Tíminn - 09.04.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.04.1959, Blaðsíða 4
4 Minningarorð: Eyjólfur Jóhannesson, Minningarorð: Eyjólfur Jóhannsson, Við fráfall látins vinar stöndum víð andspænis þeim örlögum mann iegs lífs, að leiðir verða að skil.ja við landamærin miklu, landamæri lífs cg dauða. Samfylgdinni er lokið um sinn því flest trúum við á endurfundi í öðru lífi. Eftir lifir minningin um horfinn persónu- leiká, samstarf og kynningu, sem lifir lengi með þeim, sem söknuð þera í hjarta á skilnaðarstund. í dag er til mcldar borinn einn úr þeim hópi samferðamanna, sem lengi verður oss minnisstæð ur og kær, Eyjólfur Jóhannsson frá Sveinatungu. Æska hans mót aðist í dölum Borgarfjarðar, sem alltaf voru honum 'kærir. Góðvild, drengskapur, hjálpsemi og rausn fylgdi honum þaðan á leiðarenda. Eyjólfur Jóhannsson forstjóri frá Sveinatungu í Norðurárdal fæddist þar 27. desember 1895. Poreldrar hans voru sæmdarhjón dn Ingibjörg Sigurðardóttir og Jó- bann Eyjólfsson alþingismaður og búhöldur. Þegar í æsku mótaðist hugur Eyjólfs af stórbrotnum myndarskap og rausn á hinu nafn togaða fyrirmyndarheimili foreldr enna. Eyjólfur óx upp í árroða hinnar miklu framfaraaldar og foreldrar hans sýndu sjálf hinum unga sveini það fordæmi í lífinu að hann féfck snemma trú á mikil- vægi stói’tæfcra framfara. Hann hef ir látið úr heimahöfn úr dölum Borgarfjarðar með svipað vega- nesti kjarks og áræðis og Egill forðum þó tímarnir og vopnin væru breytt. Þannig hélt Eyjólfur í víking að nýrri tíma sið og gerð- ist umsvifamikill athafnamaður á sviði viðskipta- og atvinnulífs. Ekki verða talin hér öll hin mai’gþættu störf Eyjólfs, en aðeins drepið ú fátt eitt. Hann var um langt skeið framkvæmdastjóri il.jólkurfélags Reykjavíkur, sem rak mjög umfangsmikla starfsemi fyrtr íxændur í nágrenni Reykja- vikur og sunnanverðum Borgar- íirði. Er óhætt að fullyrða að þar hafi Eyjólfur verið maður vel lát inn í umfangsmiklu og erilsömu starfi. Prúð framkoma, vingjarn Oegt viðmót og lipurð, mótaði dag lega umgengni hans við fólk þar eins óg alls staðar annars staðar. Auk starfanna hjá Mjól'kurfé- lagi Reykjavíkur átti Eyjólfur meiri og minni þátt að stofnun og rekstri fjölmargra annan-a smærri og stærri fyrirtækja. Hann var hugkvæmur og kom jafn-an auga á það, sem orðið gat til framfara og endurbóta. Síðustu árin var hann foi’stjóri Innkaupastofnunar ríkisins. Eyjólfur starfaði mikið að al- xnennum félagsmálum, átti lengi sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokks áns. Hann var heill í stjórnmálaaf skiptum, eins og góðum dreng sæmir en ilaus við allt ofstæki og pólitískt hatur og mat menn eftir mannkostum og viðkynningu. Borgarfjörffur er eins og kunn- ugt er með gróðursæluilu og feg oirstu hyggðum þessa lands. Fer þar sarnan á óvenjulega t'lkomu- mikinn hátt úrvals landkostir og sérstæð náttúrufegurð. Þeir, sem aiast upp í því umhverfi verða þar fyrir áhrifum á svipaðan hátt og börn, sem alast upp með mál- verkum og göfugri tónlist. Þannig varð hin djúpstæða náttúrufegurð Borgaríjarðar og tryggð við átt íhagana til þess að möi-g síðustu árin helgaði Eyjólfur átthögunum mikla starfskrafta. Hann var einn sðalhvatamaður að stofnun Borg tfirðingafélagsins I Reykjavík cg formaður þess fvrstu áratuginn eða þar til hann treysti sér ekki. lengur Framsókaarvistar spilakort fást á skrifstofu Framsókn arflokksins í Edduhúsinu Sími 16066 vegna heilsubrests fil að halda því starfi áfram. Var þó áfram jafnan með í ráðum og gott til hans að leita, þegar ráða þurfti fram úr: málum fyrir félagið. Þeir sem unnu með Eýjólfi í Borgfirðingafélaginu anunu seint gleyma ánægjulegum samstarfs- stundum með honum. Jákvæð við horf til síarfsins, léttleiki og glað værð vai’ð þess valdandi að erfið um verkefnum var lokið áður en til átakanna kom. Kvæntur var Eyjólfur Helgu Pét ursdótt'ur frá Keílavik og lifir hún mann sinn ásamt þremur mann væn'legum börnum. — — — Við fráfall Eyjólfs Jó- hannssonar er okkur vinum hans mikill söknuður i huga og samfylgd, sem við vonuðum í lengstu lög að yrði miklú lengri, er nú á enda. Við kveðjum hann og þökkum hon unx samstarf og samfylgd og óskunv þess að enn megi um langan t'fld ur í byggðum Borgarfj. vaxa og dafna þau sjónarmið framfara og drengskapar, sem móluðu hin daglegu lifsviðhorf Eyjólfs Jó- hannssonar /rá ■Kvehialungu. Guðni Þórðarson. Minningarorð: Einar Björnsson frá Vopnafirði Þegar ég á fögrum vormorgni horfi á háfið, spegilslétt og fagurt dettur mér ‘í hug 'hvað mennirnir eru lítils megnugfr og standa oft í’áðþrota 'gagnvart máttarvöldun- um. Það þar.f ekki nema eina óveð- ursnótt til þess að ákveða örlög mai’gra manna. Enginn fær að gert. Við stöndum aðeins eftir orðlaus og (harxni þrungin. Einn þeirra vösku sjómanna sem fórust með vilaskipinu Hermóði 18. febrúar sl. var Einar Björnsson yngsti sonur hjónanna Björns Jó- liannssonar skólastjói’a og Önnu Magnúsdóttur á Vopnafirði. Vegna þess að í dag 8. apríl hefði hann orðið þrjátíu og eins árs vildi ég minnast hans með fáeinum orðum. Það er ekki löng ævi, og þó held ég að Einar hafi á sinni stuttu ævi ar hann var kominn heim. eignast fleiri vini en margur eldri Eg .bið guð að gefa foreldrum maður. !Eg minnist þess séi'staklega hans styrk í söknuði þeirra. hve 'barngóður hann var, öilum Eg færi þér, Einar minn, beztu börnum iþótti vænt um hann. þakkir'fyrir góða og miida vináttu. Eg minnist iþess á vorin, þegar Viðkynningin við þig skilur eftir fyrsti vodboðinn 'kom í ijós, hve bjartar minnnigar.um góðan dreng. heimþráin greip hann og hans Hiidux- Einarsdóttir. barnslega ákafa til þess að kom-1 ast sem fyrst Iheim í átthagana, Grein þessi átti að birtast í blað- heim til foreldra og vina, ást hans inu í gær, en vegna mistáka fórst á hei'nskustöðvunum átti hug hans það fyrir, og eru hlulaðeigendur allan, og ánægðastur var hann þeg- beðnir afsökunar á því. Skrifstofa vor verður lokuð í dag, fimmtudaginn 9. apríl, vegna útfarar Eyjólfs Jóhannssonar, forstjóra. Vinnuveitendasamband íslands Frammistöðustútka óskast í Skíðaskálann í Hveradölum. — Uppl. í síma 36066. ;K:»:;:mK:::K:m:::m»i »»:»::m»:»:::::mK Húnvetningar Síðasta spilakvöldið í fjögurra kvölda keppninni verður í Skátaheimilinu föstudag 10. april kl. 8,30 e.h. — Afhent verða verölaún fyrir kvöldið og heildarverðlaun. Sýndar verða skugga- myndir úr Húnavatnssýslu, ásamt fleiri skemmti- atriðum. — Dansað til kl. 2 eftir miðnætti. — Fjölmennið og takið með ykkur gesti á þetta síð- asta spilakvöld vetrarins. Skemmtinefndin T í MIN N, fiuimtudagiun 9^ apríl 195lt MINNING Björn J. Jósafatsson frá Gauksmýri V estur-Húnavatnssýslu Þó alltaf á dauðanum viti menn von, það viðurkennt náttúi’legt getur nær enginn, Hann vekur því söknuð og sviftir oft von, um samskipta langoftast dýýi’mæta fenginn. Og nú er Björn Jósafat Jósafatsson til jarðnesku hvílunnar síðustu genginn. Hann fyrri en muna til fulli’osknir menn sig flutti að Gauksmýri og liefh’ þar búið, en dagarnir fært honum tilbrigði tvenn, þótt takmark og staðfesta hafi ekki flúið. Og nú finnst mér, þegar hann er þar ei enn, sem áttunum fyrir mér Skuld hafi snúið. 'r Hann ólst upp á hrakning á árunum þeim, sem oftast var skortur í búi hvern vetur. En fljótlega dró af þeim færustu keim og fullvaxinn gjörði þeim oftast nær betur. Úr „verinu“ ætíð bar aðdáun heim, þó afrek hans sagnfærð ei kæmust 1 letur. Hann einkenndi framganga yfirleitt sú, er athygli vakti og sæmd honum léði. Hann þráði að störf hans við bát eða bú, sem bezt kæmu að notum, það atliöfnum réði, í félagsskap hestanna fylgja hans trú var feguvðin, samrunnm íþrótt og gleði. Hans útlits og gjörða var ávöxtur sá, að óvenju fögur og glæsileg kona, — sem ekkjan á Gaulcsmýri unga var þá, þar átti sér dætur og helgidóm vona, — sér kaus hann til fylgdar, hvar leið hennar lá, því lífsviðhorf beggja var hugstæðast svona. Þau uku sitt bú og þau eignuðust börn, ' til yndis og liðs voru synir og dætur. Hann veitti á engið frá túni að tjörn, það tryggði því áburð og frostvörn um nætur, í sýslunni fyrstur með fákum sló Björn, . ' þá fjölguðu í túninu sléttur og rætur. Hann girðingar lagði með görðum og vír, til gagns fyrir engjarnar, túnið og haga. En vegur að bænum var byggður upp nýr og búsmalans hús varð að stækka og laga. En risnu og velgjörða hugurinn hlýr varð hrós fyrii' bæinn um annríka daga. I En skugginn er vís, þegar skinið er bjart, og skjótt fóru börnin að heiman að búast. En þjóðhættir komnir á fljúgandi fart og fjárhagur bænda til lakara að snúast. — Þá húsfreyjan góða í grafar bjóst skart, er gafst upp það hjarta, sem honum var trúasí, Og síðar, er „kreppan“ var gengin um garð, í sú grimmast er landbúnað hefir um strokið, I og nýbygging héraðsms vakm upp varð, ! er velti því gamla, sem ekki var fokið, í fyrsta sinn Björn ekki fyllti sitt skarð, 1 ! en farinn og gamall kvað stórræðum lokið. ! Á Gauksmýri tók hann við forráðum fjár, er fann þar nær þrítugur takmark og hlýju. Hans búskapar-stórbónda og einyrkja ár, þau urðu að samtölu fimmtíu og níu. Þá veikur hann hætti og var þegar nár. Sér valdi Guðs leiðsögn að heimili nýju. Er leifum hans fylgdi ég legstaðinn á, livar leiðirnar framundan skilja að sinni, af hljóðri og einlægri þörf varð mér þá að þakka hans hressandi viðmót og kynni. Ég moldunum hugsandi ferðaðist frá og fann að hann hverfur mér aldrei úr minni Sigvaldi Jóhannesson J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.