Tíminn - 21.06.1959, Blaðsíða 7
í f M IN N, sunnudaginn 21. júii 1959.
Z
— SKRIFAÐ OG SKRAFAD —
Andstaðan gegn kjördæmabyltingunni magnast. - Menn sameinast um sjálfstæði héraðanna
gegn auknu flokksvaldi og flokkasundrungu. - „Get ekki stutt Sjálfstæðisflokkinn nú.“ - „Eg
er Alþýðuflokksmaður en kýs hann ekki nú.“ - Viðleitni til andlegrar kúgunar. - „Vottorðið"
í Fregnmiðanum og yfirlýsing Kristins. - Uppljóstrun Gunnars um landhelgismálið.
Rétt vika er nú eftir til kosn-
inga. Eftir því, sem tíminn stytt
ist til þeirra, verður vart sivax-
andi andspyrnu gegn kjördæma-
byltingunni Meðal fylgismanna
þriflokkanna verða þeir stöðugt
fleiri og fleiri, sem ekki ætla að
láta flokksböndin binda sig að
þessu sinni heldur munu fylgja
sannfæringu sinni og samvizku
við kjörborðin 28. júlí.
Roskinn Sjálfstæðismaður,
Páll Þorsteinsson, bóndi á Stein
dórsstöðum í Reykholtsdal, túlk
ar vel þetta hugarfar, er honum
farast svo orð í seinasta Kjör-
dæmablaði:
„íslendingar í sveitum og bæj-
um þurfa að standa saman gegn
kjördæmabreytingunni á sama
hátt og þjóðin öll gerir í land-
helgisdeilunni við Breta. Eins
og landhelgismálið er sjálfstæð
ismál þjóðarinnar er kjördæma
máliö sjálfstæðismál hérað-
anna og réttindi, sem
þau afsala sér, verða ekki heimt
aftur. Eg hef oft og lengi kosið
Pétur Ottesen til þings í Borg-
arfjaröarsýslu, en myndi ekki
kjósa hann nú þótt hann væri
sjálfur í framboði. Eg er ánægð
ur með það, að Pétur hættir um
leið og þetta vitlausa kjördæma
frumvarp kom fram svo kjósend
ur hans almennt í Borgarfjarð
arsýslu geti kosið af frjálsum
vilja um kjördæmamálið og
þurfi ekki að taka tillit til hans
fyrir góð störf á undanförnum
árum.
Landsbygðin þarf að mynda
samtök um að njóta afraksturs
ins af gjaldeýrisöflun sinni og
milliliðastéttin í Reykjavík hefði
gott af að vita hvaðan gjaldeyr
irinn kemur aðallega. Efling iðn
aðar og framleiðslu er sameigin
legt málefni héraðanna. Heil-
brigö fjármálastefna er atvinnu
lífinu brýn nauðsyn og þar tel
ég bezta ráðið að lækka allt verð
lag og allar tölur niður i 1/10
af því sem það er nú. En um-
fram allt: Verjum sjálfstæði hér
aðanna. Sameinumst öll gegn
kjördæmabreyingunni.“
Þeir eru áreiðanlega margir,
sem áður hafa fylgt Sjálfstæð
isflokknum, en hugsa nú líkt og
Páll á Steindórsstöðum. Hjá
þeim er nú þetta umfram allt:
Verjum sjálfstæði héraðanna.
Sameinumst öll gegn kjördæma
breytingunni.
„Get ekki stutt
Sjálfstæ^isflokkinn nú'
Annar Sjálfstæðismaður,
Bragi Melax, skrifar einnig
stutta grein .í sama tölublað Kjör
dæmablaðsins. Honum farast
þannig örð:
„Eg hef íylgt Sjálfstæðisflokkn
um aö málum, en er algjörlega
andvígur kjördæmabreytingunni
og get því ekki stutt Sjálfstæð
isflokkinn nú.
Eg er sannfærður um að þessi
fyrirhugaða kj ördæmabrey ting
myndi, er fram liðu stundir, efla
miðstjórnarvaldið og flokksræð
ið, en það leiddi aftur til þess
að áhrifavald dreifbýlisins
minnkaði; verulega en Reykja-
víkurvaldið yrði allsráðandi.
Kjördæmabreytingin felur
einnig í sér menningarlega
hættu. — Ef við glötum okkar
sérstæðu1 þjóðlegu menningu,
sem dreifbýlið hefur föstrað,
hljótum við einnig að gláta til
verurétti okkar og sjálfstæði.
Það er hverju orði sannára sem
Nordal hefur sagt á sínum mann
dómsárum: „Það væri óhugsandi
a ð svo fámennur flokkuf gæti
myndað sérstaka og sjálístæða
þjóð, ef hann væri hnepptur sam
an á svolítilli frjósamri og þaul
ræktaðri pönnuköku.“-
fregnmiða meðan á prentaraverk
fallinu stóð, þar sem tíirt var
svohljóðandi „vottorð", sem var
eignað Kristni:
„í Kjördæmablaðinu 2. júní
s.l., er haft eftir mér viðtal, sem
er mjög rangfært. Eg átti stutt
viðtal við tvo menn og mun ann
ar þeirra hafa verið érindreki
Framsóknarflokksins, ndá þótt
hann forðist að tala um þáð. Þaö
er rétt eftir mér haft, að *ég er
Sjálfstæðismaður, enda mpn ég
styðja Sjálfstæðisflokkinn við
næstu kosningar, eins og áður,
þótt ég sé ekki alls kóstar ánægö
i ur með kjördæmamálið.. '
I Það er ástæða til þess áð vara
fólk við þess háttar mönnum,
I sem óska eftir blaðaviðtáii við
j menn og rangfæra svo það sem
j sagt er, en þannig mun, flest
vera, sem í Kjördæmablaðið er
skrifað, samanber viðtal yið Ólaf
hreppstjóra í Hábæ, serp einnig
er rangfært.
Borgarholti 7. júiií 1909.“
Þetta „vottorö ‘ vaf síðan birt
í Mbl. og farið mörgum og stór
um orðum um fölsun Kjördæma
blaðsins.
Nú er aðeins vika til kosninga, og kjósendur munu nú flestir búnir eða í þann veginn að gera það upp við sig, Yfirlýsing Kristins
hvort þeir eiga að fylgja kjördæmabyltingunni eða ekki, hvO'i't þeir vilja leggja öll kjördæmi landsins niður
nema Reykjavík og taka upp fá stór kjördæmi með hlutfallskosningum. T. d. Vestmannaeyingar, hvað skyldu
þeir hugsa? Þær fréttir berast þaðan, að andstaðan gegn kjördæmabyltingunni fari þar dagvaxandi. Vestmanna
eyingar kpnna þeirri tiihugsun í meðallagi vel að láta draga sig til lands. Eyjarnar eru mesta útgerðarstöð
landsins og þar aflast hlutfallslega mestur gjaldeyrir í þjóðarbúið. Vestmannaeyingar eru afmarkað kjördæmi
landfræðilega, atvinnulega og efnahagslega. Þær eiga harla fátt sameiginlegt með öðrum landshlutum. Nú skal
Eyjunum skellt upp að Suðurlandi. — Margir líta til Eyjamanna og spyrja: Leggja þeir niður kjördæmi sitt
Og ég vil bæta við. Myndi bar
áttuþrek fólks úti á landi, og
íslendinga yfirleitt, aukast við
það, að þeir flokkar, sem nú
ganga lengst í að stinga þjóð-
inni svefnþorn og ala upp múg-
mennsku í landinu, hefðu meiri
áhrif á gang þjóðmála að kosn
ingum loknum?“
Þeir Páll og Bragi eru ekkert
einsdæmi um Sjálfstæðismenn,
er hugsa nú líkt og þeir. Slíkir
menn skipta þegar orðið hundr
uðum og' þeim fer sífelt fjölg-
andi.
„Ég er Alþýðuflokksmaft-
ur, en kýs hann ekki nú“
En það eru fleiri en Sjálf-
stæðismenn, er snúa baki við
þríflokkunum í þessum kosning
um. í 4. tölublaði Kjördæma-
blaðsins kveður sér hljóðs þekkt
ur Alþýðuflokksmaður á Vest-
fjörðum, Matthias Jónsson húsa
smíöameistari á ísafirði. Honum
fast orð á þessa leið:
„Eg er Alþýðuflokksmaður, en
algjörlega andvígur kjördæma-
breytingunni. í stað þess að
byggja lýðveldinu traustan
grundvöll með viturlegri
stjórnarskrá, er rokið i það
hvað eftir annað á
1 fárra ára fresti að breyta henni
í samræmi við stundarhagsmuni
ákveðinna flokka, án tillits til
hvað þjóðinni er fyrir beztu.
Slík vinnubrögð hljóta að leiða
til ófarnaðar.
Eg tel að vísu sjálfsagt að
jafna beri atkvæðisréttinn, en
um það eru allir flokkar sam-
mála og það er hægt að gera
án þess að leggja niður núver-
andi kjördæmi landsins með því
að svifta þau sínum sérstaka
fulltrúa á Alþingi.
Enginn vafi er á, að ef kjör-
dæmabreytingin nær fram að
ganga mun hagur dreifbýlisins
fara stórum versnandi. Þing-
maður einmenningskj ördæmis
er alltaf undir smásjá fólksins
og ber einn fulla ábyrgð gagn
var{ kjósendum sínum. Hann
greiðir betur fyrir fjárfestingu
sunnudaginn kemur.
og framförum svo atvinna verð
ur þar meiri og afkoma fólks
ins betri. Lífsafkoma okkar og
framtíð er því undir því kom
in að við berum gæfu til að
fella frambjóðendur þríflokk-
anna við þessar kosningar og
standa vörð um sjálfstæðan til-
verurétt kjördæmanna.
Þeir Alþýöuflokksmenn eru
margir, sem eru nú sömu skoð
unar og Matthías Jónsson,
„Olög geta orcSift ónota-
lega Ianglíí“
Úlfur Ragnarsson læknir hef
ur skrifað margar ágætar grein
ar í Kjördæmablaðið. Hann
mun vera óháður i stjórnmálum
og þarf þvi eigi að láta nein
flokkssjónarmið hefta sig. í
einni af greinum sínum segir
hann þessi eftirtektarverðu orð:
„Okkur vantar ekki brauð, —
en það er að verða iskyggileg-
ur hörgull á íslendingum, hrein
um, sterkum og drenglyndum
mönnum, sem bera nafnið með
sóma. Mönnum, sem þora að
vera trúir hinu bezta í sjálfum
sér, hvað sem flokksstjórnin seg
ir. Það vantar menn. . . .
Einu sinni neitaði þjóðin að
láta völdin í hendur blindra
flokkssjónarmiða. Það var í for
setakosningunum 1952. Mér seg
ir svo hugur um, að nú sé meira
í veði en þá. Forsetar eru dauð
legir menn, en ólög geta orðið
, ónotalega langlíf. Nýju kosninga
| lögin eru hættulegri fyrir það,
! að brýr eru brotnar og gamalli
| hleðslu raskað. Það er sjaldan
j reist við aftur, sem jarðýtan hef
i ur rutt um koll. Þessi lög girða
l fyrir, að aftur verði breytt í
sama horf, ef reyndin yrði slæm,
Frakkar urðu að sætta sig við að
halda aftur í einræðisátt. Svo
gæti einnig farið fyrir okkur, ef
kjósendur þekkja ekki sinn vitj
unartíma."
Þeirri skoðun, sem hér kemur
fram, vex nú óðfluga fylgi um
allt land, jafnt meðal óháðra
manna sem flokksbundinna. Það
myndi siðar þykja mikill og
góður atburður, ef svo færi á
árinu 1959, að hið þrieina
flokksvald yrði að lúta í lægra
haldi fyrir heilbrigðri dóm-
greind kjósendanna.
Furíuleg vinnubrögí
Forkólfum Sjálfstæðisflokks-
ins hefur bersýnilega komið þaö
á óvart að flokksböndin skyldu
ekki halda í kjördæmamálinu,
eins og svo mörgum málum öðr-
um. Viðbrögð þeirra hafa hvorki
orðið mikilmannleg né drengi-
leg. Þeir hafa lagt kapp á að
elta uppi alla fyrri flokksmenn,
sem þeir hafa vantreyst eitt-
hvað i kjördæmamálinu, og þó
alveg sérstaklega þá, sem hafa
látið skoðun sína i ljós. Reynt
hefur verið með illu eða góðu
að fá þessa menn til að falla frá
sannfæringu sinni og gefa gagn
stæðar yfirlýsingar við það, sem
þeir hafa haldið fram. Þessar að
farir þeirra forkólfa Sjálfstæð-
isflokksins minna á margan hátt
á þá aridlegu kúgun, sem við-
gekkst í Þýzkalandi Hitlers. Sem
betur fer, er íslenzkt stjórnarfar
enn svo frjálst, að óvandaðir
stjórnmálaforingjar geta ekki
öllu meira en sýnt viöleitni í
þessa átt. Hins vegar sýnir þetta
vel, hvert krókunnn beygist, ef
hinar auknu hlutfallskosningar
gætu orðið til þess að kollvarpa
þingræðinu eins og í Þýzkalandi
á sínum tíma.
„Vottorc$ið“
í Fregnmiíanum
Einna ljósasta dæmið um
þetta efni, er meöferð íhaldsins
á Kristni í Borgarholti. Hann
hafði á opinberum bændafundi
staðið að samþykkt tillögu, er
andmælti kjördæmabreyting-
unni. Kjördæmablaðið birti síð-
an viðtal við hann, þar sem
ekki var annað né meira sagt en
kom fram í tillögu þeirri, er
Kristinn hafði samþykkt í viður
vist fjölda manna. Nægir það
eitt til að sanna, að viðtalið var
rétt haft eftir. Þrátt fyrir þetta,
sendi Sjálfstæöisflokkurinn út
Það rétta í málinu ,kom svo
í ljós, er Kristinn lét ritstjóra
Kjördæmablaðsins í té eftirfar-
andi yfirlýsingu:
„Að gefnu tilefni vil ég taka
það fram, að það er rétt eítir
mér haft í Morgunblaðinu og
Fregnmiðanum, að ég erSjálf
stæðismaður, en óánægður með
kjördæmafrumvarpið. Apnað í
áðurnefndum blöðum sem mér
er eignað er ekki eftir mér haft
og er því ekki rétt.
Borgarholti, 15. júní 1959,
Ki'istinn Jónssón/
Þessi yfirlýsing' Kristins tekur
af öll tvímæli um það, að við-
talið i Kjördæmablaðinu var rétt
og að Fregnmiðinn og Mbl. höfðu
eignað Kristni ummæli, sem
hann hafði aldrei sagt. Hér
skal ekki rætt um það, hvernig
,,vottorðiö“ í Fregnmiðanúm og
Mbl. er tilorðið, það má hins
vegar öllum vera ljóst, að þar
hefur verið beitt starfsaðferðum,
sem vel sæma lærisveinúm Hitl
ers.
En Sjáiístæðisflokkurinn mun
ekki hindra ófarir sínar1 í kjör-
dæmamálmu með slikum að-
förum, heldur hljóta þær að
vekja aukna andúð á þeim mál-
stað, sem útheimtir slík vinnu
brögð.
Yfirlýsing Gunnars
Blöð SjálfstæðisflokkstoS'ihafa
enn ekkert minnzt á þá yfir-
lýsingu Gunnars Thowþdsens,
sem hann gaf á fundum;-£jálf-
stæðismanna i Vestur-ísafjarðar
sýslu og siðar var sagf /yá hér
í blaðinu. Yfirlýsingu þessá 'var
ekki hægt að skilja á áðra leið
en þá, að hefðu Sjálfstæðísfiökk
urinn og Alþýðuflokkurton ver
ið í stjórn saman á s. l.isumri,
myndi hafa verið samið við
Breta á þá leið, að fjögra mjlna
fiskveiðilandhelgin hefði ,hald-
izt alls staðar við’ landið, nema
út af Vestfjörðum og á' Selvogs
grunni.
Síðan Tíminn sagði frá þess
ari yfirlýsingu Gunnars eru nú
liðnir fjórir dagar, án þess i að
nokkuð hafi verið minnzt á hana
í Mbl. og Vísi. f þeirri þögn getur
ekki annað fallizt en að rétt hafi
verið sagt frá yfirlýsingu Gunn
ars.
Það er næsta ljóst að gera
sér grein fyrir því hvaða „ ieið
ingar það hefði haft, éf áúkur
samningur lieíði verið gerðu.. Er
lendir togarai' hefðu aukið vt-iðar
CFramhald á 8/sfih:).