Tíminn - 19.04.1959, Side 3

Tíminn - 19.04.1959, Side 3
3 T í M I N N, siwi'audaginn 19. apríl 1959. „Auðar síður verða iæsilegar". — Jón Helgason blaðar í uppskriftum úr Grettis sögu. .‘'.■.W.VSSWA'.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.'.V.'.V.V.V.V.V.V.V.'.'.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V.'.V.V.'.V.V.V.V.V,/ Litiö viö í Árnasafni Jón Maíari gekk um gólf þar sem handritin eru nú geymd - Eld- trausi iherbergi - Danir tóku viðbragð - Unnið að Ijósmynd- unn með kvarz-lömpum - Rætt við Jón Helgason, prófessor Á síðast íiðnu hausti var Árnasafn flutt úr Háskóla- bókasafnitm í Kaupmanna höfn, þar sem handritin höfðu lengi verið við hin lélegustu skilyrði. Safnið var flutt í ný og betri húsa kynni í Proviantgaarden, við Konunglega bókasafn- ið, og er nú þannig frá því gengið, að eldhætta er sára litil. Ennfremur hafa vinnu skilyrði stórbatnað. Proviantga'arden er raunar ekki nýtt hús. Það var íorða- búr flotans á dögum Kristjáns konungs 4. og mælt er að Jón Indíafari hafi gengið þar um gólf. Tæmandiii handbókasafn Handritm eru nú geymd í herbergi, sem einangrað er á svipaðan hátt og peninga- geymslur banka, og má því heita, að þau scu algjörlega ó- hult fyrir eldi, og litlir mögu- leikar til þess að fyrir þeim fari líkt og þeim hluta safns- ins, sem eyddist í eldsvoðan- um mikla í. Kaupmannahöfn. I öðru herbergi hefir verið komið fyrir handbókasafni, og er þar að finna margt sem ritað hefir verið um handritin. Nokkuð mun þó í land enn varðandi haudbækurnar, en allt, sem skrifað hefir verið um þessi fræði þyrfti að sjálf- sögðu aö vera þarna saman komið. Lífil eldhætta í Árnasafni ræður ríkjum Jón Helgason prófessor, svo sem kunnugt er. I-Iann hefir verið við safnið um fjölda ára og unnið þar mikið og gott starf. Við litum inn til Jóns rétt eftir páskana, til þess að sjá, hvernig þessu margum- ræddu handrit litu út og hvern ig að þeim væri búið. — Ja, hér er nú eiginlega fátt að sjá“, segir Jón, eflir að hafa heilsað okkur. Hand- ritin eru i hfirberginu hér inn af skrifstofunni, flest í möppu. Eins og þið sjáið er ramm- byggilega frá herberginu geng- ið, stálhurðir og annað eftir því. Safninu ætti ekki að stafa mikil hætta af eldi hér.“ 800 þús. seðlar — Að hverju er helzt unnið við handritin nú? — Eins og stendur er aðal- áherzlan lögð á að ijósmynda handritin með þar til gerðum kvarzlömpum. Hér er heil ljós myndastofa með öllum nauð- synlegum tækjum, en verkinu inni er allt blaðið vel læsi- legt, enda þótt miklar eyður séu á skinnblaðinu. Góð vinnuskilyrði — Varð ekki íjaðrafokið, sem gert var heiro,a út af hand ritunum til þess að ýta undir að safnið fengi viðunandi lnisa- kynni? — Það er ekkert vafamál. Eftir að skriður komst á hand ritamálið heima, tóku Danir viðbragð, og vinnuskilyrðin hér eru ekki sambærileg við það sem var á meðan safnið var Proviantgaarden — hér eru handritin til húsa. Jón Helgason, prófessor, við skrifborð sift í Árnasafni. á gamla staðnum, í hálfgerðri kompu í Háskólabókasafninu. Talsvert fé er nú veitt til safns ins, svo hægt er að hafa hér fólk í vinnu. Ýmsir stúdentar vinna hér, og í herberginu hér fyrir framan getið þið séð danska stúlku, sem vinnur að þv :að skrifa upp fornkvæði. Ljósmyndatökurnar eru einnig dýrar, eins og nærri má geta. Það þarf oft að lýsa myndir í allt að 40 mínútur, ef hand- ritahlöðin eru illa farin. Ann- ars skil ég harla lítið í tækni ljósmyndarans, og því minna, sem hann reynir betur að út- skýra hana fyrir mér. Ég álít að það mundi ekki kosta minna en eina milljón króna að koma safninu fyrir heima svo að vel sé, og það sem gera þarf hér, er bókstaflega ótæmandi, og auk heldur dýrt. Eins og ég sagði áðan, er nú aðallega unnið að því að bjarga hand- ritunum með því að ljósmynda þau, áður en það verður of seint. Hér er einnig aðstaða til þess að gera við þau, sem illa ■* eru farin, og allt er sem sagt !■ gert til þess að bjarga þeim frá glötun, en það er kunnara ■’ en frá þurfi að segja, að hand- V ritin verða ekki metin til fjár.“ Ij[ Unnið að Ijósmyndun ■! „Hér frammi er einnig ■“ unnið að því að orðtaka hand- *■ ritin, heldur Jón áfram, og eru jjl nú þegar komnir í safnið ná- •; lega 800 þúsund seðlar og mik I* ið óunnið i þessum efnum enn.“ ■• Okkur þykir nú sem við •“ höfum tafið nóg fyrir Jóni !■ Helgasyni, og þökkum fyrir í okkur. „Ef þið segið eitthvað «J frá þessu“, segir Jón að lokum, *■ þá gleymið ekki að geta þess í að húsbóndinn hafi verið held- •* ur þurr á manninn!“ — Við *■ höldum út úr Árnasafni, full- vissir þess', að það er misskiln- ÍJJ ingur að halda að nóg sé að *■ fá handritin heim og koma þeim fyrir í bókaskápum. Enn toíða óleyst mörg og mikil verk efni varðandi þau. miðar hægt, vegna þess að erf- itt er að m,ynda skinnhandrit. Annars er það alveg furðulegt hve góðum árangri er hægt að ná með þessum tækjum. Heil- ar síður, þar sem vart sézt móta fyrir línum, hvað þá stöf um, verða læsilegar þegar hú- ið er að mynda þær á þennan hátt. Hér sjáið þið til dæmis uppskriftir úr Grettissögu,“ segir Jón og opnar möppu. sem hefir að geyma skorpin kálfsskinn.“ Víða má enn lesa með berum augurn af skinninu, en sums staðar eru eyður, því tímans tönn hefir leikið mörg blöðin hart. Hér sjáið þið til samanburðar ljós- mynd, sem tekin er með út- fjólubláu ljósi af þessu sama blaði, og þið getið séð mun- inn.“ Við trúum vart okkar eigin augum, þvi að á mynd-_ Rabbað við frægan jazzleikara Það eru sennilega fáir jazzunnendur, sem ekki kannast við tenórsaxófón- leikarann Stan Getz. Hann hefir undanfarin 11 ár verið efstur í kosningum bandaríska. músíkblaðsins Metronome um hver sé bezti hljóðfæraleikarinn í sinni grein og ekkert útlit er fyrir að hann muni missa efsta sætið í bráð. Getz hefir að undanförnu dvalizt í Kaupmannahöfn „islenzkan Síkist einna heSzt finnsku á að heyra‘S sagði Sfan Gefz í viðfaSi við blaðamenn og leikið þar 1 litlam jazz- klúhbi, og við vorum svo heppnir að hitta hann þar um páskana. „Club Montmartre“ eins og hann heitir, er í Store Regne- gade, drjúgan spöl frá Ráðhús- torginu, en eins' og íslending- umi, sem verið hafa í Höfn, er kunnugt, liggja allar leiðir þaðan! Það tók okkur nokkurn tíma að finna staðinn, sem er tiltölulega nýr af nálinni og vægast sagt mjög nýtízkulegur. Aðgangseyririnn var 8 krónur, þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki eru meðlimir í klúbbnum. ICunnur píanóleikari Okkur fannst það furðulegt þegar inn var komið, hversu lítill staður þessi var, og tald- ist svo ti’l, að hann rúmaði að- eins 50—60 manns. Allt var eins og vera á í „ekta“ jazz- klúhbi, lágt undir loft, lítill hljómsveitarpallur, grófpúss- aðir veggir, og hægt var að greina abstrakt málverk og fíg úrur á veggjum og í lofti í gegnum reykjarsvæluna. Þegar við komum inn, var plötuspil- ari í gangi, og nýjustu jazzlög- in bárust út yfir salinn, sem, þegar var því sem næst fullur af fólki. Tronnnuleikarinn var að koma hafurtaski sínu fyrir á hljómsveitarpallinum, og þegar hann hafði lokið því, komu bassaleikari og píanóleik- STAN GETZ —dangar til ístands ari upp á pallinn, og þetta tríó byrjaði á því að leiká nokkur lög. Hér var um að ræða píanóleikarann Mose Alli son, en bassa- og trommuleik- arinn voru báðir danskir. Mose Allison er þekktur jazzlagahöf- undur og píanóleikari, og síðar sáum við að hljóðfæraverzlan- ir í Kaupmannahöfn höfðu tals vert úrval af plötum hans á boð’stólum. Nokkur orS á ístenzku! Þegar tríó Mose Allison hafði leikið um hríð við mik- (Framhald a 8. síðul w.vrtW.v.’rt’/.’.vAmmw/AVw;

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.