Tíminn - 24.02.1959, Qupperneq 8
'JTÍMIN-N, þriðjudaginu 24. febrúar 195®
„Undarlegt er ísland“
(Framhald af 7. síðu)
annast margskonar erindisrekst-
iir í höfuðstaðnum fyrir íbúa kjör
dæmis síns,'sem þeir eiga sjálfir
erfitt með að annast, einnig póli-
tíska andstæðinga.
Því fámennari og einangraðri,
sem kjördæmiji eru, þeim mun
nauðsynlegra er fyrir þau að hafa
sérstakan fulltrúa á Alþingi.
'Bn nú á að taka lamb fátæka
mannsins til veizMialds á stórbýl
inu.
Formælendur hinna fáu, stóru
kjördæma segja, að fulltrúum dreif
býlisins eigi ekki að fækka við þá
breytingu, sem fyrirhuguð er. Lát
um isvo vera. En með henni er
það samband rofið, sem er aðalat-
riði, hið nána saroband miili kjós
enda og þingmanns og hið beina
samband héraðanna við Alþingi,
höfuðborgina og þjóðfélagsstofnan
ir þ«er, sem þar hafa aðsetur.
það er allt annað fyrir íbúa hér
aðsius að hafa sinn sérstaka full
trúa á ALþingi en að eiga part í
möirguin. Á þann hátt verður
aldrei náið samband milli fólksins
og þipgmannanna.
X
Líidéga mundu einmenningskjör
dæmbhenta bezt eðli og skaplyndi
íslendinga; þeir eru yfirleitt miklir
einstaklingshyggjumenn. Með ein-
menningskjördæmum fengist sú
festa f stjórnarfarið, sem er nauð
syn faverju þjóðfélagi. Á þann hátt
geta gömlu kjördæmin haldið því
sjáJfstæði, sem :þeim er hugleik
ið. Hinum stærri 'þeh’ra mætti
skipta í einmenningskjördæmi eft
ir því sem sanngjarnt þætti og
samkomulag yrðu um.
Ekki skipti mjög miklu, þótt
kjúsendatala yrði eitthvað misjöfn
í kjördæmunum. Metings um kjós
endatölu hefur furðu lítið orðið
vart hjá fólki í einmenningskjör-
dæraum,
XI.
Lýðræðishugtakið er dálítið
teygjanlegt. Það er fullkomnast
lýðræði. að einstaklingar þjóðfé-
lagsins hafi sem jafnasta aðstöðu
til óhrifa á löggjöf og ríkisstjórn.
Þá kemur fleira til greina en
kosningarétturinn einn,- svo sem
félagssamtök, fjármagn, áróður,
kunningsskapur o. fl.
Þéttbýlisfólk hefur flest þetta
framyfir þá, sem í dreifbýli eru.
En höfuðborgin, þar sem þing
og ríkisstjórn sitja — mitt á með
al fólksins —, hefur þó algera Sér-
stöðu, enda viðurkennt í verki af
þroskuðustu lýðræðisþjóðum með
því að láta höfuðborgina hafa
færri þingmenn hluífallslega en
aðra landshluta — eða alls enga,
eins og Bandarikin.
Þegar ókveða skal kjördæmaskip
un og fyrirkomulag kosninga, kem
ur því margt til greina og þarf
nákvæma yfirvegun og umræður
áður en ráðið er til lykta.
X
Því stærri sem kjördæmin eru,
þeim mun meira verður vald
flokksstjórnanna, en áhrif hins al
menna kjósanda minni.
Hlutfallskosningar voru eitt
■sinn álitnar fullkomnari en aðrar
kosningaaðferðir, vegna þess, að
þær útjöfnuðu kosningarréttinum
meir án tillits til annarra aðstæðna.
Nú, þegar þær hafa verið reynd
ar, er mesti glansinn af þeim. Má
benda á reynslu Frakka í því efni.
Þær hafa reynst gróðrarstía fyrir
marga flokka og smáa, en það leið
ir ‘til óstöðugleika i stjórnarfari og
hrossakaupa, eins og dæmin sanna.
Það kosningalag, sem við höfum
nú, er að vísu ekki gallalaust. En
sízt skyldi horfið frá því til annars
verra.
Kjósendur verða að bera vit fyr
ir hinum bráðlátu flokfesstjórnum
Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins í
kosningum þeim, sem í hönd fara
og krefjast þess:
1. að þjóðin einbeiti sér fyrst
org fremst að lausn þess vanda, sem
á henni hvílir í fjármálum og
landhelgismálinu.
2. að kjördæmamálið verði at-
hugað og rætt í stjórnlaganefnd á
samt öðrum atriðum stjórnarskrár
innar og þjóðinni gefinn nægileg
ur frestur til að brjóta þær tillög
ur til mergjar, er fram kunna að
koma.
3. að kosið verði sérstakt stjórn
lagaþing, samkvæmt tillögum, sem
fram hafa komið, þannig að kosn-
ing til þess fari fram eftir sömu
reglum og kosningar til Alþingis.
Framboð verði ekki gerð af
stjórnmálaflokkum heldur ákveð
in af samtökum, er myndast um
þær tillögur til stjórnskipunar, er
fram verða bornar. Með því móti
rugla dægurmálin síður isjálft
■stj órnarskrármálið.
Það skal vel vanda, sem lengi á
að standa, eins og stjórnarskrá hins
áslenzka lýðveldis.
XIII.
Fólkið úti um land getur enn
vikið.snörunni frá hálsi sínum. Því
er að vísu sagt að þetta sé silki-
snúra lýðræðisjafnaðar og réttlæt-
is, næsta áferðarfalleg, mjúk og
nýsköpunarleg, enda hafi margir
ágætir menn mælt með svoleiðis
skrauti.
Varla mundi standa á þeim, sem
halda í endann,- að herða að, ef
íólkið yrði svo auðtrúa að hagræða
snörunni eins og ætlast er til. En
fólkið er hyggnara en Fenrisúlfur
forðum. Það lætur varla blekkjast.
Og vel mega leiðtogar Alþýðu-
flokksins standa í sínum dilks-
dyrum, ef þeim á að takast að
■hemja þann hluta hjarðarinnar,
sem veit að á að leiða kjördæmi
isitt til slátrunar.
Sjálfstæðisflokkurinn er kom-
inn með sínar færikvíar út á það
foræði, að flokksmenn úti um land
munu verða bágrækir þar inn.
Jafnvel Kremlmúrar komnninista
munu varla halda þeim kjósendum,
sem ætlast er til að greiði at-
kvæði móti eigin hagsmunum.
XIV.
Innan allra flokka eru jafnan
uppi mismunandi skoðanir í ein-
stökum málum. í vor verður ekki
kosið eftir flokkislínum.
Þeir, sem hafa bein í nefi, láta
flokksagann ekki þvinga sig inn á
■braut, sem þeir telja óheppilega
og viija ekki ganga.
..Undarlegt er ísland,
ef enginn réttir þess stétt.“
Víst væri það undarlegt ef kjós
endur í hinum gömlu kjördæmum
úti um land vildu leggja þau nið
ur og afsala sér rétti til eigin um-
boðsmanns og fulltrúa á Alþingi.
í þessu máli eru þeir ein stétt án
tiliits til stjórnmálaskoðana. Þeir
unna sínum heimahögum, vilja
halda þeim í byggð, umbæta þá,
vernda þá og geyma handa vax-
andi þjóð.
Steingrí.nur Baldvinsson.
Sextugur: Gisli GuSIaugssou
ÚTGERÐARMENN —
FISKFRAMLEIÐENDUR!
á framleiösfu
StutliíS aíi sparna^i á verímætum gjaldeyri.
Vinsamlegast haíi(S samband við okkur|£ður en
þið festið kaup annars staðar.
Verö og gæöí samkeppnísfært
Þann 3. febrúar s.l. varð Gísli
Guðlaugsson bóndi að Steinstúni,
sexlugur. Hann ef- íæddur þann
dag árið 1899 að Sícinstúni í Ár-
neshreppi. Jón Guðnason segir í
,,Strandamenn“ að hann só fæddur
2. febrúar, en það ijun eigi vera
rétt. — Foreldrar hajis voru hjónin
Guðlaugur Jónsson tí^ndi að Steins-
túni og kona hansj'-Ingibjörg Jó-
hannsdóttir. Bjugg&;þau á Steins-
túni frá árinu 189l| þar til Guð-
laugur lézt 7. ágúst^921 tæpra 56
ára að aldri.
Eátir að Guðladgur andaðist,
stóð' Gisli fyrir búT með móður
sinni þar til hún fet af búskap
1927, en það ár gekli; hann að eiga
Gíslínu Valgeirsdóffur frá Norð-
firði. Eru þau þrœienningar að
frændsemi. Hefur h^nn búið siðan
að Steinstúni og sW"er enn. Hefur
hann allan aldur sinn alið á því
heimili og orðinn þar rótgróinn.
Guðlaugur á Steinstúni var vel
greindur maður og gjörhugull.
Hann var þéttur á velli og þéttur
í Iund og lét ekki hlut sinn ef á
var leitað, en þó sanngjarn maður
og góður í samstarfi. Voru honum
falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit
sína og þótti sæti hans jafnan vel
skipað. — Ingibjörg móðir Gísla
er dóttir Jóhanns Gottfreðs Jónas-
sonar (barna Jónasar) í Litlu-Ár-
vík í Árneshreppi. Börn Jónasar
í Litlu-Árvík voru mörg, og eru af-
komendur hans dreifðir víða.
Margt er það fríðleiksfólk og snyrt-
ið í allan máta. Svo var einnig um
Ingibjörgu, Hún var fríð kona og
harðdugleg á sínum yngri árum,
og svo þrifin og hýbýlaprúð, að
langt bar af umfram það sem þá
var algengt. Hýbýli hennar voru
jafnan hrein og fáguð þrátt fyrir
lítil efni. Hún er enn á lífi 93 ára
gömul og dvelst hjá Gísla syni sín-
um. Iíeldur hún enn fríðleik sínum
þrátt fyrir háan aldur.
Eins og að líkum lætur, hefur
Gisli hlotið að erfðum kosti beggja
foreldra sinna. Hann er fríður sýn-
um og vel á sig kominn og dagfars-
prúður, en þó þéttur fyrir, ef því
er að skipta og heldur vel á mein-
ingu sinni, orðheppinn og glettinn
í góðra vina hóp, enda vel greind-
ur. Hann er handlaginn og mesti
reglumaður um alla hluti. — Á
Steinstúni hefur honum búnazt
vel eítir ástæðum. Jörðin er ekki
stór og gefur ekki tækifæri til
stórbúskapar. Hann hefur hýst býli
sitt vel og snoturlega og ber allt
vott' um hagleik hans og reglusemi.
Ungur að árum varð hann fyrir
þeirri raun, sem mörgum reynist
erfið, að missa heilsu og starfs-
orku. Hefur hann alla tíma síðan
átt við vanheilsu að stríða og ekki
getað fylgt sér að erfiðisverkum. I
Þetta mótlæti liefur hann borið;
með jafnaðargeði og aldrei heyrzt
æðrast um. Hefir hann á seinni
ái*um oft farið til sórfróðra manna,
að leita sér heilsubótar án árang-
ur-s. Um allmörg ár hefur hann ver-
ið kjöt'matsmaður hjá Kaupfólagi
Strandamanna. Endurskoðandi
reikninga kaupfélagsins, hefur
hann verið um mörg ár og er það
cnn og í stjórn Sjúkrasamlags Ár-
neshrepps frá stofnun þess þar til
á s.l. vori. Öll þessi störf hefur
hann rækt með kostgæfni og sam-
vizkusemi.
Við Gísli ólumst upp saman í
nánu nágrenni. Milli heimila okkar
var lítið meira en steinsnar og
daglegur samgangur milli heimil-
anna. Þá eins og jafnan var mann-
margt í Norðurfirði. Heimilin voru
barnmörg og vinátta með frænd-
semi milli heimilanna. Mér sem er
nokkrum árum yngri en hann, er
minnisstætt hversu gjörvulegur og
prúður Gísli var í þcssum ung-
mennahópi. Vegna þessara eigin-
leika hans löðuðust menn og konur
að honum. Þá spillti það ekki um,
þegar ungt fólk kom saman til
gleðileika og daiis var stiginn, er
Gísli settist við harmonikuna og
hóf að leika fyrir dansi. Mátti þá
segja að það yæri dauður maður,
sem ekki fókk sér dömu og tók
þátt í dansinum, svo heillandi og’
taktföst var músik hans. Undir,
hljóðfæri hans lærði margur aðj
stíga sín fyrstu dansspor. Og enní
er það svo, að gamlir karlar og
kerlingar standast ekki mátið að
fá sér snúning ef svo ber undir
að Gísll spiiar. Þykist ég þess viss,
ef Gísli befði iagt fyrir sig tónlist,
mundi h,,nn hafa náð langt í þeirri
grein, svo nælnt eyra hafði hann
fyrir tónum og lét vel að fram-
kalla þá.
Eins og áður er getið, kvæntist
Gisli frændkonu sinni Gíslinu Val-
geirsdóttur. Eiga þau hjónin 4 upp-
komna syni og auk þess ólu þau
upp einn fósturson. Eru þeir allir
hinir mannvænlegustu menn.'
Ég þykist vita að Gísli kunni
mér enga þökk fyrir að far,a að
vekja alhygli á honum nú, þó hann.
yrði sextugur, svo lítið seriv honiim
er um að trana sér fram.
En þeir munu fleiri en ég, nær
og fjær, sem munu þykjast hafa
ástæðu til að þakka honum gamlar
minningar og góða viðkynningu og
í því skjóli. hefi óg leyft mér að
bregða að nakkru af honum h^liðs
hjálmi í tilefni þessara tímamóta
(ef svo mætti kalla það) í ævi
hans. Ég flyt honum hér kærar
þakkir fyrir öll okkar kynni frá
fyrstu tíð og margvíslegt samstarf
og óska honum og heimili hans, alls
velfarnaðar. Undir það veit ég að
fleiri taka en þeir, sem áttu, þess
kost að sitja afmælisfagnað hans
og fá sér enn einn snúning undir
heillandi músik hans.
sá
Bæ, 9. febrúar 1959.
Guðni. P. Valgeirssoh.
Leikhúsmá)
(Framhald af 4. síðu)
um. Bodil Ipsen lék aðalhlutVerk-
ið sem gestiir leikhússins. Leik-
stjóiri var Helge Rungwald en' rit-
höfundurinn ’H. C. Branner gerði
þýðinguna. Önnur merkileg íeik-
sýning hjá sama leikhúsi 'var
Drauniurinn tun Orfeus eftir Tenn-
essee Williams með hinum ungu
leikurum Lise Wolst og Erno Mull
er í stærstu hlutverkunum. Jóla-
leikritið var Nöddebo Præstegaard
en>það þykja dauf jól í Danmörku,
ef það er ekki á ferðinni. Fýrsta
verkefnið á þessu ári var Fætld í
gær eftir Garson Kanins og næstá
verður Pétur Gautur í uppfærzlu
Torben Anton Svendsen. Múslkin
verður eftir Sæverud. Sá, sem leik-
ur Pétur, hcitir Sören Elung en
með hlutyerk Ásu fer Paula Ille-
mann Feder. Norsk leikkona Gerda
Svenneby mun leika Solveigu. Önn-
ur leikrit, sem. sýnd verða á.vor
eru: Han, Hun og Sátyren, Laívirk-
inn, leikrit um heilaga Jóhönnu
eftir Anouilh. Birthe Backhausen
mun leika hlutverk hennar. Síðasta
kemur svo Káta ekkjan, sem sýnd
var hér fyrir skömmu.
Aarhus
Þar hófst leikárið með óperett-
unni Nitouche undir leikstjórn
Sven A. Larsen en síðan kom
Horfðu reiðiu' um öxl. Þriðja leik-
ritið var The Iron Ducliess pftir
Wilíiam Douglas Iíome og þar það
fyrsta danska sýningin. Eftir 'það
kom Pygmalion eftir Sha'vy ineð
Jane Jeppesen í hlutverki blóma-
stúlkunnar Elizu og Jörgen Fönss
sem prófessor Higgins. Jólaleikur-
inn var Jónsmessudraumur Shákes-
peares. í janúarmánuði lék það
Han, Hun og Satyren, og að undan-
förnu hefur það sýnt Heiinsókn
gamallar konu eftir Diirrenmatt.
Næstu verkefni verða: Nár Engle
Elsker eftir enska höfundinn Hugh
Mills. Vetrarsólhvö f eftir Maxwell
Anderson og Ioks Kát,a ekkjan.
Sbj.
Tveir hestar
voru seldir á óskilafjárupp-
boði 28. jan. s.I.:
1. Vindóttur ca. 12—14
vetra, mark: fjöður fr. h., bité
aftan vinstra, gæti verið gagn-
bitað vinstra.
2. Brúnn þriggja eða fjögra
vetra. Mark: biti framan bæði
eyru.
Upplýsingar gefur hreppstj.
Lundarreykjadalshrepps,
Borgarfirði.