Tíminn - 20.03.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1959, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, föstudaginn 20. marz 1959. MINNINGARORÐ: Sigurður Hallbjör nsson, Brúarhrauni Ekki grunaði mig það, er ég hitti vin minn og frænda Sigurð' Hallbjörnsson, þann 9. janúar s. 1., að hann yrði látinn innan mán aðar. Hann var þá að mér virtist, glaður og reifur, óþreyttur og létt yfir honum. Eg segi óþreyttur, því stundum þegar ég hitti hann á liðnum árum, virtist mér sem nokkur þreytublær væri yfir hon um, sem engan kunnugan furð aði á. Ekki má þó skilja það svo að hann bæri sig ömurlega eða hefði uppi neinn barlóm. Þvert á móti. En þeir sem höfðu kynni af honum frá bernsku og þekktu nokkuð sálarlíf hans, gátu farið nærri um hvemig honum leið. Eg hafði jafnan haft nokkuð ná in kynni af Sigurði og hitt- hann svo oft sem aðstæður leyfðu, þar til nokkur síðustu árin, að sam- fundir okkar urðu færri en áð ur og miklu færri en ég hefði kosið og ollu því ýmsar ástæður. En ég hafði einmitt hugsað mér, að hafa nánara samband við hann hið fyrsta. Því olli ekki aðeins það,að ég mat hann meira en flesta aðra menn og naut samvista við hann, meir en við flesta aðra. Því olli það, að ég átti sérstakt erindi við hann. En það er þannig, að Sigurður var skáld gott og hafði ort allmikið af ljóðum, en hafði samkvæmt því sem ég bezt veit, ekkert af því skrifað og hverfur það þvi allt með honum, nema iít- ið eitt, sem einstöku menn liafa numið af honum eða ski'ifað, sem er aðelns lítill hluti þess er hann orti, En ég hafðl einmitt hugsað mér, að skrifa upp eftir honum og bjarga frá gleymsku, sem mestu af ljóðum hans á meðan tími væri til. En það fór sem fór og þýðir eigi um að sakast. En mér er ómet anieg í endurminningunni fyrr- nefnd samverustund með honum, sem og fleiri slíkar. Næst hitti ég hann helsjúkan á sjúkrahúsi hér í bænum, þann 5. þ. m., þá ný- kominn þangað, en þar andaðist hann þann 8. þ. m. Vegna náinnar frændsemi og ná býlis, hafði ég kynni af Sigurði frá æskudögum. Það var eitt af þvl íyrsta, sem ég man eftir, að haon vakti athygli mína umfram aðra menn. Hann var svo mikið eldri en ég, að ég leit á liann sem fulíorðinn mann á meðan ég enn var barn, þó hann væri þá aðeins unglingur. En hann var bráðþroska, bæði a^dlega og líkam lega og þó hann væri hreinhuid aður maður, fannst mér ætíð, eink um fyrst að eitthvað væri órætt og dulúðugt við persónu hans. Eg þóttist komast að því síðar, hvern ig því var farið. Veit þó ekki hvort ég hefi nokkru sinni skilið hann iil fuils. Sigurour 61 allan aldur sinn að Bróarhrauni. Eftir að hann komst til þroska, var hann í raun og veru alltaf bóndi þar. Fyrst á- samt föður sínum og tók þar einn við búi árið 1930, er hann kvænt ist og bjó þar til dauðadags. Bærinn Brúarhraun, stendur á fögrum stað sunnan undir sam- nefndu hrauni. í íhrauni þessu er mikill jurtagróður og skógur tals- verður, einkum í svonefndum Bæj arás, sem raunar er á lágri hæð sunnan við hraunið, vestan bæjar ins. Er þar mjög fagurt um að litast á sumrum, einkum í Bæjar ásnum og hefi ég sjaldan notið landslags eins og við að ganga þar um. Einkum er mér minnis- stætt, er ég eitt sinn um bjarta júnínótt í kyrru og heiðskíru veffri, gekk þar um hraunið og ásinn. Eg hefi ætíð álitið, að um- hverfi það, se:n menn alast upp við og lifa við, móti að nokkru framkomu þeirra og útlit og einnig andlega þó fleira komi auðvitað til greina. Fljótt á liti'ð, fannst mér stundum Sigui'ður vinur minn, mfnna mig á íhraunhellu og vona ég að enginn móðgist af því þó ég tafci þannig til orða. Skapgerð hans var og einum þræði mótuð af baráttu og raunum genginna kyn slóða líkt og bálstorka hraunsins verður til vegna hamfara í iðrum jarðar. Þessa gætti og stundum í ljóðagerð hans. En oftast minnti persónuleiki hans og Ijóðagerð, mest á blómgróðurinn í hrauninu, en í íhraunum vaxa oft fegurstu blómin svo sem kunnugt er. í ,,Snæfellingaljóðum“ er, auk inngangskvæðis bókarinnar og einar söku, aðeins eitt kvæði eftir Sigui'ð og finnst mér það furðu lítið cins og af miklu var að taka. Það er kvæðið tun svaninn í hríðarbyl í þröngri vök. Ég hygg að það sé ekki tilviljun né vegna þess, að honum hafi þótt þetta kvæði betra en ýmis önnur, sem hann orti að hann valdi það til birtingar í ljóðasafni þessu. Eg vil ekki halda því fram, a'ö Sigurður hafi verið óánægður með hlut- skipti sitt. En um hann næddu stundum svalir vindar, bæði í eig inlegri og óeiginlegri merkingu. Og í kringum hann voru um skeið raunir, sem hlutu að snerta hann djúpt. Þess vegna hygg ég, að vit andi eða óafvitandi, hafi hann ver ið að yrkja um sjálfan sig þegar hann kveður um svaninn í hríðar bylnum, en niinnist jafnframt sum arsælunnar, sem svanurinn hafi einnig notið og eigi í vændum. Og ljóðlínurnar í lok fyrsta erindis kvæðisins: „Brjóstið þitt hreina og bjarta býr yfir syngjandi hjarta.“ eru rétt lýsing á höfundinum. Og einnig þessar ljóðlínur í lok ann ars erindis: „Þvl brjóstið þitt hreina og bjarta býr yfir ástinni I hjarta." Því kærleiksríkur var hann og náði það jafnt til manna og mál leysingja. Þar að lútandi minnist ég atviks, sem hann sagði mér eitt sinn frá. Hann hafði skotið endur, en á eftir fékk þa'ð honum trega, að hafa deytt fuglana og orti hann í tilefni af því fagurt ljóð. Þannig var Sigurður. Þegar hann var glaður gerði hann ljóð til fullnustu gleði sinni og þegar hann var raunamæddur, létti hann á huga sínum með Ijóðagerð eins og Egiil Skallagrímsson, forfaðir hans, en Sigurður var 27. ættliður frá Agli. f Ijó'ðum Sigurðar má víðar en að framan greinirv finna ummæli sem eru rétt lýsing á honum sjálf um. f kvæði, sem hann orti eftir Jón Jónsson á Skiphyl, afa minn, en hann var móðurbróðir Sigurð- ar, er eftirfarandi erindi: „Við stöðuga fræðslu, með starfandi hönd stóðstu hvern einasta dag. Þegar að vorbylgjan leið yfir lönd. liljunnar studdir þú hag. Starf það er fagurt sem ljúfasta ljóð við ljósgeislans græðandi spor. Á jörðinni þinni þú ortir þann óð er ilmar hvert einasta vor.“ Þetta sýnir að Sigurður kunni' að meta starf bóndans og skildi eðli þess, bar virðingu fyrir því og undi glaður við það. Næsta er- indi sama kvæðis, sem einnig er lýsing á höfundinum sjélfum, sýn ir þó fleira og því freistást ég til þess, að tilgreina það einnig hér: „Þú fæddist sem hver annar fá- tækur sveinn, en fékkst ekki skólana að sjá. Oft yfir bókinni undir þú einn þá öðrum var svefn yfir brá. Þú tæptir ei á því, sem tíminn fær kennt, tungan var mátlug og'snjöll. í orðræðum var ékki heimsk- ingjum hennt, að íhasla þér orrustuvöll.” Upphaf þessa erindis bendir til þess, að Sigurður hafi sjálfur þráð, að „sjá“ skólana. Og fáir eða engir hygg ég að hafi verið hæfari til þess en hann að njóta fræðslu við æðri skóla og þeirrar menntunar, sem slíku námi á að fylgja. Þessi tvö erindi, sem ég liefi tilfært hér nú, kem ég ekki fram með fyrir almenningssjónir, vegna þess, að mér finnist hann hafa ort þau neitt sérstaklega vel, því satt að segja er ég ekki fyllilega ánægður með meðferð efnis eða máls í þeim frá listrænu sjónar miði. Ekki birti ég þau heldur vegna þess að þau eru um afa minn. Eg birti þau vegna þess, að gegnum þau sjáum vér beint inn í sál 'hans eða svo virðist mér. Þar eð ég er farinn að skrifa um skáldskap Sigurðar Hallbjörns sonar, vil ég birta hér eitt lítið ljóð eftir hann, þar sem hann slær á aðra strengi hörpunnar en venjulegast var, enda mun ljóð þetta mjög fáum kunnugt: „Fjólan þin fríða hún fölnaði skjótt. Bar ég hana á brjósti bæði dag og nótt. Aðra fjólu fegri þú festir mér L barm. Býr hún þar blómguð við beiskan lífsins harm. Rótina vövkar hið rauða hjartablóð, titrar á blöðunum táranna flóð. Þegar að fjólan mín fölnar og deyr Ijósgeisla sólar lít ég ei meir. Eg ætla mér ekki að Ieggja neinn dóm á skáldskap Sigurðar, enda mjög lítið af honum, sem unnt er að sýna, en ég leyfi mér að kalla ljóðagerð hans káldskap og nefna hann skáld. En hann hafði eitt einkenni snillingsins. Allt sem han orti, kom eins og af sjálfu sér, áreynslulaust og inn- blásið. Hann virtist um stund gleyma öllu öðru og svo kom ljóð ið fullbúið. Eg get ekki sagt um hvort Ijóð hans hefðu orðið betri, ef hann hefði hugsað um þau lengi og vandlega og ekki látið þau frá sér fara fyrr en eftir mikla yfirvegun. En mér hefir oft orðið hugsað til þess, hve langt hann kynni að hafa getað náð í listinni, ef hann hefði haft að- stöðu til þess að láta andlega strauma heimsbókmenntanna leika um sig og getað notið meira næðis. Það er ekki ætlun mín, að rekja mjög æviferil Sigurðar í þessum kveðju- og minningarorðum, en ég get ekki annað en rakið nokkuð ættir hans. Iíann var fæddur að Brúarhrauni í Kolbeinsstaðar- hreppi, þann 4. maí 1894, sonur hjónanna Hallbjarnar Hallibjörns- sonar, bónda þar og konu hans Guð rúnar Jónsdóttur. Hallbjörn á Brú arhrauni var sonur Hallbjarnar bónda að Höfða í Eyjahreppi, Hallbjarnarsonar bónda í Skutuls- ey á Mýrum, Einarssonar. Guðrún á Brúarhrauni, móðir Sigurðar, var dóttir Jóns bónda að Haukatungu og síðar að Fögru- brekku í Kolbeinsstaðarhreppi, Jónssonar bónda að Haukatungu, Pálssonar og konu hans Ingibjarg ar Böðvarsdóttur, bónda að Sax- hóli í Breiðuvíkurhreppi, Guð- mundssonar bónda að Mávahlíð í Fróðárhreppi. Kona Böðvars á Sax hóli, var Oddný Jónsdóttir, en svo sagði mér séra Ingvar Nikulásson sem var af þessari ætt, að hún hafi verið skagfirzk að ætt og upp runa, en hafi ung að aldri farið til Breiðafjarðar, í Móðuharðindun- um. Séra Ingvar fullyrti þetta og leyfi ég mér að álíta, að hann hafi farið hér með rétt mál um uppruna Oddnýjar, þo sumir vilji véfengja það. Oddný var fædd árið 1761 eða 1762, samkvæmt því sem sést á mannlali 1. febrúar 1801, en þá er hún sögð 39 ára að aldri og kemur það heim við umrædda umsögn séra Ingvars. Auk þess virðist mér sálræn rök hníga að því, að þétta' sé rétt. — Móðir Guðrúnar á Brúarhrauni og amma Sigurðar, var Guðríður Benediktsdóttir, bónda að Ána- stöðum á Mýrum, Þórðarsonar, bónda s. st. Benediktssonar, bónda s. st., Jónssonar, bónda að Galtar hoti, BorgarHreppi, Þórðarsonar, bónda Fornufróðá, Eyjólfssonar, 'bónda Fróðá, Jónssonar. Kona Eyjólfs á Fróðá var Ingveldur Guð mundsdóttir, bónda að Fróðá, Jóns sonar prests að Breiðabólsstað á Skógaströnd, Þormóðssonar sýslu manns að Bræðratungu, Ásmunds- sonar. Móðir Guðmundar á Fróðá var Ingveldur Vigfúsdóttir, sýslu manns að Kalastöðum, Jónssonar. Koiia Guðmundar ó Fróðá var Þór- unn Steindórsdóttir, sýslumanns að Ökrum á Mýrum, Finnssonar. Ég ætla ekki að segja upp neinn dóm um það fólk, sem ég hefi hér minnzt á, enda er mér málið of skylt til þess, en foreldra Sigurð- ar, sem ég hef náin kynni af, minn- ist ég með þakklæti og virðingu. Sigurður kvæntist órið 1930, Elinborgu Þórðardóttur frá Hraun múlá, ágætri konu í fullum sann- leika sagt, en þannig tek ég til orða vegna þess, hve margslitið það orðalag er orðið. Hófu þau þá búskap að Brúarhrauni, enda dóu foreldrar Sigurðar bæði á því ári. Þau bjuggu þar æ síðan og eign- uðust 10 börn, 7 syni og 3 dætur, sem flest eru upþkomin, — 2 eru enn innan við fermingaraldur. Um skeið munu kjör þeirra hafa verið frekar erfið fjárhagslega, þar eð efni voru frekar lftil í byrjun, en toarnafjöldi varð fljótt mikill. En þau voru bæði atorkumikil og mjög samhent í öllu og börnin reyndust dugmikil er þau komust á legg og varð samheldni fjölskyld unnar mikil, sem sjá má af því, að börnin eru öll enn til heimilis að Brúarhrauni, þó flest þeiiTa séu komin á fullorffinsár eða þar um bil. En þau sem fullorðin eru orð- in, hafa flest eða öll unnið að meiru eða minna leyti utan heim- ilis. Fjárhagur Sigurðar blómgað- ist því á seinni árum og mun hafa verið allgóður síðast. Hafði hann komið upp ágætu íbúðarhúsi á Erleni /tirlit (Framhald af 0. síðu) enda hafa þeir fyrrnefndu miMa olíuhagsmuni 1 Irak og Kassem ihefur verið svo klókur að hrófla ekki neitt við þeiffi. Bandaríkin virðast hins vegar fremur standa með Nasser en Kassem, því að þeir óttast að stjórn bans geti cndað með sigri kommúnista í írak. Jafnframt virðast Bandaríkjamenn styrkjast í þeirri skoðun að Nasser sé ekki handbendi kommúnista, eins og stundum hefir verið hald ið fram, heldur sé takmark. hans að halda Aröbum utan átaka stór veldanna. Þessa áíyktun draga þeir m. a. af því, aö Nasser hefir bannað, starfsemi kommúnista toæði í Egyptalandi og Sýrlandi. Ekki er ólíklegt, að Bandaríkin myndu hlaupa i skarðið, ef Rúss ar sviptu Egypta þeirri efnahags legu aðstoð, er þeir hafa lófað. Þess vegna getur verið tvíeggjað fyrir Rússa að svipta Nasser þessu loforði. í skjóli þessa er Iíklegt aö Nasser tefli enn djarflegar í á- 'tökunum við Kassem en ella. I>.Þ. i * A víðavangi (Framhald af 7. síðu) afla þurfi þeirra milljónahundr- aða? Enga nýja skatta, bara spara á f-járlögum. Að vísu minntist ráð herrann ekkert á það, á hvaða liðum ætti að spara, hvort sem sú þagmælska hcfur nú stafað af hugulsemi við Árnesinga eða A1 þýðuflokkinn. En við bíðum og sjáuin hvað setur. Stundin nálg- ast, því búast má við afgreiðslu fjáríaganna innan liálfs mánáðar, sagði ráðherrann. Það vcrSur víst kraftur á því í páskavikunni, því nú er fyrri vikan af þessum tveimur senn að enda og ekki bólar enn á fjárlögunum. jörðinni, smekklega og haganlega byggðu. Við fráfall Sigurðar Hallbjörns- sonar er drjúpur harmur kveðinn að fjölskyldu hans, ágætri konu og' indælum börmun, en ég veit að minningin um hann er þeim næg- ur aflvaki til þess að taka þeim skapadómi. Ég votta þeim öllum innilegustu 'safnúð og hluttekningu og ég veit að það gerir fjöldi manna, sem þekktu Sigurð, en hann var hvers manns hugljúfi. Samanborið við fjölskylduna, höf- um við hinir, ekki mikla ástæðu til að syrgja. En stórt er skarðið, sem höggvið er í frændgarðinn og horfinn er úr hópi vorum sér- stæður persónuleiki, sem við mun um aldrei sjá slikan aftur. Persónulegum tilfinningum mín um gagnvart hinum látna, ætla ég ekki að reyna að lýsa nánar, endá er það jafnan svo, að þegar sér- staklega sterkir straumar leita á tilfinningar eða huga, þá finnst manni, sem engin orð geti lýst þvl til hlitar. Þó Einar Benedikts son segi: „Og ég skiidi að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu." Þá get ég ekki verið honum sammála um það. Og ég-efast um að Einar hafi 1 raun og veru verið þar sammála sjálfum sér. Annars hefði hann varla verið í 20 ár að yrkja sitt bezta kvæði, eins og kunnugir fullyrða að hann hafi verið. En hvað sem því líður þá er það vist, að þegar vængjablak eilifðarinnar snertir oss þá er ekk ert tungumál orð, sem lýs’t geti öllu því, sem i hugann kemur, að minnsta kosti ekki svo að allir eða ílestir skilji. Það var haldin kveðjuathöfn um Sigurð Hallbjörnsson, í dóm- kirkjunni í Reykjavík, föstudag- inn þann 13. þ.m. Er sú athöfn hófst var bjart og úrkomulaust veður. En er við bárum hann út úr kirkjunni, var drífuél, serii stytti upp litlu síðar. Eg er þakk látur veðm-guðunum fyrir að senda honum þessa kveðju, sem hæfði honum svo vel. Jón Hallvarðsson. Hyeginn béndl tryggir dráttarvél kina Gólfteppahreinsun Getum ennþá tekið teppi til hreinsunar fyrir páska. Sækjum. Sendum. GÓLFTEPPAGERÐIN H.F„ Skúlag. 51. — Sími 17360.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.