Tíminn - 21.06.1959, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.06.1959, Blaðsíða 10
10 T f MIN N, sunnuuagum 21. júní 1959, Landsliðið heppið aö sigra pressu- iiðið 2 -1 Þó aS landsliðið sigraði pressuliðið í leiknum á Laug- ardalsvellinum í fyrrakvöld með oddamarkinu af þrem- ur, var það þó meira heppni, sem :því réði en yfirburðir í leiknum. Leikurinn í heild var fremur daufui, þó að skemmtilegum ieikköflum brigði fyrir hjá báðum liðum af og til. Greinilegt var, að leikmenn forðuðust að taka á sig áhættu eða leika hörku- lega gegn öðrum og var það rétt athugað, því að aðeins vika er til landsleiksins við Dani. Hins vegar var mjög í síðari hálfleik komst Ríkarður Jónsson frír að markinu en lék einum of innarlega, þannig, að Gunnlaugur Hjálmarsson gat lokað markinu. Myndin greinir þetta atriði vel og sést, er Gunlaugur hefir náð knettinum af Ríkarði. Árni Njálsson stendur tilbúinn í markinu, en aðrir á myndinni eru Einar Sigiirðsson (nr. 3), Guðmundúr Guðmundsson og Ellert Schram. (Ljósmyndir: Guðjón Einai'sson.) þá laglega upp kantinn, og síðan var gefið fyrir. Ellert stökk yfir knöttinn, enda Ríkarður betur staðsettur bak við hann. f stað þess að skjóta strax ætlaði Rík. arður að leika nær, en það varð til þess, að varnarleikmenn kom. Helgi Jónsson og Ríkarður Jónsson og tókst Helga ágætlega upp gegn ánægjulegt eins og fram kom í leiknum, að íakast skyldi að finna 11 leikmenn, sem gáfu þeim leikmönnum, sem koma til með að skipa landsliðið að langmestu leyti, ekkert — eða Htið sem ekk- ert — eftir. Pressuliðið kom hiklaust á óvart, og náði, einkum fyrst, betri samleik en landsliðið, en leikmenn voru ekki eins heppnir með skotin, því að mörg hörku- skot strukust rétt fram hjá landsliðsmarkinu, ,og einnig hristist marksiáin Hér verður ekki gerð tilraun til ag rekja gang leiksins svo nokkru nemi, en aðeins brugðið upp nokkr um svipmyndum. Strax í byrjun leiksins komst Ellert Schram, v. 'innherji iandsliðsins, frír inn fyr- ir vörnina, en Gunnlaugur mark. vörður, bjargaði snilldarlega með útinaupi. Þó pressuliðið væri meira í sókn fram'an af var það þó lan- sliðið, sem fékk fyrstu opnu •tækifærin, eins og það ,sem að framan er lýst, og aðeins síðar fi Ríkarður knöltinn frír á markteig, en spyrnti yfir. — Síð- ar aíti pressuliðið góð upphlaup. í cinu þeirra gaf Gunnar Guð. m; i usson knöttinn í sæmilegu færi, en spyrnli framhjá. Þannig geki, leikurinn fram og aftur, en mark var ekki skorað fyrr en síð. ast í hálfleiknum. Örn Steinsen og Þórólfur léku háðu mörg einvígi í pressuleiknum hinum fræga mótherja sínum. — ust á milli. Og þá var landsliðið lieppið, því knötturinn hrökk af varnarleikmanni beint fyrir fæt- ur Þórðar Jónssonar, sem stóð ó. valdaður á markteig, og tókst honum að skora. 1—0. Síðari hálfleikur Fyrstu mín. síðara hálfleiks voru nokkuð fálmkenndar hjá pressuliðinu. Strax á fyrstu mín. Varð Einari Sigurðssyni bakverði á í messunni. Hann ætlaði að spyrna til markvarðar, en Ellert komst á milli. Árni Njálsson var hins vegar vel á verði og bjarg- aði á marklínu í horn. Aftur var gert horn, og Örn gaf vel fyrir. Gunnlaugur hugðist slá knöttinn frá en hitti illa og á vítateig náði Rikarður knettinum og tókst að spyrna í mark, gegnum hóp varn. arleikm'anna pressunnar. Þessu marki hefði Gunnlaugur átt að komast hjá, en það voru líka einu mistök hans í leiknum, og hann er hiklaust eitt mesta markmanns. efni, sem hér hefir komið fram, gripin stórkostleg, útspyrnur ,svo ekki sé talað um útköst út fyrir miðju — góðar, og staðsetningar yfirleitt góðar. En hann á talsvert ólært ennþá í stöðunni, sem skilj. anlegt er. í þessum hálfleik átti Ríkarð. ur einnig skot, sem Gunnlaugur varði vel, og Ríkarður komst líka alveg frír að markinu, en lék ein. um of innarlega, og Gunnlaugi tókst að loka markinu á skemmti- legan hátt. Fékk mikið lof áhorf. enda fyrir. En langbeztu tilraunir til að skora í leiknum átti Guðjón Jóns. son, sem lék í s. li. vinstri inn. herja í pressuliðinu. Um miðjan hálfleikinn fékk hann knöttinn á vítateigslínu, og spyrnti viðstöðu- laust frábærri spyrnu á markið, sem sleikti þverslá. Fallegt hcfði verið að sjá þann knött hafna í netinu. Þá átti Guðjón og hörku. skalla á mark rétt innan vítateigs sem skall í þverslá svo allt mark- ið hristist. Já, Guðjón var sannar. lega óheppinn að skora ekki í þessum leik, og liann hefði vissu. lega verðskuldað það vegna ó. venju góðra tilrauna. Gunnar Gunnarsson skoraði mark pressuliðsins síðast í leikn- um eftir mikil mistök hjá Hreið. ari bakverði. Beztir í liSunum Ef fella ætti dóm um hverjir hefðu sýnt í þessum leik mesta getu í hinum einstöku stöðum yrð hanri eitthvað á þessa leið. Mark- verðirnir, Gunnlaugur og Heimii Guðjónsson, báðir góðir. Bezt varnarleikmaður, Hörður Felixsoi miðframvörður landsliðsins. Bezt ur bakvarða, Árni Njálsson, hægr bakvörður pressuliðsins. Bezt framvörður Helgi Jónsson, vinstr framvörður pressunnar, sem fékl tvíþætt hlutverk, þar sem í hans hlut féll að gæta hættulegasta framherja landsliðsins, Ríkarðar, og fékk auk þess tima til að byggja upp. Beztu innherjar, Ríkarður og Guðjón Jónsson. Bestur útherjal Gunnar Gunnarsson, hægri útherji pressuliðsins. Af þessu sést einnigl að landsliðið hefir verið jafnara, en einstakir menn pressuliðsin.9 komið á óvart. Yfirleitt var landsliðsvörnin v’ramhald á 11 síðu. Kristleifur Guðbjörnsson, tekst honum að sigra erlendu gestina á 3000 m. hlaupi. Tveir af beztu langhlaupurum Norðurlanda keppa við Kristleif og Svavar í 3000 m. annað kvöld Aímælismóf KR í frjálsum íþróttum fer fram á Melavellinum á mánudags- og þriðjudagskvöld í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnufélgas Reykja- víkur efnir frjálsíþróttadeild þess til afmælismóts í frjáls um íþróttum annað kvöld og þriðjudagskvöld á Melavellin um. Meðal keppenda eru fjór ir kunnir íþróttamenn frá Svíþjóð og Danmörku, tveir langhlauparar, hástökkvari cg sleggjukastari. Keppnin hefst kl. 8.30 bæði kvöldin. Erlendu gestirnir á mótinu eru: ★ Thyge Tögersen, Danmörku bezti langhlaupari Ðana. Hef ir náð mjög góðum árangri í 10 km. hlaupi, en bezti tími í 3000 m. hlaupi er 8:16.0 mín. ★ Poul Cederquist, Danmörku danskur methafi í sleggju- kasti, 56.42 metrar. Þórður B. Sigurðsson, íslenzki methaf- inn í greinmni, hefir oftsinn is keppt við Cederquist og tvívegis borið sigur úr býtum. Cederquist er 42 ára að aldri. Bertil Kállevág, einn betzi langhlaupari Svía. Bezti ár- angur 8:09.8 mín í 3000 m. hlaupi, og 14:15.0 í 5000 m. lilaupi. í' fyrra hljóp hann 3000 m. á 8:19.8 min. ic Stig Anderson, Svíþjóð, einn bezti af hinum mörgu góðu hástökkvurum Svía. Hef ir stokkið hæst 2.05 metra, en í fyrra stökk hann hæst 2 m. Fyrri dagur. Aöalkeppnin fyrri daginn verð ur 3000 m. hlaupið, og það eitt þess virði að horft sé á keppn ina. Þar mætast Kallevágh, Tög ersen, Kristleifur Guðbjörnsson, islenzki methafinn í greininni. Auk þess keppa einnig Svavar Markússon, Kristján Jóhannsson og ef til vill Haukur Engilberts son, Borgarfirði. Má búast við mjög skemmtilegri keppni, og engan veginn vist, að hinir er- lendu gestir fari með sigur af hólmi. í sleggjukastinu mætast Ced- erquist og Þórður, og auk þess keppa Friðrik Guðmundsson og Þorsteinn Löve. í hástökki mæt ir Islandsmethafinn innanhúss, Jón Pétursson (1.97) Anderson, og gæti það orðið tvísýn viður- eign því Jón er í stöðugri fram för. í þessum greinum verður keppt báða dagana. Aðrar greinar fyrri daginn eru 100 m. hlaup m. a. keppenda Hilmar Þorbjörnsson, Valbjörn Þorláksson og Guðjón Guð- mundsson. 400 m. hlaup, Hörður Haraldsson og Þórir Þorsteins- son. Kringlukast, en þar keppir Cederquist, auk Þorsteins Löve og Friðriks Guðmundssonar. Þá verður einnig langstökk, 110 m. grindahlaup, 1500 m. hlaup ung linga og 4x100 m. boðhlaup. Síðari dagur. Síðari daginn, þriðjudag, verð ur hápunkturinn 5000 m. hlaup ið en þar verða sömu keppend ur og i 3000 m. hlaupinu daginn. áður, að þvi undanskildu, aö Svavar keppir ekki, en í hans stað keppir Hafsteinn Sveins- son. Þá verður eins og áður er sagt aftur keppt í sleggjukasti og hástökki, og einnig í 200 m. hlaupi, 400 m. grindalilaupi, kúluvarpi, stangarstökki, þrí- stökki og 1000 m. boðhlaupi. Þátttaka í mótinu verður mik il, enda er þetta síðasta frjáls íþróttamótið fyrir bæjarkeppn- ina riiiUi Reykjavíkur og Malmö, sem fram fer 3. og 4. júlí og því nokkurs konar úrtökumót fyrir þá keppni. Leikstjóri á mótinu verður Sveinn Björnsson, varaformaður KR, en yfirdómari Brynjólfur Ingólfsson, formaður Frjáls- íþrottasambands íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.