Tíminn - 04.01.1959, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, sunnudaginn 1. janúa. 1959
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn. Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn,
Auglýsingasími 19 523, - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Hefur jjjóSinm vegnað betnr
en í tíð fyrrverandi stjárnar?
I HINNI glöggu ára-
mótagrein Ilermanns Jónas-
sonar, er birtist í Tímanum
á gamlársdag, er einkum rak
in orsök stjórnarslitanna. í
greinarlokin er nokkuö
minnst á starf stjórnarinnar
og er þar m. a. komist svo að
orði:
.,Eg ætla ekki í þessari
grein að tíunda verk fyrr-
verandi ríkisstjórnar. En ég
ætla aðeins að ieyfa mér að
spyrja fárra spurninga:
Hvernig væri ástatt nú, ef
ekki hefði tekist að stöðva
yfirvofandi verðbólguskriðu
haustið 1956?
Hefur afkoma almennings
í annan tíma verið betri?
Hefur framleiðslan um
langt árabil verið rekin með
meira fjöri og minni stöðv-
unum?
Hafa um langan tíma verið
meiri og almennari fram-
kvæmdir um allt land?
Hafa ekki sérstakar skýrsl-
ur um tekjur manna um allt
land sýnt, að þær eru jafnari
um allt landið en áður hefur
þekkzt?
Hafa um langt skeið verið
minni flutningar til Reykja
víkur en síðustu árin?
Hefur ekki rannsókn efna
hagsmálanna — og það rann
sókn stjórnarandstöðunnar
— sannað, að með efnahags
ráðstöfununum s. 1. vor var
að nást jafnvægi og hefði
náðst, ef því hefði ekki ver-
ið vísvitandi raskað s. 1. sum
ar af andstæðingum fyrrver
andi ríkisstjórnar?
Verða ekki ráðstafanir
fyrrverandi stjórnarand-
stöðu þær helztar að taka nú
til baka af verkalýðnum með
lögum það, sem hún hvatti
hann til að taka með verk-
föllum í sumar og kallaði
„kjarabætur“?“
HERMANN víkur nokkrum
orðum að þætti þeirra, sem
drýgstan þátt áttu í. störf-
Tim stjórnarinnar. Honum
farast þannig orð:
„Eg vil þakka samstarfs-
mönnum í fyrrverandi stjórn
arflokkum ánægjulegt sam-
starf að ýmsu leyti. — Það
er auðskilið mál, að fyrr-
verandi ríkisstjórn hefði ekki
fariö með völd nokkuö á
þriðja ár, ef hún hefði ekki
átt mikilhæfa stuðnings-
menn í öllum stjórnarflokk-
unum, — stuðningsmenn,
sem hvað eftir annað hafa
með mikilli fyrirhöfn hjálp-
að til að greiða úr ágrein-
ingsmálunum og varið stjórn
ina falli. — Pákisstjórnin
hefði ekki heldur unnið þau
verk, sem hún hefur komið
i framkvæmd, ef ekki hefði
verið trarLstliga að henni
staðjð áf mörgum. Þessum
mönnum vil ég þakka sér-
staklega. Þeir hafa sannað
nútíð og framtíð, hvað hægt
er að gera, jafnvel með ó-
samstæðum meirihluta —
hvað þá heldur, ef þeir fiokk
ar og þær stéttir, sem að
ríkisstjórn stóðu, hefðu bor
ið gæfu til að standa saman,
— láta ekki blekkjast.
í þessu sambandi vil ég
geta þess alveg sérstaklega,
að enginn maður hefir átt
rikari þátt í því en Eysteinn
Jónsson, að halda þessari
fyrrverandi ríkisstjórn sam
an. Án hans hefði ríkisstjórn
in áreiðanlega orðið skamm-
lífari en hún.varð — og án
hans hefði hún ekki áorkað
því sem raun ber vitni. Það
ber vott um furðulega ó-
skammfeilni og ég leyfi mér
að segja, óheilindi, þegar blað
eins fyrrverandi stjórnar-
flokks heldur uppi látlausum
rógi um Eystein Jónsson þess
efnis, að hann hafi viljað
ríkisstjórnina feiga, því að
sjálfir vita fiokksmenn þessa
blaðs að það sem ég hér segi
er rétt. Framsóknarmenn
gera sér áreiðan,lega ljóst
hver tilgangurinn er með
þessum rógi og þeir munu
svara honum á viðeigandi
hátt á sínum tíma.“
LOKAORÐ Hermanns eru
svo þessi:
„En að lokum þetta: Eins
og greint er í upphafi þessa
máls, hafa átökin um auð
og arð tekið á sig nýtt form
í íslenzku þjóðlífi — sem’víð
ar — baráttu milli skipu-
lagðra stétta. Baráttuhug-
urinn er svo mikill, að það
er því líkast, stundum, sem
menn þurfi ekki öðru að
sinna. En á lítilli fleytu —
eins og íslenzka þjóðarskút
an óneitanlega er — getur
verið annað þarfara að gera,
en að berjast um borð. Geysi
slík átök úr hófi er hætta á
ferðum. —
Eg hef ekki trú á því, að
sú hætta minnki, þótt hin til
tölulega fjölmenna stétt auð
hyggjumanna skipti og
skammti úr sinni hendi —
jafnvel þótt sú hönd, sem
áður var krepptur hnefi,
klappi nú á vanga.
Enn sem fyrr tel ég líkleg
ast og æskilegast, að sam-
vinnubændum og verka-
mönnum lánist sú aðferð, að
skipta því með friðsamleg-
um hætti, sem þjóðartekjur
geta frekast veitt þegnunum
hverju sinni —- og einbeita
baráttunni að því marki að
endurbæta margvíslega
þjóðfélagið. og auka fram-
leiðsluna og þjóðartekjurnar
til þess að meira sé til skipt
anna.
Að heyja baráttuna þann-
ig, og ná því marki, yrði
sæmd og gæfa þessara
stétta, — og um leið ís-
lenzku þjóðarinnar.“
Að þessu marki mun áreið
anlega verða stefnt og það
mun takast fyrr en seinna.
Árangurinn af starfi fráfar-
andi rikisstjórnar, þrátt fyr-
ir örðugleikana, sem við var
,að etja, hvetur vissulega til
'þess.
Sænski rithöfundurinn
Vilhelm Moberg kemur til
1 Reykjavíkur í dag. Mun
hann verða viðstaddur frum-
sýningu á nýlegu leikriti
sínu, Dómaranum, en það
verður frumsýnt í Þjóðleik-
húsinu á þriðjudagskvöldið.
Dómarinn var sýndur í
fyrsta skipti í Stokkhólmi
fyrir ári síðan og vakti þá
þegar mikla athygli og um-
ræður, en síðan hefir leikrit-
ið verið sýnt víðar um Sví-
þjóð og erlendis við góðar
undirtektir. Vilhelm Moberg
er mikiíhæíur höfundur og
mikilvirkur, og hefir jafnan
staðið mikill styrr um hann
í heimalandi hans. Sjálfur er
hann manna yfirlætislausast
ur, en þar fyrir er hann
ótrauður baráttumaður og
sparar hvergi vopnin, er
hann stríðir fyrir hugsjón-
um sínum. Fögnuður er að
heimsókn hans hingað til
lands, og fróðlegt verður að
sjá hið nýja og umdeilda
verk hans á fjölum Þjóðieik-
hússins.
Viiheitn tfiwePÚ - ótrauður
stríðsmaður réttlætis og friðar
Vilhelm Moberg er af fátæku
fólki, fæddur í Smálandi 1898, en
frðir hans var hermaður. Moberg
vann hörðum höndum á æskuár-
um sínum á búi föður síns, en
skólamenntun hlaut hann nokkra
á lýðháskólum. Síðan fékkst hann
við blaðamennsku um nokkurra
ára skeið, og á þeim árum skrif-
aði hann fyrstu skáldsögu sína,
Raskens. Hún kom út árið 1927
og hlaut þegar viðurkenningu.
Síðan hefir Moberg eingöngu feng-
izt við ritstörf, og er verk hans
orðið mikið að vöxtum og áhrif-
um. Hann hefir jöfnum höndum
ritað skáldsögur og leikrit, og
einnig hefir hann snúið ým,sum
skáldsögum sinum í leikrit, svo
sem sögunni Kona manns, er þýdd
hefir verið á islenzku.
Vilhelm Moberg er í hópi þeirra
sænskra höfunda, sem nefndir
eru öreigaskáld, og margir telja
hann ásanú Eyvind Johnson bera
hæst sænskra skáldsagnahöfunda
á fjórða og fimmta tugi aldarinn-
ar. Þessir höfundar eru ólíkir um
marga hluti innbyrðis, en eiga það
sammerkt að vera af fátæku bergi
brotnir, róttækir í skoðunum og
hafa brolizt til menntunar og
áhrifa af eigin ramleik einum
saman. Þeir hafa allir sett svip
sinn á sænskar bókmennlir um
langt skeið, og mætti rita langt
mál um verk þeirra, verði gert hór. þótt ekki
★
Fyrsta skáldsaga Mobergs,
Raskens, fjallar um líf kotung-
anna í Smálandi, sem Moberg
þekkti út og inn á uppvaxtarárum
sínum. I þetta umhverfi sækir
hann viðfangsefni sín í mörgum
skáldsögum öðrum. Ifann kveðst
sjálfur hafa viljað heyja öreigum
sveitanna rúm í bókmenntunum,
og jafnframt er hann tengdur upp
runa sínum sterkum blóðböndum,
sem aldrei hafa rofnað allan feril
hans. Einnig hefir hann orðið fyr-
ir áhrifum af hinni frumstæðu
kynferðisrómantík, er mikið bar á
um skeið og átti fremstan fulltrúa
í D. H. Lawrance. Helzta dæmi
i þessarar stefnu í skáldskap Mo-
bergs er skáldsagan Kona manns
(1933), ástarsaga, er gerist á 17.
öld.
1 Af framansögðu mætti kannske
álykta, að frumstæð bændaróman-
tík væru höfuðeinkenni Mobergs.
Ekkert væri þó fjær sanni. Þvert
á móti eru raunsæi og róttækni
sterkastir drættir í svip hans,
hann hefir augun síopin fyrir veil-
um nútíðarmenningar og er óspar
á gagnrýni. Af þeim skáldsögum
hans, sem fyrst og fremst eru
menningargagnrýni, má nefna
A. P. Rosell, bankdirektör, háðs-
sögu um hégómaskap og fals
hinna nýju tímá. Hlífðarlaust
raunsæi Mobergs sem ekki veitir
falskri rómantík neitt svigrúm, og
sívökul gagnrýni hans hafa gert
hann einn af umdeildustu höfund-
' um Svía, — en jafnframt getið
honum orðsíír og virðingu sem
fáum öðrum. Ilann hefir verið
einna róttækastur hinna róttæku,
ævinlega málsvari lítilmagna í
þjóðfélaginu og aldrei slakað á
kröfunni um réttlátara og betra
þjóðfélag. En barátta heima fyrir
gerir hann ekki blindan fyrir því,
er fram vindur á hinu stærra leik-
sviði heimsmálanna: skáldsagna-
bálki hans um ritstjórann Knut
Toring (1935—39) lyktar í kan-
ónuhríð Ilitlers, vandamál sögu-
hetjunnar — og Svíþjóðar —
hverfa í skugga þess hildarleiks',
sem þá er hafinn. Það er ekki að
kynja, að Moberg snerist snemma
öndverður gegn nazismanum og
Jlitler og yrði hatrammur fjandi
hlutleysisstefnu Svía: hann hefir
ævinlega heimtað skilyrðislaust
fulltingi við réttlætið, og hlutleysi
er í hans augum sama og stuðn-
ingur við hinn illa málstað. Og á
stríðsárunum lagði Moberg fram
sinn skerf til baráttunnar, fyrst og
fremst með skáldsögunni Rid í
natt (1942). Þessi saga fjallar um
uppreisn smálenzkra bænda gegn
þýzkum kúgurum á 17 öld, — en
sá söguþráður er aðeins á ytra
borði. Raunverulegt efni sögunnar
er veldi hitlerismans og baráttan
gegn honum og sá sigur, er hlýtur
að vinnast að lokum. Bókin kom
út, þegar svartnætti heimsstyrjald
arinnar stóð sem hæst og hlaut
þegar dæmalausa hylli lesenda.
Hún hefir verið þýdd víða um’
lönd, þar á meðal á íslenzku.
Eins og fyrr segir er Mobcrg
jafnvígur sem skáldsagnahöfund-
ur og leikrita, — og hingað til
lands kemur hann þetta skipti
sem leikritaböíundur. Her eru
engin föng til að ræða leikrit hans
að gagni, aðeins verða nefnd fá-
ein nöfn. Marknadsafton (Í930)
mun vera eitt af fvrstu leikritum
Mobergs og fjallar um líf og
vandamál alþýðu, Váld (1933) er
hjónabandsdrama, en Vár ofödte
son (1945) fjallar um fös'tureyð-
ingar og er þannig innlegg í deil-
ur líðandi stundar. Hið sama má
segja um það leikrit, er Þjóðleik-
húsið tekur nú upp, Dómarann.
Það er byggt á tveimur dómsmál-
um sænskum, er vakið hafa
chemju athvgli og deilur á síðustu
árum, og hefir Moberg raunar áð-
ur lagt orð í þann belg og'á annan
hátt. En þetta leikrit hans er ann-
að og meira en venjulegt „nyckel-
drama“, það er mögnuð ádeila á
forstokkað embættismannaveldi
og skrifstofueinræði nútíma-,,vel-
ferðarríkja", og þótt s'keytum sé
fyrst og fremst beint að Svíum
sjálfum, stendur leikurinn í góðu
gildi annars staffar.
Ekki er ætlunin að spilla
ánægju leikhússgesta með því að
rekja efni Dómarans í þessum
pistli, en hér er komið að enn ein-
um þætti í rifferli Mobergs, er
geta verður. Hann hefir, ævinlega.
tekið ríkan þátt i deilum líðandi
stundar, ótrauður í baráttu sinni
fyrir réttlæti og sannleika, og birt
afdráttarlausar skoðanir sínar í
flugritum og blaðagreinum. Þann-
ig barðist hann gegn hlutleysis-
pólitík Svía á stríðsárunum eins
og fvrr segir, og á seinni árum
hefir hann beitt sér af móði gegn
rotnu réttarfari og spillingu í
dómsmálum. Og hið nýja leikrit
hans', Dómarinn, er fvrst og fremst
innlegg í þessa baráttu.
Þannig eru það tveir þættir, er
mætast í myrnl Vilhelms Mobergs,
annars vegar hin ramma taug, er
bindur hann úppruna sínum og
heimabyggð, hins vegar þróttmikil
hugsjónabarátta hans. Báðir þess-
ir þættir hafa nolið sín til fulln-
ustu í verkum hans á sáðustu ár-
um. Hann hefir jöfnum höndum
skrifað satíru og gagnrýni, verk á
borð við Dómarann, og unnið að
liinum mikla skáldsagnabálki sín-
(Framh á 8 síðuA