Tíminn - 12.05.1959, Side 6

Tíminn - 12.05.1959, Side 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 12. maí 1959. Útgefandl : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 ÞaS, sem barist er um DEILAN í kjördæmamál- inu snýst ekki um það, hvort réttmætt sé að fjölga þing- mönnum í þéttbýlinu. Um það eru allir flokkar sam- mála. Framsóknarmenn hafa flutt tillögu, þar sem gert er ráð fyrir 12 þingmönnum i Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýsla verði fjögur kjör dæmi, Akranes verði sér- stakt kjördæmi og Akureyri hafi tvo þingmenn. Kjör- dæmafrumvarp stjórnar- flokkanna, sem nú hefur ver ið samþykkt á Alþingi, gerir ráð fyrir nákvæmlega sömu fjölgun þingsæta í þéttbýl- inu. í RÆÐU Sigurvins Einars- sonar, sem nýlega var birt hér i blaðiriu, var þetta mjög ítarlega rakið. Hann sagði m. a.: ,,Það er ekki neinum vanda bundið fyrir hvern sem er, að gera sér grein fyrir, hvað á milli ber i tillögum þríflokk anna og tillögum þríflokk- anna og tillögum Framsókn- armanna í þessu máli. Eg nefni þá fyrst Reykjavík. Þrí flokkarnir ætlast til, að þar verði 12 þingmenn. Fram- sóknarmenn leggja líka til, að Reykjavík hafi 12 þing- menn. Ekki er ágreiningur þarna um tölu þingmanna. í hinu fyrirhugaða Vestur- landskjördæmi, Borgarfjarð- arsýslu, Akranesi, Mýrasýslu, Snæfells- og Hnappadals- sýslu og Dalasýslu ætlast flutningsmenn þessa máls til að veröi 5 þingmenn. Fram- sóknarmenn leggja líka til að 5 þingmenn verði á þessu landssvæði. Ekkj er heldur ágreiningur þarna um tölu- þingmanna. Alveg eins er þessu háttað í fyrirhuguðu kjördæmunum, Vestfjarða- kjördæmi, Norðurlandskjör- dæmi vestra, Norðurlands- kjördaémi eystra og Suður- landskjördæmi, að á hverju þessu landssvæði fyrir sig er sami fjöldi þingmanna fyr irhugaður í tillögum þrí- flokkanna og tillögum Fram- sóknarmanna. Það er hið fyr irhugaða Austurlanlskjör- dæmí eitt, sem á að hafa færri þingmenn en Fram- sóknarmenn leggja til . að verði á því landssvæöi. Þar eru þríflokkarnir með 5 þingmenn en Framsóknar- menn með 6 í tillögum sín- um. Samkvæmt þessu vilja flutningsmenn þessa frumv. að kjördæmakosnir þing- menn í landinu öllu verið 49, en Frasóknarfl. leggur til, að þeir verð'i 50. Þetta er þá allur munurinn á tillögum þríflokkanna og Framsókn- armanna um tölu kjördæma kosinna þingmanna í land- inu. Það munar einum manni. UM uppbótarmennina er það að segja, að flutnings- menn frumvarpsins vilja hafa bá 11. hvort sem nokkur þörf er á uppbótarþingmönn um til jöfnunar milli þing- flokka eða ekki. En Fram- sóknarmenn leggja til, að þeir skuli vera allt að 10 og fer þá tala þeirra eftir því, hvort þörf er á þeim til jöfn unar, eins og verið hefir. En hvað er það þá, sem veldur átökunum? Það er sjálf byltingin í tillögum þrí flokkanna. Það er réttinda- sviptingin, sem framkvæmd er með því að leggja niður öll hin fornu kjördæmi utan Reykjavíkur. Það er þetta, Sem Sjálfstæðisflokkurinn og hjálparflokkum hans er svo mikið hjartansmál, að þeir virða ekki viðlits samkomu- lags tillögur Framsóknar- manna. Og þegar þeir heyra andmælin utan úr kjördæm- unum gegn þessu tilræði, þá hrópa þeir bara hærra „rétt lætismál“. Það er eitthvað meira en lítið innifalið í þessu fyrirkomulagi, stóru hlutfallskjördæmunum sem þriflokkunum geðjast svo vel að, að þeir skuli leggja þetta ofurkapp á að koma því fram. Það er ekki þingmannafjöldinn í þétt- býlinu. Um það er fullt sam- komulag. Það eru ekki upp- bótarsætin, þar munar mjög litlu, en það er afnám kjör- dæmanna. Það er kjarninn. Það er réttlætismálið." í NEFNDARÁLITI þeirra Hermanns Jónassonar og Karls Kristjánssonar er vik ið að þessu sama. Þar segir: „Okkur virðist augljóst, að ef tillögur okkar verða samþykktar, náist i höfuðat riðum sams konar réttlæti þéttbýlinu til handa og flokk arnir þrír telja takmark sitt að ná með frumvarpi sínu. — Munurinn á þessum leið um, þ. e. stefnu frumvarps- ins og stefnunni samkvæmt breytingartillögum okkar, er þá orðinn í aðalatriðum sá, að samkvæmt frumvarpinu eru öll núverandi kjördæmi nema eitt, þ. e. Reykjavík, lögð niður, en samkvæmt leið okkar er réttlætinu náð án þess að leggja kjördæmin nið ur og stofna til hlutfallskosn inga í stórum kjördæmum, en það teljum við háskalega byltingu. Okkur virðist því auðsætt, að ef þingmenn greiða at- kvæði gegn breytingartillög um okkar, hafi þeir meiri á huga á því að leggja niður kjördæmin en að ná réttlæt inu fyrir þéttbýlið. Og fer þá allt þetta mál að verða all mikið öðruvrsi og tilgangur þess allt annar en túlkað hef ur verið opinberlega.“ ÞAÐ sem hér hefur verið rakið, er kjarni kjördæma- málsins. Tilgangur þríflokk- anna er ekki aukið réttlæti, heldur afnám kjördæmanna. Spurningin, sem fólkið út um land, Verður fyrst og fremst að svara í kosningunum 28. júní, er því þessi: Er það rétt að ieggja hérað þitt eða Hvers eiga síldveiðarnar fyrir norðan og austan að gjaldá? Senn líður að síidarvertíð — þessum áhættusama at- vinnuvegi, sem jafnframt ó- vissunni ber í sér svo mikla vinningsmöguleika, að ís- lenzka þjóðin hefir ekki efni á öðru en að búa sig árlega sem bezt undir síld- arútgerð norðan lands og austan. Síldarútveguriinn er ekkert smámál fyrir þjóðina. Einn vel heppnaður síldveiðidagur getur fært þjóðarbúinu margra milljón króna verðmæti. En því miður liafa velheppnuðu veiðidagarnir orðið fáir síðustu 12 til 15 árin. Síldaraflamagn síðast iiðins sum ars nam t.d. ekki nema um % af aflamagni ársins 1944, sem telja verður síðasta verulega síld- arsumarið. En jafnvel hin lélega síldveiði síðast liðins sumars — nemur að verðmæti nokkuð á annað hundrað milljónir króna, svo auðsætt er að þjóðarbúið get- ur munað um minna — og býsna varhugavert að gefast upp við að gera út á síld, þótt reiknað sé með „að síldin bregðist“ — eins og yfirleitt hefir verið talið nrörg siðustu árin. En það er nauðsynlegt að læra af reynslunni — og hafandi í huga hið lilia síldarmagn og fáu veiðidaga mörg síðustu árin — virðist eðlilegt að reikna með líku ástandi eilthvað áfram ■— það er, minna sílldarma|gni og langsótt- ari en áður var — og áætlanir og aðgjörðir í síldarútvegsmáium, hljóta að eiga að mótast af reynslu síðustu ára>. Útgerðarmenn hafa reynt að mæta vandanum með betri skipa- kosti, og mun betri veiðarfærum og leitartækjum en áður þekkt- ust. Þessi viðleitni hefir eflaust haft töluverð áhrif til að halda í horfinu þessu seinni ára afla- magni — og verður ekki um sak- azt að útgerðarmenn hafi ekki gert sitt bezta til að afla — þó að aflamagnið hafi ekki nægt til að fleyta meirihlut síldveiðiskip- anna yfir hallarekstur mörg síð- ustu árin. Undantekningar eru auðvitað örfá afburða aflaskip, sem jafnan hafa borið sig,' en við slíkt verður ekki miðað þegar tekið er tiilit til heildarinnar. Líka sögu er að segja af síld- arvinnslustöðvunum í landi — síldarverksmiðjunum og söltunar- stöðvunum, sem miklu fleiri árin hin síðari hafa verið reknar með tapi. En sífelldur hallarekstur eins af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar er óhugsandi — og verður því að leita að orsökum tapsins — og úrbótum. Hlýtur þaíð að vera verkefni ríkisvaldsins og ráðandi stofnana þessara mála, að veita aðstoð og þá umhugsun, sem með þarf til að stöðva hallann. En það virð- ist vart verða gjört á annan hátt en þann, að auka verðmæti þess síldarafla, sem á land berst hverju sinni. Þegar mjög nýtur atvinnuvegur stendur höllum fæti, hlýtur það að vera lágmarkskrafa til stjórn- arvaldanna, að verðlagning eða skráning á gengi framleiðsiu hans kaupstað niður sem sjálf- stætt kjördæmi? Það væri ekki með ólíkindum, þótt það svar yrði nokkuð á aðra leið en fulltrúa þríflokk- anna, sem hafa sameinazt um kjördæmabyltinguna á Alþingi. Sagan frá 1908 getur endurtekið sig, ef kjósend- ur hefja sig yfir flokkadeil- iu’ og láta afstöðuna til þessa mikla höfuðmáls, sem liggur fyrir í þessum kosn ingum, ráða afstöðu sinni. Eftir Björn Stefámsson. kaupfélagsstjóra, Siglufir'ði sé ekki neðan við eðLleg takmörk — eða að minnsta kosti ekki lak ari en annarrar útflutningsfram- leiðslu. En það furðulega er, að um mörg undanfarin ár hefir bein- línis verlð níðzl á útflutningsfram leiðslu Norðanlandssíldarinnar. Síldarafurðir munu nafa verið sú útflutningsframleiðsla, sem allra síðast hlaut útflutningsupp- bætur. Og sem dæmi um skilningsleysi og lítilsvirðingu ekki aðelns ríkis- valdsins heldur og almennings á þýðingu síldarútvegsins -— má geta þess, að þegar fyrst var á- kveðið að greiða útflutningsupp- bætur á síldarafurðir, sem að vísu voru miklu lægri en á aðrar sjávarafurðir -— þá var algengt að sagt væri nianná á milli bæði í gamni og alvöru, að það væri nú gagn að ekki yrði verulegt síld- veiðisumar, svo að ríkissjóður og þjóðin færi ekki bókstaflega á hausinn. Er það auðvitað stórkost legt alvörumál út af fyrir s'ig, að margt fólk í þessu landi skuli trúa slíkri firru, að þjóðin geti tapað á mikilli framleiðslu á eftirsótt- um útflulningsvörum — og þar með ekki gera sér neina grein fyrir á hverju þjóðin lifir. Með setningu útflutningssjóðs- laganna á s.l. ári, var þess vænzt og reyndar talið lögunum réttilega til gildis — að aðstöðumunur út- flutningsframleiðslugreinanna yrði leiðréttur frá eldra uppbótar kerfinu — þannig að hver út- fiutningsgrein nyti síns raunveru- lega verðs. En þá gerist það furðulega, að ennþá var níðzt á Norðanlands- síldinni — og svo stórkostlega, að þegar útflutningsuppbætur á flest ar fiskafurðir og þar á meðal síld veidda úti fyrir Suður- og Vestur- landi var ákveðin 80% — þá skyldu 55% vera 'nægilegar út- flutnmgsuppbætur á afurðir síld- ar, sem veiddist fyrir Norður- landi. Auk þess sem ráðstöfun þessi virðist reikningslega van- hugsuð meðan meirihluti síldar- útgerðar á Norðurlandi er rekinn með tapi — þá er hér um svo freklegt ranglæti að ræða — og misrétti milli landshluta — að því verður ekki trúað, að löggjaf- arsamkoma þjóðarinnar leiðrétti ekki þegar á þessu þingi þá fjar- stæðu, að greiða nær Vá lægri út- flutningsuppbætur á síld veidda úti fyrir Norður- og Austurlandi, en greitt er á sömu vörutegu-nd fangaða út af hinum fjórðu-ng- unum. Hvenær myndi t. d. bændum hafa dottið í hug, að skrá verð á smjöri eða kindakjöti, fr;am- leiddu í Eyjafirði 20% lægra en á sömu vöru í Árnessýslu — til þess að dæmi sé nefnt. En þó að sú sjálfsagða leiðrétt- i-ng verði gjörð þeg-ar, að afurðir Norðanlandssíldarinnar verði skráðar á sama gengi og aðrar út- flutningsafurðir, þá er og hitt jafn mikils um vert, að gjöra sem mest verðmæti úr síldarafl- anum sem; fæst hverju sinni. Gjör- nýting síldaraflans er það mark, sem keppa verður að. í því sam- bandi má minna á stórmerkilegt frumvarp Karls Kristjánsson-ar al- þingismanns' — um niðurlagningu og vinnslu sílda-rinnar hér heima, sem hlýtur að verða aðkallandi verkefni næstu missera. En j-afnvel þó að miðað sé við þá frumstæðu aðferð, að flytja síldina út lítt unna-, en sallaða eða frysta til manneldis í stað þess að setj-a ha-na í bræðslu — þá er munurinn á verðmætum geysilegur. Til skýringar má geta þess, að síldveiði-skip með þrjú þúsund tunna veiði miðað við verðlag síðast liðin-s sumars, fékk yfir 200 þúsund krónum meira verð fyrir aflann, með því að hann væri saltaður en Iagður upp í bræðslu. A 250 þúsund tunn- um, sem salta-ðar voru á s.l. sumri, er verðmun-ur til útgerð- arinnar því yfir 50 milljónir króna miðað við að það aflamagr. hefði allt f-arið í bræðslu og mismun- ur á útf-lutningsverðmlsétum -þó miklu meiri. Er því -auðsætt, ■ að mikils er um vert, að sem -mest af síldaraflanuin sé selt og verk- að í salt. Því miður er ekki öll síld, sem á land berst söítunar- hæf. Síld til manneldis er við- kvæm vara — og slæm meðferð getu-r gert gott h-ráefni ónothæft til söltunar. Það er niál útgerð- armanna og sjómanna að gæta þar eigin hagsmuna með útbún- að báta og aUa meðferð síldar- innar. Þá þarf úrvals-saltsíldim að hafa allt að 20% fitumagn. Hefir mikið á vantað mörg hin síðari ár að Norðanlandssíldin öll hafi náð því fitumagni. En fleira er ætt en úrvalssíldin —- og ýms- ar þjóðir vilja k-aupa síld með lægra fi-tumagni, en þá fyrir eitt- hvað lægra verð. Er ljóst þeg-ar hugleitt er, hversu miklu munar á verði saltsíldar og bræðslusíld- ar að mjög þýðingarmikið er að tryggja sölu á síld með lægra fitumagni en krafizt er á úrvals- síld. Með öðrum orðum, saltsíld- ina þarf að selja í tveim eða þrem fíokkum eftir gæðum. Hefir það lcngi gilt um flestar fiskteg-undir að selja þær i fleírum- en einum gæðaflokki — og ætti slíkt ekki siður að vera nauðsynlegt með síldina, sem í því sem öðru er breyti-leg — og sum árin reyhist svo blönduð og fitulítil að nær ekkert yrði saltað, ef ekki væri markaður fyrir nema úrvalssíld- ina. Á s'íðustu á|rum hafa opnazt möguleikar á sölu á töluverðu m-agni af fiski til Austur-Þýzk-a- lands — þar á meðal saltsíld 14 til 18% feitri. Er mikilsvert að síldin fái að sitja í fyrirrúmi fyri-r þeim markaði á meðan freðfisk- urinn er viða seljanlegur. Sem fullkomnust nýtign- síldar- ■aflans, sem á land berst hverju si-nni — og algjört jafn-ré-tti Norð anlandssíldarinnar við aðra út- fJutningsframleiðslu er mál sem enga bið þolir. Það er stórt hags- munamál ekki aðeins Norðlend- inga og Austfirðinga heldur og al'lrar þjóðarinnar. Þau þjóðarauðæfi, að landið liggur að einum beztu síldarmið- um í veröldinni — á ekki að lít- ilsvirða með hugsunarleysi — heldur búa þannig að síldarútveg inum að hann megi sem Ijósast sýna hvaða þýðingu hann getur haft á batnandi þjóðarhag. Björa Stefánsson Inílúenzan skæð Dalvík, 9. maí. — Skæður inflú- -ensufaraldur bars-t hingað -fyrir hálfum mánuði. Hefur fól-k lagst umvörpum i nVmið með háum hita og vánlíðan. .4 sumum heimihim hefur allt heimilisfólk lagst -sam- tímis. Búið er að lo’ka -bam-a-skól- anum og atvinnulí-f lamað vegna fólkseklu. M.b. Björgvin Indaði hér 60 lest um af ísvörðum fiski á mámidag, en vinnsla hefur gengið -erfiðlega vegna veikinda starf-sfólks frysti- hússins. Tíðarfar he-fur verið mjög kalt undanfarið. Hörkufrost hverja inótt og oft briö-arveður. Má segja, að ■sumarið heilsi frernur kulda- lega. Fyrsti báturinn kom af -suður- landsvertíð í nótt. Var það Júlíus Björnsson, sem gerður var út frá Kefl-avík í vetur. P.J.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.