Tíminn - 21.06.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.06.1959, Blaðsíða 5
TIMIN N, sunnndajinn 21. jiini 1959. 5 Samfelldasta kjördæmi landsins MAL og Menning Manna á meðal er oft deilt t um það, hvaða hérað sé feg. | urst á íslandi. Þetta er auðvitað, mjög eðlilegt, ]pví að smekkur fólks er misjafn á því sem öðru, og hverjum þykir oftast sín sveit fegurst. En flestir, sem til þekkja, munu á einu máli um það, að Skagafjörður, og er þá átt við héraðið, samanber Skagfirðingur, sé með allra glæsilegustu byggðarlögum á fslandi. Þetta kemur mjög skýrt fram í kvæðum sumra höfuðskálda íslands. Matthías orti fegursta kvæði um Skaga. fjörð, sem kveðið hefur verið um nokkra byggð á landi voru. Það hefst eins og kunnugt er á þessum ljóðlínum: „Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn fagur gjörður.“ Já, það er einmitt sérstætt, héraðið er fagur gjört, sam- íellt og fagurt. Byggðin að mestu Ieyti ein heild, frá yztu nesjum til innstu dala. í því liggur meðal annars hin undur samlega fegurð héraðsins. Þá eru hinar víðu sléttur og ó- slitnu, margföldu bæjaraðir ein höfuðprýðin,. sem allir er líta þennan „yndis fagra reit" hríf. ast af. Þá er sól skín í heiði, er allt brosandi og hlýtt fjalla milli. — Fjöllin, sem umlykja Skaga. fjörð eru bæði há og tignarleg. Það eru þau, sem afmarka þetta hérað frá nágrannasýslum svo greinilega, að hvergi mun slíku til jafnað á landinu. Skagafjarð. arsýsla er sannarlega afmörkuð landfræðiieg heild. Hannes Hafstein orti fögur og ógleynnanleg ferðakvæði um Skagafjörð. Meðal annars segir hann: „En í kringum allan þennan yndislega fagra reit armar fjalla opnir breiðast og í faðmi halda sveit.“ Þetta er einmitt sterk og sönn lýsing á sérkenni þessar- a’r býggðar, hún er fögur og frjósöm, én há fjöll ' haída henni í örinum sínum á þrjá vegu. Það er engin hætta á að henni sé ruglað saman við aðrar sýslur, svo greinilega er hún af- mörkuð sem áður getur. Skagafjörður ber margt gott x skauti sínu. Þar eru víðar íendur til ræktunar og mikill jarðhiti, sem í framtíð verður nýttur vonandi enn meir. Þó eru not hitans ómetanleg, t. d. fyrir Sauðárkróksbúa. Vonandi eykst fiskveiði við útfærslu landhelginnar. Á þessu stutta yfirliti áést, að þama er góð framtíð fyrir fólk að lifa farsælu menningarlífi til lands og sjávar. Húnvetn. ingar og Skagfirðingar hafa jafnan átt saman mörg og vin. samleg skipti, og mun svo verða í framtíð, en ég held þaim hafi aldrei dottið í hug að rugla saman reytunum alger. lega félágslega. Skagafjarðar- isýsla er svo fast mörkuð heild innan fjalla sinna og hefur svo milda atvinnumöguleika, eins og drepið hefur verið á, að engin ástæða er til annars ea Skagafjörður sé sjálfstætt kjörj dæmi með nú þegar um 4000 manns. Ég trúi því illa, að svo sé farið fornri og nýrri höfð- ingslund Skagfirðinga, að þeir taki undir þau orð, að þeir með því séu þar „að cinangra sig í vonlausri baráttu“. Öllum Skagfirðingum ætti að vera minnisstætt, hver viðhafði þessi orð svona almennt um fólk, sem býr í sveitum lands. ins, og láta skoðanabræður hans gjalda þeirra á viðei.gandi hátt, þá er tækifærið býðst. Mér virðist skörungsskapur, dirfska og þor Skagfirðinga lýsa sér eftirminnilega í samþykkt. um þeirra og öllum viðbrögðum í einhverju stærsta velferðar. máli þjóðarinnar, landhelgis- málinu. Þar sameinuðust allir úr öllum flokkum. Þar var eng. inn íhalds-búra lágkúru háttur, eins og kemur fram í ummæL unum um hina vonlausu bar. áttu og einangrun sveitafólks. ins, sem áður getur. Og þann veg munu Skagfirðingar og sameinast í kjördæmamálinu, hvað sem sumir klerkar syngja og stórbændur spjalla. Skagfirð ingar hafa oft safnað liði til fulltingis góðum málum og hrundið líka árásum, er sæmd þeirra eða gengi var í hættu, það sannar sagan, bæði fyrr og síðar. Ég trúi vart að svo sé búið að innræta þeim þræls. óttann af búramennum, að þeir haldi ekki enn vöku sinni. Hér í Reykjavík er saman komið fólk úr öllum byggðum landsins, eins og kunnugt er. Það hefur margt myndað félög hér í bænum og kennir þau við átthaga sína. Áreiðanlega eru þessi átt- hagafélög milli 10 og 20. Sum þeirra starfa lítið, en önnur mikið og eru í lifandi sambandi við heimasveitina og fólk, sem þar býr. Fylkja liði og fara í heimsóknir, rækta skóga, og styrkja ýmsar nytjaframfarir í átthögunum. Þetta hefur haft mikla þýðingu, bæði efnalega og menningarlega fyrir þá, sem hér búa og eins heima í héraði. Ég vildi hér með beina þeirri athugun til átthaga. félaga bæjarins, hvernig þau líta á kjördæmamálið. Þarf ekki einmitt nú, að senda styrk og vinarkveðjur „heini í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir“, til þess að bægja hætt. unni, sem nú er á næsta leiti, frá átthögunum. Eða finnst fé. lagsmönnum kannski ummælin sönn, að sveitafólksins skuli bíða „einangrun í vonlausri baráttu? Því kalli munu Skag. firðingar aldrei hlýða. Skag- fírðingar hér í Reykjavík heita á alla lieima, að duga vel í þeix-ri sennu, sem nú er fram undan. Við minnum ykkur á forna fx-ægð. Við sendum ykkur hlýj. an hug í baráttunni. Ég vil svo að lokum senda kveðju Hannesar Hafsteins til Skagafjarðar: „Heill þér, sveitin fríða, fagra, fjöllum girt og varin sæ, fjalla’ og elfar.vættum vernduð, vertu heilluin sveipuð æ!“ Skagfirðingur í Reykjavílt. mtm «aae#’S«í * og slöngur fyrirliggjandi. 1000x20 900x20 825x20 750x20 710x15 670x15 560x15 [ Sendum gegn póstkröfu. GÚMBARÐINN, [ Brautarholti 8. Sími 17984. Þátíur kirkiurmar Vosiin HÚN ER talin önnur í röð þeirra dygða, sem æðstar eru í sál o,g ,sinni kristins manns. Einu sinni var ég nálægt gamalli konu, sem var prests. dóttir og kunni dönsku, sem ekki var algengt með gamlar konur í þá daga. Hún fór oft með fallega, danska vísu, sem hún hafði lært af föður sínum. Ekki man ég nú neitt af þessu litla ljóði nema þessa hendingu: „Hábet er lysegrönt". Kannske er það, af því að hvert vor með gróðri sínum og gleði hefir niinnt á þessi orð, að þau ein eru eftir. Von og vor eru eitthvað í svo nánu sambandi, að litur vorsins verður um leið litur vonarinnar. Og satt að segja er prédikun vorsins ekki sízt söngur vonanna. „Öll él birtir upp um síðir“. Hver nótt á sinn morgun, hver vetur sitt vor, hver þján. ingarstund skelfingar í skamm degi á éftir að breytast í Jóns. messunæturdraum með sólgull í vestri og gullnar daggir, sem svala hverju strái. Þetta er boðskapur vonar á hverjum tíma, en ljósgrænir litir hins unga voi’s segja þetta skýrar og á indælli hátt en nokkrar prédikanir. í smáu og stóru þarf þessi rödd frá ræðustóli voi'blóm- ánna að óma í vitund manns- ins. Hún gerir augað bjart og brosið milt. Ekki hvað .sízt nú í glaumi og harki hraðans og hversdagsleikans þarf að hlusta á.þetta mjúkláta hyísl geislandi vona frá grænum lit. um gróðurnálanna. Alltof margar viðkvæmar og góðar sálir eru að verða úti í látlausum froststormi hrað. ans og hégómans. Hælin fyrir taugaveiklað og ógæfusamt fólk eru hvarvetna yfirfull, ekki sízt af ungum, yndisleg. um konum, sem ættu að geta verið óskabörn tilverunnar, en | hafa týnt gleði sinni og lífs. j hamingju í örbirgð allsnægt- ] anna við löfrabrögð tækninn- j ar og vélgengisins og orðið ! sínum eigin óskunx að bráð. I Vonleysi og örvæni skapar) augum þeirra og svip ein. | hverja skammdegisskugga, sem j hafa setzt að ýfir enninu fagra | og við munnvikin, sem áttu j að geisla af brosurn vors, æsku j og fegurðar. Hinn ljósgræni lilur vorsins j er horfinn úr vitund þessa ' fólks og það sér hann ekki í ! umhverfi sínu. Tilveran er því sem dimmur vetrardagur eða auður fangaklefi, jafnvel þótt í auðæfi og allsnægtir, já, óhóf og þrjál skíni þar og skarti. j Gefið þessu fólki vonir. Kennið því að finna sjálft sig aftur, ,sína týndu gleði, sína horfnu æsku, sína grænu gleði liti. Opnið augu þess fyrir un_ aði og sigrum lífsbaráttunnar j — vorsins. Kennið því að sjá geisla sóL ar, finna ilm gi-óandans, lesa gullinrúnir jarðar og hirnins.; Og ljósgrænir litir vorsins j seytla inn i sál þess. Vetur j vonleysis og þrauta, aðgerða : leysis og ótta víkur smám sam an fyrir vorsól vonanna. Ör- yggi trúarinnar á Guð í al- heimsgeimi og Guð í sjálfum sér skapar þar sumar og hjartafrið — von og sól — vor. eftlr dr. Halldór Halldórsson 15, þáttur 1959 Mér vannst ekki rúm til í síð- asta þætti að ljúka við að svara bréfi Bcrnharðs Guðmundssonar. Síðasta atriði bréfsins var á þessa leið: Bósla: milligerð milli bása í fjósi stundum stór hella, reist á rönd. Hér er um að ræða sérstaka fram burðarmynd orðsins byrðsla, sem kunnugt er í sömu merkingu og leitt er af orðinu borð og vafalaust táknar í fyrstu „skilrúm úr borði eða borðum (fjölurn)". Blöndal hef ir heimild um orðið byrðsla ,úr Skaftafelissýslum og þýðir það: „Skilievæg meliem Baase i en Kostald,' Spilbom." Eg er vanastur því, að slíkt skilrúm sé nefnt bálk- ur, en einnig er til bálki. Svo er að sjá sem framburðar- myndin busla sé einkum notuð um vestanvert landið. í viðbæti Blönd- alsbókar ér nún tiigreind og heim- iid sögð frá Breiðafiröi. Orðabók Háskóians hefir spurnir af hcnni frá Kirkjubóii í Laugadal í Norð- ur-ísaíjarðarsýslu. Hafði Hallfreð- ur Örn Eiríksson cand. mag. skrá- sett bana þar í fyrra sumar, er hann var þar á ferð. Úr Rangárvallasýslu hefir Orða- bók Iíáskóíans hins vegar heimild um orðmyndina beisla. Er þetta skrásett eítir Guðlaugi Einarssyni í Hafnarfirði, þeim sama og oft hefir sent þessum þætti mínum margvíslegan fróðleik: Hella var höfð í . . milligerðir (beislur) í fjósum. Framburðarmyndin busla er að ýmsu merkileg. Framburður sér- hljóðsins (u í stað i) er vafalaust leifar hins forna framburðar y, hinn sami og varðveitist í smurja (í stað smyrja), ukkur (í stað ykk- ur), spurja (í stað* spyrja) og fleiri orðum. Um framburðinn er þetta að öðru leyti að segja: Fyrst hefir ð fallið brott (á sama hátt og herSsla verður herila), og síðan hef ir r samlagazt s. í 12. þætti minntist ég á orða- sambandið að hræra flautir um það að núa hendur barna með mikl um hraða aftur og fram til þcss að fá fljótt fram hita í þær. Heimildar- maður minn var Þorstéinn Þor, steinsson frá Ásmundarstöðum í Iloltum. Mig minnti, að ég hefði heyrt þetta í bernsku minni, en orðaði það elcki, því aö ég var ekki öruggur um, að ég myndi rétt. En nú hafa mér borizt spurnir af þessu orðtaki víðs vegar að, þó engar af Noröurlandi. Vilmundur Jónsson landlæknir þekkir orða- sambandið vel úr bernsku sinni að austan. Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri kveður það alkunnugt á Vestfjörðum. Jarþrúður Einars'- dóttir kennari telur það hafa verið fastan lið í uppeldinu a3 hrærá börnunum flautir. Jarþrúður er úr Flóa í Árnessýslu. Og loks ségir Árni Böðvarsson cand. nxag,, að hann þekki vel úr Rangárvallasýslu þetta orðasamband um að hita barni á höndunum. Sennilega hefir orðtakið því veriö notað um allt land í þessari merkingu, þótt enn skorti nokkuð á himildir úr sunv- um byggðarlögum. Þá mmntist ég fyrir nokkru á orðið torhöfn í merkihgunni „elli mörk á kúm“ og raunar í fleiri merkingum. Jarþrúður Einarsdóttir þekkir orðið úr Flóa telur það haft um glápi, sem þrífast illa. Þá er haft eftir Kristjáni Jónssyni í Fremsta-1 felli, að hann hafi sagt um mann, að liann hefði verið hálfgerður tor- hafnarmaður, þ. e. minna hefði orð- ið úr hæfileikum hans en mcnn bjuggust við. Ekki veit ég til, að þetta orð hafi verið bókfest áð- ur, en Bíöndal getur þess, að orðið torhöfn sé notáð um menn og til- greinir sambandið fór úr honuni mesta torhöfnin og þýðir það „rettede sig nogeniunde" Hér virð-) ist því um líkamleg „vanþrif" að : ræða, en ekki andíeg eins og í orðinu forltafnarmaöur. En merk- iogarhreytingin er bæöi skiijanleg og eðlileg. j Jarþrúður Eiriarsdóttir þékkir j orðasambandið öfugur útsynningur | óg segir’orðrétt um það: Öfugur útsynningur var sérstak- lega að vetrinum, þegar éljagang ur er á austan eða norðaustan, jafnvel hagl. Þetta er ekki alveg sama merk- ing og ég bar Svan Pálsson fyrir, því að hann sagði, að öfugur út synningur væri „uppgangur af út- suðri í norðaustanátt". En þess ber að gæta, að heimild Svans var úr Rangárvallasýslu, en Jarþrúður er úr Árnessýslu. Ekki er síður skemmtilegt aö vita, að orðásam- bandið öfugur útsynnlngur er til í myndhverfri merkingu. Hægt er að segja um mann, sem skapvonzkan ætiar að æra, að það sé öfugur útsynningur í honum. Heimild mín er sunnlenzk, en ég get ekki til- greint hana nánara. Einar M„ Jónsson segir, að al- gengt sé á Stokkseyri orðasamband ið hann fer öfugur upp í í merk- ingunni „hann fer úr vestri til suðurs, til austurs og norðurs.“ Til min hringdi Jóhannes Benja mínsson, borgfirzkur maður (úr Hvítársíðu), og sagði mér, að orð- ið groddi þekkti hann bæði í merk ingunni „grófgert band, grófgerð- ur fatnaður og merkingunni ,rudda menni". Virðist því merkingin „ruddi“ víðar tíðkast en þær heim ildir, sem ég áður hafði, gáfu lil- efni til að ætla. Eg hefi nú rætt nokkuð þá vitn- eskju, sem mér hefir borizt, um orð úr orðaskrá Svans Pálssonar. En af bréfi frá Jóni Guðmundssyni, bónda í Fjalli á Skeiðum, dags. í Fjalli 8. apríl, má ráða, að flest eða öll orðin séu kunn í Árnessýslu. Jóni bónda farast svo orð: í síðasla þætti yðar í Tímanum birtið þér kafla úr orðalista, sem Svanur Pálsson stúdent hefur sent yður, og segið, að heimildar maður að honum sé alinn upp í Holtunum. Þessi orð, sem þarna eru, þekki ég öll, og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að þau séu öll vel þekkt í Árnessýsíu. Orðið frakki, held ég, að sé nokkuð algengt hér um sióðir i þeirri merkingu, sem Svanur ta’ ar um, þ. e. um stórgert hev grófa stör, fergin og sef. Einn- ig hefi ég heyrt það uotað uir. myglað hey, gróft. Ryðfrakki hefi ég heyrt notað um hnífa, sem hafa ryðgað, og einnig um sláttuljái, t. d. ef Ijár iá úti yfir veturinn, varð hann að ryðfrakka. Kastpils hefi ég heyrt f sömu merkingu og Svanur tilfærii’;. Eg sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta meira, tel þenn an orðalista Svans í alla stað: réttan. Eg vænti þess að fá linur .um þessi orð og önnur, sem lesendum þáttarins þykja athyglisverð. H.H. SUOUR-AFRÍKUSTJÓRN hefir svipt' framkvæmdastjóra sambands blökkumanna leyfi til að tala á mannfundum í fimm ár. Áður hafði verið farið eins með for- seta sambandsins. Framkvæmda- stjórinn var talinn hafa átt þátt í óeirðunum í Durban. BRETADROTTNING og hextoginn af Edinborg eru í opinberri heim- sókn í Kanada. Hefir drottningin m. a. vígt nýtt flugstöðvarhús við Gander. Póstsendi llnakka, beizli og ólatau. GUNNAR ÞORGEIRSSON sö'ðlasiniður Óðinsgötu 17, Sími 23939

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.