Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Tíminn - 15.03.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.03.1959, Blaðsíða 5
T í MIN N, sunnudaginn 15. marz 1959. endingum er bæði nauðsynlegt og mögule Góðir flakksfélagar. Ég býö ýkkur öll hjartanlega velkomin til þessa móts, tólfta flokksþings okkar Pramsóknar- manna. Ég býð sérstaklega vel- komna hina mörgu fulltríia, er hingað hafa sótt langan veg. —- Sóknin á þetta flokksþing sýn- ir, að flokksmönnum er það Ijóst, að tímarnir eru uggvæn- legir og að nú ér þess þörf að sérhver flokksmaður og stuðn- ingsmaður Framsóknarflokks- ins leggi fram krafta sína til hins ýtrasta. Innan okkar flokks er hátt tll lofts og vítt til veggja. f hugsun okkar og verkum erum við ekki lað neinu leýti bundnir opinber- lega, eða á laun, hagsrriuna og gróðasjónarmiðum iárrá ein- staklinga eða fam.nnra hópa sérhyggjumanna. — Við fulxtvú- ar Pramsóknarflokksins erum bundnir af þvi sjónarmiði einu, að leggja okkur alla fram sam- eiginlega til að senda héðan til- lögur, sem megi stuðla að vel- megun og liíshamingju sem flestra, sem almennast í þessu landi. Með þessa hugsjón að leið arstjörnu, — með hugann óháö- an öðrum sjónarmiðum — mun- um við leita að leiðum, benda á þær í tillögum okkar og síðan yinna að þvi af fremsta megni að þessar leiðir verði farnar. — Þetta er hið sameiginlega verk- efni okkar og markmið. Ég hefði kosið að tala í þess- ari frumræðu minni um þá stór Jbrotnu og alhliða umbóta- Stefnu, sem Pramsóknarflokkur- inn hefir haft forystu um í verki undanfarna áratugi. — Ennfrem ur að ræða það, hvernig þess- um . umbótum verði haldið á- fram á næstu árum. — En meö þvi að nú vofir yfir þjóðinni hætta, hlýtur ræða mín meir en ella að snúast um það, sem hefur verið að gerast og hvernig þeir þræðir hafa ofizt, sem mynda þann svikavef. er hin nýja gjörbylting er í raun og sannleika — ásamt þeirri landeyðingarstefnu, er í kjölfar- íð kemur. — Að stöðva fram- gang þessarar stefnu er meir um vert en allt annað — því ef það ekki tekst, mundi svo margt annað glatast. Með þessum orðum segi ég tólfta flokksþing Framsóknar- ílokksins sett. Stefna ríkisstjórnar- innarergamlastefna Sjálfstæðisfiokksins Ég mun í þessari frumræju minni fjTrst og fremst gefa stutta skýrslu um nokkuð af þvi, sem gerzt hefir síöan síðasta flokks- þing okkar var haldið. — Ég mun aöallega reyna að gera grein fyrir hinum pólttisku yeðrabrigðum og horfum. Vona ég að þessi ræða geti — ásamt öðru — myndað grundvöll und- jr þær umræður, er á eftir koma. — Þegar við vorum hér á síðasta flokksþingi, stóð þannig á, að við höfðum mlklar áhyggjur út af afkomu framleiðslunnar, eins og oft hefir verið síðan ríkis- stjórn sú, er tók við 1942, leiddi yeröbólguna yfir þjóðina. Kostn SetningarræSa Hermanns Jonassonar, formanns Fram- soknarflokksins, á 12. flokksþingi Framsóknarmanna aður við framleiðsluna var 1956 meiri en hún gat staðið undir, og var því í þann vegirin að stöðvast. Sjálfstæðismenn vildu þá greiða dýrtíðina niffnr eflir þörfum, án þess að afla þeirra teltna, sem fyrirsjáanlega þurfti, fyrr en eftir reglulegar kcsning- ar 1957. Það er mjög athyglis- vert og sýnir greinilega, hverj- ir nú stjórna, að þá átti að beita nákvæmlega sömu aðferðinni og nú er viðhöfð: Borga níðm* verð- ið og lækka með því vísitöluna eftir þörfum. En í stað þess að afla jafnóðum þeirra tekna, sem til þess þarf — og sannanlegt er — er stofnað til stórra van- skilavíxla á laun, en þær van- slúlaskuldir á síffan að inn- heimta með álögum á þjóöina eftir kosningar. — Það er auðvitað vinsælt að greiða niöúr verðið og auglýsa það mikið — en leggja ekki á almenning álögurnar, sem þarf til þess að standa undir niður- greiðslunum. En þessa pólitík var Framsóknarflokkurinn ófá- anlegur til að fallast á 1956, og hann var það einnig nú. Þessar vinnuaðferðir, sem ég leyfi mér að kalla sviksamlegar við þjóðina, stefna* auðvitað að því að áður en varir verðiu* að afla þeirra tekna, sem að réttu þarf til þess að halda framleiðsl- unni á floti og greiða þau út- gjöld, sem stofnað hefir vevið til, hvort sem það er gert með niðurgreiðslum, útflutntogsupp- bótum eða breyttu gengi krón- unnar. Við þetta skerðast lífskjörin frá því sem var meðan verið var að safna skuldunum. En þegar til viðbótar keriiur og í ofanáíag að afla tekna til þess að greiða vanskilaskuldirnar, sem safnazt hafa, er hætt vio aö kjaraskerð- ingin verði meiri en auövelt er við að ráða. Þetta er stefna nú- verandi ríkisstjórnar, svo sem síðar verður að vikið. Bandalagið við Alþýðufiokkinn Þegar við vorum hér saman komin 1956, tókum við þá ákvörö' un, sem lengi hafði verið ofar- lega á baugi í Framsóknar- flokknum, að mynda kosninga- bandalag með Alþýðuflokknum. Það virtist liggja í augum uppi, að ekkert átti að vera því til fyrirstöðu, að þessir flokkar ættu í flestum stærri málum fulla samstöðu. Stefnúskrár ílokkánna eru svipaðar, þegar sleppt er þjóðnýtingarstefn- unni, sem flestir sósíaldemókrat iski)* flokkar hafa nú að mildu leyti lagt til hliðar. — Báðir flokkarnir eru, samkvæmt yfir- lýstri stefnu, sammála um -aö koma í veg fyrir arðrán og að vinuustéttirnar, allir þeir, sem vinna nauðsynjastörf í þjóðfélaginu, geti haft þau beztu lífskjör, sem framíeiðsla og þjóðartekjur geta framast veitt. Samkvæmt stefnuskrám flokkanna hafa þeir heitið því að miða pólitísk störf sín við Hermann Jónasson, formaöur Framsóknarflokksins, flytur setningarræSu sína á flokksþinginu. það, að beita því valdi, sem þeim er veitt af þjóöinni, til þess að keppa að þessu marki. Það kom og fljótt í ljós, að auðvelt reynd- ist fyrir þessa tvo flokka að koma sér saman um kosninga- steínuskrá bandalagsins. En hér bar þó skugga á. Á síðasta flokksþingi var spurzt fyrir um það, hvort víst væri, að Alþýðuflokkurinn gengi heill og óskiptur tiL’þessa bandalags. Við, sem stóðum í samningum við Alþýðfulokkinn, skýrðum frá þvi, að forvígismenn Alþýðu- flokksins hefðu fullvissað okkur um, að svo mundi verða. — En þetta reyndist á allt annan veg. Hárintbal Valdimarsson klauf sig frá með verulegan hóp Alþýðu- flokksmanna og myndaði Al- þýðubandalagið. Átti þetta eftir að hafa mikiar afleiðingar í kosningunum og þó meiri í því stjórnarsamstarfi, sem á eftir fór. í kosningunum stóð Fram- sóknarflokkurinn að bandalag- inu með þeim hætti, að það leik- ur ekki á tveim tungum, áð naumast hafi orðið á betra kos- ið. Þótt ekki næðist meirihluti, var miðstjórn flokksins og þirig- flokkur á einu máli uiri það, að reyna samstjórn þriggja flokka, þ. e. Framsóknarfiokksins, Al- þýöuflokksins og Alþýðubanda- Iagsins. — Okkur Framsóknar- mönnum var vissulega ljóst frá upphafi, að í samstarfsflokkun- um voru mjög ósamstæð öfl, enda leyndi það sér ekki, að sum þeirra gerðu þegar við stjómarmyndunina allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að koma i veg fyrir hana. En þau urðu undir i bráðina. Þetta var og er auðskilið. Umbótamennirn ir í Alþýðubandalaginu höfðu gert kommúnistunum þann mikla greiða, að forða þeim frá fylgishruni í kosningunum 1956 — og voru því fyrst eftir kosn- ingarnar hið ráoandi afl i flokkn um, sem kommúnistarnir beygðu sig fyrir. — Líkt stóð á í Alþýðu- flokknum. Þeir Alþýðuflokks- menn, sem höfðu beitt sér fyrir bandalagi við Framsóknarflokk- inn og vildu slíkt samstarí á- fram, gátu bent á það með rök- um eftir kosningamar, að banda lagið hafði reynzt vel og' hér væri um eolilega og málefnalega samstöðu að ræða, sem flokks- vilji væri fyrir. — Þessir menn réöu. — Það voru þessir armar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, sem komu stjórninni á. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn, sem stóð alveg heill að stjórnarmynduninni — og liann stóö heill með stjórninni, meö blaðakosti sínum, þangað til samstarfsílokkarnir slitu samstarfinu. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að' flytja flokksmönnum öll um nær og fjær þakkir fyrir samstöðuna í síðustu kosning- um og einhuga ■ stuðning viö fyrrverandi ríkiss.tjórn, hvort- tveggja er flokknum sæmd og styrkur. — Eru samstjórnir fleiri flokka óframkvæmanlegar? Sj álfstæðisflokkurinn heldur því mjög að landsmönnum, ekki sízt eftir stjórnarslitin, að ekki sé hægt að stjórna landinu nema með samstæöum meiri- hluta. Öllum hér er það ljóst, aö þetta er fremur óvandað á- róðursbragð. Því þetta segir flokkurinn á sama tíma og hann gerir allt sem í hans valdi stend ur til þcss að undirbúa samn- inga um áframhaldandi stjórn- arsamstarf við Alþýð'uflokkinn eftir næstu kosningar. Þetta seg ir hann á sama tíma og pólitísk ástleitni hans er augljós og op- inber við Alþýðubandalagið f. sama tilgangi. — Og þetta geri." hann vegna þess að hann veit. að hann fær ekki meirihluta oe enn fremur að þótt hann feng: hann, gæti hann ekki nema skamma stund stjórnað landinv. einn. Hið sanna er, að stjórnir tveggja eða þriggja flokka geta verið sterkar og haldið upp ör- uggu og heilbrigðu stjórnarfar og oft geta þær verið nauð’syn- legar til þess, að tekið sé tillii til fleiri sjónarmiða og skapa með því vinnufrið og jafnvægi í. þjóðfélaginu. Danmörk og möre önnur lýðræðisríki hafa sýni það og sannað um langt skeið En til þess að slíkt flokkssam- starf blessist, þurfa þau öfl at’ ráð'a innan samstarfsflokkanna, sem sanistöðu eiga. Meðan svo var í fyrrverandi ríkisstjóm einkum framan af samstarfs- tímabilinu, gekk allt samstarí. vel. Átakið, sem fyrrverandi rík- isstjórn gerði með stöðvunar- lögunum 1956, er eitt bezta verk ríkisstjórnarinriar og eitt vin- sælasta. Það var vegna þess að stjórnarflokkarnir voru sam- mála og samtaka í því að sýna vinnandi fólki og þjóðinni £ heild fram á, að þetta væri nauð synlegt>sem þaö og var, til þess að koma í veg fyrir stöðvun. framleiðslunnar. Þegar sundrungaröflin íá yf- irhöndina fer auðvitað allt á annan veg. — En slíkt getur sannarlega henfc þótt stórir flokkar hafi hrelnan meirihluta. Saga Vei'kamannaflokksins brezka og flokkanna í Banda- ríkjunum o. fl. sannar það bezt. Átakið í efnahagsmálunum 1956 t)g 1958 sannaði að efna- hagsmálin var hægt að leysa, ef flokkarnir vildu' standa saman. Réítlát laim eru öllum fyrir beztu Áður en ég kem að því að skýra frá hvað.olli því að stjórn- arsamstarfið rofna'ð'i, vil ég - minnast lítilsháttar á kaup- gjalds- og kjaramál. Einstaka maður, sem ekki fylgist nægi- lega með, álítur aö á þeim ein- um hafi stjórnin raunverulega fallið. Svo var þó ekki, eins og ég kem síðar að. — Við Framsóknarmenn höfum. • haft og höfum þá stefnu, að hver sá maður, sem vinnur nauösynleg störf í þjóðfélaginu, eigi að hafa eins góð kjör og framleiðslan og þjóðartekjur geta undirjstaðið. Allt annað á- lítum við siðferðilega rangt og þjóðfélagslega og þjóðhagslega séð skaðlegt. — Við bendum hins vegar á, að lengra verði ekki komizt. Þeif, sem haldi ö,ðru fram, fari með vísvitandi blekk- ingar. Ef kaup er hærra en framleiðslan getur greitt til langframa, stöðvast hún af sjálfu sér, öllum til stórtjóns, og ekld sízt vinnustéttunum. — Ef þjóðfélagið skerst i leikinn og (Framh. á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 61. tölublað (15.03.1959)
https://timarit.is/issue/60992

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

61. tölublað (15.03.1959)

Aðgerðir: