Tíminn - 20.03.1959, Blaðsíða 2
T f M IN N, föstudaginn 20. mara 1959.
Ýtarlegar tiilögur jafnaSarmamia í V-
Þýzkalandi um sameiningn landsins
Yesturvelditi hafa lagt fram uppkast a«S friíar-
samningi, segir Adenauer kanziari
NTB-Bonn, 19. marz. —
Jafnaðarmenn í V-Þýzka-
iandi lögðu í dag fram ítar-
legar tillögur um lausn
Þýzkalandsmálsins og sam-
einingu landsins. Kjarni
peirra hefir að vísu oft kom
ið fram áður, en jafnframt
:r u gerð grein fyrir hvern
Ig haga megi sameiningu
•íkjanna stig af stigi.
Talsmaður stjórnarinnar í Bonn
;agði i dag, að óheppilegt vœri að
íafnaðarmenn skyldu einmitt nú
hafa Vomið fram með þes'sar til-
íögur sínar, þar eð þœr kynnu að
spilla samningsaðstöðu vesturveld
anna.
Afvopnað belti.
Kjarni tillagnanna er svipaður
Rapackí-áætluninni svonefndu um
hel'ti í Mið-Evrópu, þar sem engin
viarnavopn verði leyfð. Sam-
■cvæmts! tillögum jafnaðarmanna
sktal héltl' {ietta ná ýfir bæði þýzku
roíkin, rPólland, Ték'kóslóvakíu og
t/ngverjaíand. Þessi ríki skulu
iafnframt segja sig úr Varsjár-
'bandalaginu og V-Þýzkatand úr
ytlantkhafsbandalaginu. Eftirlit
ökal haft' bæði í lofti og á jörðu
liðri með því að bannið um kjarn
orkuvopn sé haldið.
Stungið er upp á að sameining
nýzku ríkjanna fari fram í áföng-
am. Fyrsta skrefið verði að stofna
öameiginlfegan framkvæmdasjóð
og albýzkan banka til að skapa
sajneiginlegan gjaldeyri og koma
mfnvægi.á efnahagsmálin. Næsta
skref veijði að stofna sameiginlegt
r'ulltrúaþing og skulu bæði ríkin
3iga þar jafnmarga fulltrúa.
í dag skýrði Adenauer kanzlari
'rá hví, að vesturveldin hefðu
gert drög að friðarsamningi við
iÞýzkaland. Hefði Bonn-stjórnin
athugað þessa frumdrætti, en ann
urs upplýsti hann ekki frekar
:hvað í drögum þessum fælist.
fíagnýting ísíenzka
farskipaflotans
Eggert Þorsteinsson flytur þings
Ilyktunartillögu í sameinuðu þingi
im rannsókn á hagnýtinu íslenzka
'arskipaflotans og er till. svohljóð
tndi.
„Alþingj ályktar að skora á rík
sstjórnina að láta í samráði við
ddpafélögin fara, fram nákvæma
ithugun. á hagnýtlngu íslenzka far
ökipaflotans í millilanda- og strand
'erðagiglingum með það fyrir aug
i;n, að kpjnizt verði hjá, svo sem
: rekast" er, unnt, að leigja erlencl
•kip tiíj vöruflutninga og að lestar
úm hinna íslenzku skipa sé notað
-i sem beztan hátt.
Leiði rannsókn þessi í ljós, að
'oæta megi til muna hagnýtingu
í slenzka f?irskipaflotans, þá skorar
Viþingi enn fremur á ríkisstjórn
na að beita sér fyrir, að komið
ærði á faslri skipan þeirra mála,
•nda beki skipafélögin kostnað af
■iíki'i starfsemi.“
Frakkar óþægir við
A-
NTB—París, 19. marz. Engin
frönsk ríkisstjórn hefir fallizt á
að setja orrustuflugher Frakka
undir yfirstjórn AJbandalagsins,
sagði talsmaður bandalagsins í
París i dag. Það er síður en svo lík
legt að núverandi stjórn verði eftir
gefanlegri í þessu efni, bætti hann
viðð. Yfirhersljórn bandalagsins
leggur hins vegar mikla áherzlu á,
að herstyrkur bandalagsríkjanna
sé undir einni yfirstjórn. Það hefir
vakið gremju í Lundúnum og
Washington, að Frakkar hafa sett
Miðjarðarhafsflota sinn undir
franska stjórn, áður íáut hann
stjórn bandalagsins.
Ummæli Ólafs Thors
(Framhald af 1. síðu)
farinn að bera „nokkurn ugg“ I
brjósti um stjórnarstefnuna og álit
þjóðarinnar á henni og vill nú
freista þess að skjóta flokki sín-
um undan ábyrgðinni, skella
skuldinni á Alþýðuflokkinn einan
og stjórnina. Lítilmannlegri af-
stöðu er varla hægt að taka gagn
vart samstarfsflokki sínum . að
ríkisstjórn. Auk þess hlýtur það
að vekja athygli, að Ólafur sakar
nú stjórn þá, er hann styður, um
það sama og hann taldi höfuðsynd
(að ósekju þó) lijá vinstri stjórn-
inni. Nú játar Ólafur Thors, að
niðurgreiðslurnar séu aðeins að
taka úr öðrum vasanum og setja
í hinn, þvi að „allt það fé á fólkið
sjálft eftir að greiða, ýniist með
liýjum sköttum eða minnkandi
fiamkvæmdum liins opinb. í þágu
almennings“. Og þar á ofan sakar
Ólafur stjór,n sína um að leyna
þessu fyrir almeningi „binda fyrir
augu fólksins“ og tekur þar með
fullkomlega undir gagnrýni Fram
sóknarflokksins um jþetta.
„Nýir skattar“ — minnk-
andi framkvæmdir“
Þessi orð Ólafs eru því þess
verð, að þeiin sé fullur gaumur
gefinn. Þar er staðfesl það, sem
Tíminn og þingmenn Framsókn-
arflokksins liafa haldið fram, að
allt það fé, sem fer í niðurgreiðsl
urnar ,,Á FÓLKIÐ SJÁLFJ EFT
IR AÐ GREIÐA“, og þær eru
því engar kjarabætur, sem áttu
þó að bæta upp kaupskerðing-
una. Þá staðfestir Ólafur, að
þetta fé ætlar stjóru lians að
taka aflur, „ýn>ist með nýjum
sköttum eða minnkandi fram-
kvæmduni hins opinbera í þágu
almennings“. Þar á hinn marg-
umtalaði „sparnaöur" á fjárlög-
um að koma niður. í þriðja lagi
sýna þessi orð, að Sjálfstæðis-
menn eru orðnir dauðhræddir
við afleiðingar eigin gerða, pg
bregðast við á þann lítilmann-
lega hátt, sem áður er lýst, að
varpa sökinni á samstarfsmenn-
ina. Innræti íhaldsins er saint
við sig.
Tillaga Valborgar
(Framhald af 1. síðu)
þess verði ekki langt að bíða, að
skólarnir verði í vaxandi mæli að
veifca æskunni samastað til náms
og tómstundaiðju, þar sem þeim
heimilum fækkar óðum, sem eru
þess umkomin að hlynna að börn
unum svo nokkru nemi við heima
nám. En það verður víst um sinn
að vera framtíðardraumur. En það
j eru litlu börnin, sem eru orðin 6
ára og ekki geta verið gæzlulaus,
I þau geta ekki beðið, fyrir. þau verð
ur eitthvað að gera strax.
Páll S. Pálsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, kvað Sumar-
gjöf hafa tekið tli athugunar þetta
mál, en margt kallaði að lijá fé-
laginu og erfitt yrði að sinna því
að svo stöddu. Lagði hann fram
frávísunartillögu þess efnis, að
þar sem Sumargjöf hefði málið til
athugunra, væntanlega í samráði
við fræðslustjóra, sæi bæjarstjórn
ekki ástæðu til að gera samþykkt
um málið.
Valborg Bentsdóttir kva'ð slíka af
greiðslu tillögunnar fráleita, og
ætti hún erfitt aneð að sætta sig
við þá meðferð hennar, sem frá-
vísunartillagan gerði ráð fyrir, og
ekki lægju í augum uppi rök fyr
ir því, hvers vegna ekki væri sjálf
sagt að samþykkja þessa tillogu.
þar sem þetta málefni væri fyrir
utan það starfsvið, sem Sumargjöf
hefði .markað sér.
Frávísunartillaga íhaldsins var
að sjálfsögðu samþykkt.
Ráílherrafundur
(Framhald á 2. síðu).
Mál að sémja friS
Krustjoff tók fram, að þótt
hann féllist á utanríkisráðherra-
fund teldi Sovétstjórnin enn sem
fyrr að æskilegra væri að sleppa
slíkum fundi og efna milliliðalaust
til fundar æðstu manna. Hann
lýsti yfir að Sovétríkin myndu
ekki grípa til neinna stjórnmála-
legra aðgerða í Berlín þann 27.
maí n. k„ nema því aðeins að fyr-
ir lægi ótvíræð afstaða vesturveld
anna um að hundsa tillögur Sovét
ríkjanna um friríki í V-Berlin.
Sovétstjórnin liti svo á, að tími
væri sannarlega til kominn að gera
friðarsamninga við Þýzkaland. Að
spurður, hvort Sovétríkin myndu
hafa her áfram í A-Þýzkalandi, ef
Sovétríkin gerðu sér friðarsamn-
j inga við það ríki, svaraði Krust.
’joff játandi. Þar yrði hafður her,
unz allur erlendur her væri á
brott frá Þýzkalandi.
Leynilegar tiíraunir
með kjarnavopn
NTB—Washington, 19. marz.
Bandaríkjamenn gerðu í ágús't s.
1. mikilvægar tilraunir með kjarn
orkuvopn í mikilli hæð yfir S-
Atlantshafi. Var loks opinberlega
frá þessu skýrt í Washington í
dag, er N. Y. Times hafði rofið
þögnina, sem ríkt hefir um þetta
mál. Quarles aðstoðarlandvarnaráð
herra 'kvað tilraunir þessar hafa
heppnast mjög vel, einkum reynzt
mikilvægar í sambandi við til.
raunir tii að smíða varnarvopn
gegn eldflaugum. Þá hefðu fengizt
hernaðarlega og vísindalega mark
verðar uppiýsingar um ástand í
efri loftlögum gufuhvolfsins.
Nýtt strætisvagnabiðskýii tók til
starfa á Miklatorgi um heigina
Eigandinn mun hafa sótt um leyfi til þess aiS
fá aí> hafa opift til kl. 1 eftir miðnætti
í síðustu viku var tekið í
notkun nýtt biðskýii fyrir
strætisvagnafarþega á Mikla
torgi. Jafnframt er þar rek-
in blaða- og sælgætissala, og
mun skýlið rúma allt að 40
manns.
Ofbeldisverkin halda
áfram í Nyasalandi
NTB-Blantyre, 19. marz.
Hvítir menn héldu áfram
handtökum og ofbeldisað-
gerðum gegn blökkumönn-
um í Nyasalandi og Rhodes-
íu i dag.
Einkum kvað mikið að óeirðum
í Nyasalandi. Þar beitti herlið og
lögregla hvað eftir annað tára.
gasi 'til að tvístra mannfjölda. —
Einnig var skotið á svertingjana og
kona ein, sem 'gerði tilraun til að
flýja var skotin til bana. Eftir eitt
uppþotið, var á annað hundrað
svertingjum smalað til yfirheyrslu
á lögréglustöð viðkomandi bæjar,
en síðan sleppt flestum, hinir
hnepptir í fangelsi. Þá var lialdið
áfram leit að foringjum blökku-
manna og tókst að handtaka 19
þeirra í dag.
Húsið er alls 36 fermetrar, bið>
skýlið sjálft 15 fermetrar. Eigandi
skýlisins er Gils Sigurðsson. Gils
skýrði fréttamönnum svo frá í
fyrradag, að skýlið væri opið frá
kl. 8 að morgni til kl. 23,30. Gils
kvaðst hafa sótt um leyfi til bæj-
arráðs um að fá að opna fyrr og
loka seinna, enda er það nauðsyn-
legt, þegar þess er gæfct, að hrað-
ferðarvagnarnir ganga til kl. eitt
eftir miðnælti. Ennfremur kvaS
Gils æskilegt að komið yrði upp
póstkassa við skýlið.
Vel staðsett.
Biðs'kýlið á Miklatorgi ej- anjög-
vel staðsett og kemur að notum
ekki aðeins fyrir þá, sem ferðast
með Strætisvögnum Reykjavikur,
heldur einnig fyrir þá, sem fara
ti! Haí'narfjarðar, Kópavogs og
jafnvel Keflavíkur. Allir þessir
vagnar hafa viðkomustaði örskots
lengd frá skýlinu. Þar eru og seld
farmiðakort fyrir Strætisvagna
Reykjavíkur.
f skýlinu _ eru ennfremur seld
blöð, fóbak og sælgæti, og gat
Gils þess að innan tíðar mundi
verða hægt að fá þar heitar pyls-
ur og sainlokur í plastpokum.
Síma getur fólk einnig fengið lán-
aðan á staðnum. Ekki er að efa,
að biðskýlið á Miklatorgi muni
koima anörgum í góðar þarfir.
Eisenhower og Macmiilan reyna aS
samræma afstöðu vesturveldanna -
Ræðast vitf á fjallabýli næstu i>rjá daga
NTB-Washington, 19. marz.
Macmillan og Selwyn Lloyd
komu til Washington í dag
eftir sólarhringsdvöl 1 Ott-
awa. Macmillan sagði í ræðu
á flugvellinum, að hann
væri sannfærður um að
Sovétríkin á sama hátt og
vesturveldin vildu komast
hjá styrjöld og skildu, að
þetta væri báðum deiluaðil-
um jafnt í hag.
Nixon varaforseti tók á móti
brezbu ráðherrunum á flugvellin-
um. í ræðu sagði hann, að Banda
ríkjastjórn mæti mikils viðleitni
brezku stjórnarinnar til þess að
leysa Þýzkalandsmálið og skapa
Borholan
(Framhald af 1. síðu)
iðara að segja til um það í fljótu
bragði, en Gunnar íkvaðst áiíta að
100 sekúndulítrar væru ekki fjarri
lagi.
Þegar mælingum við þessa þor.
holu lýkur, verður haldið að þeirri
næstu, og gerðar jaar samskonar
mælingar, en holurnar sem borað-
ar voru eystra munu alls hafa ver
ið þrjár.
örugga samstöðu vesíurveldanna
um afstoðu til málsiris. — í frétt-’
um hefir stundum verið látið að
því liggja, að Bandarikjastjórn liti
afskipti Macmillans fremur óhýni
auga.
Viðræður upp til fjalla.
Á morgun fara Macmillan og
Eisen'hower forseti til Cap David,
sem er fjallabýli um 90 km. frá
Washington. Fréttamenn segja, að
þessar viðræ'ður verði mjög mikil
vægar. Þar muni teknar ákvarð-
anir um afslöðu vesturveldanna I
Berlínarmálinu og væntanlegum
camningaviðræðum við Sovétrikin.
Framan af verða þessar viðræður
þeira-a óformlegar, en hvor um
sig mun þó hafa séa- til aðstoðar
8 háttsefcta sérfræðinga í alþjóða-
málum. Hugsanlegt er að Dullcs
utam-íkisráðherra komi til fundar
við þá, þegar líður á umræðurnar.
Alls dvelj'a brezku ráðherrarnir
fjóra dag.a fyrir vestan.
I SflNTOS
U/Wt
J