Tíminn - 12.05.1959, Page 3

Tíminn - 12.05.1959, Page 3
TfMINN, þriSjudaginn 12. mai 1959. 3 Roberto Rossellini ætlar að gerast franskur ríkisborgari „Ég dáisi aS gáfum Sonaði‘% er haft eftir honum — búizt viS hjénavígslu á næstunni Hér sjást nokkrir læknastúdentar í „trans". — Myndin var tekin við dáleiðsiutilraun. Dáleiðsla hvorki yfirnáttúru- legt né merkilegt fyrirbæri ítalski kvikmyndaframleið- andinn Roberto Rossellini, fyrrverandi eiginmaður lng-| rid Bergman, hefir nú ákveð ið að skilja við Ítalíu og ger- ast franskur ríkisborgari. Ekki nóg með bað, heidur hyggst hann kvænast Sonali Gupta, hinni indversku, sem hann hefir gert sér mjög títt um að undanförnu. Rosselini hefir undanfarna 18 mánuSi verið „í felum“ í Avignon í Frakklandi, ásamt nokkrum vin- um sínum, þar á meSal Sonali. „Aðeins vegna peninga"! Rosselini segir nú að það hafi verið vegna peningamála að þau Ingrid Bergman skildu. Franska blaðið Paris Journal skýrir frá því að hann hafi sagt einum vina sinna að rifrildið um peninga hafi komið til vegna þess, að Ingirid hefði verið sparsöm í betra lagi. en sjálfur kveðst Rosselini láta hverjum degi nægja sína þj-án- ingu. „Þetta ósamkomulag varð eins og steinveggur milli okkar, þegar fram liðu stundir," á Rosse lini að hafa sagt. Þegar Rosselini var inntur eftir sambandi hans og Sonali, svaraði hann: „Hún hefir mikil áhrif á mig og ég get ekki annað en dáðst að gáfum hennar ag hæfileikum.“ Talið er sennilegt að hjóna- vígsla þeirra Sonali og Rosselinis muni fara fram í Frakklandi áður en langt um líður. BANNAÐ AÐ KIKJA. I Alexandríu, Egyptalandi, voru 9 pör leidd fyrir rétt, ásökuð um að hafa ver ið að kyssast í kvikmyndaihúsi. Dómarinn sýknaði pörin á þeim forsendum, að lögreglumaðurinn sem handtók þau, hafi notað vasaljós til þess að koma upp um þau, en slíkt mun bannað þar í landi! Læknar og tannlæknar víðsvegar að úr heiminum hafa nú sezt á skólabekk aft- ur í London, til bess aS læra aS dáleiða. Einn læknanna ræddi við enska blaðamann- inninn Aian Mitchell um reynslu þá sem hann fékk á þessu námsskeiði og ýmis- legt sem fyrir hann hefir komið á þessu sviði. Úr þessu viðiaii við blaðannann- inn vairð til bók, „Harley Stneet fíypnoitist“ sem bæði er fróðleg og spennandi, og er nýlega út komin í Englíamdi. Á réftum tíma Það niá segja að bók þessii hafi komið út á réttum tíma í Eng- landi. Þar er inú til umræðu dá- leiðslumál eitt, vegna þess að læknir einn þar í landi hjálpaði ungri stúlku, siem mjög vair tauga óstyrk að ' eðlÍsfarlL til þess að standast bílpróf — ineð dáleiðslu. Þess'i sami læbnk- hefir einnig gert tilra.unir á skóilanemendum og hjálpað mörgum gegnum próf með því að dáleiða þá. í dáleiðsl- unni hverfur allur taugaóstyrkur með öllu. En menn eru ekkii á einu máli um ágæti þess'»r,a til- raufta lajkinisins og íhaldsþingmað- ur einn í neðrii deiid brezka þings- ins hefiir haft orð uppi um að harnn muni leggjia málið fyrir þingið til rannsóknar. Galdramenn í umræddri 'bók er greint frá því, að flestir sjúkiingar séu því mótfallnir að láta dáleiðast. Fæst ir vita nokkuð um dáleiðslu og þegar það orð er nefnt, setja menn það helst í samband við galdramenn ýmis konar, sem nota dáleiðsluna sem skemmtiatriði-- oft fórnardýrunum til skaða. Það fyrsta, sem læknirinn verð- nr að gera, ef hann ætlar að dá- leiða sjúkling, er að vinna traust hans. Myrk herbergi og dularfullir hlutir hafa bókstaflega ekkert að segjá í þessu sambandi, eins og margir kunna að halda. Dáleiðslu- áhrifin nást með því að endurtaka reglubundið einhverja hreyfingu, ellegar eitthvað annað, sem skiln- HávaSdar hafa augu sem aimað féSk — þreyfa s sjéiíhimnunni orsök dásvefnsins ingarvitin skynja, fyrir þann sem dáleiða á. Þetta er hægt með rödd inni, og það er einmitt hún, sem rnest er notuð í þessu skyni. Með þýðri og um leið mónótískri rödd, endurtekur dávaldurinn í sífellu að sjúklingurinn eigi að slappa af. Hann notar mikið orðið „sofa“, „þreyttur“ og „þungur“, -svo að einhver dæmi séu nefnd. Einhliða og tilbreyting'arlaus tónlist getur einnig hjálpað til við að koma við komandi sjúklingi í „trans1. . Sjónhimnan þreyfist I Einnig er hægt að láta menn horfa stöðugt á einhvern ákveðinn punkt. Þegar 'lengi er horft þann- ig, þreytist sjónhimnan og menn álíta að þreytan hafi áhrif á vissa stað heilans, sem gerir það að verkum, að viðkomandi fellur í „trans“. Ef einhverjum hlut er sveiflað reglulega fyrir framan augun á þeim sem dáleiða skal, getur það einnig framkallað sjón- himnuþreytu. Ekki merkilegt Þriðja dáleiðsluaðferðin, sem notuð er, er iað strjúka enni eða handleg.g sjúklingsins. Varað er við því að nota þessa aðferð, vegna þess að hún getur lcomið inn van- trausti hjá sjúklingnum. i Ef út í þá isálma er farið, er dáleiðsla alls ekki merkilegt og því síður yfirnáttúrlegt fyrirbæri. Meira að segja venjuleg járnbraut arlest hefir dáleiðsluhæfileika, hið jafna hljóð hjólanna, og landslag- ið, sem rennur framhjá gluggan- um hefir dáleiðsluáhrif á marga. Þér hafið líka sjálfsagt orðið var- ir við það sama í bíl. „Stingandi augu" Fólk gerir sér oft í hugai-lund, að dávaldur hljóti að hafa sér- kennileg, stingandi augu. Þeir sem dáleiða til þess að iSkemmta fólki, reyna yfirleitt að fá það til þess að horfast í augu við sig. En í raunveruleikanum er enginn fót- ur fyrir því að dávaldar hafi yfir einhverjum dularfullum augn- •krafti að ráða. Hann not'ar aðeins mónótónsk áhrif, svo sem að þreyta sjónhimnu manna með því að láta þá horfa Lengi á einhvern ákveðinn blett — augu dávaldsins sjálfs t. d. Læknir sá, sem áður- nefnd bók fjallar um, skýrir isvo frá, að hann hafi reynt þá aðferð að horfast í augu við sjúklinginn. Hann segist stundum hafa orðið svo þreyttur í sjónhimnunni sjálf ur, að við sjálft hefði legið, að sjúklingurinn hefði dáleitt hann! Dáleiðsla við fanníækningar Menn falla í misjafnlega djúpan svefn. Um það bil 40% þeirra, (Framhald á 8. síðu). Roberto Rossellini ásamt börnum sínum. John Osbome fær sköinm í hattinn! John Osborne, enski leik- ritahöfundurinn, sem fræg- ur er orðinn af leikritum svo sem „Horfðu reiður um öxl" o. fl., fær nú heldur betur skömm í hattinn fvrir nýj- asta leikrit sitt, „The World of Paul Slickey", Þetta er eins konar dramatíseraður söngleikur og hefir Osborne sjálfur samið flesta söng- textana. Gagnrýnendur Lundúnablað- anna haaf gripið til verstu skamm aryrða, sem á prenti sjást, er þeir lýsa þessu nýja leikriti Os- bornes. Leiki-itið var frumsýnt í West End, eftir hina venjulegu ferð út á land, og þótti mönnum Osborne heldur ‘hafa gert „rellu slæma“ með þessu nýja leikriti. „Auðvelt að skilja báða"! Gagnrýnandi The Times, iskrif- aði á þá leið, eftir frumsýninguna, að áhorfendur hefðu skipst í tvo hluta, þá sem gengu út, og þá sem sváfu. „Það er auðvelt að skiija báða hópana“, sagði gagnrýnandi The Times, sem jafnan skrifar nafnlaust. Osborne hefir í söngleik þess- um tekið til meðferðar ýmislegt Nýjasta leikrit hans veldur vonhrigðum — Gagnrýnesidur eiga vart nógu sterk orð John Osborne — áliorfendur skammast í blaðamennsku. Hann hefir í fyrstu ætlað að taka daufleika blaðamennskunnar til meðferðar, en síðar breytt til og farið að fjalla um svonefnda „vinsælu blaðamennsku“ sem mikið sézt af í enskum blöðum, og er helctur af léttara taginu. Endirinn verður sá að hann ræðst á smekk fólks yfir leitt og þykir mönnum þá sem upphaflega efnið sé runnið út í sandinn. Lífsleiðinn Líkt og áður er lífsleiðinn hinn rauði þráður í „The World of Paul Slickey“. Af og til lifnar þó dá- lítið yfir senunni, og reynt er að fá áheyrendur til þess að hrífast með því sem er þar að gerast. Á- hrifin af því eru tæpast eins og Oisborne hefir ætlast til, því að viðbrögð áhorfenda eru skammir og mótmælahrópi! Góðir leikarar duga ekki Ágætir leikarar, þeirra á meðal Marie Löhr, gera allt sem hægt er að gera til þess að blása lífi í leik • ritið, en það virðist ekki duga til. ! Talið er að leikrit þetta muni ekki verða lengi á ferðinn, og víst er um að John Osborne græðist ekki fé á því, líkt og hinum, en hann er orðinn vellríkur vegna vel- gengni leikrita sem Horfðu reið- ur um öxl, The Enetertainer a. fl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.