Tíminn - 24.01.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1959, Blaðsíða 4
 '4 NALÍF Um borð í Særúnu Flóabátarnir, sem flytja vör ur milli fárra en ákveðinna hafna hér á landi, eru alkunn- ir. og lífið og starfið á þeim er auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Við spjöllum við sjómenu á fióabát í dag. Einu sinni var vélskip, sem hét Sigríður, og það hefir víst verið gott að vera háseti á henni, ef dæma skal eítir skeyt inu, sein einn skipverji sendi konu sinni, kvaðst ekki koma heim en bað hana að senda sér yfirsængina sína, En nú hefir Sigríður skipt um nafn og heitir Særún og á hana hlutafélagið Rún í Bol- ungarvík. Særún er í förum milli Reykjavíkur og Vest- fjarða. Særún lestaði við Grófar- bryggjuna fyrir nokkrum dög- um: Radar til Bolungarvíkur, Pepsi Cola til Patreksfjarðar, fínpússningu til Þingeyrar, ein- angrun til ísafjarðar, gas og gúr til Flateyrar, tómar tunn ur til Súgandafjarðar, fiskum- búðir á Súðavík. Særún flytur allt fast og fljótandi til Vestfjarða. Allt nema farþega; ekkert pláss fyr- ir þá. Við spurðum skipstjórann, Sigþór Guðnason, hvað hann væri með margar kollur í lest- inni, en þá bara hló hann og sló út'í allt aðra sálma. Keykjavík — ísafjörður. Hann sagði, að Særún væri 149 tonna skip og gengi 9—10 mílur. Að hún væri byggð 1920, gerð út frá Reykjavík og víðar undir nafninu Sigríð- ur, keypt til iBolungarvíkur í hittiðfyrra og hefði verið í förum vikulega milli Reykja- víkur og ísafjarðar með við- komu á öllum Vestfjarðarhöfn um siðan í júlí 1957. — Ég hef verið með hana frá því í setpember það ár, sagði skipstjórinn. Við erum að jafnaði 3—3% sólarhring í hverri ferð, bætti hann við; þurfum víða að koma. — Og eigið náttúrlega kær- ustu í hverri höfn? — 0, fjandinn. — Skipshöfnin? — Sex. Allt galvaskir sjó- menn. Að eigin sögn. Sigþór segir, að skipið hafi oft hreppt slæm veður í þess um- ferðum, einkum í skamm- deginu. Að veður hafi þó ver ið skapleg, það sem af er þess um vetri, að minnsta kosti ekki verri en vant er. Aðspurður segist hann aldrei hafa komizt í lífsháska á sjó. Segir það með stillingu eins og sjómenn gera yfirleitt, en eins og menn vita, kemur aldrei neitt fyrir þá að eigin sögn. Sigþór er Reykvíkingur og reri héðan áður en hann tók við Særúnu. Hefur gegnt öllu, sem gert er um borð í mótor- bátum, en lítið orðaður við tog ara. Á Þórólfi. Frammi í brúnni ' stendur Konráð Konráðsson, stýrimað- ur, og hefur auga með því sem er að gerast á dekkinu. Hann er Norðfirðingur, hefur verið á Særúnu frá því í október í haust og líkar vel. Konráð er harðnaður sjómað ur á bezta aldri, en svo gamall í hettunni, að hann kann að segja frá vistinni á gömlu tog urunum. Hann var á Þórólfi, sem var gerður út frá Reykja- vík. —• Líkaði þetta vel- meðan maður var ungur, sagði Kon- ráð. — Vaktirnar? — Við höfum sex tólf tíma vaktir, sem sagt átján tíma á sólarhring. Varð að halda sig að því meðan maður var að. — Þeir fóru vel í sjó, gömlu togararnir, bætti hann við. Ég hef ekki verið á nýjum togara, sem hefur farið eins vel í sjó og hann Þórólfur gamli. — Rann meira yfir þá, gömlu togarana . . . — Ég skal ekki segja. Ég var á Hallveigu Fróðadóttur og fannst hún vera fullt í eins blaut og gömlu togararnir. En manni líður vel á þeim nýju, og aðbúðinni er ekki saman að jafna. Við Grænland. — Þú hefur náttúrlega séð Grænland? — Ég var á línubát við Græn- land 1948, þegar Björgvin Bjarnason á ísafirði gerði út. Þarna voru fjórir sextíu tonna bátar og við með Hugin II. Þarna var oftast logn og blíða, stundum brælur, engin stór- viðri. — Þið hafið stigið á Græn- lands grund. — Oft I Færeyingahöfn og víðar. Heldur eymdarlegt þai'. — Nokkurn tíma veitt haf- mey? — Nei, það sver ég. — Eða komizt í annan háska? — Fjárakornið. — Né teflt á það tæpasta? -— Ja, óg fór með 48 tonna bát kringum land í desember í fyrra dýptarmælislausan og með vitlausan kompás. Lentum í veðrinu, þegar Hekla barði úr sér síðuna inná Húsavik, en þá slóguðum við undir Flat- ey. Þetta var Ottó E 105. Við vorum að fara með sement í Grímsárvirkjun austur á Reyð arfjörð, Þaðan á Siglufjörð að ná í beitusíld og með hana til Þingeyrar. Það kom ekkert fyr ir okkur. Við vorum heppnir. Ég var búinn að vera með bát- inn í flutningum allt sumarið og þekkti skekkjuna. Að svo mæltu leit Konráð fram á dekkið. Störfin kölluðu að honum. — Taktu eftir, sagði hann að skilnaði. — Það er bómuspil á þessu skipi. Þarf engan gekkla- mann. Eklcert annað flutninga skip hefur slíkt þarfaþing um borð. Stéttarsómi. Afturí var kokkurinn, Hall- dór Guðbjartsson, að heUa uppá. Iíalldór er stéttarsómi, reif ur og geðprúður og bakar kaffi -brauðið sjálfur. Hann notar lít inn brúsa fyrir kaffikönnu; lét festa við hann krana, og kaffi- pokinn er líka með sérstökum umbúnaði. Sopinn afbragð. Og þvílíkur munur að hafa góðan kokk. wMmmmmmMMMWiwmmmmmmmmmmmi Systir mín, Anna Jóna lliugadótHr, andaðist a8 elliheimilinu Grund 22. janúar. Vegna systra minna og annarra vandamanna. Sigurveig lliugadóttir. Nýjar, einfaldar reglur um bílaakstur milli landa Með hverju ári sem líður verð- ur aúðveldara að ferðast í einka- bifreiðiun milli landa í Evrópu, Áður fyrr og á árunum eftir síð- ustu heimsstyrjöld, var krafizt alls konar skjala og skilríkja, trygginga og yfirlýsinga, ef ekki beinharðra peninga í ofanálag, af þeim, sem óku bifreiðum sín- um yfir landamæri. í dag geta ökumeun farið nokkurn veginn óáreittir fram hjá landamæra- vörðum livar sem er í Evrópu. í snepil, er „triptick“ nefnist. snudud, er „triptick“ nefnist. Þetta skilríki fæst fyrir lítinn pening, er liandhægt í meðförum og fer vel í vasa. Það er Efnahagsnefnd Samein- uðu þjóðanna fyrir Evrópu —- ECE —, sem situr í Genf, sem hefir átt aðalfrumkvæðið að því, að ryöja úr vegi skriffinnsku og formsatriðum í sambandi við bif- reiðaakstur xnilli landa. Hvað eftir annað frá því að síð- ustu styrjöld lauk, hefir ECE gengizt fyrir samkomum sérfræð- inga í umferðarmálum frá ýmsum Jöndum í Evrópu til þess aö ræða um hvernig gera mætti feröa- mönnum hægara um vik, eða til þess að leggja á ráðin um einfald- ari flutningareglur yfirleitt. Án tollskilríkja Nú er svo 'komið, að menn geta ekið einkabílum sínum án tollskil- ríkja, eða skattheimtu til eftirfar- andi landa: Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar. í Svíþjóð nær þetta einnig til leigubíla, ítalir hafa gef- ið út mjög óbrotið og blátt áfram tollskírteini fyrir bíla, sem nefnist „tessera“. Frakkar eru að yfir- vega að nota sömu aðferð. Ákvæði um fjölda farþega í ferðamannavögnum, sem falla undir einkabíla hafa verið sett í Danmörku, Belgíu, Vestur-Þýzka- landi, Ítalíu, Luxembourg og í Hollandi, þar sem farþegafjöldinn má vera allt að 9 manns. í Sví- ■ þjóð, Noregi, Austurríki og Sviss- landi hafa elcki verið sett nein há- marksákvæði um þetta ennþá. Á fundi sérfræðinga í umferðar- og flutningamálum, sem nýlega var haldinn á vegum ECE, var sam- þykkt að semja alþjóðareglugerð um flutninga á þjóðvegum milli landa. TIMINN, laugardaginn 24. janúar 1959. Knud Johannesen varð Noregsmeist- ari í skautahl. í keppni í Þrándheimi Noregsmeistaramótið í skauta hlaupum var liáð í Þrándheimi um síðustu lielgi. Áliorfendur v»ru mjöig margir, meðal þeirra Ólafur kouungur, sem afhenti sig urvegurum verðlaun að keppni lokiuni. Veður var ekki hagstætt til kcppni, eu samt sem áður náðist góður árangur, enda eiga Norðmeim nokkra af beztu skautahlaupurum í heimi. Úrslit í keppninni urðu þau, að Knud Joliannesen, fyrrum heims- meistai-i, bar sigur úr býtum með nokkrum yfirburðum. Hanu hlaut 193.207 stig, og mátti segja, aö spenningurinn um fyrsta sætið hafi verið lokið eftir fyrstu grein, 500 m., en þá hljóp Knud á 43,7 sek., sem er langbezti tími, sem hann hefii' náð á þeirri vegalengd. — Sigurvegari í 500 m. hlaupinu varð Alv Gjestvang, sem hljóp á 42.9 sek. — í 5000 m. htaupinu, sem fór fram sama dag, sigraði Knud á 8:24.5 mín. Annar varð Roald Aas á 8:27.9 mín. og þriðji Thofstein Seiersten á 8:32.4 mín. Þessir þrh' menn eru Jangbeztu skautahlauparar Noregs. Á sunnudaginn var keppt fyrst í 1500 m. hlaupi og þar sigraði Aas á 2:19.0 mín., en Knud var annar á 2:20.0 mín. f 10000 m. hlauninu sigraði Seiersten á 17:21. 0 mín. Knud var annar á 17:27.8 mín og þriðji Edmond Lundsten á 17:44.0 mín., en það er korn- ungur skautahlaupari, sem nú fyrst vakti verulega athygli. Annar samanlagt á eftir Knud Johannesen varð Roald Aas sem hlaut 194.993 sttg og þriðji varð Seiersten með 196.323 stig. Lund sten varð fjórði, hlaut 196.720 stig. WAV.WAV.WAW.W.V.V.W.V.V.V.V.V.V.VWA'W KYNSL0ÐIN 0KKAR Á 20. ÖLDINNI Hvers vegna var Jesú svo annt um að einmitt þessi kynslóð skildi spádómana? Um ofanritað efni talar O. J. Olsen í Aðventkirkjunni annað kvöld (sunnudaginn 25. janúar) kl. 20,30. Einar Sturluson söngvari syngur. Allir velkomnh'. .V/.V.V.V.V.'.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V mntmmmtmKKtnnmmfflttffltmmtsmnmmumwtmtnm*: Leiðbeiningar um skattaframtöl Neytendasamtökin gefa nú með- limum slnum kost á bæklingi, sem nefnist Um skattframtöl og skatt- frádrátt. Efni hans er eftirfarandi: Almennur frádráttur einstalclinga. Persónufrádráttur og félagafrá- dráttur. Tekjur undanþegnar skatti. Skattfrelsi sparifjár. Frá- dráttur af tekjum af atvinnu- rekstri. Sýnishorn af framtali ein staklinga og sýnishorn af landbún aðarframtali. Bæklingurinn er ekki útgefinn af Neytendasamtökum, heldui' hafa þau fengið vissan eintakafjölda, sem meðlimir þeirra geta fengið fyrir vægt gjald. Hann er þannig ekki innifalinn í hinu lága ár- gjaldi, ,sem er kr. 25.00. Þeir, sem óska eftir að fá bæklinginn og sækja hann á skrifstofu Neytenda samtakanna, Aðalstræti 8, fá 'hann fyrir 10 krónur, en þeir sem óska að fá hann sendan heim í pósti, fá hann fyrir 15 krónur, sem yrðu þá innheimtar með ár- gjaldinu síðar. Skrifstofan er op- in daglega milli kl. 5 og 7 nema laugardaga kl. 2—4 e. h. Síminn er 1 97 22 Um 500 manns hafa gengið í Neytendasamiökin á síðustu 2 mánuðum. Áskriftarsími TÍMANS er 1-23-23 Gamalt útflutnings- og innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða deildarstjóra fyrir útflutn- ingsdeild sína nú þegar eða síðar. Tungumáta- kunnátta nauðsynleg. Framtíðarstarf og góðir skilmálar fyrir hæfan mann. Allar umsóknir verða teknar sem trúnaðarmál. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 28. þ. m. merkt „118". mmmm:::m:m:mmm::jmmjm::mm«mmm»«m:mmm::mmj:mji tmmmmmmm:m:::mj:»:»::m:nmmmm«nmmm:::::mmmmnm» Tilkynning frá Skattstofu Reykjavikur Framtalsfrestur rennur út 31. þ. m. Dragið ekki að skila framtölum yðar. Frestur verður eigi veitíur nema alveg sérstak- lega standi á. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK. :m»u»:»»»»::n::«»::»«:m:»«»:m»:m»u«»m«mn:»»:»»»»»m '.V.V.^V.V.V.V.V.V.V.VV/.V.W.V.VV.VV.V.VV.Vi.V.VJ > Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem hjálp I; uðu okkur á einn og annan hátt í veikindaerfiðleikum. 5 / Sérstaklega þökkum við Kvenfélagi Biskupstungna fyrir !; stórgjafir og aðra hjálp til að gera okkur jólin sem Þ ánægjulegust. Katrín og Þórarinn Fellskoti I W.V.V.'.VAVAVAV.V.V.W.VAV.V.V.W.V.V/AV.VJV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.