita hvort hann
vill hafa mig með.
— Eg er viss um aö frænka
yðar hefur mikið að gera hér,
hélt hann áfram.
— Þaö er áreiöanlegt að
Söru langar að fara meö, eixd-
urtók Júlía frænka.
—= Það sem að henni er, er
að henni finnst hún alltaf
vera fyrir. Hún hefur verið
þannig allt frá því að hún var
barn, feimin og óörugg. Eg
veit að hana langar mjög mik
ið til þess að hjálpa börnun
um. Er þetta ekki rétt Sara?
— Jú, viðurkenndi ég.
—• Þá förum við báðar sagói
Júlía frænka. — Þér viljið
vafalaust fara eins fljótt og
auðið er.
— Já, sagði hann. — Það
eru rúmar fjórar míiur þang
að svo aö bezt er að koma sér
af stað.
Þegar þeir dagar sem pabbi
var í Lavender Cottage eru
undanskildir, þá held ég aö
ég hafi aldrei séð Júlíu
frænku jafn æsta og þegar
við kærðum okkur ekki um
meira te, gaf hún Lydíu ýms-
ar fyrirskipanir á meðan ég
fór upp í herbergið mitt til
þess að hafa fataskipti. Mér i
fannst ég vera bjánaleg út- '
lits — með uppsett hár og
dinglandi eyrnalokka svo að
ég tók þá niður og lét hárið
falla laust niður á axlirnar
aftur. Síðan fór ég í kápu og
fór niður. ;
Josslyn beið i bílnum en
Júlía frænka var ekki komin
enn. I
Hann leit kuldalega á mig
og mér fannst að hann hefði
orðið fyrir vonbrigðum meö
mig. En við hverju gat ég bú
izt? Hann var ekki reiður við
mig en honum hafði sjálf-
sagt gramizt að það var ég en
elcki Díana sem kom niður
stigann til móts við hann.
— Heyrðu, sagði hann.
Það er ekkert vit í því að ég
sé aö íþyngja þér með per-
sónulegum vandamálmn mín
um.
— Mig langar til þess að
sjá börnin, sagði ég.
—Eg er viss um að ég er
að tefja þig frá því sem þú
hefur ætlaö að gera í dag og
í kvöld.
— Eg hafði ekkert sérstakt
í huga.
— Jafn upptekin mann-
eskja og þú hefur áreiöanlega
ráðgert eitthvað fyrir kvcldið.
— Hvernig á ég aö reyna að
koma þér i skilning um að mig
langar með? Eg var aðeins
hrædd um að þú vildir ekki
hafa mig með.
Þá brosti hann. — Þú ert
undarlegt barn, Sara. Hefurðu
annars nokkuð á móti því að
ég kalli þig Söru? Eg er hrædd
ur um að ég geri það . . . . i
huganum.
— Þaö er sjálfsagt vegna
þess að ég er systir Dionu.
Hann neitaði þessu ekki. —
Og frænku þína . . . . ég kalla
hana alltaf Júlíu í huganum.
— Eg er alveg viss um aö
hún yrði mjög ánægö ef þú
kallaðir hana Júlíu frænku.
Hér kemur hún eins og til að
undirstrika þetta.
Við stigum inn í bílinn og
ókum af staö. — Hann kom
I áreiðanlega til þess að fá
Díönu með sér, hugsaði ég'
j með sjálfri mér, og það var
aðeins augnabliks fyirrbæri
HESTAR
Litmyndabók af íslenzkum hestum og íslenzku lands-
lagi. Frú Helga Fietz tók myndirnar. Dr. Broddi Jó-
hannesson samdi textana. PrentuS hjá Mandruck í
Múnchen í Þýzkalandi.
„Er prentunia nieð fádænuun góð og myndirnar
snilldarvcrk/'
Morgunblaðið 26. nóv.
„Undurfalleg og afbragðs vel gerð.... Hrcssandi
og rammíslenzkur blær yfir öllum þessum fögru
myndum af íslenzkum hestum.“
Alþýðublaðið 26. nóv.
Tilvalin gjáfabók. — Verð kr. 110,00 j
Bókaúfgáfa Menntngarsjóðs ‘
niiuiu]lllllllllllllllllllllllll!llllllllll!ll!lllllinil!l!lllilllllllllllillllllllú!!llllllilllliilllllllllllimillllllillllill!liuillia
BBaðburður
Unglingur eða eldri maður óskast til blaðburðar-
um DIGRANES og TÚNGÖTU.
TÍMINN
!MHmiiimiiœœœmrammœmnn]B!!Eminiiiiiiiiiiiiiii!iimi!iiiiiiim»"uiuiíuiuis*isfl
<VtfWVWVWVVVWVVUSfWWWWVSAr«/W5/VVWWVWWtfWWVWI
3 5
•: Hjai’tanlega þakka ég öllum, gjafir og auðsýnda
í samúð og hluttekningu í hinu mikla slysi Mairteíns
í sonar míns.
Guð blessi ykkur öll.
Valgerður Jónsdóttir,
Skriðnafelli
.V.V.V.V.'.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V
3 Innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim, sem heiðr-
uðu mig á sjötugsafmæli mínu 15. nóvember, meS
‘ heimsóknum, gjöfum og skeytum, eSa sýndu mér hlý-
hug á annan hátt.
Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Halldórsdóttir,
f Mýrum
3
AVAV.W.V.V.VAV.V.V.V.W.V.V.V.V.V.W.V.WMI
í s
I; Hjartans þakklæti mitt færi ég ölium vinum mínum,
^ nær og'fjær, sem glöddu mig með gjöfum, blómum 5;
,’j og heillaskeytum á sextugsafmæli mínu 17. nóv. s.I. £
I; Með hugulsemi ykkar og ástúð gerðuð þið mér dag-
!" inn ógleymanlegan. I;
J; Guð blessi ykkur öll. Sj
Ingveldur Benediktsdóttir,
? ' frá Selárdal V
■I ^
rtWW^V.V.V.V.V.VAV.V,V.V.V.V.V¥.V.V5WAM