Tíminn - 12.04.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1959, Blaðsíða 7
T í SII X N, sunnudaginn 12. anríl 1959. SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Þögn Mbl. um „réttlæíismáli5u -Gularsögur notaðar tilaðkomast hjá rökræðum - Gula sagan um Tímann og hvítu þrælasöluna - Verndarengill með flekkaða fortíð - Bjarnasíðan í MhL - Siðleysi á hæsta stigi - Ný gul saga um „olíuhneyksli“ Framsóknarflokksins og samviimufé laganna - Greinargerð frá utanríkisráðherra nauðsynleg - Þjóðin verður að læra af reynslu Þjóðverja og reka gulu áróðursmennina af höndum sér Það 'hefði mátt ætla, að Morg unblaðið hefði helgað kjördæma- málinu meira'rúm en nokkru ööru .máli í vjikunni, sem leið. Málið var þá á lokastigi og hefði mátt vænta, að Mbl. hefði fagnað sigri yfir framgangi málsins, þar sem þaö hefur lýst því isem einu hinu .mesta réttlætismáli fyrr og síðar, jafnframt því, sem það hefði reynt að hnekkja þeim mót- bárum, sem hafa verið færðar gegn því. SJíkur hefði áreiðanlega ver ið háfctur allra blaða, er álitu sig vera að koma miklu og góðu máli j höfn. M-B'L. ‘hefur hins vegar síður en svo verið með þessum svip seinustu dagana. Það hefur ekki minnzfc á annað mál minna en (kjördæmamálið. Af skrifum þess hefur allra sízt mátt álykta, að eitthvað mikið og gott réttlætis mál \'Bcri alveg að fæðast. Mbl. hefur isannarlega ekki borið þess vitni, að neitt slíkt stæði fyrir dyrum. Af þeim málum, sem Mbl. hef ur .rætfc seinustu dagana, hefur cilt «nál yfirgnæft öll önnur. Suma dagana hefur það ekki helgað því minna rúm en þrjár síður að langmestu leyti. Þetta mál er gul saga, sem Mbl. hefur verið að reyna að búa til í til efni af grein, sem birtist hér í blaðinu -siðastl. sunnudag, en aneð því að snúa út úr henni og rangfaa'a hana, ■ hvggst Mbl. að sanna, að Tíminn fari með um- boð fyrir hvíta þrælasölu! Ilin miklu skrif Mbl. .um þessa gulu sögu, bendir eindregið til þess, aö aðstandendur Mbl. hafi nú helzt i hyggju að dreifa út sem mest af gulum sögum í kosningaharáttunni í stað rök ræðna tim réttlætismálið. Eftir, all't er réttlætismálið ekki meira réttlætásmál að dómi Mbl. sjálfs en svo, að það hyggst að draga sem rnest athyglina frá því með gulurn sögum. Það á að láta kosn ingabaráttuna snúast um þær en láta sjáift réttlætismálið týnast! Þetta er starfsaðferðin, sem Hitler .potaði mest, þegar hann var að brjótast til valda í Þýzka- landi. Vissulega ber þetta vitni þess, aðalritstjóri Mbl. og fé lagar hans hafa verið góðir náms menn, þegar þeir dvöldu í Þýzka landi á blómatímabili Hitlers- ismans. Tilefní gulu sögunnar um hvítu Jiraelasöluna ■ Vagna þess að Mbl. á vafalaust eftir að koma oft enn að gulu sög- unni um Tímann og hvítu þræla- söLuna, þykir rétt að rifja þetta mál upp hér í aðaldráttum. í semasta sunnudagsblaði Tím ans birbijt grein undir fanga- marki eins af starfsmönnum blaðsiniS, þar sem sagt var frá við <tali viö tvo Englendinga, er væru nieð ráðagerðir .um að íá islenzk ar stálkur til sýningar á þekkt nm skemmtistað í London, er þeir ,rc-k.a. Blaðamanninum þótti rétt að vekja athygli á þessu á áberandi hált, svo að menn veittu slíkri ráðningarstarfsemi athygli þar seon hún gæti verið mjög varhugaverð. Um það atriði má svo deila, hversu heppilega leið blaðamaöurinn valdi. í neesta blaði Timans eftir að þessi tgrein birtist, var þessu svo fylgt ef-tir og þar eindregið varað við starfsémi manna, er reyndu að <ráða islenzkar. stúlkur. á erlenda skemmtistaði. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, Brezkir hyggjast bráff hefja tegund „landhelgisveiba' Tímans nkelfdir, er þeir slu sig j „spegl- inum“ á surmudaginn, _',UÉ , œt feessum 'blessuðu stálkum, 6 tals- ias, „til að hafa hinum megin á íiöunni til samanburðar** við .Af „, ai É. S. Tímiiui i morgun ber þa» grelnilega með sér, »ð ráðamenn htans hafa wðifi alvariega „Ég leita tll þm i reiði skrifar bú». „Þannig er mál! vexti, »8 óg iwá jþrssvor sbv Ein af fyrirsögnum Morgunbiaðsins síðustu dagana. hikar Bjarni Benediktsson ekki við að gefa það mjög áberandi í skyn í Morgunbl., að Tíminn hafi tekið að sér umboðsmennsku fyr ir hvíta þrælasölu og Bretar muni brátt hefja hér nýja tegund land helgisveiða með aðstoð Tímans. (Sjá fyrirsögn úr iMbl. sem birt er á öðritm stað.) Þessar staðhæf ingar reynir Bjami að rökstyðja með því að birta samhengislaus slitur úr nokkrum setningum, sem birtust í grein blaðamanns Tím ans á sunnud. Á þeim tönnlast hann sí og æ og lætur eig einu gilda um allar staðreyndir. Verndarengillinn! Til þess að ,gera hina gulu sögu sína trúlegri, læzt Bjarni Bene- diktsson vera fullur siðvöndunar og bera velferð íslenzkra stúlkna fyrir hrjósti. Engum íslenzkum manni ferst þó síður að tala þann- ig, því að hann hefur gengið lengra í því en nokkur annar að vilja leyfa hindrunarlaus ferðalög her- manna hingað til bæjarins, enda er mönnum áreiðanlega enn minn- isstætt ástandið á skemmtistöðum bæjarins frá þcim tíma, er Bjarni Benediktsson var utanríkis- og varnarmálaráðherra. Enn er hann fullur heiftar í garð dr. Krist ins Guðmundssonar vegna þess. að dr. Kristinn knúði fram mikl ar hömlur á ferðaiögum her- manna til Reykjavíkur og kotn þannig i veg fyrir, að Reykjavik yrði það spillingarbæli, sem hún var á góðum vegi að verða, þeg ar Bjarni fór með stjórn utanrík is- cg varnarmólanna. Þrátt fyrir þetta er hann svo blygðunarlaus að látast vera sérstakur verndai'- engill íslenzkra kvenna! BjarnasíÖan Ekki tekur betra við, þegar Bjarni reynir að ásaka önnur blöð fyrir að segja frá gleðifólki og glæpamálum. í engu blaöi er þessu efni þó valinn virðulegri staður en í Morgunbl. sjálfu, þar scm það er sett í öndvegi við hliðina á sjálíri forustugrein blaðsins ,o.g hefur jafnan miklu stærri fyrirsagnir en hún. Efni þetta, sern ber yfir skriftina: Utan úr heimi, er ber sýnilega valið með tilliti til þess að það dragi athygli að forustu jglí'eiininni1. Hér tfcuin r|áÁ t|l(- greind nokkur sýnishorn frá dög unum fyrir páskana; Fimmtudaginn 19. marz er þessi virðulega fyrirsögn: ,Anne Heywood leikur fyrsta hlutverk sitt sem kynbomha."1 Greininni fylgir viðeigandi ,,kynbombu“- my,nd af ieikkonunni: Laugardaginn hinn 21. marz er þetta fyrirsögnin: ,,Sá 99 ára | réðist á 86 ára félaga sinn og ; myrti með eldhúshníf," Fyrirsögn I inni fylgir svo- lýsing á þessum ■ atburði, sem er fullkomlega í sama dúr. | Pálmasunnud. 22. marz er ' stórfyrirsögnin þessi: „Átti að myrða milljónaerfingjann Polo?“ Tilheyrandi myndir af morðingj um, fórnarlambi og kvenmannin um í spilinu fyigja. Þriðjudaginn 24. marz eru þessi tíðindi í stórfyrirsögn um krónprinsinn í Japan: „Hundrað fáklæddar þokkadísir dansa í brúðkaupi hans“. Stór mynd fylg ir, þar sem þckkadísirnar leggja ber lærin upp að fyrirsögninni á foú.iðugrein aðKlrifstjórans um ágæti hlutfallskosninga! Vafalaust er aðalritstjóri Mbl. eini ritstjóri i heimi, er skipar slíku efni við hlið foruslugrein arinnar. Og svo læst hann vera þess umkominn að vanda um við aðra. Er þetla ekki nokkuð líkt áróðuraðferðum Hitlers? Gula siðferftið Vitanlega má deiia um það, hvort það hafi verið rétt leið, sem var valin í greininni í-Tímanum á sunnudaginn, til að vekja alhygli á þeirri varhugaverðu ráðningar- starfsemi, er hér virtist i aðsigi. Þótt menn séu hins vegar ósam- mála greinarhöfundi um aðferð hans, mun öllum hugsandi mönn- um vera ljóst, að það hefur ekki vakað fyrir hinum unga blaða- manni að reka áróður fyrir hvítri þrælasölu, og að allar sögur um umboð Tímans í því sambandi eru neðan við allt velsæmi. Það er líka vissulega ekki sprottið af neinu siðgæði eða umhyggju fyrir íslenzkum stúlkum, að íhaldsblöðin skrifa nú margar greinar daglega um þetta mál, til þess að láta í ijós andúð sína og mótmæli. Orsök þess á ekkert skylt við siðgæði, heldur þvert á móti hið gagnstæða. Þar er verið með útúrsnúnmgum og fölsunum að reyna að ófrægja pólitíska andstæðinga og draga at- hygli frá þvi höfuðmáli, sem íhald- ið vill nú tala sem minnst um, kjördæmamálinu. Það er hræsnin i og yfirdrepsskapurinn, sem hér stjórnar pennum, ásaml því gula siðferði, að allt sé leyfilegt, sem hægt sé að nota á andstæðinginn, hvort heldur sem það er satt eða logið. OlíufélagiS og H.Í.S. Sagan um Tímann og hvítu iþrælasöluna, er vissulega ekki eina dæmið um hina gulu sagnagerð íhaldsins um þessar mundir. Annað dæmið er það, hvernig íhaldsblöð- in hj'ggjast að reyna að búa til gula sögu uni Framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna í tilefni af því, að i rannsókn er kæra, sem borizt hefur á Hið ísl. stcinolíu- 'hlutafélag vegna viðskipta á Kefla- víkurílugvelli. Þessu er m. a. reynt að koma á framfæri í sambandi við forstjóraskiptin hjá Olíufélag- inu og H.Í.S. R.étt þykir að rekja þetta mál hér nokkuð, til þess að sýna hvernig hinar gulu sögur íhaldsins verða til. Áður en nánar er vikið að þess- um sögusögnum, þykir rétt að rifja upp í megindráttum, hvernig Olíufélagið h.f. er byggt upp og hvernig sambandi þess og-Hins is- lenzka steinelíuhlutnfélgs er hátt- að. . | Olíufélagið h.f. var á sínúm tíma stofnað af samvinnuhreyfing- unni. S.Í.S. og ýmsum kaupfelög- um annars vegar og olíusamlögum útgerðarmanna og togaraeigendum hins vegar. Hlutafé mun nú skipt- ast þannig milli þessara aðila, að S.t.S. og kaupfélögin eiga 55,7% al' því, en útgérðarsámlögin og tog-' araeigendur 44,3%. Olíufélagið er eigandi Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags og hef- ir rekið það sem sérstakt fyrir- tæki. Verkaskiptingu milli félag- anna er þannig háítað að H. I. S. hefir aðallega annazt olíu- verzlunina á Keflavíkurflugvelli, en OÍíiifólagið séð að öðru leyti um olíuverzlun innan lands. Sömu menn hafa jafnan skipað stjórn H/Í.S. og Olíufélagsins. Sjálfstæðismenn í meirihluta Undanfarin ár hafa þessir rnenn skipað stjórnir Olíufélagsins og Hins ísl. steinolíuhlutafélags: For- maður Helgi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar S.Í.S., ritari Jakob Frímannsson, kaupfólagsstjóri, varaformaður Skúli Thorarensen, útgerðarmað- ur, meðstjómendur Karvel Ög- mundsson útgurðarmaður og A-(- þór Matthíasson útgerðarmaður. Fulltrúar útgerðarmanna haf:\i þannig haft meirihlutá • í stjó.-1 í'élagsins. Vegna þeirra aðdróttána, aö Olíufélagið og H.Í.S. séu sérstak- lega tengd Framsóknaiflokknum, þykir rétt að vekja athygli á þeirri staðreynd, að í fimm manna stjórn félaganna eiga sæti tveir Framsóknarmenn og þrír Sjálfstæðismenn. Sjálfstæðis- menn Ii.ifa meirihluta í stjórnum beggja félaganna. Seinustu árin hefir Jphann G. Stefánsson verið fram^væmda- stjóri Oliufélagsins, en llaukur Ilvannberg forstjóri Ú.Í.S. Sú breyting hefir nú orðið ‘á þessu, eins og nýlega var ságtVfrá hér í blaðinu, að Vilhjálmur Jóns- son hæstaréttarlögmaður hefir ver ið ráðinn framkvæmdastjóri beggja félaganna, en Jóhann ' G.' Steíans- son verður aðstoðarframkvæmda- stjóri við bæði féIögih.' :Haukur Hvannberg hefir látið áf< starfinu frá 1. júlí samkvæmt .eigin ósk. Breytingai- þessar voru gerðar ein- róma af stjórnum félaganna. Kærur vegna vitiskipt- anna á Keflavíkur- flugvelli Sögusagnir þær, sem uhdanfarið hafa gengið um misfellur í rekstri félaganna, munu þannig fcil komn- ar, að á síðastl. hausti barst kæra á hendur H.Í.S. vegna viðakiptanna á Keflavíkurflugvelli. Utanríkisráð- herra, sem jafnframt er .dómsmála- ráðherra á Keflavíkurflúgvelli, fól þá sérstökum manni, ' Gunnari Helgasyni lögfræðingi, ’-'ráhnsókn málsins. Þeirri rannsókn -ér ekki lokið enn. Meðan ekki liggijr neitt fyrir um ruðurslöður rannsóknar- innar, verður að sjálfsögðu ekkert um það fullyrt, hvað rét't er í þeim kærum, er orðið hafa tilefni hennar. Vegna hins mikla umtals, sem um þetta liefir orðið, og alls konar kviksagna í því saml'.indi, virtist það eðlilegt, að;utanríkis ráðherra, er fer með dómsmál á Keflavíkurflugvelli, -gefi hið fyrsta út greinargerð um kæru- atriði og hvað rannsókh, þeirra liði. í framhaldi ,af því, ttcr ráð herranum svo að láta hráðá rann sókninni og láta málið ganga til dóms, ef ástæða þykir til... Meðan ekkl liggur fýrir slík greinargerð frá ráðherrahum og rannsókn málsins er ólökið, er það vissulega fjarri öilu lagi að gera þetta mál að einhveyju sér stöku æsingamáli. Þó gepgur það enn meira úr hófi fram, ef nota á þetta mál, sem eitthvað sér- stakt árásarmál gegn samvinnu- flokknum. Alveg sérstaklega er þetta þó ósæinilegt af blöðuni Sjálfstæðis flokksins, þar sem ritstjór.u þeirra þekkja vel þá þrjá full trúa útgerðarmanna, sem skipa meirihluta stjórna félaganna, og hafa enga póiitíska ástæðu til þess að ala á vantrausti í garð þeirra. Þjóíin vertiur aí rísa gegn gula áróírinum Blaðaskrifin um þetta- mál cru ný sönnun þess, að allt á nú til að tína, sern hægt .er, tii þess að (Framhald á 8. SÍÍ.U).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.