Tíminn - 14.02.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.02.1959, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 14. febniar 1959. VIGFUS GUÐMUNDSSON ORÐIÐ ER FRJALST Árétting um kjördæmamáiið Ég hef talsvert orðið var við eð ýmsir athugulir og greindir! jnenn víðs vegar um landið hafa : veitt grein minni um kjördæma-! málið í Tímianum 6. jan., meiri athygli en venjulegast er um eina blaðagrein. Langar mig nú til að undirstrika ýmislegt, er þar var drepið á: 1. Óánægja með núverandi kosningalög og kjördæmaskipan er aðallega hjá þeim, er gengu frá þeim málum á Alþingi 1933 og 1942. Þeir mcga því sjálfum sér tim kenna gallana, sem á þessu eru, en ekki þeim, sem þá voru i algerðum minnihluta og fengu engu að ráða um þá skipan, sem nú er. 2. Þrátt fyrir þau misráð, sem þá voru gerð, er það sem hvert annað slúður, að ekki sé hægt að tma við löglega kosið Alþingi, er hú starfar, í eitt ár, eða til 1960 »— og að það sé bráðnauðsynlegt að stofna til tveggja aukakosn- inga til Alþingis á þessu ári og allrar þeirrar fyrirhafnar og kostn áðar, sem því fylgir. 3. Það er auðvitað orðinn mjög imisjafn fjöldi fólks í hinum ýmsu kjördæmum. En allir eru eammála um að þar þurfi lagfær- jngar við, og skynsamlegast sýn- ist að gera þær samhliða regluleg- tim Afþingiskosningum á næsta ári. 4. Dæmin utan úr heiminum tim hve höfuðstaðirnir hafa betri aðstöðu en aðrir hlutar landanna, sbr. við fólksfjölda, sýna hve X'éttlátt er að séu miklu fleiri kjósendur á bak við hvern þing- tnann í Reykjavík en á öðrum stöðum landsins. Að slíkt sé sagt af hatri til Reykjavíkur — eins og eitt Reykjavíkurblaðið segir — er annað hvort af þröngsýni mælt eða illgirni, eða hvort tveggja, 5. Með stórum hlutfallskosn- ingakjördæmum er ýtt mjög und- ir sköpun og viðhald margra flokka. En fjöldi smáflokkia er eitt það hættulegasta til þess að , lama eða eyðileggja þingræðið. 6. í stórum kjördæmum með hlutfallskosningum er hætt við að greiðist mjög leiðin fyrir aðal- X'áðamönnum flokkanna að ráða oiðurröðun á listunum, 6vo að þeir verði efstir, og þægir þjónar þar aftan við þá í vonarsæt- unum. En einbeittum mönnum tneð sjálfstæðar skoðanir verði oær því ókleift að komast inn á Alþing. Það er oft svo í reynd- inni, að þeir sem bezt og mest íofá lýðræði, þeir hafa einna Sterkasta tilhneigingu til að ná éem mestu einræðisvaldi fyrir gjálfa sig. 7. Uppbótarsæti til flokka ættu algerlega að leggjast niður. Flokk- ar eru óhæfur grundvöllur til að foyggja á „kjördæmi". Til þess eru ýmtsar ástæður, sem hér er ekki rúm til að ræða. 8. Mest af talinu um óréttlæti, Bem flokkar verði fyrir, vegna mis' jafnrar tölu kjósenda bak við hvern þingmann, er mikið út í Íoftið. Kaupmenn eru auðvitað imjög margir í Reykjavík og fær flokkur þeirra þar eðlilega mikinn fjölda atkvæða. En svo er fjöldi ■ Reykrikinga, sem eru eiginlega í þjónustu alls landsins, beiní og obeiut, og ekkert að vita hvern ínargir þeirra , kysu, ef þeir grciddu atkvæði í kjördæmunum úti á landi. j ; 9, Það er rnikið vitnað í að Framsóknarmenn hafi einkum þingmenn í fámennúm kjördæm- um. En eru þeir ekki einkum íiosnir 1 strjálbýlinu, af því fólk- ið, sem þar býr, hefir fundið að flokkur Framsóknarmanna hafi fremur öðrum verið þess skjól ög skjöldur í sókn og vörn í oft þess erfiðu lífsbaráttu við örðug- leika strjálbýlisins og vöntun á ínargs konar þægindum? 10. Það á aö hafa kjördæmin þannig, að íbúunum sé það sem farsælast, hvað sem öllum flokk- tun. líður. Byggðarlög, sem hafa mikið sameiginlegt eiga að vera sem sjálfstæðust með sín sérmál og þá sem oftast að hafa sína eigin málsvara á Alþingi. — En tökum dæmi um samstöðuna í tillögum stjórnarflokkanna. Borg- firðingar eiga þó landamerki sam- an með Húnvetningum og Árnes- ingum. En hvað eiga Borgfirðing- ar sameiginlegt t.d. við Sandara og Ólafsvíkinga, fremur en aðra íslendinga? Eða hvað hafa t.d. Húnvetningar sameiginlegt með Siglfirðingum, fremur en öðrum landsmönnum? Akureyringar með Norður-Þingeyingum? Vestmanna- eyingar með Árncsingum?, svo að nokkur dæmi séu nefnd í tilefni af hinum nýju kokkabókum Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksins. 11. Fátt er eins vitlaust, sem komið er fram með í kjördæma- málinu eins og að lyfta þurfi viss um flokkum með kjördæmabreyt- ingu, en reyna að eyðileggja aðra flokka. Samt er þetta líklega aðal- ástæðan fyrir því „kasti“, sem ýmsir „áhugamenn“ hafa fengið á að hrista þetta kjördæmamál af f mesta flýti. Eða hvers vegna hreyfði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei þessu máli allt kjörtíma- bilið 1953—6 ,og 'höfðu þó aRan tímann formann flokksins fyrir forsætisráðherra? 12. Bezt væri að hafa eintóm einmenningskjördæmi. Búum því til nokkur ný einmenningskjör- dæmi í stað svo sem sjö uppbótar- sæta, þar sem nú er orðið fjöl- mennast á landinu. Og fækkurn svo um fjóra þingmenn í stað uppbótar (4), sem lögð væru nið- ur. Þignmenn yrðu þá fjórar tylft ir (48) og það væri falleg tala, og litlar iíkur til að Alþingi yrði nokkuð betra, þó að þeir yrðu fleiri. Við þetta yrðu uppbótarsætin úr sögunni, hlutfallskosningar líka, þingmönnum fækkaði, ný sjálfstæð kjördæmi mynduð, þar sem fjölmennast er (Keflavík, Kópavogi, Akureyri og víðar), lif andi samband kjósenda og þing- manna héldist og annars staðar skapaðist það flokkafjölgun myndi Gunnar ÞóríJarson: Hús bændasamtakanna haldast í skefjupi. Sennilegast að tvær stjórnmálafylkingar mynd- uðust í landinu, samstæðar í höf- uðdráttum. Líklegt er að þæy yrðu við völd til skiptis eins og tíðkast mjög meðal helztu þing-. ræðisþjóða heimsins. Þeir íslendingar, sem dvelja talsvert meðal erlendra þjóðai, munu oft verða við það minni flokksmenn en meiri íslendingar. En þjóðerniskenndin og hagur ■altrar þjóðárinnjar eða Ia.ndsins verður þeim aðalatriðið. Þar næst á eftir koma svo átthagarnir eða þeir blettir landsins, sem mönnum eru sérstaklega kærir. Eftir því sem þeim er meiri rækt sýnd og sjálfstæði þeirra og þroski íbúa þeirra eykst, verða þeir Styrkari hlekkir í sameinaðri þjóðarheild- inni. Miklu minni atriði og hverfulli eru núverandi stjórnmálaflokkar. Styrkleiki þeirra er oft m.a. mik- ið kominn undir því hver er þar við stýrið þá og þá stundina, fjár- magni, blaðakosti o. s. frv. Eg vil segja við landeyðingar- ni.ennina að lokum — þá, sem vilja leggja sem mest af hinum strjálu byggðum í eyði og þar með „smækka landið“, svo að notuð séu orð Sigurðar Nordal: Verðlaunum fremur cn rýjum gömlum réttindum, þá, sem rækta og byggja upp landið okkar í strjálbýlinu og gera þannig ætt- jörðina slærri og eigulegri. Eða farið og gerizt þar sjálfir land- námsmenn, og njótið þar með sjálfir þess réttar, sælu og lilunn- inda, sem þið teljið að þjóðfélag- ið veiti þeini nú, er úti í strjál- býlinu búa og enn sækja á brekk- una, en fljóta ekki með straumn- um þangað, sem hægðin og fólks- fjöldinn er meiri. Heill sé þeim, sem rækta og byggja upp landið okkar og gera það fegurra og verðmeira kom- andi kynslóðum. Það er undir þeim mikið komið, hve ánægjulegt verður að vera fslendingur í framtíðinni. Vigfús Guðinundsson 23 gengu í Félag ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn 8. febrúar. Félag íslenzkra stúdent'a í Ivaup mannahöfn hélt aðalfund í gær i Eiskupakjallaranum. — Fráfar- andi formaður, Stéfán Karlsson, stýrði fundi, og lagði til, að menn skennntu sér við gáfnakeppni, þar til fundarfært yrði til aðalfundar- starfa. Keppnin fór fram milli- stúdenta og kandídata, og báru kandídatar sigur úr býtum. Að lok inni keppni lýsti form. því yfir að nú væri fundarfært, og gengið til aðalfundarstarfa. — Eftir að stjórnin hafði flutfc skýrslu um starfsemi liðins árs, hófust stjórn- arkosningar og fóru þannig: For- maffur Ottó Björnsson, ritari Sig- mundur Freysteinsson og gjald- keri Júlíus Sólnes. — Áður en frá- fa;randi formaður Stefán Karlsson lét af stjórn, skýrði hann frá starf semi félagsins árið 1958. I félaginu voru taldir í ársbyrj- un 87 ,ein eru nú 89. í félagið hafa gengið 23 á árinu. Af félagsmönn- um hafa 53 verið við náin á árinu og 9 þeirra lokið prófi. Af þeim hafa 15 verið í Háskólanum og 3 þeirra lokið prófi, Eyþór Einars- son í grasafræði, Guðmundur Egg ertsson i eríðafræði og Þórir Bergs son í tryggingarfræði. í verkfræði háskólanum hafa verið 24 og 8 þeirra lokið prófi, Björn Höskulds son, Indriði Einarsson, Páll Sig- urjónsson, Sigurbjörn Guðm.son, Theodór Diðriksson, Helgi Þórðar- son. Orn Garðarsson og Kjartan K,ristjánsson. í Lyfjafræðiháskól- anum hafa verið 6, í Landbúnaðar háskólanum 5, í Listaháskólanum 2 og í Sjóliðsforingjaskólanuin 1. — Hafnarslúdentum hefir fariö fækkandi á undanförnum árum, en í haust voru þó nýliðar með flesta móti. Á. starfsárinu hafa verið haldn- ir 4 fundir auk aðálfundar: HalÍ- dór Kiljan Laxness sagði frá ferð- um sínum umhverfis hnöttinn, Ey- þór Einarsson hafði framsögu um hersetu íslands, Sigurjón Björns- son flutti hugleiðingar um íslenzkt uppeldi og Sverrir Kristjánsson flutti erindi uni fall Rómaveldis. Fjórar kvöldvökur voru haldnar. Á tveimur þeirra var lesin upp úr nýjum bókum. Aðalgeir Kiristjáns son tengdi saman kvöldvöku um æsku Blatthíasar Jochumssonar og Ótafur Halldórsson um Þorstein Erlingsson á 100 ára afmæli hans. Auk þeirra lásu upp á kvöldvök- um Eyjólfur Kolbeins, Jón Helga- son, Sigurjón Björnsson ,Stefán Karlsson og Þórir Bergsson. Fimm skemmtisamkomur voru haldnar, sviðaveizla með færeyzka stúdentafélaginu á Kannibalnum. Eyjólfur Kolbeins varaformaður (Framhald á 8. síðu). Svo sem kunnugt er, hefir hið fyrirhugaða sameignarhús bænda- stéttarinnar, sem hafið er að reisa við Hagatorg í Reykjavík, nú um hríð allmikið verið á dagskrá, einkum vegna þeirrar málaleitun- ar, er legið hefir fyrir Alþingi, um að það samþykki hækkun bún- aðannálasjóðsgjaldsins um fjögra ára skeið af þessu tilefni. Það er nauðsynlegt að þetta mál sé rætt opinberlega frá sem flestum hliðum, og hlutaðeigend- um gert ljóst, hvað fyrir mönn- um vakir með umræddri bygg- ingu, þar sem gert er ráð fyrir að verulegur hluti byggingarkostn- aðarins greiðist af bændastéttinni eftir framleiðslumagni. Óhætt má fullyrða, að enginn, sem til þekkir, mótmælir því, að þörf er rýmri húsakynna fyrir starfandi samtök bændastéttarinn- ar í Reykjavík. Hús Búnaðarfé- lags íslands er hálfrar aldar gam- alt timburhús, sem þrátt fyrir myndarbrag þeirra, sem reis'tu, er nú orðið alltof lítið fyrir alla þá nsargþættu starfsemi, sem Bún- aðaríélagið annast. Auk þess ógn- ar brunahætta í slíku húsi tor- tímingu á margs konar þýðingar- mikluin gögnum, t.d. skýrslum um búfjárrækt yfir fjölda ára, sem óbætanlegt væri að missa. Þá er og mjög óhagstætt fyrir „félagið* að verða að reka starf- semi sína að nokkru leyti í öðr- um húsum úti í bæ eins og nú verður aö vera. Enn frernur hefir Búnaðarþing enjjan vísan sama- stað fyrir fundi sína. Stéttarsamband bænda og Fram leiðsluráð landbúnaðarins', og raunar fleiri landbúnaðarstofnan- ir, sem ætlað er rúm í þessu húsi, 'eru nú í leiguhúsnæði, er þær verða að vikja úr áður en langir tímar líða. Má því öllum vera ljóst, að um fullkomna nauðsyn er að ræða, hvað þær snertir í þessu efni. j Það verður auðvitað fremur á- litamál, hve stórt húsið hefði þurft að vera, og þar af leiðandi, hvað 'miklu fé nauðsynlegt er að Verja til slíkrar byggingar. Þegar ákveðin var stærð bygg- ir.gar þeirrar sem hér um ræðir, varð þess að gæta, að húsrúm það, sem hlutaðeigandi stofnanir hefðu þörf fyrir yrði að miðast við langa framtið, en reynsla lið- inna ára sýndi ört vaxandi þörf aukins húsnæðis samhliða aukn- um verkefnum. Hins vegar mun ekki þurfa að cfast um, að arðbær nýting á þeim hluta hússins, sem ekki þarf á að halda til eigin þarfa fyrst um sinn, verði jafnan fyrir hendi. Enn fremur er ástæða til að benda á, að þar sem gefin var kostur á hússtæði á einuin fegursta og mest áberandi stað í borginni, verður byggingin að samsvara þeirri aðstöðu og sam- cina það tvennt að vera bæjar- prýði og metnaðaratriði fyrir bændastéttina, eins og hin veg- legu hús verzlunarsamtaka henn- ar eru víða i kaupstöðum og kaup túnunii Iandsins. Eftirtektarvert er og til samanburðar, um stærð og tilkostnað hinnar umræddu bygg- ingar, að jafnvel einstök hrepps- félög hafa á síðustu árum reist sér félagshcimili, er kostað hafa mörg hundruð þúsundir, jafnvel yfir milljón krónur, þar sem þó cr ekki að jafnaði þess að vænta að stöðugt afnotagildi geti gefið mikið fé í aðra liönd. Það er álit sérfróðra manna um byggingar og hagnýtingu húsa, að ekki sé hyggilegt að nota 1—2 neðstu hæðir slíkra stórhýsa fyrir skrifstofur. Mun það styðjast við fordæmi erlendis. Gefi þær bezt- an arð með bvi að leigjast út fyrir verzlanir. Eru taldar miklar líkur til að í því tilfelli, er hér um ræðir, mundu fást leigjendur, sem vildu annast innréttingu á eigin kostnað, sem fyrirframgreiðslu á húsaleigu, og vrði það til að létta slofnkostnað byggingarinnar að nokkru. Það hefir lengi vakað fyrir mönnum að bæði væri skemmtó legt og þarflegt, að bændur gæt; sjálfir haft ráð á húsnæði til af nota til veitinga- og gistingac fyrir þá menn (einkum bændur) utan af landi, er til bæjarir.'' koma, og ekki hafa til persónn legra kunningja eða vandamann að hverfa. Gæti af slíkum sam fundum manna úr fjarlægum hér uðum spunnizt gagnsöm og skemmtileg kynning. Væri þannig á heppilegastan hátt leystur s vandi, er sveitamönnum getur nti að höndum borið um heppilegarj samastað í bænum. Slíkt bændaheimili, er þó nauir ast hægt að reka nema samhlið; almennum veitingahúsrekstii stærri stíl, bæði fyrir innlendá o,; erlcnda menn. Nú er svo hátta um þessi miál, að þeir sem k'unn. ugastir eru móttöku og fyrii igreiðslu erlendra ferðamannr telja að þjóðfélag vort fari á mis við miklar tekjur er af þeii mætti hafa í vaxandi mæli, sakL þess að hér skortir tilfinnanleg. fullnægjandi gistihús. Hefir þes; því verið vænzt aí* forgöngumönr. um bændabyggingarinnar, að mee því að vilja að nokkru lej's; þennan vanda, ásamt fyrirhuguð . bændaheimili, yrði greiðara un fjárfestingarleyfi til byggingarinr. ar, er lengi stóð á að fengist nok. urt, og sem með tilliti til hækl: andi verðlags hefir orðið til stór tjóns. f tilefni þess að sumum virðis vaxa svo mjög í augum hve miki: sé í ráðizt með umræddri bygg ingu, er vel fallið til samanbur? ar að skírskota til frænda vorra Norðmanna-, sem reist hafa slí hús eða „hallir“ í ýmsum helzt; borgum landsins. Nægir í því sar.x bandi að vitna í grein er Árr. G. Eylands birti 27. jan. s.l. : Morgunblaðinu þar sem hann seg ir frá ,,Bændahöll“ samvinm toænda í Stafangri. Þar segir sy; meðal annars: „Það er mjög að vonum eö bændur Rogalands hafi lengi hugs að til þess að eignast sitt eigiff hús í Stafangri. En langur vari á því silinn að það gæti orðið, En það varð með þá eins og' með Skipper Worse að þeir konni vel þó að þeir kæmu seint. Nii stendur höllin þar, 6 hæða hú. og kjallari á kjörstað í borginni. Niðurlag greinarinnar er og L þessa leið: „Við kveðjum ni Bændahöllina í Slafangri og þessi mál. Að skilnaði lítum við t mósaíkmyndina í anddyri húss- ins, er sýnir sambúð og íunc bóndans og borgarbúans. Hún talar sínu máli um hvers er uií vert að sambúðin sé góð. Bænda- höllin í hjarta borgarinnar ér trygging þess og viðurkenning á‘Ó svo verði að vera og verði þa: sem hún gnæfir andspænis húsi verzlunarmanna.“ Þessi staðháttalýsing og un mæli öll, gætu eins vel átt vi,; hina umræddu bændabygging hér hjá okknr. Að lokum þykir rétt að bend; á, að nú uni langa hríð hefir eng- in fjárhagsráðstöfun þótt arðvær - legri en að leggja fé í húseigni. í Reykjavík, og eru miklar líku: til að hið fyrirhugaða bændahú verði einnig arðbær eign í fran.- tiðinni, um leið og það bæti. starfsaðstöðu þeirra, sem vinna a hagsmunum landbúnaðarins, bæff. í ræktunar- og afurðasölumálun Hins vegar veldur það fyrirsjé ■ anlega miklu tjóni að húsið standi mörg ár í smiðum án afnota, vi. hækkandi verðiag, og þar seiv. það liggur í augum uppi í þess , efni, að fyrsti tími er bezti tím. er næsta furðulegt, að fyrir skulu finnast á Alþingi fulltrúar sveit; ■ héraða, sem standa gegn san • þykktum bændasamtakanna ui . aðstoð löggjafarvaldsins við ini heimtu nokkura fjárframlaga un fjögra ára skeið til að flýta fran ■ kvæmd byggingarinnar. Gunnar Þórðarsoii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.