Tíminn - 16.12.1958, Blaðsíða 12
♦
Að ofan er afgreiðslusalurinn í nýja Landsbankahúsinu á Isafirði. Til
hægri er Einar B. Ingvarsson, útibússtjóri.
Útibú Landsbanka íslands á Isafirði
fktt í nýtt og vandað hús
Húsi'ð var víart sííast liSinn laugardag a'ð viS-
stöddum fjölda gesta og fyrrv. starfsmanna
ísafirði 13. des. — Hið r.ýja hús útibús Landsbanka ís-
lands var vígt síðdegis á langardag. Margt gesta var viðstatt
vígsluna, m.a. úr Revkjavík, og voru margir sem þaðan
komu fyrrverandi storfsmenn útibúsins. Nýja húsið er við
Hafnarstræti 18, tvær hæðir, kjallari og ris.
Jóhannes páfi brýtur margra alda liefí:
Tala kardinála aldrei
hærri en 70 síðan 1568
Utnefndi 23 nýja kardinála í gær
NTB—Rómaborg, 15. des.
Jóhannes páfi XXIII. út-
nefndi í dag 23 nýja kardín-
ála og er tala karaínála þá
komin upp í 74. Með þvi að
útnefna svo marga kardín-
ála hefir páfi brotið margra
alda hefð um fjölda kardín-
álanna, en þeir hafa aldrei
verið fleiri en 70 síðan árið
j presta hafa sætt pyntingum, fang-
' clsum og verið saklausa sakfellda
i fyrir alls konar afbroí. Kvatti
hann kahólska í Kína til að vera
staðfasta í trú sinni, þrátt fyrir
mótlætið.
Hinir nýju kardinálar munu
veita kardinálahöttum sínum við'-
töku úr hendi páfa n.k. miðviku-
dag við hátíðlega athöfn í Vatikau
inu.
1568.
Útnefningin fór fram í dag á
lokuðum fundi í kardinálasam-
kundunni í Iióm.
Vöxtur kirkjunnar
Kleemola
gafst upp
Páfinn lýsti yfir, að ástæðan til
þess að hann hefði fjölgað kardi
nálum svo mikið, væri sú, að ját-
endum kaþólskrar trúar færi ört
fjölgandi um allan iheim. Af þeim
sökum og öðrum væri það bæði
nauðsynlegt og eðlilegt, að fjölga
kardinálum, svo að þeir gætu að-
stoðað hver á sínum stað við stjórn
kirkjumálanna.
1 ræðu sinni ræddi páfi sórstak-
lega um þrengingar þær og ofsókn
ir, sem kaþólskir menn eiga víða
við að stríða, einkum i ríkjum
kommúnista. Nefndi hann þar eink
um Kína. Kvað hann kaþólska
NTB—Helsinki, 15. des. Klee-
mola foringi finnska Bænda-
flokksins gafst í dag upp við
stjórnarmyndun.
Tilkynnti hann Iíekkonew
forseta þetta síðdegis í dag. Ekki
hefir forseti enn beðið neinn
annan að mynda stjórn, enda þyk
ir nú sýnt að ekki sé grund-
völlur fyrir stjórnarmynduu
allra borgaraflokkanna og yfir-
leitt mjö vafasamt hvort hægt sé
í bili að koma saman þingræðis
stjórn. Þykir langsennilegast að
forseti skipi utanþingsstjóru
fyrst um sinn.
i
Þeir sem komu úr Reykjavik
til að vera viðstaddir athöfnina
eru:
Valtýr Blöndal form. banka-
ráðs, Jón G. Maríasson bankastj.,
Svanbjörn Frímannsson aðalbanka
stj., Bjarni G. Magnússon form.
starfsmannafél. L.Í., Adolf Björns
son form. Samb. ísl. bankam.,
Guðjón E. Jónsson fyrrv. útibús'-
stj., Georg Hansen endurskoð-
andi, Guðbrandur Magnússon end
urskoðandi og Arni Sigurjónsson.
•Vigsíuræðuna flutti Valtýr Blön
dal. Jón G. Maríasson færði úti-
búinu að gjöf litaða ljósmynd af
fyrsta og eina millilandavöruflútn
ignas'kipi ísfirðinga „Á. Ásgeirs-
son“ eða Ásgeiri stóra, eins og
skípið var nefnt, til aðgreiningar
frá Ásgeiri litla, sem notaður var
til Djúpferða, einnig færði hann
Aðalíundur Fram-
sóknaríélags
Keflavíkur
Framsóknarfélag Kefla-
víkur heldur aðalfund sinn
18. þ.m. kl. 8,30 e.h. í A3al-
veri í Keflavík. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa verða
teknir inn nýir félagar.
Ungir Framsóknarmenn eru
velkomnir á fundinn.
Stjórnin
að gjöf ljósmynd af starfsfólki úti
búsins 1919.
Verkið
Frumteikningu af húsinu gerði
próf. Guðjón heitinn Samúelsson,
er: aðrar teikningar Bárður ís'-!
leifsson arkitekt. Innréttinga- og ‘
húsgagnateiknun Jón Karlsson.
Byggingameislarar Óli J. Sig-
mundsson og Þórður Pétursson.
Múrhúðun að utan annaðist Mar-
teinn Björnsson, Reykjavík, inn-
anhúss múrhúðun Helgi Guð-
mundsson. Neisti h.f. ísal'. sá um
rafmagnið. Ásgeir Jóhannesson
um pípulagnir og Friðrik Bjarna
son og Guðmundur Sæmundsson
og synir sáu um málningu.
Húsgagnavinnus'tofan Björk, |
Reykjavík, annaðist smíði hús- j
gagna. í afgreiðslusal er af-
greiðsluborð úr indversku jakar-
ar.da, og borðplatan og -glugga-
kistur úr belgísku granít.
Húsbúnaður
Húsið er við Hafnarstræti 18 j
og er 20xt 1 m að stærð. Tvær
hæðir, kjallari og ris. í kjallara
eru geymsluhólf peninga og
skjala, einnig eldhús starfsfólks
og kaffistofa, viðtalsherbergi við-1
skiptamanna. Geymsluhólf fyrirl
viðskiptamenn eru 135. af þremur!
stærðum. Þá er og næturbox fyrir
viðskiptamenn. ECtir lokun bank-
ans er af því mikið hagræði.
Geymsluhólf skjala bankans eru
af nýjustu og fullkomnustu gerð,
og munu hvergi vera til á land-
inu eins. Hólfin eru þannig, að
(Framh. á 2. síðu.)
Frá happdrættinu
Uppgripa síldveiði Miðnessjó í
gær - afli allt að 560 tn. á bát
Hásetahlutur á hæsta Akranesbátnum nam
nærri fimrntán húsund krónum á tíu dögum
Frá fréttariturum Tímans, í
Keflavík, GrinAavík og
Akranesi.
I gær var óhemju síldveiði
á Akranesi, voru 17 bátar á
sjó og komu með 3700 tunn-
ur, en það er einhver jafn-
bezta veiði í reknet sem
menn muna. Hæsti báturinn
var Höfrungur, sem fékk
450 til 500 tunnur, en skip-
stjóri á honum er Garðar
Finnsson.
Bjarni Jóhannesson og Sveinn
Guðmundsson fengu 350 tunnur
hvor, Skipaskagi og Sigurfari um
300 tn. hvor. 11 bátanna voru með
yfir 200 tunnur.
1450 kr. á dag
Síldin veiddist aðallega í Mið-
8
DAQAR TIL JÓLA
nessjó, og er hún ágæt til sölt-
unar. Nú er hins vegar farið að
verða lítið til af tunnum á Akra-
nesi, en gert var ráð fyrir Heklu
í gær með eitthvað af tunnum,
og' þá er búizt við erlendu tunnu-
skipi hingað fyrir jól.
Góð veiði
Hjá Haraldi Böðvarssyni & Co
cr nú búið að salla yfir 12 þúsund
tunnur síldar, en í fyrra var alls
saltað þar í 5800 tn. Að sjálf-
sögðu er samfara þessu gríðar-
mikil vinna, en gefur vel í aðra
hönd, eins og sjá má á því, að
frá 5.—15. des'. var hásetahlutur
á hæsta bátnum hjá Haraldi Böðv
arssyni 14.500 krónur. G.15.
Kef lavíkurbáta
Kel'lavíkurbátar fengu sömu-
leiðis ágælan afla í gær, én þar
réri ekki nema um helmingur
flotans, vegna þess að mönnum
leizt ekki á veðurspána. Til Kefla
víkur koniu 14 bátar með 1930
tn. af góðri síld, en síldin virð-
ist hat'a batnað upp á síðkastið,
og cr betri síðustu tvo dagana en
áður var. Bátarnir fengu aí'lann í
Miðnessjónum, um tveggja tíma
stím frá Garðskaga. Aflahæstiír
var Vísir með 180 tn. K
Hæsti Grindavíkurbátur
fékk á 5. hundrað tn.
í Grindavík lönduðu 12 bátar
í gær um 2200 tn. Ilæstur var
Merkúr með á fimrhta hundrað
tunnur, en auk þess missti hann
eilthvað af netum vegna ofveiði.
Síldin er sæmilega góð og er hún
bæði í'ryst til útflutnings og sölt-
uð. Nokkrir bátar munu nú þeg-
ar vera farnir að búa sig undir
vetrarvertíð og hæltir á reknetum.
E.E.
Tíðindalaustá
austurvígstöðv-
unum
1 gær voru 7 brezkir togarar að
ólöglegum veiðum hér við land.
Voru togararnir á verndarsvæðun-
um úf af Austurlandi, 3 út af Gletl
inganesi og 4 við Langanes. Auk
þess voru nokkrir brezkir togarar
að veiðum utan fiskveiðitakmark-
anna á þessum slóðum. Með togur
unum eru nú 3 hefskip og birgða-
skip.
Auk þeirra togara, sem áður
voru taldir eru nokkrir brezkir tog
arar að veiðum við Austurland 30
sjómílur undan landi.
•Að öðru leyti hefur verið tíðinda
laust í fiskveiðilandhelginni.
mmmmmmmmwmmmmmmmmmmmm
PaníiS miöa
Kaupið miða
Símar 19285
GERIÐ SKIL
Skrifsfofan í Framsóknarhúsinu opin alia daga ti! kiukkan 7
Dregi'ð
á
Þoriáksmessu