Tíminn - 12.05.1959, Side 5

Tíminn - 12.05.1959, Side 5
T í MIN N, þriSjudagiim 12. maí 1959. TILRÆÐIÐ VIÐ LÍÐV ÞVÍ ER OFT slcgið fram, þeg- ar kjördæmaskipunin ber á góma, að frumvarp þríflokkanna um breytingar „marki tímamót í ís- lenzkum stjórnmálum". Jóhann Hafstein lagði út af þessum texta á Varðarsamkomu fyrir skömmu. Þetta er þó að mestu orðagjálf- ur. Við höfum þegar haft fáein etór og all-stór kjördæmi með IhlutfallskosnLngu: Reykjavík, Ár nessýslu, Rangárvallasýslu, Skaga- fjarðarsýslu o. fl., og svonefndir „uppbótarþingmenn", fallnir fram bjóðendur, en endurvaktir, hafa þegar um lan.gt árabil sett ,,svip“ sinn á Alþingi. Þetta hlutfalls- og nppbótarkerfi hefir valdið hinu unga lj'ðveldi og efnahagslífi þess sniklu. ógagni, eins og rök munu að lcidd. Nýja frumvarpið er enn sfærra skref í vandæðaátt,- og það mun þá og því aðeins geta talizt marka tímamót, ef það full- gerir skemmdarverkið og kemur lýðveldinu fyrir kattarnef. Ólíkir hagsmunir drógu þá saman Flokkarnir þrír, sem standa að breytingunni, afnámi einmennings kjördæma og upptöku hlutfails- kosninga almennt, beita allir sömu röksemdinni, hinni svonefndu „réttlætiskenningu“, sem verður skilgreind hér á eftir, en afstaða hvers og eins á sér mismunandi ekýringar. Alþýðuflokkurinn berst fyrir til- vist sinni, enda fullvíst talið, að hann afmáist úr þinginu, ef kjör- dæmin verða ekki stækkuð. Hlut- deild hans í samsærinu er því skilj anleg, jafnframt því sem hún er aumkvunarverð, en rök hans verð- ur að meta eítir málavöxtum. Kommúnistar sjá isér leik á borði að krækja sér í þingmenn á kostnað héraðanna, en þeir eygja annað og meira: Flokkamergð, stjórnmálaglundroði og upplausn, sem ætíð sigiir í kjöliar hiutfalls- kosninga, er einmitt jarðvegurinn, sem þeim hentar til þess að kom fram áformum sínum. Því var Ijóst þegar í upphafi, að ekki stæði á liðsinni þeirra, enda hefir sú orðið raunin. Rétt er þó að minna þessa menn á það, að Sovíet lýðveldin, fyrirmyndarríkið og framtíðarríkið, sem þeim er svo tíðrætt um, viðurkennir ekki hlut- fallsregluna: Meiri hlutanum ber þar allt, og minni hlutar þekkjast ekki á þeirra þingum. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er meira á huldu. Jafnvel „réttlætis- hugsjónin" er honum ekki aðal- átriðið, því að Ólafur Thofs lýsti yfir í útvai’psumræðu, að skv. hinni nýju skipan gRti eitt at- kvæði í sveit á við þrjú í borg, og mætti af því ráða hug hans til bænda. Og Bjarni Benediktsson skýrir frá því í Morgunblaðinu 26. apríl, að margir Sjálfstæðismenn hafi bcinlínis viljað „ná samkomu- lagi um einmenningskjördæmi". Það er og kunnugt áð vitna má í ummæli % flestra forystumanna flokksins' til stuðnings einmenn- ingskjördæmum. Þegar þetta er haft í huga, er erfitt að gera sér. grein fyrir áróðri flokksins nú, réttlætishjali hans annars vegar og hins vegar brigzlyrðum í garð þeirra, sem enn halda tryggð við einmennings kjördæmi og réttindi horaðanna. Réttlætis- kenningin Formælendur hlutfallskosninga liamra statt og stöðugt á svo- nefndri réttiætiskenningu, en skv. henni ber Alþingi að vera spegil- mynd flokksfylgisins, þ. e. tala fulltrúa á að vera í beinu hlutfalli við tölu kjósenda, sem flokkurinn hefir hlotið. Þessi hugmynd virð- ist í fljótu bragði eðlileg, og þó er þarna um rugling og mistúlkun Hin athyglisverða grein, sem hér fylgir, er send bíað inu af lítanflokkamanni, bósettum í Reykjavík - ♦ * I að ræða. Kenningin væri rétt, ef hin þjóðkjörnu þing væru aðeins ráðgefandi, nú nú vitum við, að hlutverk þeirra er ekki það eitt að koma skoðunum á framfæri og rök ræða. Það er fyrst og fremst að taka ákvarðanir og setja lög, og það ber meiri hlutanum, en ekki minni hlutanum, að gera. Hlut- verk minni hlutans er á hinn bóg- inn að gagnrýna. Ef gagnrýni hans er dómbær og ábyrg, gefst honum kostur að afla sér fylgis og verða meiri hluti. En til þessa starfs þarf raunar ekki neina mergð fulltrúa, strangt tekið að- eins einn eða tvo frá hverju ílokks broti. Helzta afleiðing hlutfallskosn- inganna er sú að fjölga smáflokk- um, þannig að myndun ríkis- stjórna er sjaldan möguleg án þáíttöku þeirra. Reynist þá oft óhjákvæmilegt að taka upp stefnuskrármál minni hlutans, eitt eða fleiri, en með því er brotin sú grundvallarregla lýðræðisskipu lagsins, að meiri hlutinn eigi að ráða: Það er herfileg rangfær.sla lýð- ræðishugtaksins, að aldir eigi að ráða, enda gersamlega óhugs- andi. Slík skipan er ekkert annað en stjórnleysi (anarchy), og við það er raunverulega átt, þegar formælendur hlutfallskosninga tala um „þjóðræði". Það er orð út í bláinn og samræmist á engan hd(tt lýðræðisskipulaginu, sem byggir á meiri hluta reglunni. Ef löggjafarsamkoman á ao vera spegilmynd flokksfylgisins meðal þjóðarinnar, liggur beint fyrir að álykta, að ríkisstjómln eigi að vera spegilmynd löggjafarsam- komunnar, þannig að hverjum þingflokki beri ráðherrastólar í samræmi við fulltrúafylgi. Slikt er að sjálfsögðu alger fjarstæða, sem jafnvel heíttrúuðustu hlut- fallsmenn þora ekki að halda til streitu. En sjá má af þessu, að „réttlætiskenningin“ leiðir, ef hún er rakin út í æsar, til hreinna öfga og öngþveitis. Sannleikurinn er sá, að eitt- hvað annað en göfugmennska vak- ir fyrir smáflokkunum, þegar þeir hrópa á réttlæti og heimta þing- mann út á hvert atkvæði, sem þeim er greitt. Bak við slagorðin leynist löngunin til þess að seilast út fyrir verksvið sitt, sem var skýrgreint hér að ofan. Þeir vilja fá hlutdeildina í sjálfum stjórnar- framkvæmdunum. Krafan um „uppbótarmenn" er til þess eins fram borin að öðlast sterkari að- stöðu við samningaborðið, mál- efnaþófið og hrossakaupin, þegar ríkisstjórnir eru bræddar saman, svo1 sem ætíð verður að gera undír kcr.fi hlutfalbkosninga. Þarna höf um við „réttlætið“ grímulaust. Rjördæmaskipuniíi ■ l þarf að tryggja völd meirihlutans Meginatriðið varðandi kjör- dæmaskipunina er að tryggja völd meiri hluta á þingi, því það er ólýðræðislegt. En þá er að at- huga raunhæft og undanbragða- laust, hvernig slíku marki verði náð. Engin viðhlítandi rök hafa nokkru sinni verið færð fyrir því hér á landi, að einmenningskjör- dæmi geti ekki tryggt iýðræðis- lega 'skipan Alþingis. Margnefnt tal um kosninga-misrétti og önnur gagnrýni beinist að kerfinu, sem við höí'um í dag, en það er alls ekki kerfi einmenningskjördæma. Við höfum blandað kerfi, og þó má telja hlutfalls- o.g uppbótar- regluna orðna ráðandi, enda lið- lega helmingur fulltrúa komnir á þing með þeim hætti. Það er ein- mitt mjög táknrænt, að eftir hvert skref okkar í þessa átt hefir hið svokallaða ranglæti magnazt, og sú verður einnig raunin nú, ef frumvarp þrífloklcanna nær endan lega fram að ganga. Það hefir komið á daginn, að einmenningskjördæmi blómgast með prýði í lýðræðisríkjum, eink- um ef tveim skilyrðum er full- nægt: (1) Stærð þeirra þarf að vera stillt í hóf. (2) Endurskoðun þeirra þarf að fara fram með til- teknu árabili í samræmi við breytta íbúatölu. Þau eru hin við- tekna regla í hinum engilsaxneska heimi, sem er kunnur fyrir á.gæt- ast stjórnarfar, syo og traustan gjaklmiðil og jafnvægisbúskap. Fullt tillit er tekið til aðstöðu- munar dreifbýlisins. Kosningatöl- ur frá t. d. Bretlandi sýna, að ein- menningskjördæmi geta leitt til nær algers jöfnuðs milli flokka, einkum hinna stærri. Atkvæði glatast einum flokki í þessu kjör- dæmi, öðrum í hinu, og talan gengur upp. Aúðvitað gætir tölu- verðs misræmis á islundum, og minni hlutar verða útundan. Þó vilja þessar þjóðir ekki taka upp hlutfallskosnirigár, því að þeim er ljóst, að slíkt kostar fói-n þein-a verðmæta, sem við teljum lýðræð- inu helzt til gildis. Þjóðfélagsstofnun gerir eitt af tvennu að örfa eða draga úr mann- legtim tilhneigingum. Kerfi ein- menningskjördæma stuðlar að samstöðu manna með skyldar, en þó e. t. v. ólíkar skoðanir, og oft skapast tveggja flokka skipulag, sem er talið hið ákjósanlegasta. Hlutfallskosningar eru kunnar að því að efla sundrung og flokka- drátt. Reynsla annarra ríkja er lærdómsrík, og skal hér farið nokkrum orðum um Þýzkaland og Frakkland. En við höfum þegar okkar eigin sögu að segja í þessu efni, og verður hún gerð að um- taisefni í lok greinarinnar. Reyesla Þjóðverja og Frakka af hlut- fallskosningum Hlutfallskosningar voru við- hafðar í Þýzkalandi frá 1919 til 1933. Grundvallarreglan var upp tekiu með Weimar stjórnar- skránni, én sérstök lög fjölluðu um smærri atriði. Landinu var skipt í fá, 'stór kjördæmi, 35 að tölu, hvert mcð hlutfallskosningu, og jafnframt voru uppbótarsæti. Meðal formælenda kerfisins rikti mikill áhugi og eldmóður. Er í aðra röndina broslegt, og þó raunar miklu fremur dapurlegt, að rifja upp í dag rökin og kosn- ingáslagotðm, sem beitt var í mál- inu. Þau voru nákvæmlega hin sömu og við heyrum nú í ræðum og blaðakosti þríflokkanna hér úti á íslandi: Hin nýja skipan átti að tryggja hið fullkomna réttlæti og treysta lýðræðið. Wéimar lýðveldið hafði átta 'kosningar með þessu fyrirkomu- lagi. Áður en hálfur áratugur var liðinn, var þegar byrjað að efast um ágæti kerfisins, og hin upp- haflega bjartsýni þvarr óðum. Á árunum 1924—1932 var fram bor- inn urmull frumvarpa um endur- bætur og leiðréttingar, enda fór ánægjan slöðugt vaxandi. Hverjir voru þá helztu gallarnir, sem- hlut- fallskosningar reyndust hafa í framkvæmd? (1) Hinn fyrsti var fjölgun flokka. Þeir voru sjö í Þýzkalandi árið 1918, en árið 1932 var talan komin yfir tuttugu. Afleiðingin varð ekki eingöngu að gera myndun ríkisstjórna stórum erfið- ari, heldur og að auka til muna sundrung og óeiningu meðal þjóð- arinnar, svo sem átakanlega kom í ljós síðar. (2) Hagsmunahópar fengu meiri og meir tök á flokkunum. Unnt var að reikna út með furðu- legri nákvæmni, hve marga full- trúa mætti fá kjörna, og var þá algengt, að hin o.g önnur samtök byðu forystumönnunum hvers kon ar hjálp og stuðning gegn því að mega ráða nöfnum á listanumf (3) Meginókosturinn lá hins vegar i stærð kjördæmanna og notkun lista, sem færði val fram- bjóðenda frá kjósendum sjálfum til flokksins, og þá einkum mið- stjórnar. Útnefning frambjóðenda af hálfu miðstjórnar gerði þá háð- ari forgystumönnunum, þannig að þeim hætti við að líta fremur á gagn flokksvélarinnar en þarfir umdæmisins. Sjálf kosningabarátt- an varð ópersónulegri og yfirborðs , kenndari. Samband frambjóðenda og kjósenda varð laust í reipum, og deilan, sem áður stóð um mann- inn og sérstök vandamál héraðs- ins, tók að snúast æ meira um fjarræn flokkssjónarmið, enda var áróðurinn að mestu irekinn af sjálfu forystuliðinu úr höíuðstaðn- um með tilstyrk skemmtikrafta og allskyns bægslagangs. Um endanleg örlög hins þýzka flokkadráttar er óþarft að fjöl- yrða. Mönnum er enn i fersku minni þær hörmungar, er yfir þjóðina dundu og raunar bitnuðu meira eða minna á hemiinum öll- um. Frakkland tók upp kerfi hlut- fallskosninga árið 1946. Svonefnd stórhéruð („départements") voru gerð að kjördæmum, en sex hin- um stærstu þó skipt í minni ein- ingar. Listar voru viðhafðir, en ekki uppbótarsæti. Meginhvötin til breytingarinn- ar var sú, að flokkunnum reyndist vegna lélegrar skipula.gningar og ótryggðar, þegar lítt kleift að ná hreinum meiri hluta, og vildu þeir þá, hver um sig, tryggja sér þing- sæti eins og atkvæðamagnið frek- ast leyfði. Flestir þóttust og sjá fram á persónulegan ávinning. Skeleggustu baráttumennirnir voru kommúnistar, en þeir vildu reyndar helzt hafa einn lista fyrir landið allt. Þess utan var þeim kappsmál að fá miðstjórninni al- gert vald yfir einstökum þingfull- trúum, þannig að þá mætti bein- línis reka eða knýja til þess að segja af sér, ef þeir óhlýðnuðust. Hér fór á sömu leiö og í Þýzka- landi. Flokkunum fjolgaði, og rík- isstjórnirnar urðu valtari í sessi en nokkru sinni. Liðiega áratug eftir gildistöku laganna var fjórða franska lýðveldið úr sögunni. Kommúnistar, sem ætluðu að hagnast mest á kjördæmabreyt- ingunni, urðu fyrstu fórnardýr hennar. fengin, bendir þó til þess, að þarna ætli að fara á sömu leið og í öðrum löndum hlutfallskosn- inga: Stjórnarmyndun hefir ver- ið bundin vaxandi erfiðleikum einkum í fyrrnefndu landi, og > Finnlandi horfði til slíkra vand- ræða að þessu leyti fyrir skömmu, að fjárhagslegu og pólitíslcu ör- yggi ríkisins var teflt í voða. Við sjálft lá, að voldugur nágranni notaði sér öngþveitið, sem skapazl hafði. Á það má minna, að formaður dönsku stjórnarinnar, sem nú sit- ur, varð að kaupa sér stuðning' smáflokks með afarkostum. Ráð- herra þessa fiokksbrots, Starke, hefir tekizt að rígbinda handrita- málið í óþökk yfirgnæfandi meiri hluta dönsku þjóðarinnar, og ætti þetta eitt sér að vera okkur ís- lendingum m. a. allskýr lexía um óeðlileg völd minni hluta hópa undir kerfi hlutfallskosninga. Reynsla okkar íslendinga Reynsla Norðurlanda Norðurlönd hafa að nokkru tekið upp hlutfallskosningar, aðalléga á seinni árum fyrir ágengni sömu afla og hér- eru að verki, en í því sambandi er nauðsyn að gera sér grein fyrir tvennu: (1) Kerfið á sér ekki enn það iangan aldur i þessum hægfara lýðræðisríkjum, að tímabært sé að dæma um það til fulls. (2) Reynslan, ,sem þegar er Hlutfallskosningar voru teknar upp að verulegu leyti hér á landi með kjördæmabreytingunum 1933 og 1942, en síðan þá er aðeins minni hluti þingmanna kosinn óhlutbundið (21 af 49). Enda þótt hlutfalls- og upp- bótarkcrfið sé þannig ekki enn einrátt, höfum við síður en s\o farið varhluta af göllum þess. Stjórnmálaflokkarnir voru áður þrír: Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, en kommúnistar með öllu áhrifalaus- ir. Eftir breytinguna fjölgaði flokkunum um helming: Komm- únistar hófust sem fjórði flokkur til vegs og virðingar á vængjum uppbótarsætanna, en seinna bætt- ust við Þjóðvarnarflokkur og Lýð- vcldisflokkur,- sem þó hafa dregið sig í hlé í bili vegna sérstaks ákvæðis í lögunum um kosningu minnst eins fulltrúa í kjördæmi. Myndun hreinnar flokksstjórnar hefir reynzt ómöguleg í tvo éra- tugi, .sömuleiðis samsteypa skyldra flokka, svo sem Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Eitt skipti á tímabilinu varð Alþingi hreinlega að gefast upp við að koma saman ábyrgri ríkisstjórn, og þurfti þá að leita út fyrir sali hinnar virðu- legu stofnunar í fyrsta sinn í sögu hennar. Þær ríkisstjórnir, sem tek- izt hefir að .setja á laggirnar, eru sambræðslur sundurleitra afla, byggðar á svonefndum málefna- samningi, sem ber öll einkenni hrossakaupa. Fæstar þeirra hafa enzt út kjörtímabilið, sumar að- eins skamma hríð. Bein afieiðing þessara erfiðleika er sú, að fjármál okkar hafa verið í molum. Enda þótt síðastliðið tveggja áratuga skeið .sé mesta góðæri, sem um getur frá byggð íslands, og meira fé hafi borizl' okkur í hendur en dæmi eru til um, einkennist efnahagslíf okkar af þrennu: Hríðfallandi gjald- miðli, verkföllum og styrkjabú- skap. Ofan á þetta bætist, að stéttir í þjóðfélaginu hafa vaxið ríkisvaldinu yfir höfuð og bók- stafiega segja því fyrir verkum. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, gegnir furðu, að ábyrgir menn séu þess fýsandi að halda enn lengra út á braut hlut- fallskosninga og uppbótarkerfis. Svo sem getið var í upphafi, má skilja forsprakka Alþýðuflokksins, sem sjá daga sína taida á stjórn- málasviðinu, ef breyting verður ekki, og kommúnistar hugsa öðru vísi en fólk fiest. En sinnaskipti Sjálfstæðisflokksins eru ráðgáta. Aðalhvatamaðurinn í þeim her- búðum er talinn Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri. Hann þykir lítill stjórnmálaskörungur og enn minni stjórnmálavitringur, en hef- ir þó kunnað að koma sér vel áfram í höfuðborginni með áferð- armjúkri og meiningarlausri (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.