Tíminn - 08.01.1959, Síða 9

Tíminn - 08.01.1959, Síða 9
TíMIÍN, fiBimtudaginn 8, janíiar 1959. llflyÁWl — Hvað ætlar þú aö seg-ja mér? spuröi ég. — Aðeins að ég' elskaöi þig meira meö hverjuin degi. Um miðjan janúar héldum við til Devon, en veðriö var mjög gott yfirleitt á þessum árstíma aldrei þessu vant. Fyrst fórum við til Lavender Cottage til þess aðsækja börn Skapið var ekki jafn gott á heimleiðini og það hafði verið á leiöinni út. Hin draum kennda brúðkaupsferö var af staðin og hér var það sem raunveruleikimi tök við. Ef ég hefði aðeins getað ver ið viss um að Josslyn elskaði mig jafn mikið og ég elskaði hann, hefði ég getað verið full komlega hamingjusöm en til- hugsunín um aö flytjast til Creekdown og búa þar í fram- tíðinni gerði mig órólega. Það va rekki lengur merkilegt gam alt hús eins og ég hafði séð það’ með augum gestsins. Héð an í frá átti það aö vera heim- ili mitt. Júlía frænka Ijómaði þegar liún sá okkur aftur, og börn- in flugu upp um hálsinn á mér. Jói frændi var þarna auð vitað líka. Hann var alveg eins og heima hjá sér. — Díana skrapp til London aö heimsækja eina vinkonu sína — Peggy Steer, sagði Júlía frænka. — Jervis fór um leið. Hann þurfti að reka er- indi fyrir Jóa frænda. Mér létti þegar ég heyrði að Díana var ekki heima. Brátt vorum við á leið til Creekdown. Bömunum fannst leitt að fara frá Lavender Cottage en engu að síður grun aði mig að þau gleddust yfir því að koma til Creekdown aftur. — Við eigum tvö heimili núna, sagði Alan. — Lavender Cottage og Creekdown Manor. Eg háttaði bömin um leið og við komum þangað, las dá- lítið fyrir þau. Síðan kyssti ég þau góöa nótt og gekk niður til Josslyns. — Heldurðu að þau séu á- nægð með að vera komin hing að aftur? spurði hann. — Já, þeím líkaði vel I Lav- ender Cottage og féll vel við Júlíu frænku, en heimili þeirra er auðvitaö hér. Hann tók utan um mig og faömaði mig svo að ég gat ekki séð andlit iians. — Verður þetta einnig heim ili fyrir þig, Sara? spurði hann.............. — Þetta verður heimili okk ar allra það er viðfangsefni okkar. — Viðfangsefni okkar, sagði hann léttilega. — Það lítur dálítið undarlega út, fremur sem skyida en ánægja. — Það verður þaö hvort tveggja, sagði ég. — Já, sagði hann. — Það verður ánægjulegt og því fylg ir einnig nokkur ábyrgð. Ef alit hefði verið eins og það átti að vera hefði ekki verið nauðsynlegt að tala um þetta. Við vorum nýgift og hvað sem fyrir mundi koma áttum við að standa sanian. En það voru of margar leiö ar minningar tengdar þessum stað. Eg tók eftir öllu þegar við gengum upp í herbergi okk ar. Fröken Eaton, sem var nýja ráðskonán okkar, hafði kveikt upp í arninum. Það var heitt og nbtalegt þarna inni en herbergið var skuggalegt. Arinninn var stór það var hátt til lofts óg vindurinn þaut í krónum trjánna úti fyrir. Þaö var reimt í þessu herbergi — eða miningar engu betri en þó svo væri. En ef til vill má segja að vof-ur séu minningar, hver veit? 1 Við gerðum margar áætlan ir fyrstu vikúna sem við vor- urn í Creekdown. Eignin hafði verið vanrækt lengi og Joss- lyn varði mestum hluta adgs- ! ins með ráösmanninum. Hann hafði ráðiö nýjan mann til þess aö gegna stöðunni vegna þess að gamli ráðsmaðurinn I hafði misnotað sér svo áhuga- leysi Harrys Eversleigh að reiknhigar ög allt annað voru í megnustú óreiðu. Nýi ráðs- maðurinn bj ó í litlu húsi í út- jaðri eignafinnar og þar hafði j hann skrifstofu þar sem reikn ingshaldið fór fram Eg helgaði mig börnunum. Við höfum ekki enn tekið á- kvörðun um hvernig haga skyldi menntun þeirra svo að j ég tók til að kenna þeim það sem ég ga't. Það var einnig j stórt píanó í barnaherberginu og ég lék stundum á það fyrir þau. Eg man vel eftir þessum degi. Þaö Var fremur dimmur dagur og þegar við vöknuðum um morguninn var grátt og ömurlegt úm að litast. Strax eftir morgunverð fór Josslyn áð hitta ráðsmann- inn en ég hugsaði um börn- in. Seinni hluta dags var of mikil úrkoma til þess að við gætum fariö út eins og venju- lega og ég stakk upp á þvi aö við skyldum mála dálitið. Við fundum teiknibækur og liti og þegar við vorum að byrja að mála sá ég að Alan hafði skrámast á handleggnum. — Hvernig vildi þetta til? spurði ég. — Hann datt niður stigann, svaraði Elfrida. — Já, sagði Alan. — Við vorum að koma ofan af lofti og ég rann í stiganum. Þau hlágu bæði. Á meðan við vorum að mála datt mér skyndilega í hug að dyrnar sem lágu upp á loftið voru það þungar i vöfum aö þaö hlaut aö vera erfitt fyrir snáða eins og Alan að opna þær. Eg var stundum sjálf í hreinustu vandræðum með að opna þær sjálf. Börnin fóru oft upp á loftið og þar var margt skemmtilegt fyrir þau að leika sér að. En þar var ó- hreint og allir hlutir rykfalln- ir svo að vegna þess var staö- urinn ekki sem heppilegastur leikvöllur fyrir þau. En ég gat ekki neitað þeim um að fara upp, vegna þess að ég vissi hve gaman þeim þótti það. Þau virtust einkum hafa dá- læti á myndinni. En þá kom mér ráð í hug: hví ekki að flytja myndina niöur í barna- herbergið? — Eg hefi góða hugmynd, sagði ég. Þau litu á mig með eftir- væntingu. — Eigum við að fara með myndina hingaö niður? Við getum hengt hana yfir arin- inn. — Já, hrópaði Elfrida. — Good . . . o, hrópaði Alan. Eg fór strax til frú Eaton og bað hana að senda Tom upp á loftið. Börnin dönsúðu um af eftir væntingu. Við fórum upp og þurrkuðum rykið vandlega af málverkinu. Eg óskaði þess að mér þætti jafn vænt um það og börnunum. Það voru vafa- laust hinir sterku litir þess sem höfðu þessi áhrif á þau — myrku augun, rauðar var- irnar og blái kjóllinn. Meðan við biðum eftir Tom sýndu þau mér hvernig þau léku sér þarna. Leikurinn fór að mestu fram í gömlum kist- | um sem voru fullar af fatnaði. í einni af kistunum lágu nokk ur nótnablöð úr „La Boheme“. — Geturðu spilað þetta á píanóið? spurði Alan. j — Já, Sara, gerðu það, hróp aöi Elfrida. — Allt í lagi. Við tökum þær með okkur niður. Tom Eaton kom upp. Hann bar myndina niður og innan tiðar hékk hún yfir arninum. Börnin fylgdust með hverri hreyfingu Toms og þegar hann hafði lokið við verkið dönsúðu þau af hrifningu. Það var orðið dimmt og þar . sem rafmagn var ekki í þessu : herbergi kveikti ég á nokkrum kertum og setti þau sitt hvoru megin við málverkið. Það virt ist vera svo lifandi í flöktandi kertaljósinu að mér varð órótt innanbrjósts. Það var eins og augu hennar horfðu hæðnis- lega á mig. I Börnhi vildu að ég spilaði dálítið svo að myridin gæti heyrt það, eins og þau sögðu, og ég settist við hljóðfærið og spilaði „mig dreymdi ég dveldi í marmarahöll“ úr „La Boheme og söng með. Börnin sátu grafkyrr. Það var sjálfsagt sama tilfinning in sem gagntók þau og mig. Þegar ég var búin með þetta lag varð ég að syngja annað. Allt í einu hætti ég. Joss- lyn hafði opnað dyrnar á með an ég var að syngja og stóð nú á þröskuldanum. Andiit hans var náfölt, og hann leit út eins og hann hefði oröið fyrir miklu áfalli. Þá sá ég að hann horfði ekki á mig, ekki á börnin, heldur á myndina sem hékk yfir arninum. 8. kafli. Eg hætti að spila og stóð upp. — Er eitthvað að Josslyn? Haiin svaraði ekki strax en gekk t.vö skref áfram. Börnin stóðu á fætur og komu til míh. Þegar han' nloks talaði var rödd hans hás: — Hvar fannstu þetta? Aðeins lítið eitf nægir... því rakkremið er frá Gillette ■ Það freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er í gæðaflokki með Bláu Gillette Blöðunum og Gillette rakvélunum. Það er framleiít til að fullkomna raksturinn. Það Reynið eina túpu í dag. freyðir fljótt og vel... .og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni, sem einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Gillette „Bi‘ushless“ krem, einnig fáanlegL Heildsölubirgðir: Globus h.f., Hverfisgötu 50, sími 1714& 1 I ■■'! £i 1 VI Gerist áskrifendur að TÍMANUM Áskriftasími 1-23-23 Blaðburður Tímann vantar unglinga eða eldri menn til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi. STÓRHOLT AFGREIÐSLA TÍMANS Jörðin Torfastaðir 5 í Fljótshlíð, ásamt íbúðar- og peningshúsum, er til sölu og laus til ábúðai’ frá næstu fardögum. Sogsrafmagn og sími. Semja ber við Klemena Kristjánsson, Sámsstöðum, Fljótshlíð V.’.V.VW.W.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.VV.V.V.VAI I Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem I; glöddu okkur í tilefni af gullbrúðkaupi okkar 31. .■ des. s. 1. með gjöfum, blómum og' skeytum. Guð blessi ykkur öll. i: ■: GuSríður Þórarinsdóttir, Eyjólfur Jónsson, í; Deild, Álftanesi. V.VAV.VAV.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.VAWAV

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.