Tíminn - 03.05.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1959, Blaðsíða 4
4 T I M I N N, suRBBdagina 3, maí 1959 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Simar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 „Gjafir eru ySur gefnara Búizt er vi'ð að senn fari nú að líða að þinglokum. Ef koma á kosningum af áður en ætla má að heyskapur hefjist almennt, þá veitir heldur ekki af að fara að slá botninn í þinghaldið. Þing þetta er orðið æði langt en ekki að sama skapi afkastamikið, þótt út líti fyr ir, að það ætli að enda sitt skeið með því að marka þau óheiliaspor er lengi mun gæta i þjóðlífi íslendinga. Vikum saman í vetur mátti heita að þingið héngi aðgerðalaust með öllu. Var annars vegar beðið eftir þvi, að stjórnarlið ið klambraði saman einhverj um tiiiögum, svo unnt yrði að Ijúka afgreiðslu fjárlaga. Að hinu leytinu eyddu svo stjórn arflokkarnir óralöngum tíma i að semja við kommúnista um kjördæmabyltinguna, mennina, sem Bj. Ben. segir hvorki vera viðtals- né sam- starfshæfa. Hér skal ekki rætt um kjördæmamálið nú en lítillega vikið að því, sem stj órnarflokkarnir kalla „af greiöslu“ fjárlaga. Framan af i vetur lögðu Sjálfstæðismenn mikla alúð við að útbreiða þá kenningu, að viðskilnaður vinstri stjórn arinnar hefði allur verið hinn hraklegasti, og fjár- hagur ríkissjóðs rústir einar. Kom þetta að vísu ekki sem bezt heim við þann boð- skap sem þeir létu á þrykk út ganga um það leyti, sem Ól- afur Thors var að kvaka framan í þá ósamstarfshæfu og grátbiðja þá um að mynda með sér ríkisstjórn. Þá töldu Mbl.-menn, . (það er aldrei talað um Vísis-menn því Vís ir hefur alveg sloppið við það að vera tekinn alvarlega þeg ar umstjórnmál er aö ræða!) að ef gefin væru eftir 6,;- af kaupinu, sem þeir sjálfir eggjuðu menn á að taka í fyrra sumar, þá væri eigin- lega allt í lagi. Það kom sem sé í ljós, að hagur ríkis- sjóðs var ekki verri en svo, að stjórnarflokkarnir fengu í arf eftir vinstri stjórnina 55 millj. kr. auk óseldra gjald eyrisvara upp á nokkra tugi millj. Náttúrlega nægði þetta engan veginn fyrir rikis- stjórn, sem hefur hækkað út gjöid ríkissjó'ðs og Útflutn- ingssjóðs á þriðja hundrað milljóna á þessum mánuðum, sem hún er búin að sitja. En hvar mundi hún á vegi stödd ef þessi arfur hefði ekki ver ið fyrir hendi? Hér er þó ekki öll sagan sögð hvað hækkanir snertir því ýmissa orsaka vegna hafa útgjöld ríkissjóðs og Útflutn- inssjóðs hækkaö svo, að tekju þörfin verður alls um 250 millj. kr. meiri en ætlað var samkv. fjárlögunum s. 1. haust. Með hverjum hætti hyggst svo stjórnarliðið að sanka saman þessum millj- ónahundruðum? Áður hefur verið minnzt á 55 millj. arf- inn. Þá er hugmyndin að ná inn 50 millj. með hækkun á tóbaki og áfengi, og hækk uð um innflutningsskatti á bílum. í þriðja lagi er svo ráð gert að lækka ríkisútgjöldin um 49 millj. Og loks á að hækka tekjuáætlunina um 63 millj. Þarna eru þá komn ar á pappírinn 220 millj. En þá vantaði enn 30 millj. þrátt fyrir öll heilabrotin. Munu nú margir minnast þess, að ekki hefur íhaldiö haft annað tíðara milli tanna er það hefur verið í stjórnarandstöðu, en þaö sem það hefur kallað útþenslu ríkisbáknsins á öllum sviðum og aukinn fjáraustur hjá Eysteini. Það vantaði held ur ekki mannalætin hjá stjórnarflokkunum fyrstu vikurnar, sem Emilía var við völd. Nú skyldi heldur en ekki brotið blað og breytt um stefnu. Og stefnubreyting hefur aö vísu oröið, ekki ber því að neita, én í hverju er hún fólgin? Ekki hefur það heyrzt, að fækkað sé embætt um eða lagðar niður nefndir utan hvað Guðm. í. segist ætla að kippa burtu ein- hverjum sendiráðum, sem enginn veit þó hver eru, enda hefur hann ekki hingað til mátt heyra slíkar till. nefnd ar. Nei, það sem niöur skal skorið á útgjaldahlið fjár- laganna eru framlög til verk legra framkvæmda. Fram lög til raforkuframkvæmda, samgöngumála, atvinnuaukn ingar, bygginga o. frv., yfir leitt þeir f j ármunir, sem ætl aðir eru til þess að létta fólkinu út um land lífsbar- áttuna. Þeir skulu verða fyrir niðurskurðarbreddu stjórnar liðsins, þeim skal fleygt í nið urgreiðslusvelginn. Hér er um að ræða fáheyrðar að- farir gegn íbúum hinna dreiföu byggða. Tökum t. d. rafmagnið. Undanfarin ár hefur verið kappsamlega að , því unnið samkvæmt fyrir fram gerðri áætlun, aö tengja bændabýli landsins við raforkukerfið. Þetta er tvímæialaust eitthvert allra mesta hagsmunamál lands- byggðarinnar. Vafasamt er, að íslenzkt dreifbýlisfólk hafi beðið meö meiri eftir- væntingu eftir nokkurri fram kvæmd en þeirri, að fá raf- magnið leitt til sín. Nú er þessari áætlun al- gjörlega umturnaö og fram- lög til raforkuframkvæmda stórlega skert. Með þessu sómastriki eru vonir fjölda manna um að fá varanlegt rafmagn á næstu árum að engu gerðar. Þetta fólk hef- ur, eins og aðrir landsmenn, lagt sitt af mörkum til þess að unnt yrði að rafvæða þétt býlið og aðra landshluta, sem fengið hafa rafmgn. Stjórn arflokkunum þykir sjáanlega ekki vandgert við „byggða- valdið.“ En það á eftir að þakka fyrir sig og mun líka, þegar tækifærið gefst, gera það myndarlega. i .■ Taðætan ÉG HEF áður í þáttum þess- um minnzt á kartöflubjölluna og það tjón, sem hún getur valdið. En hún er ekki eini vá- gesturinn á meðal bjallnanna. Þúsundir tegunda bæði í norð- lægum og suðlægum löndum eru hin mestu skaðsemdardýr, og valda tjóni, bæði á gróðri, fatnaði, matvælum og fleiru. En til eru líka margar tegund- ir, sem vinna þarfaverk t. d. í þágu jarðræktarinnar; eru bjöllur þessar hliðstæður ána- maðksins í þeim efnum, enda þótt dýr þessi séu sitt af hvoru sauðahúsi. Þær bjöllur, sem þekktastar eru fyrir það, að vinna landbúnaðinum. gagn, eru af hinni svokölluðu tordýfils- ætt, og kallar alþýða manna tegundir þessarar ættar einu nafni: tordýfla, jafnvel þó að þeir teljist til mismunandi ætt- kvísla. Við íslendingar höfum lítið af þessum jarðyrkjubjöll- um að. segja, því að hér finnst aðeins ein tegund: Apliodius lapponum; hel'ir Geir Gígja, skordýrafræðingur skírt hana taðdýfil. Bæði taðdýfillinn og aðrar tegundir æltarinnar hafa allar það sameiginlegt að lifa á saur jurtaætna, sér í lagi kúa og kinda. Af þeim ástæðum hef ég geíið bjöllum þessum sam- heitið: taðætur. Auk þess sem bjölturnar eta húsdýraáburðinn, þá eru þær á sífelldu stjái með ; hann fram og aftur, móta hanri ■ í keilur eða kúlur eða grafa [ hann í jörð niður. Stundum ■ eru hér að verki hcilir herskar- ■ ar bjallna, svo að það eru ekki [ neinir smáræðis flutningar, ■ sem hér eiga sér stað, að frá- ■ talinni áburðarneyzlunni, sem \ er ekkert lítilræði. Þegar áburð 1 urinn fer i gegnum meltingar- I færi skordýranna, blandast ] hann mettingarvökvunum og 1 verður fyrir þannig efnabreyt- ! ingum, að jurtunum veitir auð- \ veldara að notfæra sér hann > eftir en áður. ! I ÉG HELD það væri ekki úr > vegi að veita lesendum blaðs- ! ins örlitla innsýn í líf þessai-a | dýra, sem eru all-sérstæð í hátt- > um sínum, séð frá sjónarhóli ! okkar mannanna. Eins og víð- ] ast hvar á sér stað í ríki hinn- i ar lifandi náttúru, þá fórna ] tordýflarnir sér fyrir það mark 1 mið að eiga afkvæmi og sjá i þeim bezt borgið; en aðferðir ] þeirra eru dátitið mismunandi, 1 bæði eftir eðli og aðstæðum. ! Fyrst ætla ég að segja ykkur 1 frá þríhyrnda tordýflinum, sem heima á í Danmörku og í fleiri löndum Evrópu. Nafn sitt hef- ir hann fengið af 3 hornum, sem standa fram úr framboln- um á honum. Hann heldur aðai lega til í sauðfjárhögum, því að hann nærist einvörðungu á sauðataði. Hjónabandið er ævi- langt, en það er meira en hægt er að segja um sumar aðrar tordýfilstegundir. Vísindamenn hafa framkvæmt nokkurs konar gáfnapróf á þessari bjöllu, með því að skipta um maka hjá nokkrum hjónapörum, en reynztan hefir orðið sú, að ekki er mögulegt að fá bjötluna til að taka fram hjá. AÐ VETRINUM búa karl- og kvendýrin sitt í hverju lagi í 1 lóðréttum jarðholum. í marz- i mánuði fer svo kvenbjallan að ! byrja á vorverkunum. Fyrst 1 dýpkar hún ibúð sína lítið eitt; i en allt í einu dettur henni í ! hug, að hún þurfi að fá ,,með- i hjálp“, og hún leggur blátt i áfram af stað í bónorðsför. Hún ] lieimsækir karlana í nágrenn- > inu, veltir frarnan í þá vöng- ! um um hríð, og velur sér síðan ] einn þeirra sem maka. Og það > kemur víst sjaldan fyrir, að hann þori að malda í móinn. Þau verða sem sagt hjón þarna á stundinni og án nokkurrar viðhafnar. Síðan fara þau í sameiningu að vinna að upp- greftrinum, sem hún var byrj- uð á áður. Holuna hafa þau 1—2 sm í þvermál og hálfan annan metra á dýpt, ef jarðveg urinn er ekki því þéttari í.sér. Kvenbjalian grefur, 'en karlinn fiytur uppgröftmn í burtu jafn óðum og setur hann í haug skammt frá holunni. Holugröft urinn tekur hjónin venjulega mánaðartíma. Að bví staríi loknu verpir kvenbjallan einu eggi á botninn i holunni og hyl- ur það með þunnu sandlagi. Á meðan hefir karlinn lagt af stað til að leita að lambaspörðum. Hann draslar einu og einu í senn heim að holunni, og verð ur hann að velja þau. í samræmi við vídd hennar. Þegar varpinu er lokið, leggur karlinn af stað með eitt sparð niður eftir hol- unni og stöðvar það í nokkurra sm fjarlægð frá kvendýrinu, sem heldur til á botni holur.n- ar. Þannig staflar hann spörð- unum hverju ofan á annað. Að því búnu tekur hann til að reyta sundur hvert sparðið á- fætur öðru, unz þau eru öll sundurtætt. MYLSNAN HRYNUR auð- vitað niður yfir kvendýrið, en hún lætur það ekki á sig fá, meira að segja þá smækkar ■ ■■■■■■■' ■ i■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■ hún mylsn.una enn meira óg . býr svo til úr henni pylsur, rétt ar og slétta.r taðpytsur. Þegar karldýrið hefir tokið við að flytja og mylja áburðinn, er hann orðinn úttaugaður af erf- iði; hann klórar sig þó mbð herkjuni upp úr holunni, en leggur sig siðan fjTÉr og sofnar sveíninum ianga. En hlutverki kvendýrsins er cnn ekki lokið, það grefur alimarga ganga út úr aðalholunni og verpir einu eggi í hvern. og leggur svo pyls- ur í gangana. í júnílok fer út- ungun fram og koma þá taðpyis urnar í góðar þarfir, því að á þeim nærast lirfurnar. Þær eru að vísu einhliða fæða, en efa- laust auðugar af bætiefnum. Síðla sumars á svo púpunin sér stað. Og þegar fram á haustið kemur, eru. dýrin búin að fá sitt endanlega sköpulag — orð in að hinum sélegustu tordýfl- um. Allt sumaQÚð hefir móðirin dúsað niðri i holubúataðnum wtil þess að lita eftir afkvæmum sínum: að þau hefðu nóg að bíta og brenina, og að öðru leyti ala þau upp á sina vísu ,,í guðs- ótta og góðum siðum“. Að haustinu klifrast svo tor- aýfilsmóðirm með allan barna- hópinn sinn upp á yfirborð jarð ar; þar skilur hún við h’ann, sjálfsagt með móðurlégum áminningum, röltir síðan lafsíð- is og leggur sig til hinztu hvíld ar, en börnin fara sitt í hverja áttina og grafa sér holur til vetrardvalar. Næsta vor hefst svo sama saigan. (Meira). Ingimar Óskarsson. .VV.V.V.VAW.W.W.V.V, Þáttur kirkjunnar „Bænin má aldrei bresta þig“ MARGIR viðurkenna þessi orð Hallgríms Péturssonar líkt og að sjálfsögðu, en sumum verður að hugsa, og jafnvel segja: „Ekki gætu nú allir verið buldrandi bænir sí og æ.‘.‘ Þarna kemiu- fram sá skiln- ingur að bænin þurfi endilega að vera orð. Að sumu leyti get- ur hún verið það. En sönn og heit bæn einkennist oft á því að vanta orð til tjáningar þeirri titfinningu og þrá, sem í hjartanu býr. Þetta út af fyrir sig sannar og sýnir, að bæn er meira en orð, meira en bón um eitthvað sérstakt. Hún er heit og sterk þrá' eftir meiri fullkomnun, meiri sælu, fegurra lífi, rétt- látari tilveru. Og þessi þrá gelur birzt á svo margan og fölbreytilegan hátt. Orð eru eitt af þessum tjáningarformum bænar, ef til vill hið algengasta og nærtæk- asta, en engan veginn hið áhrifamesta. BÆN birtist nútímamanni einkum sannmenntuðu fólki, kannske áhrifaríkast í tónum eða söng, þar sem orð og tónar sameinast. En ljúfasta, heitasta bænin verður kannske bezt tjáð með einu andvarpi, einu glitrandi tári eða brosi, sem skín gegnum tár. Aðalatriði bænar er ef svo mætti segja, að stilla sál sina inn á 'bylgju- lengd guðsástar og guðsnáðar, finna samhljóm sálar sinnar við sjálfan frumtón lífsins. Hin sífellda bæn eða bænar- hugð er einmitt slík samhljóm- un þar sem engra truflana verður vart, heldur verður mannssálin líkt og vel stillt viðtæki, sem í einu og öllu birtir vilja Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Slíkt fólk þarf engin orð, en samt brest- ur það bænina aldrei. Þetta fólk skapar líkt og ósjálfrátt fegurstu listaverk heimsins í tónum, orðum, lit- um og formum, það eru spá- menn og skáld, snillingar hverrar kynslóðar. EN UMFRAM ALLT er það guðsbörn og friðflytjendur um- hverfis síns, sem bera himins helgasta- vorblæ hverju þreyttu hjarta, hverri særðiFi sál. Og það getur orðið enn meira en listafólk og svokölluð stór- menni. Fólkið, sem biður á þann hátt, sem hér er lýst, er samfélaginu líkt og sól og 'döggvar, án þess yrði engin sönn menning til, engin fram- för, enginn gróandi, það ber í andlegu tilliti himininn niður á jörðina og skapar frið og frelsi. Hvert sæluríkt hjarta, hvert framfararíkt land, hver- sönn menningarþjóð er þannig í sam ræmi við eilífðina, samhljóman við kæríeiksvilja Guðs í- blíðri bænarstemningu líkt og. barn, sem finnur gleði sína i því að gjöra vilja foreldra -sinna, gleðja þau og þakka þeim með orðum og störfum. Og aldrei er bænin sterkari né áhrifa- meiri en þegar henni er um- breytt úr orðum i fórnandi starf í blessandi athöfn. Og heill því hjarta, heill þeirri þjóð, sem brestur aldrei slíka fórnarbæin. Þar verða til sann- ir dýrlingar, fólk, sem er svo auðugt af ljósi Guðs að ljómar af því, svo að því verður auð- velt að bera vorið, vor guðs- ríkis réttlætis friðar og fagn- aðar á brautir samferðafólks- ins. HV.AB MUNDI þess vegna meira virði en rækta vel jarð- veg bænar, hitinar sönnu til- beiðslu og guðsnálægðar í hjörtum hinna ungu, kenna þeim að biðja, lifa og starfa í nafni Jesú Krists, krafti hans og anda? Mundi toarni þínu gefin betri gjöf? Gæti æska íslands eignazt dýrmætara hlutverk en slíka tilbeiðslu í orði og athöfn? Varla. Göngum því í hljóðri, heitri þrá i 'helgidóm Guðs í dag, minnug orða skáldsins: „Bæn- in má aldrei bresta þig.“ Árelíus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.