Alþýðublaðið - 15.09.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.09.1927, Blaðsíða 4
4 ALPÝÐUBLAÐIÐ ir ekki á brauði einu saman.“ En brauð verður hann að fá og það á undan öllu öðru. Ef oss skortir efnalegt og laga- legt réltlæti, þá verður alt annað svo nefnt réttlæti réttiæti Faríseaog hinna skriftlærðu. „Leitið fyrst guðs- ríkis.“ Með því móti lifirðu! Þaðer: Leitið fyrst ríkis réttlætisins í þjóð- féiagsskipulaginu. Efnaskilyrði sér- hvers þjóðfélags stjórna alt af sið- fræði þess. Þær meginreglur, sem þjöðfélagsskipulag vort hlýðir, stjórna gervöilu lífi voru, breytni vorri, venjum, metorðagirnd, hug- sjónum og jafnvel hugsunum. Ef ekkert réttlæti er í skiftingu auöæfanna, er engin von um, að þjóðfélagið taki framförum. Ef hvorki er guð né góðvild í livers- dagsgæðunum, í því, hvernig vér öflum oss daglegs brauðs, — þá er það að eins napurt háð að gera ráð fyrir heilagleik og réttlæti í öðr- um efnum. Velferð mannsíns felst ekki í of- gnótt veraldlegra gæða. Nei. Of- gnótr og óhóf er óþarfi. En til er lágmark lífsnauðsynja, sem heii- brigði karla, kvenna og barna er undir komin. Hið andiega og efna- lega er svo háð hvort öðru, að hið andiega getur ekki notið sín án aðstoðar hins efnalega. Bæn vor er eins og bæn Agars^ „Gefðu mér hvorki örbirgð né auð.“ Vér þráum andlegt líf framar öllu öðru, og vér viðurkennum fúslega 'yfirburði anda og sáiar yfir efni og auðæfi. Ríki jafnaðarstefnunnar er ekki að eins matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og gleði. Vér teljum efnalegar umbætur svo mik- ilvægar að eins vegna þess, að vér viljum fyrst og freinst ná réttlátri; efnalegri undirstoðu að myndun sið- ferðisins. Þetta er hin svo nefnda „efnishyggja" vor. Er liún rétt eða röng? (Frh.) Reykjavík, 11. september 1927. Þórbergur Þördarson. Um €iaggisft9» ©|| ireglHn. NætuHæknír er í nótt Guðmundítr Thorodd- sen, Fjólugötu 13, sími 231. Kveikja ber á bifreiðuni og reiðhjólum kl. 1% i kvöld, en kl, 71 , annað' kvöld. tJtvarpið í kvöld. 'Kl. 7: Veðurskeyti. Kl. 7 og 10 mín.: Upplestur (Sig. Skúla- son magisfer). Kl. 7(4: Otvarps- þríspil (-,,trio“) „A": hljómleikar. Kl. 8*4: FyrirleStur Harálds pró- fesso.rs Níelssomar um nýjan bra- zilianskan miðil. Kl. 9 og 20 mín.: Upplestur (Reinh. Richter). ' Áf isíiskveiðum kom línuveiðarinn „Fjölnir‘“ í gær. HafÖi hann aflað lítið og selur fiskinn hér í. Reykjavík. Knattspyrnumót. Lokasamkepimin fer fram í dag á íþróttavellinum og byrjar kl. 4. Aögangur er ókeypjs fyrir alla. Sálarrannsóknarfélagið heldur fund í kvöki kl. sy2 í Iðnaðannanrahésinu. Bæjarstjórnarfundur er í dag. 8 mál eru á dagskrá, þar á meðal Vallarstrætismáiið og aukadýrtíðaruppbót tii starfs- manna bæjarins. Dánarfregn. I morgunn andaðist á heimili sonar síns, Jóns Þorlákssonar, fyrrum ráðherra, ekkjan Margrét Jónsdóttir, nærri 92 ára að aldri. Sundfélag Re/kjavikur. Aðalfundur þess verður kl. 8 í kvöld í Iðnaðarmannahús'nu uppi. Togararnir. ,„Baldur“ kom af veiðum í gær með 120 tunnur lifrar. Af sildveiðum kom „Aldan“ í gær. Skipafréttir. „ísland“ fór í gærkveidi til Kaupmannahafnar og „Suðurland“ í dag til Borgarness í póstferð. „Mgbl.“ skaimnast sín. Herra Valtýr Stejánsson reynir að hreinsa „Morgunblaðið" af þeirri smán að hafa hlaupið með rangfærðan söguburð af svörum Jinarajadasa í guðspekifélaginu. Ritstjórinn segir, að rangfærslur „Morgunblaðsins" á sunnudaginn séu reistar á fyrirlestri lierra Jinarajadasa í Nýja .Bíó fyrra sunnudag. Þetta er ósatt. Jinara- jadasa talaðj um sköpunargieðina í Nýja Bíó. Og hann sagði þar ekki aukatekið orð, sem unt væri að draga þær áiyktanir af, sem „Morgunblaðið" gerði á sunnu- daginn. Söguburður blaðsins er án alls efa til þess kominn frá félagsnianni, ssm hlustaði á svör Jiiiarajadasa á jgíu'öispekifélags- fundinum. Skoðanir indverskra mentamanna voru mér sæmilega vel kunnar áður en ég hlustaði á iierra Jinarajadasa. Ég hefi lesið margt um indverska lífsspeki, fíutt fyrirlestra um Yoga-heim- spekina og átt þátt i þýðingu tveggja bóka um þess:i merkilegu heimspekistefnu. Ég veit áreiðan- lega mei:a um skoðanir ind- verskra menntamanna en þér, Val- týr Stéfánsson! og ég ber óefað hlýrri hug t.il þeirra en þér hafið egn [)á sýnt í verkum yðar. Þ. Þ. Óþokkaverk. Frá því var sagt hér í blaðinu í gær, að maður hefði verið meiddur í fyrri nótt uppi í Bald- urshaga. Nú hafa fengist nánari fregnir þar um. Voru þar stadd- ir nokkrir Norðmenn og voru nokkuð ölvaðir. Voru þeir af ko’askipinu ,,Ulven“, sem liggur víð Viðey. Þar inni í Baldurs- haga var staddur bifreiðarstjórL Var hann alveg allsgáður og átti sér einskis i 11s von. Alt í einu var hann sieginn á augað með flösku. Maðurinn var með gler- Md-Dust pvottaefni og Gold-Dnst skúrlduft hreinsa bezt HHlHÍfiniÉtfWfllBHHSHMl Bezt. - Ódýrast. Innlent. lataEa Inlss og iiaitan. Komið og sempd. Löguð málning fyrir pá, sem óska. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B — Sími 830. ðllunt konum kemur saman um það, fjær og nær, að nll- arbandið, er verzl. Ben. S. Dórarmssonar selur, sé hið allra bezta, er til landsins kemur. Lit- skrúðið frábært og verðið ágætt. vennpeysiir úr ull og silki, margir litir. Verzl. Alta. Bankastræti 14. augu, pg fyltist augað af glerbfot- um. Er enn elfki vist, hvort hann neidur sjón á þvi. T gær var einn Norðmaðurinn tekinn fastur, og berast mjög böndin að honum um ,að hafa slegið bifreiðarstjórann. Norðmaður þessi þykist ekkert muna enn þá. Rannsóknin heldur áfram. Bifreiðarstjórinn var Haf- liði Sæmundsson, kennari hér í Reykjavík. Tilgangurinn með gjammi „Mgbt.“ út af sam- hjálp jafnaöarmanna er nú kom- inn í Ijós. Það langar sem sé til að stela öðrunt aukafulltrúa til handa íhaldsflokknúm í dansk-ís- lenzku ráðgjafarnefndina, í við- bót við þann, sem það dró frá Frelsishemum. Berléme þætti það* víst heldur ekki miður, þó að íhaldið ætti rneiri hluta íslend- inganna í þeirri nefnd. . □....... ....................... □ Hcilræði eftii* Meiarik Lund fást við Grundarstig 17 og i bókabuð- um; góð tækifærisgjöf og ódýr. □ .....—...........................□ Stúlka, sem kann að sauma, úskast strax. Vaígeir Kristjáitsson. Laugavegi 18 A uppi. 1 Húa jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 10—12 og 5—7. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðilja. Simar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Smíðud kjöt- og slátur-ílát og gert við gömul. Freyjugötu 25 B. Skólntöskar, pennastokkar, stíla- bækur, pennar og blýantar er sem fyrr ódýrast í Bókabúðinni, Laugavegi 46. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórssou. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.