Tíminn - 05.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.03.1959, Blaðsíða 6
6 Úfgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir ki. 18: 13948 Sjáifstæðismenn og kommúnistar MEÐAN fyrrv. ríkisstjórn sat að völdum, var ekki ann- að meira fordæmt í Mbl. en samstarf Framsóknarfl. og Alþýðuflokksins við komm- únista. í næstum hvert skipti. sem einhver maður úr hópi Alþýðubandalagsins valdist til trúnaðarstarfa, birtust stórfyrirsagnir í Mbl. þess efnis, að nú væri verið að 'hlaða undir kommúnista og auka völd þeirra og mannaforráð. Þetta var síð- an fordæmt í Mbl. með sterk ustu orðum móðurmálsins. MÖRGUM kom þetta no-kkuð á óvart. Afstaða Sjáifstæðisflokksins hafði ekki alltaf verið svona. Sú var tíðin, að Sjálfstæðisflokk num hafði ekki ógnað það svo mjög að efla völd komm- únista. Þannig studdi Sjálf- stæðisfí. kommúnista með ráðum og dáð í verkalýðs- hreyfingunni, þegar Alþýðu- flokkurinn hafði forustuna þar. Þessi aðstoð Sjálfstæðis flokksins við kommúnista kom þeim toæði tii valda í DagSbrún og Alþýðusamband inu. Síðan kom svo hinn frægi samningur milli Óiafs Thors og kommúnista vorið 1942, þegar kommúnistar lofuðu að styðja minnihluta stjórn Ólafs gegn því að mega ráða ferðinni í efna- hagsmálum. Afleiðing þess varð sú, að dýrtíðarvísitalan hækkaði um nær 100 stig í þá sjö mánuði, er stjórn Ólafs sat að völdum. Tveimur árum seinna kom svo ,,ný- sköpunarstjórnin“ sællar minningar. Eftir fall henn- ar var nokkurt hlé á ástar- förum Sjálfstæðisflokksins og kommúnista. Sumarið 1956 byrjuðu þær aftur og Ólafur vildi þá ólmur fá kommúnista í stjórn með sér. Moskvukommúnistar voru fúsir til að þiggja blíðu Ólafs, en máttu sín ekki nægilega í Alþýðubandalag- inu. Þá urðu eplin súr hjá Sjálfstæðisflokknum eins og refnum og Mtol. hóf söng sinn um, hve háskasamlegt væri að efla kommúnista til mannaforráða! EINS og áður segir, kom mörgum þessi fordæming Mbl. á óvart. Líkt og rakið er hér að framan, hafði Sjálf stæðisflokkurinn hvað eftir annað haft samstarf við kommúnista, þegar hann taldi sér það hagkvæmt. Að visu sögðu ýmsir trúgjarnir Sjálfstæðismenn, að það væri liðin tíð. Þá hefði Ólaf- ur ráðið, en nú réði Bjarni Benediktsson orðið mestu. Hann væri einlægur andstæð ingur kommúnista. Hann meinti það, sem hann segði um kommúnista í Mtol. — Bjarni reyndi líka að sýna þetta í verki. Ilann bann- aði Pétri Ottesen að fara til Moskvu og lýsti fullri and- úð sinni, þegar þingrnenn annarra flokka fóru þang- að. NÚ er það hins vegar að koma á daginn, hve skelegg ur og einlægur Bjarni er í baráttu sinni gegn kommún istum. Sú reynsla bendir vissulega til þess, að hann sé sama tóbakið og Ólafur að þessu leyti. Vinstri stjórn in var ekki fyrr fallin en for kólfar Sjálfstæðisfl. byrjuðu að gera hosur sínar grænar við kommúnista. Svo langt hefur þetta gengið, að kommúnistar hafa hvað eft ir annað fengið þingmann að láni hjá Sjálfstæðisfl. til þess að fá fulltrúa kosna í áhrifamiklar nefndir. Þá hef ur alveg verið gleymt þeim kenningum Mbl. frá undan- gengnum misserum, hve illt verk það sé að efla komm- únista til mannaforráða! Á þennan hátt hafa kommún- istar bæði fengið mann kos- inn í stjórn síldarverksmiðj- anna og nýbýlastjórn. Enn lengra var gengið, þegar kos ið var í stjórn Áburðarverk- smiðjunnar. Þá hafnaði Sjálfstæðisfl. samvinnu við Alþýðuflokkinn og gerði bandalag við kommúnista með þeim afleiðingum, að fulltrúaefni Alþýðufl. féll, en frambjóðandi kommún- ista var kosinn. Kórónan á þetta alit saman var svo það, þegar þeir toræður Bjarni og Sveinn Benedikt- synir sömdu um það við kommúnista. að Sveinn yrði formaður stjórnar síldar- verksmiðjustjórnar en Þór- oddur Guðmundsson vara- formaður — en Þórodd hef- ur Mbl. oft stimplað sem merkistoera þeirra kommún- ista, er ekkert skeyttu um þjóðarhag! ÞAÐ ER glöggt hver er tilgangur þeirra Ólafs og Bjarna með þessu öllu sam an. Það er stefnt að því að endurnýja nýsköpunarstjórn ina hú strax eða á hausti komanda. Fordæmingarskrif Mbl. um kommúnista eru ekki reist á neinni alvöru, heldur eru þau iýðskrum eitt. Menn standa hér enn einu sinni frammi fyrir þeirri staöreynd, að skrif og yfirlýsingar Sjálfstæðisfl. er ekkert að marka. En hve lengi tekst þeim að blekkja forustumenn Frjálsrar menn ingar og slíkar hrekklausar sálir, er álíta leiðtoga Sjálf- stæðisfl. einlæga og örugga andstæðinga kommúnista? Vissulega er allt skraf forkóifa Sjá}fstæðisflokks- ins um andúð þeirra á komm únistum ekkert annað en lýðskrum. Reynslan hefur svo margoft sannað hið gagnstæða. Hið furöulega er, að pnn virðist margt af hrekklausu fólki ekki hafa séð við þessum blekkingum þeirra. Fyrr en síðar hlýtur það þó að sjá hið '«,étta í þessu máli. T í M I N N, fiimntudaginn 5. m'arz 1959. £RLENT YFIRLIT, oratio Hu Ver'ður keppinautur Valdimars Björnssonar næsti íorseti Bandaríkjanna? MEÐAL þeirra, sem eru nú mest tilnefndir sem forsetaefni demokrata í Bandaríkjunum, cru þrir öldungadeildarmenn eða þeir Kennedy frá Massachuettes, Sym- ington frá Missouri og flumphrey frá Minnesota. Fram til skamms tíma hafa tveir þeir fyrstnefndu verið taldir hafa meiri möguleika til að hljóta útnefningu sem for- setaefni, en Humphrey hefur sótt mjög á upp á síðkastið. Einkum virðist tvennt hafa styrkt aðstöðu hans. Annað er það, að þeir tveir menn, se;n frjálslyndari armur demokrata hafði mest augastað á seni forsetaefnum, fóru illa út úr kosningunum á síðastl. hausti. Annar þeirra, Harriman, féll við ríkisstjórakjörið í New York, en hinn, Mennan Williams, náði að vísu kosningu sem ríkisstjóri í Michigan, en með minni mun en áður. Demokratar unnu hins vegar mikinn sigur í Minnesota undir forustu Humphreys. Frjálslyndir demokratar litu -því nú til Hump- hreys sem eins sigurvænlegasta forsetaefnis sins, en hann hefur tilheyrt þeim armi flokksins frá upphafi. Hitt, sem hefur styrkt aðstöðu Humphreys, er svo það, að hann átti 8 klst. samtal við Krustjoff á siðastl. hausti og þótti koma þar fram sem fullkominn jafnoki hins rússneska einræðis- herra. Þetta viðtal hefur reynzt honum mjög góð auglýsing vestra. Ef Humphrey yrði forsetaefni demokrata á næsta ári, gæti það mjög styrkt aðstöðu Váldimars Björnssonar til þess að verða kjör inn öldungadeildarmaður í Minne- sota. Valdimar var mótframbjóð- andi Humphreys 1954 og gat sér góðan orðstir, þótt Humphrey reyndist honum ofjarl, enda spillti landbúnaðarpólitík Eisenhowers mjög fvrir Valdimar. Sennilegt virðist, að republi'kanar tefli Valdi mar fram aftur, og aðsta'öa hans myndi batna, ef hann feng'i annan en Humphrey fyrir keppinaut. HUBERT Horatios Humphrey er tiltölulega ungur cnaður, fæddur í Suður-Dakota 27. maí 1911. Faðir hans var lyfsali þar. Móðir hans var norsk, fædd i Noregi og hefur það verið Humphrey góður styrk- ur til kjörfylgis meðal Skandinava í Minnesota. Snemma bar á því hjá Humphrey, að hann yrði mælskumaður og hlaut hann verð- iaun fyrir ræðumennsku meðan hann var í menntaskóla, Mkt og Nixon. Árið 1929 innritaðist hann í háskólann í Minnesota, en var að hætta námi tveimur árum seinna vegna fjárskorts. Hann lærði þá lyfjafræði og varð af- greiðslumaður í lyfjaverzlun föður síns sex næstu árin. Ilann segir, að hann hafi öðlazt mikla reynslu í því að umgangast fólk þau ár, sem hann var verzlunarmaður, og' hafi komið honum að góðu gagni síðar sem stjórnmálamanni. Árið 1937 hóf hann aftur nám við há- skólann i Minnesota og hélt því síðan áfram við háskólann í Louisiana. Námsgrein hans var stjórnfræði. Jafnframt náminu vann harin í lyfjabúðum og stund aði fleiri vinnu. Að náminu loknu fékkst hann við kennslu, útvarps fyrirlestra og önnur skyid .störf. HUMPHREY fór í skyndiferð til Washington, þegar hann var 24 ára gamall. H-ann ritaði heitmey sinni þaðan og lýsti í bréfinu þeini áhuga 'sinum að gerast stjórnmála | maður. Hann lét ekki á því standa ! að reyna að efna þetta heit sitt, j er hann hafði lokið háskólanámi. | Árið 1942, þá 31 árs að aldri, J reyndi hann að ná útnefningu j demokrata sem iborgarstjóraefni j þeirra í Minneapolis. Það munaði: minnstu að honum heppnaðist það. Árið 1944 reyndi hann þetta aftur ! og þá með þeim árangri, að hann} var kosinn borgarstjóri. Hann' Humphrey og Krustjoff revndist mjög duglegur borgar- stjóri og kvað niður ýmsa glæpa- starfsemi, er hafði þrifizt í borg- inni. Við næsta borgarstjórakjör sigraði hann líka með stærri meiri hluta en þekkzt hefur við borgar- stjórakjör i Minneapolis fyrr og síðar. HUGUR Humphreys stefndi hins vegar hærra en að verða borgar- stjóri. Hann hóf á þessum árum að endurskipuleggja flokk demo- krata í Minnesota, er mátti þá heita í rústum. Republikanar réðu þá lögum og lofum í Minnesota undir forustu Stassens. Árangur- inn af þessu starfi Humphreys kom í ljós 1948, þegar hann náði kosningu sem öldungadeildarmað- ur fyrir Minnesota. Siðan hefur hann haldið áfram að toyggja upp flokk demokrata í Minnesota og ráða þeir nú orðið lögum og lof- um þar. Árið 1954 var Humphrey endurkjörinn til öldungadeildar- innar, og luku þó blöðin yfirleitt lofsorði á frammistöðu keppinaut ar hans, er var Valdimar Björns- son. Fyrst í stað eftir að Humphrey tók sæti í öldungadeildinni, þótti nokkuð mikið á honum bera og hann lét fá eða engin mál sér óviðkomandi. Ýmsir töldu þetta þá merki um oflátungsbrag og töldu að þetta myndi eldast af hon um. Sú hefur þó ekki orðið raun- in. Humphrey er einn þeirra stjórn málamanna, sem ekki láta sér óviðkomandi nein mál, og sam- einar það einnig að vera óvenju- lega starfssamur og fljótur að átta sig á málum. Það er nú yfir- leitt viðarkennt, að fáir eða engir samþingsmenn hans hafi víðtæk- ari þekkingu á þjóðmálum en hann. ■Humphrey er í hópi þeirra manna, sem eiga einna léttast um mál, og er jafnframt áheyrilegur. Helzti gallinn á ræðumennsku hans er sá, að honum hættir til endurtekninga. Hann kann hins vegar það lag að hafa jafnan eitt- hvað að segja, sem tekið er eftir, og er alveg óragur við að halda fram umdeildum skoðunum. Þrátt fyrir það, þótt Humphrey hafi oft lent i deilum í öldunga- deildinni, er hann yfirleLtt vel látinn þar og álit hans hefur stöð- ugt farið vaxandi. Hann kemur mjög vel fyrir og sameinar það furðu vel i senn að vera hæði bardagamaður og samningamaður. ' I * • ' lV ■ ' HUMPHREY var á sínum tíma mikill fylgismaður New Deal- stefnu Roosevelts og sáðar Fáir Deal-stefnu Trumans. Frjálslynd- ir demokratar hafa jafnan talið hann einn öruggasta talsmann sinn í öldungadeildinni. Sa.ma gild- ir bæði um verkalýðssamtökin og bændasamtökin. Hann hefur og tekið mjög eindregna afstöðu í svertingjamálunum. Suðumkja- menn verða þvi vafalaust mjög andvigir framboði hans sem for- setaefnis. í utanríkismálunum hefur Humphrey verið talsmaður breyttrar stefnu og verið einn á- kveðnasti gagnrýnandi Dullesar. Hann hefur talið eðlilegt, að reynt yrði að lerta samninga við kornm- unastaríkin, en þó án allrar óeðli- legrar undaniátssemi. Humphrey hefur enn ekkert sagt urn það, hvort hann gefi-kost á sér sem forsetaefni 1960. Vafa- laust vill hann fyrst kynna sér, hvernig jarðvegurinn er. Kuunug- ir efa það þó ekki, að hann hafi hug á Hvíía húsinu. Margt bendir til þess, að hann yrði líklegri til þess enn flest önnur forsetaefni demokrata að starfa þar í anda Roosevelts og Trumans. Þ.Þ. Skipun nefndar í handritamáSiS gæti orðið grundvöllur óslitinnar sóltnar Fjárveitinganefnd liefir skilað áliti um þingsálvktun- artillögu þeirra Sveinbjörns Högnasonar og Péturs Otte- sens um að nefnd verði skip- uð til Þess að vinna með rík- isstjórninni að íramgangi handritamálsins. Er nefndar- álitið svohljóðandi: „Fjárveitinganefnd stendur ein- huga að samþ. till. þessarar. Litur hún svo á, að með skipun nefndar innar sé lagður grundvölur að fast mótaðri, samfelldri og óslitinni sókn í máli þessu, er eigi linni fyrr en vér höfum fengið fullnægt þeim sanngirnis- og réttlætiskröf- um að fá handritin aftur heim. Þá lítur nefndin svo á, :að það geti ekki orkað tvímælis, að ríkis stjórninni sé að því veigamikill stuðningur að njóta í þeirri ske- leggu sókn, sem fram undan er í þessu máli, fuHtingis nefndar, er skipuð sé á þann veg, se:n hér er lagt til.“ Þingsál.till. gerði ráð fyrir, að ríkisstjórnin skipaði 5 manna nefnd, er ynni með stjórninni að endurheimt handritanna og skyldu þingflokkarnir tilnefna sinn marin inn hver, en hinn fimmti tilnefnd ur af heimspekideild háskólans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.