Tíminn - 21.03.1959, Blaðsíða 3
T í IW IN N, laug'ardaginn 21. marz 1959.
3
Hinn geysistóri Taiga-lofsteinn, sem féll niður í Mið-Síber-
íu fyrir hálfri öld, er nú álitinn hafa verið kjarnorkuknúið
geimfar-ef til vill frá Venus - sem sundraðist í lendingu -
Skógurinn eyddist á margra kílómetra svæði umhverfis -
*
Kvikmynd um
Mussolini
Hin opin'bera tékkneska
fréttastofa CKT sendi frá
sér frétt fyrir skömmu, sem
vakið hefir tmilkla eftirtekt
og umræður. iFrétt þessi var
um rússneska kenningu
varðandi að ikijarnorkuknúið
geimfar — sem gæti hafa
komið frá Venus — mun
hafa fallið till jarðar í Síberíu
fyrir iiðlega fimmtíu árum
síðan. J
-I
Kenning þessi er runnin undan
rifjum rithöfundartns Alexanders
Kazantsev, og fei-rtist í nýútkom-'
inni bók hans, sem heitir: Gestur
úr geimnum. Bókin er skrifuð
með tilliti til rannsókna, sem um
alllangt árabil hafa farið fram á
atiburði þeim, sem varð 30. júní
1908, er ókennilegur hlutur steypt
ist af himnum ofan og kom niður
í skóg einn í Síberíu — en at-
burður þessi var á hvers manns
vörum um margra mánaða skeið
á eftir.
Áiitið að um loftstein hafi
verið að ræða
Fram að þessu hafa vísinda-
menn almennt álitið að hér hafi
verið um gríðarstóran loftstein að
ræða, en hin óhugnanlega eyðilegg
ing, sem varð umhverfis staðinn
þar sem hluturinn kom niður og
margt annað, sem vart virtist
mögulegt að skýra, hefur nú orð-
ið til þess að sovétskir vísinda-
menn hófust handa um að rann-
saka til hlítar, hvað hér hafi ver-
ið á seyði, með aðstoð allra þeirra
tækja sem atómöldin hefur yfir
að ráða.
Kazantsev hefur stuðst við upp
götvanir annarra, svo og persónu
legar rannsóknir sínar. Hann hef-
ur komist að þeirri niðurstöðu að
það hafi ekki verið loftsteinn,
sem um var að ræða, heldur kjarn
orkuknúið geimfar, sem sprakk
í loft upp þegar það var í þann
veginn að lenda.
Lýsingar sjónarvotta
Kazantsev hefur meðal annars
leitað sér upplýsinga meðal þeirra,
sem sjónarvottar urðu að þessum
einstæða atburði. Hann hefur
borið saman lýsingar þeirra og lýs
ingar Japana, sem vitnuðu að
kjarnorkuárásinni á Hirosíma í síð
ustu styrjöld. Árangurinn af
þessu hefur sem sé orðið sá, að
talið er að það hafi verið kjarn-
Nokkrar leiðbeiningar um plötusöfnun
Aidrað og miðaldra fólkj
mart sjálfsagt eftir því, að
þegar útvarpið ikom til sög-
unnar á sínum tíma, og fór
sigurför um aiian heim, þá
var fastiega gert ráð fyrirj
því að þá værs grammói
fónninn úr sögunni.
En þetta fór á annan veg en
ráð hafði verið fyrir gert. Út-
varpstæknin varð nefnilega, eins
og kunnugt er, tii þess að blása
nýju lifi í grammófónaiðnaðinn,
þvert á móti því sem menn höfðu
gert ráð fyrir, og þetta er svo
enn þann dag í dag. Upptökutækni
hefur fleygt frarn, að með betri
fónum hefur verið hægt að ná
árangri, sem menn dreymdi vart
um hér áður fyrr. Grammófónn-
inn, sem fyrr á áruni var á aðeins
fára færi að eignast, er nú kom-
inn inn á svo að segja hvert ein-
asta heimili, annað hvort í „radíó
Hvernig hæg! er a® „bjarga“ sSifinni pföiu
ag réffa pær, sem hafa skekkzt
fón“ eða bara sem venjulegur
plötuspilari.
Það hefur orðið eðlileg afleið-
ing útbreiðslu grammófónsins, að
fjöldinn allur, ekki sízt ungt fólk,
hefur tekið til við að safna hfjóm-
plötum. Útaf fyrir sig þurfa plötu
safnarar ekki á neinum leiðbein-
ingum að halda; varðandi plötu-
val og þess háttar, því að þar
segir smekkur hvers og eins til
um. Nokkur heilræði um ýmis-
legt annað varðandi Jiirðingu
platna og geymslu, ættu þó ekki
að spilla fyrir, nema ef síður
væri.
Kerfisbundið safn
brigða tónlistar að finna
á plötum, að það er ekki hægt að
kalla það „safn“ ef plötur eru
keyptar í belg og biðu. Hinn sanni
„discophil“ eins og plötusafnarar
eru nefndir á erlendum málum,
heldur sér við ákveðnar línur í
söfnuninni, ef svo mætti orða það,
en það segir ekki að hann þurfi
endilega að safna einni ákveðinni
tegund af plötum. Ef menn safna
til dæmis jazzplötum, þ'á gefur
það eitt ótæmandi möguleika,
menn geta sérhæft sig í hljóm-
sveitum, höfundum, og einstökum
jazzleikurum, og þess heldur finn
ast ekki svo fáar greinar jazzins,
sem teljast mega sjálfstæðar í stíl
og formi.
orkuknúið geimfar sem féll niður
í Síberiu.
„í seinni tið hafa stöðugt fleiri
rússneskir vísindamenn fallizt á
þessa kenningu, og það er ekki
talið ólíklegt að geimfar þetta
ihafi komið frá Venus,“ segir hin
tékkneska fréttastofa.
Það sem ef til vill er athyglis-
vert, er að CKT, né heldur aðrar
fréttastofur kommúnista hafa
sjaldan eða aldrei áður látið fara
frá sér neitt í þessa átt, og hafa
iitið talað um hina svonefndu
„fljúgandi diska“, sem svo mikið
er rætt u:n á vesturlöndum.
Skógurinn brann
Geimfar Kazantsevs virðist eiga
við hinn svonefnda Taiga loft-
stein, sem féll til jarðar í Jeni-
sejsk i Mið-Síberíu, og líktist, eft-
ir því sem sjónatVottar segja,
einna helzt eldkúlu. Leið'angrar
þeir sem gerðir voru á staðinn
eftir atburðinn, leiddu í Ijós um
10 gíga af ýmsum stærðum —
suma gríðarstóra — en ekkert
fannst sem gæti bent til þess að
um loftstein hefði verið að ræða.
Skógurinn umhverfis staðinn bók
staflega sviðnaði og varð að engu
á 8 kílómetra svæði umhverfis
staðinn og vindgusturinn frá
hlutnum felldi tré í allt að 15
ldilómetra fjarlægð.
Fyrir dyrum er nú að gera
kvikmynd um ævi og öriög
Mussolinis sáluga. Banda-
rískur framleiðandi ætlar
að leggja 5 milljónir dollara
í þetta, og heldur því fram
að þetta muni verða „kvik-
mynd allra tíma“.
Sagt er að fram
ji,,.. leiðandinn hygg-
B’ ist gerf sér °óð’
an mat ur sam-
bandi Mussofinis
og Clara Petacci.
-"V- Menn hafa he°ar
, ráðið „Mussolmi“
BKBmmÉHlff1 en2iinn annar cn
OBíFwSPh! Júlíus vinur vor
skalli Brynner
sem fara mun
'með hlutverkið, en sem stendur
leikur hann Salómon konung —
síðhærðan að sjálfsögðu. Ekki er
ótrúlegt að þegar Júlíus er bú-
inn að raka á sér krúnuna aftur,
þá muni hann likjast Mussolini
talsvert. Annars hafa menn rætt
u:n það sín á milli, hvernig myndin
verði látin enda. Allir þekkja til
■hneigingu Hollywoodmanna að
láta allar myndir fá „happy end-
ing“, og það skyldi því aldrei
fara svo, að Mussolini verði látinn
vinna stríðið í lok myndarinnar!
Apar „slá köttinn úr tunnunni!“
„Ég vorkenni þeim alltaf, sem þurfa aö ganga einir sins liðsi'
Það er áreiðanlega ekki það vit- Farið vel með plöfur
lausasta sem menn gera, að hafa jjf menn hafa undir höndum
gott skipulag á plötusafninu. Það piötusafn, ætti að leggja mikla
er slíkan ótölulegan grúa af- áherzlu á meðferð þeirra, og reyna
■að halda þeim sem heillegustum
og beztum. Við getum gefið þeim
isöfnurum, sem oi’ðið hafa fyrir
skakkaföllum með þlötur sínar,
nokkrar ráðleggmgar. Ef plata er
oi’ðin óhrein og slitin, er hægt
að gera við hana, eða að minnsta
kosti laga hana, með því að nudda
hana upp úr sýrulausri olíu. Síð-
an er bezt að láta hana standa
í einn eða tvo daga, og spila hana
síðan nxeð grófri nál tvisvar simx
um og fjarlægja um leið „spæn-
ina“ sem grafast upp úr henni.
Síðan er platan þurrkuð þandlega
og burstuð. Ef plata hefur skekkst
á því að standa í hita, eða af ein-
hvei-jum öðrunx orsökum, oxá
leggja hana á sléttan flöt, t. d.
toorðplötu. Síðan er lögð yfir hana
glerplata, má vera rúðugler, sem
nær yfir hana alla. Að þessu
loknu er glerskífunni og plötunni
konxið fyrir þar senx. sólin getur
skinið á þær, en við það „mýk-
ist“ platan og réttist. Varast skyldi
þó að láta hana vera í sólskinixxu
of lengi, þvl áð þá kynni svo að
fara að hún yrði af mjúk.
Að lokum væri ekki úr vegi að
minna á að það fer bezt með plötur
að láta þær standa upp á rönd
likt og bækur í skáp. Bezt er að
láta þær liggja þétt hver við áðra.
Þessi mynd var tekin í Dýragarðinum í Kaupmannahöfn fyrir nokkru. —
Þegar öskudagurinn nálgast, gerði einn umsjónarmaður dýranna sér þaS
til gamans, að æfa apana i þvi að „slá köttinn úr tunnunni". Þeir voru
fljótir að komast upp á lagið, og Ijósmyndarinn, sem tók myndina, sagð-
ist hafa þurft að vera fljótur til, því að tunnan var tæplega komin upp,
þegar aparnir voru búnir að lemja hana 1 stykkil
Geimfar
frá
Venus lenti
i
Síberíu