Tíminn - 04.01.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.01.1959, Blaðsíða 12
 Allhvess norSan, léttskýiaS, frost 5—10 stig. loberg kemur bingað í dag Sænski rithöfundurinn Vil- hclm Moberg keniur til Ileykja- víkur í dag í boði Þjó'ðleikhúss- ins. Sí'ðasta leikrit Mobergs, Dómarinn, verður fruinsýnt í Þjóðleikliúsinu á þriðjudagps- kvöld, og yerður Moberg við- staddur sýninguna. Dómarinn var fyrst sýnt í Stokkhólmi í fyrravfetúr og vakti mikla at- hygll. Hefir það sí'ðan verið sýnt víðar um Svíþjóð og er- lendis. Nánar er sagt frá Vil- helin Moherg á sjöttu sí'ðu blaðs- ins í dag. Verða skaðlausir vindlingar bráð- Iega á boðstólum? I mörg ár hafa vísindamenn unnið að því að finna vindlinga, seni^ á allan hátt hafa eðli þeirra, sem enn þekkjast, nema hvað þeir væru ekki skaðlegir. Nú í'ull yrðir sænskur efnafræðingur, Er- :ik Ceimertz að nafni, að hann hafi fundið upp efni, sem gerir það að verkum, að liægt er að ráðn', 'hve mikið níkótínmagnjð yerður í vindlingunum og einnig hafa áhrif á tjöruna, þannig að vindlingarnir verða að mestu eða öllu leyti skaðlausir. Eðlilega er því haldið leyndu, hvernig efni þetta er samansett, en víst er um það, að efnið hefir verið reynt og þykir þjóna vel sínu hlutverki. Áætlað er að efni þessu verði blandað saman við tóbakið, áður en það er vafið í vindlingana. Pípureykingamenn geta fært sór þetta undraefni í nyt á þann hátt að setja hylki með efninu inn i munnstykki píp- unnar. Færi spillist á Dal- víkurvegi Dalvík í gær. -— Gott veður var hór um hátíðarar, oft þíðviðri, svo að nokkuð tók af snjónum, er kom fyrir jólin, og vegir voru ruddir milli jóla og nýárs. Á ný- ársdag.og í gær var éljaveður og komu' nokkrar driftir. Má búast við að færi spillist, ef svo viðrar lengi. Mjög fjölmennur og f.jör- j ugur áramótadansleikur var hér á gcmlárskvöld, þar sem gamla árið var kvatt og nýja árinu heilsað. PJ 2—8 stiga frost um allt land, í Rvík 4 stig. Sunnudugur 4. janúar 1959. Liðssveitir Fidels Castros komnar til Havana, höfuðborgar Cubu Bandarísk kerskip vit5 strendur Kúbu I aðra hnattferð: Þessi hjón ætia til Nýja Sjálands á farkost- * inum, sem þau eru að feröbúa. Báturinn er 54 feta iangur. Þetta eru Britta og Steen Holmberg frá Gautaborg, sem fræg urðu fyrir hnattsiglingu sína á bátnum „Víkingur I" fyrir nokkrum árum. Nú eru þau að búa „Víking ll/y til ferðar, og ef ferðin til Nýja Sjá- lands gengur vel, ætla þau að halda áfram umhverfis jörðina eins og í fyrra skiptið. Efndu til mikillar Ijósahátiðar þegar rafmagn var komið á alla bæi Myndarleg samkoma, sem vel mætti vería fastur siíur í sveitum á rafmagnsöld Lundúnur^, 3. jan. — Lið-d sveilir úr uppreisnarher Fidels J Castros tóku í dag að streyma: inn í Havana, liöfuðborg Kúbu. Var búizt við komu Castros j sjálfs og Manuels Urutia dóm- ara, sem Castró hefir útnefnt til forseta uni stuiidarsakir. Alls- herjarverkfall cr í Havana og ríkir þar mikil ringulreið, þótt ekki niuni þar teljandi óeirðir. Malarskortur gcrir allmjög vart við sig í höfuðborginni vegna verkfallsins. Sölubúðir, skrifstof- ur og verksmiðjur eru lokaðar. Somgöngur liggja einnig að mestu niðri. Rómantísk gleði. Fréttaritari brezka útvarpsins', sem staddur er á Kúbu, sagði í dag, að mikill fögnuður ríkti meðal manna yfir að loks skyldi hafa tekizt að hrekja harðstjór- ann Balista og' klíku hans frá völdum. Margir eldri menn, sem Iengi hefðu barizl gegn harðstjórn inni væru fullir af eldheitum og rómantískum áhuga yfiir sigrin- ! um. En sumir bæru þó ugg í brjósti um að aftur myndi sækja í sama horfið og nýir harðstjór- ar hrifsa völdin. Sumir foringjar verkfallsmanna hafa lýsl yfir, að verkfallinu verði ekki aflétt fyrr en stefnuskrá byltingarmanna hafi verið tryggð. Offjár úr landi. Castro hefir lýst hershöfðingja þann, sem tók við stjórn hersins af Batis'ta, föðurlandssvikara og látið handtaka hann. Segir Castro, að Ramon Barquin hafi gefið lof- orð um að Batista og klíka hans skyldi ekki sleppa úr landi.' Þetta hafi hann svikið. Batista og vild- arvinir hans, sem nú eru fleslir flúnir til Bandaríkjanna, hafa dregið sér óhemjufé á undan- förnumi árum, sem geymt er er- lendis. Nemur það hundruðum milljóna dollara. Allmörg bandarísk herskip liggja nú við Kúbustreudur, að því er sagt er til að vernda bandaríska borgara þar. Hitt kann líka að vera, að Banda- ríkjamenn óttist um hagsmuni auðnianna, sem eiga mikiim hlut í sykurekrum þar og öðr- um frainj,eiðslufyrirtækjum. Leiðtogar uppreisnarmanna liafa sumir krafizt þess, aö sykurekr- urnar yrðu þjóðnýttar og tekiu upp rótta’k stefna í þjóðfélags- málum. » Telpa verður fyrir strætisvagni í gær vildi það til, að telpa varð fyrir afturenda strætisvagns, sem rann til á hálku hjá biðstöð- inni við mót Búslaðarvegajr og Rcttarhollsvegar. Telpan sayðist. á fæti og var gert að meiðslum hennar á Slysavarðslofunni. Ekki var um greinanlegt bcinbrot að ræða. Þá fór maður í færiband í Fisk iðjuveri ríkisins við Grandagarð. Hann skaddaðist nokkuð á hendi. Frá fréttaritara Tímans í Landeyjum. Þann 13. des. s.l. var hald- in ljósahátíð í félagsheimilinu Gunnarshólma í tilefni þess, að rafmagn hefir nú verið leitt heim á alla bæi í Aust- ur-Landeyjum utan tvo, sem ekki hafa möguleika íil að fá það eins og stendur, Hreppurinn gekkst f.vrir þess- ari S'amkomu. sem var fjölsótt og mjög ánægjuleg. Oddvitinn, Er- lendur Árnason, selti samkomuna og stjórnaði henni. í byrjun var selzt að kaffidrykkju, en síðan voru ræður fluttar. og gerðu það oddvilinn, Finnhogi Magnússon. Lágafelli, og Magnús Finnhoga- son, Lágafclli. Almennur spngur Öll 7 ára börn tekin frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla .\TH—Osló. 2. jan. Sovétríkin eru reiðubúin að minnka herafla, s'inn um 70%. sagði Noel Baker í viðtaii, sem frétta menn norska ríkisútvarpsins áttu við hann eftir komu hans frá Moskvu, Ræddi Baker lengi við Krustjoff og byggir þessar staðhæfingar á ummælum hans. Noel Baker er einn af elztu þing m'önnum Verkamannafl. brezka og oftar. en einu sinni ráðherra. Hann og sonur hans, Philip Noel Baker komu frá Sóvétríkjunum rétt fyrir iólin. Verði ein milljón. Baker héldur því fram, að vest- urveldin eigi að bera fram aö nýju tillögur sínar frá 1954 í afvopnun- armálum. Krustjoff hafi auk held- ur aðspurður fallizt á, að lækka herstyrk Rússa í eina milljón manna að því tilskyldu að heildar styrkur austurs og vesturs yrði ívipáðúr. Þetta myndi jafniglda 70% minnkun herafla Rús.sa. Börn í heimavistarskóla. Philip Noel Baker skýrir frá við ræðum sínum við Mikojan um skólamál. Mikojan kvað Sovét- stjórnina gera sér vonir um að geta sett öll börn í heimavistar- sköla að sjö árum liðnum. Færu þau þá frá foreldrum sínum við j 7 ára aldur. Aðspurður, hvort hörn in væru ekki of ung lil að yfirgefa foreldra sína, svaraði Mikojan þvi til að foreldrar kynnu lítið til harnauppeldis og því væri vafa- laust betra að fela sérfróðum mönnum þettá starf. var milli ræðanna. Þá hófst sam- íelld dags'krá um sögu rafmagns- ins og rafvæðingu á íslandi, tek- in saman af yngri mönnum í sveitinni og ílutt af segulbandi. Dagskránni lauk með gamanþætti. Ungmennafélagið gekkst fyrir þjóðdansasýningu, en dansi- kennsla hafði l'arið fram næsta hálfan mánuð á undan samkom- unni. Kennari var Valborg Sigurð ardóttir, íþróttakennari frá Sáms- stöðum. Sýningin vakti mikla að- dáun. Almennur dans' var stiginn til kl. fimm um nóttina og mátti þá gjörla sjá, hve danskennslan hafði borið góðan árangur. Þátt- laka unga fólksins í þessu sam- komuhaldi var sérstaklega ánægju leg. Samkomtugeslir, er fögnuðu ljósum í skammdeginu, voru uin 120 eða allir, sem að heiman komust í s'veilinni. Sótt um stöður landlæknis og yfirlæknis á Kleppi Umsóknarfrestur var útrunnin 1. janúar. Þessir liafa sólt um land læknisisembætti: Jóhann Þorkels- son, héraðslæknir á Akureyri, Páll G. Kolka. héraðslæknir á Blöndu- ósi og dr. Sigurður Sigurcisson, berklayfirláeknir. Um stöður yfirlæknis við Klepp spítalann hafa sótt: Esra Péturs- son, Alfreð Gíslason, Þórður Möll- er (heíur gegnt embættinu síðan Helgi Tómasson lézt). Jakob Jónas son ystarfandi í Svíþjóð, Karl Strand, starfandi í Englandi, Agn- ar Karlsson. Starfandi í Bandaríkj- unum og Tómas Helgason, sem stundar framhaldsnám í Bandaríkj unum. Útgerðarmenn í Eyjum fá miklar upp- bætur á fiskverð frá fiskvinnslustöðv. Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um, sem er sameignarfyrirtæki niargra útgerðarinanna i Eyjum, i hélt aðalfund sinn milli jóla og nýárs. Var þar samþykkt að end urgreiða miklar upphæðir til út-! gerðarnianna, sem iac/t hafa inn , fisk til vinnslu hjá fyrirtækinu. I Ákveðið var að endurgreiða út- j vegsniönmiin 10 krónur á liverja j smálest af svonefndum aðgerðar kostnaði, en auk þess var sain- þykkt að endurgreiða útger'ðar- mönnum af hagnaði fyrirtækis- ins um eina og hálfa milljón kr. af fiskverði ársins 1957. Mun þetta geta orðið 10—12% verð- hækkun á fiski. Auk þess var samþykkt að ieggja hál/a millj. kr. af hagnaði fyrirtækisins í sameignarsjóð þess, en þá höfðu auk þessa farið fram allar lör/- boðnar afskriftir af eignuni fyrir tækisins. Gert er ráð fyrir að aðrar fisk vinnslustöðvar í Eyijum igreiði útgerðarmönnuin seni Iagt hafa upp lijá þeirn svipaaðr uppliæð- ir. Kviknar í íbóSarhúsinu að Svelgsá í Helgafellssveit - hósinu bjargað Stykkishólmi í gæi'. — Um klukkan tíu í morgun kom upp eldur í íbúðarhúsinu aS Svelgsá í Helgafeilssveit. Ui'ðu nokkrar skemmdir á þaki og rishæð hússins. Hús þetta er gamalt, byggt úr timbri, en í liaust lauk gagn- gerðri viðgerð á því. Var það þá múrhúðað utan, sett nýlt járn á þakið og nýir gluggar í allt húsið. Strax og elds'ins varð vart, var símað á' næslu bæi og óskaö eftir aðsloð. Einnig var símað til Stykk ishólms og beðið um slökkviliðið þar. Slökkviliðið og margt manna úr nágrenninu kom fljótlega á vetlvang og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, scm var í rishæð hússins og þekju. Talið er að kviknað hafi í út frá :gaslampa, sem notaður var við að þýða vatnsleiðslu, á þann hátl, að neisti hafi komizt í ein- angrun hússins, sem er úr þurr- um mosa. Varð að rífa gal á þak- ið. Skemmdir urðu cngar á neðri hæð hússins nema al' vatni og reyk. Bóndi á Svelgsá cr Guðbrandur Sigurðsson, hreppstjóri. Þrennt annað er þar í heimili fyrir utan Guðbrand. KBG Arekstur í höfninni i | Síðastliðið þriðjudagskvöld varð árekstur milli Akraborgar og Sæ- fara frá Grundarfirði í Reykjavík- urhöfn. Talsverðar skemmdir urðu á Sæfara ,sem er 44 lesta bátur. Skemmdir á Akraborginni voru ó- I verulegar. Skipstjórinn á Akra- borginni hélt því fram, að Sæfari hefði siglt í veg fyrir sig með fyrr greindum afleiðingum. Grunur lék ^ á. að skipstjórinn á bátnum hefði verið undir áhrifum vins. Var farið I með hann til rannsóknar í Slysa- varðstofuna .Við áreksturinn kast j aðist maður um horð úr Sæfara í sjóinn. en var bjargað áður en * honum yrði meint af. Málið er enn í rannsókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.