Tíminn - 24.02.1959, Qupperneq 2
TÍMINN, þriðjudaginn 24. fcbrúar 195SI,
Ræða Eysteins Jónssonar
(Framhald af 1. síðu)
ntöng til eflingar atvinnulífinu í
,;jóþorpunum.
Einn 'þáttur í þessu viðreisnar-
[?tarfi héjur verið sá. að veita rikis
ibyrgðir einkum í sambandi við
! ogara- bg bátakaup, hafnargerðir
'ig byggihgu' fiskiðjuvera. Fyrir-
i'ram var vitað, að ríkið hlyti að
fyerða fyrir einhverjum töpum
vegna þessara ábyrgða, því fram-
vvæmdir taka oft alllangan tíma
áður en þær fara að gefa arð. En
Ibessar ábyrgðir hafa viða beinlin-
:is verið undirstaða þess, að i fram
' ;væmdir ýrði ráðizt.
Þá má nefna raforkuáætlun-
ina. Hefur stórfé verið varið til
nýrra raforluiaf'Atöðva fyrir
landsbýggðina. Er það einn þýð-
ingarníesti þátturinn í því, að
uuka á jafnréttisaðstöðu þéttbýl-
isins og landsbyggðarinnar cig
liefur mjög aukið trú mánna og
bjartsýni á framtíð sveitanna og
sjávarþlássanna.
Allar þessar aðgerðir hafa að
)ví miðað, að atuðla að jafnvægi
byggð- landsins, enda hefur nú
•að miklu leyti tekizt að stöðva
strauminn til þéttbýlisins til ó-
metanlegra hagsbóta fyrir þjóð-
na alla.. Hér hefur því orðið mik-
11 og glæsilegur árangur.
Nú niá spyrja: Er það ekki
!7angt, að' ríkisvaldið þáfi svona
•.æikil afskipti af því, ihvert fjár-
'nagninú ér Ibeint? Einkafjármagn
ð leitav þángað sem mest arðsvon
-:r. Og yfirleitt 5hefur það ekki
/erið arðvænlegt undanfarið að
stunda framleiðslustörf á móts
við ýmiss konar viðskipti. Þess
ægna hefur einkafjármagnið leit
uð fram hjá framleiðslunni. Ef
stjórnarvöld landsins 'hefðu ekki
gripið inn í, væri nú illa komið'
ákkar rriálum. En einmitt fyrir að
gerðir stjórnarvaldanna undanfar
:ð hefur framleiðslan stóraukizt
■dls staðar og stórfelld uppbygg-
: ng nýrrar íramleiðslu út um iand
itt sér -stað með stuðningi þes*s
opinbera. Fjölda fólks hefur verið
liorðað fra því að þurfa að yfir-
igefa staSféstu sína og jafnframt
iáefur íþ-úum Vttbýlisins verið
liorðað frá yfirvofandi atvinnu-
eysi og 'hvers konar vandræðum.
Þrátt fyrir þetta mega menn
ifkki álíta að neinum áfanga sé
láð, svo nú megi láta staðar num-
ð. Fnnþá blasa við ófullgerðar
íafnir, átvinnutæki í byggingu, og
/íða er ónógur báta- og skipakost-
ir. Víðá'vantar vegi, brýr og raf-
■ nagn ó.g víða er ennþá margt
uinnið ,að ræktun og byggingum.
.Skki verður allt gert á einum
legi. 'En ef áfram er haldið færist
>etta stpám saman í rétt horf á
únum ^tað af öðrum. Sé hins veg-
n' i umlð sta'ðar nú, þá getur
nargt afþví, sem búið er að gera
íú, or.'ðíð fil einskis.
3ví má alls ekki hopa nú
t'rú manna á framtíð einstakra
öyggðárlaga skapast ekki á einu
íri i ða svo, iieldur þurfa menn
ið geta treyst því, að þeim sé
>hært að tengja vonir sínar um
lífvænlega afkomu við ákveðiu
lyggðarlög úti um land. Þess
/egna er það þjóðarvoði ef ofan
vtrða þau öfl, sem nú vilja að
íbisvaldið kippi að sér hendinni
)g stórlega sé saman dregin hin
/póíitíska fjárfestihg", en svo
neiia á- máli þeirra þær fram-
-cvæindir, sem ríkið styður og
lrýgsí;;reynast lil þess að byggja
ipp atvinnulífið víðs vegar um
landið þár sem einkafjárniagn
írekkur ekki til nauðsynlegra
stóríramkvæmda,
Þeir , sem lýrir þessu standa
irðast frta þvi, að það geti orðið
ausn á efnahagsvandamálunum,
að skera stórkosilega niður fjár-
festingarframkvæmdir út um
land og nota féð til þess að kasta
því í verðbólguhítina og kaupa sér
þannig völd og frið.
Þeir virðast ekki ger.a sér ljóst,
að með því að stöðva uppbygg-
inguna út um land, eru þeir að
leiða yfir þjóðina vandræði, sem
þeir fá ekkert við ráðið. Fólks-
flutningarnir Ihæfusl að nýju og
mikið yrði eyðilagt af því, sem
áunnizl hefur. Hér er því meira
en lítið í húfi.
Kjördcemabreytingin grund-
völíur hinnar nýju fjár-
fesfingarstefnu
Til þess að búa undir frant-
kvæmd ihinnar nýju fjárfestingar-
stefnu hafa núverandi stjórnar-
flokkar ákveðið að beita sér fyrir
■breytingu á kjördæmaskipuninni,
sem miðar að því fyrst og fremst
að draga úr áhrifum manna úti
um land á löggjafarstarfið.
Stefna Framsóknarmanna um
lausn stjórnarskrármálsins hefur
verið og er sú, að losa það úr
tengslum við aðra þætti þjóðmál
anna og afgreiða það á sérstöku
stjórnlagaþingi. Skilja það þann
ig' frá öðrum málum. Þessari leið
eru aðrir flokkar andvígir. —
Ástæðan til þess er sú, að þeir
hugsa sér að notfæra sér tryggð
sumia við flokkana, til þess að
fá kjósendur til að greiða at-
kvæði með kjördæmaskipun,
seni þeir eru raunverulega á
móti og mundu greiða atkvæði
gegii ef málíð væri tekið fyrir
eitt sér.
Bjarni Benediktsson er formað-
ur stjórnarskrárnefndar, sem er
til þess kjörin, að hafa forgöngu
um lausn stjói'narskrármálsins.-—
Hann ihefur ekki haldið fund í
nefndinni árum saman en hleypur
nú skyndilega til í vetur og hrifsar
einn þátt út úr, kjördæmamálið,
og gerir samning u;n lausn þess,
án þess að kveðja nefndina til,
sem hann er formaður fyrir.
Árið 1931 var búið að gera
samning um að skipta landinu i fá
og stór kjördæmi. Þjóðin stöðvaði
tiræðið í kosningum. Niðurstaðan
varð síðan sú, að gengið var inn á
máiamiðlun og komu þá uppbótar
sætin til sögunnar. Árið 1942 var
enn vegið í sama hnérunn. Þá
sprengdi Alþýðuflokkurinn sam-
starf Framsóknar- og Sjálfstæðis-
manna með því að bjóða Sjálf-
stæðisfl. að koma á samvinnu um
kjördæmabreytingu. Þá var komið
á hlutfallskosningu í tvímennings
kjördæmum.
Framsóknarmenn spáðu því þá
að með þessum breytingum væri
aðeins verið að fikra sig í áttina
að því, að skipta landinu upp í
fá og stór kjördæmi. Sjáfstæðis-
menn sóru og sárt við lögðu að
slík óliæfa kæmi þeim aldrei til
hugar. Spár Framsóknarmanna
væru aðeins óverðskuldaðar og
ósæmilegar getsakir. Varð mi
lilé á um liríð.
Þá var kjördæma-
skipanin góð
iSjálfstæðismenn gerðu sér sem
sé vonir um að þeim mundi tak-
ast að ná hreinum meirihluta á
þingi að kjördæmaskipuninni ó-
breytíri og birtu útreikninga um
að þeir þyrftu ekki að vinna
néma svo og svo fá atkvæði í
nokkrum kjördæmum til þess að
þær vonir rættust. Að vísu fór
því fjarri, að sú viðbót nægði til
þess að þeir ihefðu meirihluta
kjósenda að baki sér. En það
skipti auðvitáð ekki máli að
þeirra dómi þá, ef þeir næðu
meirihluta á Alþingi.
Og ef óbreytt kjördæmaskipuu
gat tryggt þeim meirihluta þá,
var hún brúkleg. Iin nú þegar
þeir eru vonlausir orðnir uni að
ná þessti takinarki, þá er kjör-
dæmaskipunin talin úrelt orðin,
ranglát og að engu hafandi.
Og enn sem fyrr er fitjað upp
á breytingum í því skyni að
sundra samstarfi um ríkisstjórn.
Annað hvort e8a
Kjördæmatiilögur Sjálfstæðis-
manna nú eru fullkomin svik við
kjósendur þefi;!ra og landsmenn
alla. Með þeim er laumazt aftan
að mönnum á lævíslegan hátt. í
ársbyrjun 1953 lögðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í stjórnar-
skrárnefnd fram ábendingar um
kjördæmamálið. Var það tekið
fram, að flokkurinn hallaðist ann
að hvort að einmennings- eða fá-
um stórum kjördæmum. með lilut
fallskoSningum. Er s'á skrípaleik-
ur allur áþekkur því, að maður
væri spurður hvert hann ætlaði
og svarið væri: Ég ætla út eða
inn, upp eða niður. Sjálfstæðis-
menn hafa aldrei látið uppi
nokkra stefnu í þcssum inálum,
en allt frá 1931 liaft í liyggju að
afnema kjördæmin og taka málið
í áföngum. En það átti að laum-
ast að mönnum.
Vita vel hvað beir ætla
að taka af mönnum
í ræðu, sem Bjarni Benedikts-
son hélt í ársbyrjun 1953 um
sama leyti og bollaleggingar
þeirra komu fram í milliþinga-
nefndinni, (ræðan birt í Mbl. 24.
jan. 1953), segir hann frá „annað
hvort eða plagginu" og segir um
leið, að hann vilji einmennings-
kjördæmi um allt land. Ýmsir
telji erfitt að koma slíku við í
Reykjavík. Um það segir Bjarni:
„ Þvert á móti mundi
skipting Reykjavíkur t.d. í 16
eða 17 kjördæini liafa í för með
sér miklu nánara samband þing-
manns og kjósenda en verið
hefir. Þingmaður mundi miklu
betur en nú vita liváð kjósend-
um hans liði og eiga þess kost,
að greiða fyrir mörgum áliuga-
málum þeirra og veita einstak-
lingimum sams konar fyrir-
greiðslu og þingmenn utan af
landi verða að veita sínum kjós-
endum. Þetta yrði aukin vinna
og ainstur fyrir þingmennina,
en ég þori að fullyrða, að áf
því yrði mikill ávinningur fyrir
kjósendur.é
Þetta segir maðurinn, sem nú
ber það á borð fyrir menn að
það sé stór ávinningur fyrir
kjósendur úti á landi, að hin
gömlu kjördæmi séu lögð niður
og upp úr þeim steyptar stærri
heildir.
1953 sköpuðu einmenningskjör-
dæmi í Reykjavik miklu nánara
samband milli þingmanns og kjós
I enda en orðið gat, ef höfuðborg-
in var aðeins eitt kjördæmi. Þing-
maðurinn mundi þá eiga þess
mun betri kost en áður, að greiða
fyrir margvíslegum áhugamálum
umbjóðenda sinna og að því yrði
mikill ávinningur fyrir kjósendur.
En nú eiga kjósendur úti á
landi að laka það sem góða og
gilda vöru, að allt þetta muni
veitast þeim í miklu ríkara mæli
en vo(rið heíir, ef kjördæmin
verða leyst upp og bara gerð nógu
stór. „Sambandið", „fyrirgreiðsl-
an“ og „ávinningurinn“, allt á
þelta að aukast þegar núverandi
kjördæmi hafa ekki lengur eigin
þingmenn, en eru runnin inn í
kjördæmi, sem ná t.d. austan af
Laganesi og vestur á Öxnadals-
heiði eða frá Skeiðarársandi, vest-
ur fyrir Heilisheiði og út í Vest-
mannaeyjar svo að dæmi séu
nefnd úr hinum nýju „plönum“.
Ummæli Bj. Ben. 1953 sýna
! betur en nokkuð annað, að Sjálf-
1 stæðisineim vita vel hverju þeir
ætla að ná af fólkinu út um land
með því áð leggja niður einmcnn-
ings- og tvímenningskjördæmin.
Auðvitað hafa rök Bj. Ben.
1953 urn gildi einmenningskjöi'1-
dæma umfram liin fáu og stóru,
sem þeir vilja nú innleiða, marg-
falt gildi þegar um er að ræða
byggðirnar utan Reykjavíkur.
Það má nærri geta, hvort ekki
er brosað gleitt niðri í Mbl.-höll-
inni þegar greinar nást frá dygg-
um flokksmönnum úti á landi,
þar sein því er haldið fram, að
•afnám kjördæmanna sé „réttafr-
bót“ fyrir þá, sem þeirra hafa
notið!! Húsbóndinn á bænum vissi
betur 1953 — og veit enn. En
, ljúft er að reyna, að rykið gelur
,svo rækilega fyllt augu manna,
i að slíkir vitnisburðir berast.
I
Miðlunarleið Framsóknarm.
Andstæðingar okkar Framsókn-
! armanna stritast við að breiða
i það út, að við höfum engar breyt
, ingar viljað gera á kjördæmaskip-
I uninni frá því sem er. Þetta er
alvég ósatt. Framsóknarmenn
telja eðlilegt að kjördæmakjörn-
um þingmönnum þéttbýlisins verði
fjölgað. Sú skoðun okkar hefir
þrásiunis verið áréttuð. En við
erum ekki til viðtals um að leggja
nfður kjördæmin. Á okkar tillög-
ur fékkst hins vegar ekki hlustað
af því að meginstefna stjórnar-
flokkaiina er að leggja niður nú-
verandi kjördæmi.
Alþýðuflokkurinn gerði ályktun
um kjördæmabreyíingu á flokks-
þingi sinu eftir að hann vissi um
þessa afstöðu Framsóknarmanna,
af því a'ð þá þegar var hann á-
jkvéðinn í því að reyna að ná
saman við Sjálfstæðismenn, þó að
þiiigmenn flokksins væru raunar
til alls ánnars kosnir á þing en
að leggja niður kjördæmin.
j Allt annað verður að víkja
I Framundan eru nú einhver hin
hörðuslu átök, sem átt hafa sér
stað í íslenzkum stjórnmálum.
: Ennþá hefir fólkið úti á landi
úrslit málsins í sínum höndum.
Það getur ráðið því, hvort það
lætur þá kjördæmabreytingu, sem
að því miðar, að útvatna áhrif
þess á gang íslenzkra þjóðmála
verða að veruleika eða ekki. Og
þess skyldu einnig kjósendur þétt
býlisms við Faxaflóa vel gæta, að
tilræðinu er engu síður að þeim
stéfnt en öð'rum landsmönnunv,
því að sízt munu þær fyrirætlanir
um nýja stéfnu í fjárfestingarmál
um, sem að baki liggja kjördænia-
breytingunni verða þeim í hag,
þegar þær fara að hafa áhrif og
hfynda af stað nýrri skriðu fólks-
flutninga í landinu.
! Alþýðublaði'ð er farið að tala
um kjördæmi, sem kosið verði í
r.ú í vor „í síðasta sinn“. Þeir
tala, sem valdið hafa!! En ætli
að það séu þeir leiðtogar Alþýðu-
flokksins, sem segja síðasta orðið
í þessu máli?
Nei, fólkið í kjördæmunum hef-
ir síðasta orðið í þessu máli. Og
verði áætlun stjórnarflokkanna
samþykkt mega kosningar í vor
ekki snúast um neitt annað en
kjördæmamálið. Eru menn með
því eða móti því að leggja niður
öll kjördæmi nema Reykjavík?
Allt annað verður að víkja á með-
an það er gert upp, .sagði Eysteinn
Jónssoji að lokum.
| Var fundurinn fjölsóttur og
fór hið bezta fram. Fundinn setti
Gísli Guðmunds'son, afgreiðslu-
maður, og stjórnaði honum. Sig-
urjón Davíðsson, loftskeytamaður
rita'ði fundargerð. Eysteinn Jóns-
j son, alþingismaður, var sem fyrr
segir, frummælandi á fundinum,
jen aðrir ræðumenn voru: Jón
Skaftason, Sigurjón Sigurbjörns-
son, Pétur Eggerz og Andrés
, Kristjánsson.
Margir eru kallað
ir en fáir útvaldir
Fyrir skömmu auglýstu
LoftleiSir eftir tíu eða tólf
flugfreyjum, þar sem sumar-
starfið krefst alltaf fjöl-
mennara starfsliðs en vetrar-
starfið. Áttatíu og tvær stúllc
ur sendu umsók-nir, þannig
að úr miklu er að velja.
Úr þessum hópi verða síðan,
valda um tuttugu stúlkur, sem
hæfastar þykja, og þeim slðan gert
að sækja námskeið, er Loftleiðir
gangast fyrir, en á því er stúlkun-'
um sagt'til um ýmisiegt, sem að
gagni má koma í starfí flugfreyj-
unnar. Að námskeiðinu loknu síð-
an valdar þær stúlkur, sem mesta
hæfileikana sýna og þörf er á.
Margs er krafizt af þeim, sem
hnossið hreppa. Stúlkurnar verða
að geta talað ensku og eitt Norð-
urlandamálanna og þær verða aö
vera fullkomlega heilbrigðar svo
að eitthvað sé nefnt.
Einnig auglýstu Loftleiðir eftir
: nokkrum afgreiðslumönnuni og
hárust um níutíu umsóknir, þann-
ig að ekki þarf að kv'arta yfir
manneklu á sviði flugmála, ef að
þess er gætt, að tugir ungra
manna eru við fiugnám eða hyggja
á það. Kemut' ekki fil greina .að
gera út flugvélúr til millilaiida-
flugs í stað þess að gera út skip
og báta?
Samúðarkveðjur
berast
í byrjun fundar í sameinuðu
þingi í fyrradag las forseti upp
bréf frá 2. þingmani Rangæingá,
Sveinbirni Högnasyni, þar sem
hann óskaði eftir því. að varamað
ur sinn, Björn Fr. Björnsson, sýlsú
maður, tæk isæti á Alþingi í sinn
stað. Var það samþykkt.____
Innbrot og þjófnaðir
Á sunnudagsnóttina var farið
inn í bifreið, sem stóð utan við
Vetrargarðinn og stolið úr henni
öllum áhöldum, sem þar var að
finna.
Um lielgina var stolið veski með
1500 krónum inni á svokölluðum
Ásaklúbb. Málið var fengið lög-
reglunni í hendur.
Á sunnudagsnóttina var brotizt
inn í Bókaverzlun Sigfúsar Éy-
mundssonar og stolið 200—300
krónum í skiptimýnt.
Mikið úrval
af dömu- og herraúrum, úr-
keðjum og klukkum. Verð við
allra hæfi.
Sendi g'egn póstkröfu.
HELGI SIGURÐSSON
úrsmiður — Vesturveri
Reykjavík.
KJÖT- OG
SLÁTURÍLÁT
1/1 tn., Vz tn., V4 tn.
og Vs tn.
SÍS — AFURÐASALA