Tíminn - 15.01.1959, Side 6

Tíminn - 15.01.1959, Side 6
6 T í M I N N, fimmtudaginn 15. janúar ið59. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn> Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13948 Ræður Emils og Jóns P. Emils ALÞYÐUBLAÐIÐ segir í gær frá ræö'u, sem Emil Jóns son forsætisráðherra hélt. kvöldið áður á fundi Alþýðu flokksfélags Reykjavíkur. í ræðu þessari vék Emil m. a. að samstarfi Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks- ins um rikisstjórnina. Al- þýðublaðið endursegir um- mæli hans á þessa leið: „Emil sagði, að engir samn ingar hefðu verið gerðir milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins nema um þáð, að sá síðarnefndi lof ar að afstýra vantrausti á stjórnina, en stjórnin lofar að .beita sér fyrir kjördæma breytingu og kosningum á þessu ári. Óformlegra sam- starf milli flokka getur varla hugsast, sagði Emil.“ Þessi ummæli Emils munu eiga að sýna það, að sam- starfið milli stjórnarflokk- anna sé mjög óverulegt og ó náið. í raun og veru sýna þau þó allt annað. Þegar ein hver aðili veitir öðrum stuðn ing án verulegra formlegra samninga, stafar það af þVí, að hann treystir hinum nær eins vel og sjálfum sér eða hann telur sig hafa ráð hans alveg í hendi sér. Sennilega er hér um hvort tveggja að ræða. Forkólfar Sjálfstæðis- flokksins telja sig geta veitt Alþýðuflokknum stuðning án sérstakar samninga, því að ekki skilji málefnalegur á- greiningur forvígismenn flokkanna og ráðherrar Al- þýðuflokksins séu f úsir til aö gera það, sem farið er fram á við þá, án þess að stranglega sé um það samið. Vafalaust er það alveg satt hjá forsætisráðherranum, að engir sérstakir formlegir samningar munu um stjórn arsamstarfið milli Sjálfstæð isfiokksins og Alþýðuflokks- ins fremur en var milli hús- bænda og hjúa í gamla daga. SAMA kvöldið og Emil flutti ræðu sína í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur, hélt annar forustumaður Al- þýðuflokksins, Jón P. Emils, ræðu í Stúdentafélagi Reykjavíkur. Jón P. Emils er sá leiðtogi Alþýðufolkks- ins, er einna ákveðnast beitti sér gegn stjórnarsamstarfi vinstri flokkanna á sinum tíma, og varð þá einn helzti talsmaður hægri manna Al- þýðuflokksins í Reykjavík, er réðu samstarfi Alþýðuflokks manna við Sjálfstæðisflokk- inn í verkalýðsfélögunum og stuðningi þeirra við Gunn- ar Thoroddsen sem borgar- stjóra i Reykjavik. Það eru hægri mennirnir í Alþýðu- flokknum í Reykjavík, er nú hafa náð undirtökum í flokknum og ráða því mestu um stefnuna. Það er því full ástæða til þess að gefa því gaum, sem einn helzti leið- togi þeirra, Jón P. Emils hefur að segja. Jón P. Emils var ekki neitt myrkur í máli um samstarf Sjálfstæðsflokksins og Al- þýðuflokksins Hann var ekki að fara neitt dult með það, að þeir stæðu báðir að stjórn inni, heldur kallaði þá hik- laust sitjórnarflokkana. Hann var ekki heldur að fara í launkofa með það, að þetta ætti að verða upp- haf varanlegrar samvinnu. „Þessir flokkar eiga að vinna saman á hverjum stað og í hverju félagi", sagði Jón og brýndi raustina. Þeir eiga m. ö. o. að sverjast í innilegt og varanlegt fóstbræðralag. ÞAÐ ER alveg efalaust, að Jón P. Emils túlkar stefnu hægri mannanna, sem ráða í flokkssamtökum Alþýðu- flokksins í Reykjavik og nú ráða mestu um stefnu flokks ins. Takmark þeirra er að gera Alþýðuflokkinn að var anlegum fóstbróður Sjálf- stæðisflokksins og tryggja samvinnu þeirra „á hverjum stað og í hverju félagi“. Það er sama leiðin og Magn ús Ástmarsson fór, þegar hann greiddi Gunnari Thor- oddsen atkvæði sem borgar- stjóra í Reykjavik. Þetta þurfa allir frjáls- lyndir menn, sem fylgt hafa Alþýðuflokknum að málum, að gera sér ljöst. Innan flokksins ráða nú þau öfl mestu, er vilja gera hann að .fóstbróðir Sjálfstæðsflokks- ins, er fyrr en seinna myndi enda þannig, að hann yrði þýðingarlaus aftanioss stóra bróður. Með því að styðja Alþýðuflokkinn meðan hann fylgir þessari stefnu, eru frjálslyndir fylgismenn hans að vinna að því, þótt óafvit- andi sé, að skapa íhaldinu nýja hækju til að styðjast við. Af þessu þurfa þeir vissu- lega aö draga réttan lærdóm við kjörborðin í næstu kosn ingum og veita þá foringjum Alþýðuflokksins aðvörun, er eftir verður tekið. EF EINHVERJIR frjáls- lyndir Alþýðuflokksmenn eru í vafa um þetta, geta þeir vel ráðið hið rétta af af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til Alþýðuflokksins um þess ar mundir. Myndi Sjálfstæð- isflokkurinn t. d. hafa lagt stjórnartaumana, án form- legra samninga, í hendurn- ar á Jóni Baldvinssyni og Héðni Valdimarssyni? Því getur hver trúað, sem trúa vill. Sjálfstæöismenn á- líta Alþýð'uflokkinn vissulega allt annan nú en þeir álitu hann í tíð þeirra Jóns og Héö ins. Þá hefði það ekki komið fyrir, að einn af frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins hefði lýst yfir því í Mbl., að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn væru „skyld astir og borgaralegastir“, eins og Einar Sigurðsson gerði fyrra sunnudag í Mbl. Vissulega þurfa frjálslynd ir Alþýðuflokksmenn að átta sig á því, hvaða braut Al- þýðuflokkurinn er nú á. Vilja þeir fylgja íyrirmælum Fylgísmenn Nassers undirokaðir í írak, en áhrif kommúnista aukast Ekki hefir dregið til stór- tíðinda í írak síðan bylting- in varð þar í sumar Bylting arleiðtoginn Abdul Karim Kassem situr að völdum í landinu og hefir gengið i bandalag við kommúnista til að halda fylgismönnum Nassers í skefjum. Stefna hans virðist vera að landið verði hlutlaust á alþjóða- vettvangi, haldi vináttu við Sameinaða arabalýðveldið og jafnframt óskertu full• veldi sínu. — Eftirfarandi grein um ástand mála i írak birtist í The Times og er hér lauslega þýdd. Stjórn íraks hefir ævinlega verið mjög háð nákvæmu valda- jafnvægi innan Iands. Fjtít bylt- inguna voru þrír aðilar taldir á- hrifamestir, ættflokkarnir, herinn og konungurinn. Nú eru sambæri- legir aðilar fjórir, herinn, fylgis- menn Nassers, kommúnistar og Karim Kassem hershöfðingi. Að auki eru svo ýmsir niinni háttar valdaaðilar sem hinir fyrr- töldu reyna að fá í lið með sér. Einstakir ættflokkar hafa ennþá mikil áhrif, einkum kúrdar í norð- urhéruðum laíidsins sem eru ein- staklingssinnaðir og andvígir nass erismanum og Shia-múhameðs- menn i suðri sem einnig hafa sýnt Nasser tortryggni. Hinir gömlu stjórnmálaflokkar hafa einnig viss áhrif. Þeir hafa nú sam einazt í Þjóðlegu einingarfylking- unni þar sein deinókratar og kommiúnstar vinna saman, en mjög hefir dregið úr áhrifum Ist- iqlal-sjálfstæðisflokksins og baath sósíalista. Lögreglan hefir ekki síður cn herinn sterka valdaað- stöðu. Og loks er múgurinn, en oft er gert of mikið úr beinum á- hrifum hans. í atferli hans kemur aftur á móti Ijóst fram hver hinna einstöku flokka sem keppa um völdin má sín mest á hverjum tíma. Hörð valdabarátta í þeirri baráttu um völdin sem staðið hefir eftir byltinguna hefir Karim Kassem sýnt mikla hæfi- leika til að tefla andstæðngum um hverjum á móti öðrum og halda sjálfur æðstu völdum, en fyrir vikið hefir honum ekki unn- izt tími til að móta fasta stjórn- arstefnu eða koma traustri ríkis- stjórn á laggirnar. Kannske er einnig öll ástæða til varfærni því að skammt er frá byllingunni og embættismennirnir sem forsætis- ráðherrann' verður að vinna með eru störfum hlaðnir eftir þær hreinsanir sem fram hafa farið. Flestir þeir er fylgjast með þróun mála þar eystra treysta því að Kassem mæli af heilum hug er hann kveðst vilja koma á fram förum innanlands, raunhæfri hlut leysisstefnu út á við og treysta vináttu og samstarf við Samein- aða Arabalýðveldið, — þó ekki sé stefnt að beinu sambandi ríkj- anna undir yfirstjórn Nassers. En lítt hefir orðið ágengt, og enn eru mörg vandamál óleyst. Flesf- ar yfirlýsingar hans hafa ein- kennzt af því að eiga að þjóna einhverjum ákveðnum stjórnmála legum tilgangi, og stjórnarstörf hans hafa oft virzt gera yfirlýs- ingar hans að engu. Menn hafa árangurslaust Ieitað að hugsjóna- grundvelli hugmynda hans eða þá hægri manna Alþýðuflokks- ins í Reykjavík um að hafa samvinnu við Sjálfstæðis- fl. „á hverjum stað og í hverju félagi?“ Hafa ekki for ustumenn Alþýöuflokksins gott af öflugri aðvörun áður en því veröur komið i kring? Kassem forsætisráíherra hefir gert banáalag viS þá gegn yfirgangi nasserista en hinn gerður ráðherra áh stjórn ardeildar — og hefir sem siíkur engin völd og ekki eir.u sinni skrifborð að siija við. Blað Aref« ofurs.ta, .Jum- houria, hefir verið bannað og helzlu starfsmenn þess handtekn- f||í ir. Að minnsta kosti sjö bðsfor- ingjar auk Aréfs hafa verið hand teknir, svo sem ríkisstjórinn og lögreglustjórinn í Amarah t-suður hluta landsins, .sehnilega fyr'ir þátttöku í samsæri. Jafnvel hínn ráðgefandi' ráð- herra Sadiq Slmnshal. leiðtogi hins hófsanta Istiqlal-flokks hefir verið svipttl* mestu af vöídum sínum sem áður voru ahmikil. Ilann er i kunnirtgsskap við’ Nass- er forseta óg hefir Iátið I Ijós að hann s'é hlynntur sameiningu við Egyptaland, og mun það hafa gert hann tortryggilegan. Ilann er nú aðeins ráðherra að nafninu til. Þannig hefir verið rækilega þagg- að niður í fylgismönnum Nass- ers forseta. og nú sjást jafnvel myndir af honurn miklu sjaldnar ' en fvrr á almannafæri. Násserist vænzt þess að í Ijós' kæmi hverjir ar hafa heldur ekki farið í kröfu- hafi verið nánustu vinir hans og feöngur í Bagdad síðan mennta- ráðgjafar. rji'ilaráðherra Sameinaða Araba- lýðveldisins, Kamal el din Hus's- Kassem og nasserisminn j ein’ var ^ar * heimsókn. ABDUL KARIM KASSEM Karint Kassem virðist gæddur harðsvíruðu tillitsleysi og sant- særishæfileika sem efalaust hefir mótazt af baráttu hans fyrir bylt- inguna. Eng:;nn byltingarleiðtogi getur verið smámunasamur í vali meðala til að ná markmiði sínu, og maður sem gat hrundið af stað stjórnarbyltingu þrátt fyrir ár- vekni Nuri es-Saids hlýtur að hafa vissa pólitíska snilld til að bera. En Kassem má reikna með því að þau hugmyndakerfi sem eru Ijósari og heilsteyptari en hans eigin hugmyndir, hafi sín áhrif. Fyrstir komu fylgismenn Nassers fram, en þeir óska þess heitast að írak sameinist Egyptalandi og Sýrlandi undir yfirstjórn Gamal Abdels Nassers eins fljótt og unnt er. Þeir virðast ekki hafa notið beins stuðnings Nassers, og fregnir frá Kairó benda til þess að baathistar séu mjög vonsviknir vegna þess að Nasser skuli eklci liafa stutt skoðanabræður þeirra í írak meira en raun ber vitni. I Hvernig sem þessu víkur við leiddi foringi þeirra, Aref ofursti, þá í ógöngur. Ilann var sjálfur handtbkinn, hranaði niður i fanga klefa svikarans frá því að vera sú byltingarhetja er næst gekk sjálfum Kassem, og í kjölfarið hefir fylgt kúgun allra yfirlýstra fylgismanna þans. Hinir tve'ir ráðherrar baathista. dr Jabr Om- ar og Fuad Rikabi hafa verið leystir frá störfum, annar til fulls Aðstaða komrrtúriista Það voru baathislar sem þá skipulögðu kröíugöngur, og átök urðu milli þeirra og annarra sem kommúnistar skipulögðu til að votta Kassem traust. Einnig má nefna að eftir handtöku Arefs bar mikið á kröfugöngum fylgismanna Kassems í Bagdad, og þær voru á engan hátt hindraðar. Því miður hefir hin yfirvofandi hætta af nasseristnm knúið K-ass- em til að þiggja hjálp kommún- ista. Margir sem verið hafa bylt ingunni velviljaðir gera sér á- hyggjur vegna þess hve mjög kommúnistar geta nú aulcið áhrif sín vegna þessa. Hinn fámenni kcmmúnistaflokkur ræður mestu í Þjóðlegu einingarfylkingunni, enda þótt fprmaður flokks þjóð- legra demókrata, Kamil Chaderij, virðist álíta að flokkur hans geti ráðið úrslitum eí til átaka kemur vegna þess að hann er fjölmenn- ari þótt kommrúnistar séu marg- falt betur skipulagðit. Aðrir menn hafa áður ályktað á sama hátt og skjátlazt hrapal- lega, og stöðugt bætast nýjar fregnir af vaxandi áhrifum komrn únista. Margir telja að Kassem verði ckki fær um að hafa hemil á þeim öflum sem hann hefir sleppt lausum og spyrjai hvort hann hafi ekki eyðilagt fyrir sjálf um sér beztu vörnina gegn komm- únismanum með því að undiroka fylgismenn Nassers. Norska stjórnin boðar aukna atvinnu og meiri íramkvæmdir á nýja árinu NTB—Osló, 12. jan. — Ólafur Noregskonungur setti norska stórþingið í dag. Er þetta 103. sinn, sem þingið er sett. í hásætisræðu sinni lagði konungur áherzlu á upp- byggingu atvinnuvega og aukna framleiðslu á komandi ári. Reynt yrði að útrýma atvinnuleysi, en það hefði aukizt á s.l. ári og framleiðslan fremur dregizt saman. Konungur sagði, að vegakerfið yrði fært mjög út á þessu ári, járnbrautir lengdar og nýjar lagð ar. Raforkuframkvæmdir yrðu látnar ganga fyrir um fjármagn, en jafnframt lögð áherzla á upp- byggingu iðnaðarins á sem flest- um sviðum. Þá yrði sérstaklega reynt að hraða framförum í af- skekktum byggðarlögum, sem orð- ið hafa útundan á síðustu árum. Kóngur vék að skólamálum. Kvað hann nauðsyn að skapa bætta aðstöðu til háskólanáms í Noregi. Um 1 þús. stúdentar hefðu orðið að leita til útlanda ■til náms á s.l. ári. i ! í utanríkismálum kvað hann norsku stjórnina mundu reyna I eins og áður að stuðla að friði ! og bættri sambúð í heiminum. j Noregur myndi halda áfram þált- ! töku í A-bandalaginu og standa j við skuldbindingar sínar gagn- vart því.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.