Tíminn - 25.01.1959, Qupperneq 8
TIMI N N, sunnudaginn 25 ianúar i?>59,
AÐ ÉTA ÚTSÆÐIÐ
Skrifað Og skrafað Gróíur og garSar
f lolt kreppuáranna varð sú saga
landfleyg, að ríkisstjórnin hefði
sent þorpi einu út á landsbyggð-
inni kartöfluútsæði. Þorp þetta
barðist við atvinnuleysi og átti
miklum fjárhagsörðugleikum. Sag-
an segir að þorpsbúar hafi étið
útsæðið í stað þess að setja það
niður. Afraksturinn fór svo eftir
því. Ef til vill er saga þessi að
meira eða minna leyti ósönn, en
hún boðar lífssannmdi eins og
þjóðsögurnar gera og iifir því með
þjóöinni og mun lengi gera.
Það er margt líkt með þessari
kartöflusögu og um ráðagerðir nú-
verandi rikisstjórnar og stuðnings-
flokka hennar í efnahagsmálunum.
Það heíur ekki verið farið dult
með þá stefnu að greiða vísitöluna
niður um 20 stig og ef til vill
meira og vinna þetta upp með lækk
un á fjárlögunum. Ekki er líklegt
að reksturskostnaður ríkissjóðs
verði lækkaður, sem neinu nemur
— því miður — nema fyrir þau
áhrif, sem sjálf vísitölulækkunm
hefur. Og kemur þá að verklegum
framkvæmdum ríkiasjóðs og fjár-
festingu.
f fullri aivöru hefur verið rætt
um að leggja niður ailar raforku-
TRÚLOFUNARHRINGAB
14 06 18 3XARATA
Hverfisg. 50 — Reykjavík
Sími 10615.
Sendum gegn póstkröfu.
Framsóknarvistar
spilakort
I fást á skrifstofu Framsókn
! arflokksins í Edduhúsinu
Sími 16066.
framkvæmdir, nema sennilega
ekki virkjun Sogsins. Stórlækka
fé til vegamála, brúarbygginga,
ræktunarframkvæmda, skólabygg-
inga o. s. frv. til þess að geta greitf
vísitöluna sem mest niður. — Þetta
heitir einfaldlega að éta útsæðið.
Þannig virðist eiga að ljúka rúm-
lega 30 ára samfelldri framsóknar-
baráttu þjóðarinnar — stórstígari
en hjá flestum öðrum þjóðum á
jafn skömmum tíma — og sem ís-
lendingar háfa svo mjög gumað af.
Forusta ríkisins í verklegum fram
kvæmdum, og stuðningur við at-
vinnulífið til lands og sjávar, hef-
ur verið undirst'aðan að hinu
mrkla framfaratímabili síðustu 30
árin og þeirri velmegun, sem þjóð-
in býr við í dag. Hver framkvæmd
í samgöngumálum, höfnum, rækt-
un, rafmagni o. s. frv., er undir-
staða aukinnar framleiðslu og ger-
ir landið æ byggilegra. Landbún-
aðarafurðir eru augljóst dæmi
þess. Þær aukast með ári hverju,
enda þótt fólki fækki, sem við
landbúnað starfar. Þetta eru m. a.
ávextir af því fé, sem ríkissjóður
hefur á undanförnum áratugum
lagt fram tU að gera landið byggi-
legra. Þannig ávaxt'ast það með
ýmsum hætti.
Orkuver og rafveitur um landið,
betri hafnarskilyrði og auknar
samgöngubætur leggja grundvöll-
inn að fjölþættari framleiðslu tU
land's og sjávar og eiga ríkulegan
þátt í því að gera landið byggi-
legt. Að éta þá peninga, sem til
þeirra hafa gengið, er skammsýn
afturhaldsstefna, sem þjóðin hlýt-
ur að sprengja af sór, annars er
henni illa brugðið.
íslendingar eru framfarasinnuð
þjóð. Þeir eru stoltir af stórstígum
framförum síðuslu áratugina og
þeir munu staðráðnir í því að
halda þeirri framsólcnarbaráttu á-
fram enda þótt það kosti að neita
sér um ýmislegt um stundarsakir.
Með samkomulagi launþega og
framleiðenda er hægt að lækka
dýrtiðina og skapa jafnvægi með
nokkurri eftirgjöf af beggja hálfu.
Þjóðin mun aldrei fórna framfara-
vilja sínum á dýrtíðarbálið.
Þessi afturhaldsstefna — að éta
útsæðið — kemur fyrst og fremst
niður á landsbyggðinni — sveitum
og þorpum — sem skortir marg-
vísleg þægindi og atvinnutæki,
sem löngu eru komin í mörgum
bæjum. Þetfca mun enn auka á
fiutningana til Faxaflóa og raska
því jafnvægi, sem mjög var stefnt
að með störfum fyrrverandi ríkis-
stjórnar og lengi mun sjást merki
um.
Náskylt þessu og sömu ættar er
svo kjördæmamálið. Að leggja öll
kjördæmi niður utan Reykjavíkur
og svipta þau þannig baráttumönn-
um fyrír sérmálum sínum. Víða
myndi nú líta öðru vísi út’, ef hinai-
afskekktu sýslur hefðu ekki harð-
snúna fulltrúa til að sækja mál
sín við Alþingi og ríkisstjórn
hverju sinni. Fleiri byggðir væru
þá komnar í eyði en raun ber vilni
um.
Það er engin tilviljun, að það
eru sömu menn og flokkar, sem
ætla sér að leg.gja að mestu niður
opinberar framkvæmdir í dreifbýl-
inu og öll kjördæmi utan Reykja-
víkur, svo þau séu ekki að ónáða
Alþingi með kröfur um framfarir.
Þetta er ómenguð landeyðinga-
stefna og hreint afturhald.
Nú á fólkið í byggðum landsins
næsta lei-k. Mun það tæplega skipt-
ast í flokka, þegar verja þarf æva
forn réttindi og brýnustu lífsbags-
muni. Það leggur niður gamlar
væringar og fordóma, þegar slílct
er í aðsigi.
Dan. Ágústínusson.
Sólvangur þakkar
Á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnarfirði dveljast á
annað hundrað vistmenn víðsvegar
af landinu. Alltaf er annasamt og
ekki sízt um jólin. Margir sakna
vafalaust jólanna heima, en ýmis-
1-egt er gert til að gera sjúklingum
jólin svo ánægjuleg sem kostur er,
ekki .aðeins heimilið sjálft leitast
við að gera þetta, heldur verða
margir aðrir til þess.
Á s.l. jólum bárust heimili og
vistfólki rausnarlegar gjafir: Bæj-
arútgerð Hafnarfjarðar gaf Sól-
vangi mjög smekkleg og vönduð
húsgögn í dagstofu. VarnarliðiS á
Keflavikurflugvelli gaf vandaoan
radiogammófón með nokkru plöut-
safni, epli, appelsínur, sælgæti,
■töfl og spil og skólabörn þar sendu
öllu vistfólki jólapakka.
Fyrir hönd heimilisins og vist
manna, flyt ég gefendum alúðar-
fyllstu þakkir fyrir þessar höfðing-
legu og kærkomnu gjafir.
Alþýðuflokksfélögin í Hafnar-
firði og stúlcan Daníelsher, buðu
vistfólki á jólatrésskemmtanir.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar kom á
gamlaársdag og lék Sigurður
Börnsson söng með hljómsveitinni.
Leikfélag Hafnarfjarðar bauð fólk-
inu á leiksýningu á Gerfiknapan-
um.
Allir, sem vorn það hressir, að
þeir gæt farið, sóttu skemmtanirn-
ar og skemmtu sér mjög vel.
Fyrir allt þetta þakkar vistfólk-
ið og Sólvangur, hjartanlega.
Hafnarfirði, 15. jan. 1959.
Jóh. Þoisteinsson.
títíttrrtrKííttiíttiííiíiíttíítíiíSíi:
þessu tagi. Nýjasta dæmið um
þetta er t.d. seinast.a Reykjavíkur-
bréf Mbl., sem var að mestu leyti
helgað slíkum óhróðri. Ekki vra
hann þó betur heppnaður en það,
að maðurinn, sem var einkum
leiddur til vitnis, hafði um nokk-
urt skeið verið starfsmaður sam-
vinnuíélags og ekki hið minnsta
hróflað við honum, þótt hann
fylgdi flokki, er vill samvinnu-
hreyfinguna feiga.
Engin iilviljun
Það er ekki af neinni tilviljun,
að forkólfar Siálfstæðisflokksins
beina þessum áróðri gegn sam-
vinnufélögunum. Þeir hata ham-
vinnufélögin meira en flest annað.
Þetta forustulið Sjálfstæðis-
manna vill fá að einoka öll við-
slcipti og alla þjónustu í landinu.
Þetta lið hefur á sinni könnu sér-
staka trúnaðarmenn, til þess að
ganga í milli og koma á samtökum
um að halda uppi verði og útiloka
samkeppni.
Samvinnufélögin gera þessa
klíkustarfsemi óhæga og í mörgum
greinum ómögulega. Þau halda
uppi harðri samkeppni um verzlun
og þjónustu í þágu almennings,
neytenda og framleiðenda. Út af
þessu eru samvinnufélögin hötuð
af forustuliði Sjálfstæðisflokksins.
Þess vegna eru þau ausin óhróðri
og verða það auðvitað alltaf á
meðan þau eru trú því hlutverki
sínu að þjóna hag3munum almenn
ings og halda uppi harðri sam-
keppni við viðskiptaklíkur Sjálf-
stæðismann, sem vilja fá að hafa
í friði samtök um að útiloka sam-
keppni.
Almenningur 1 landinu er búinn
að koma auga á ástæðuna fyrir
því, að forustulið Sjálfstæðis-
manna hatar samvinnufélögin. í
hvert skipti, sem þeir gera nýja
árás, verður það því til þess að
minna á, að Sjálfstæðismenn eru
svona reiðir af því að þeir vilja
fá að „vera í friði“ fyrir sam-
keppni samvinnufélaganna.
Á sama tíma minnast menn
þess, að í hvert skipti, sem Sjálf
stæðismenn búa til nýja óhróð-
urssögu um mannahald samvinnu-
félaganna og önnur hliðstæð at-
riði, að þetta er gert til þess að
reyna að draga athyglina frá þeirri
atvinnu- og viðskiptakúgun, sem
er undirstaða hinna „skipulögðu
f!okkstarfsemi“ Sjálfstæðismarina,
sem útfærð er með vísindalegri
nákvæmni.
Óhróður Sjálfstæðismanna minn
ir á þetta. Ástæðan er sú, að það
dylst engum hvérnig Sjálfstæðis
menn haga sér að þessu leyti. Því
meira sem þeir hamast að öðrum
með ,,gulu sögunum“ sínum og ó-
hróðri, því rækilegar ryfjast þessi
vinnubrögð upp og fyrirlitning
allra óspilltra manna ú þessu
„skipulagsstarfi“ þeirra vex að
sama skapi.
iFramhald af 5. síðuj.
að mcstu úr jurtaríkinu.
Forn-Grikkir gerðu fisksósu úr
olífuolíu og smurðu líkama sinn
olifuolíu til hollustu og fegrunar.
Olían var einnig notuð við helgi-
athafnir. Miklum söltuðum birgð-
um af olífum var safnað í góðær-
um og geymdar til öryggis í hall-
ærum. Rómvesrska rjkið geymdi
líka slíkar birgðir í tvennum til-
gangi, þ.e. bæði sem nauðsynleg-
ar matarbirgöir og til að hindra
olíusala í því að nota sér neyð
fátækra og sprengja upp verðið
í hörðum árutn. Við sum tækifæri
var miklum birgðum olífuolíu út-
býtt meðal fólksins til að vinna
hylli lýðsirts, t.d. fyrir kosningar.
Sesar gaf lika hermönnum sínum
miklar olifugiafir eftir suma sigra
sína. Sýna þessi dæmi ljóslega-í
hvílíkum mefum olífurnar hafa
jafnan verið í Suðurlöndum. Olífu
viðurinn er slcyldur aski og maríu-
vöndum. Askur í garði. Vigfúsar
heitins frá Engey, er nú eitthvert
hæsta tréð I lleykjavík.
Ingólfur Iíavíðsson
DUPLEX
vasa-reikningsvélin
Legur saman og dregur frá
allt að 10 milljónir.
Verð kr. 242,00.
Sendum gegn póstkröfu.
Pósthólf 287 — Reykjavík
immmmmmimmmmutmmtmm
ÚTSALA
ihisims
Karlmannafö!. Verð frá kr. 500.—
Karlmannafrakkar. VerS frá kr. 375.—
Kvenkápur og dragtir. Verí frá kr. 500
— GERIÐ GÚÐ KAUP —
Laugaveg 3
Herðubrei
austur um land til Balckafjarðar
hinn 30. þ.m. Tekið á móti flutn-
ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og
Bakkai'jarðar á mánudag og ár-
degis á þriðjudag. Farseðiar seldir
á fimmitudag.
Skaftfellingur
fer til Vestmannaeyja á þriðju-
dag. Vörumóttaka dag'lcga.
mm:::::mmm:::::mmmm:::::::m
Frímerki
Notuð íslenzk frímerki
kaupi ég hærra verði en
aðrir.
William F. Pálsson,
Halldórsstaðir Laxárdal,
S-Þingeyiarsýslu.
Léttur traktor t. d. Farmal
Cub, óskast til kaups. Til-
boð er greini ástand, verk-
færi og verð sendist til
Kristjáns Símonarsonar,
Hverfisgötu 19 R. Hafnarf.
mmm::::::m:::mm:mm;:::mj::::ij
*
öskilahross
Jörp hryssa ómörkuð, 4—6
vetra er i óskilum að Stóra
Hofi í Gnúpverjahreppi.
Bréfaskriftir
og þýðingar.
Harry Vilhelmsson
Kjartansgötu 5. — Sími 15099,
(Aðeins kl. 6—8 síðdegis.)
mmmmtttmmmiimitimmmmiti
Kennsla
í þýzku, ensku, frönslcu,
sænsku, dönsku og bókfærslu.
Tilsögn fyrir slcólafólk.
Harry Vifhelmsson
KjartansgÖtu 5 — Sími 15988
(aðeins milíi kl. 6 og 8 síðd.)
:tm:mm:mmumm: