Tíminn - 26.06.1959, Qupperneq 9

Tíminn - 26.06.1959, Qupperneq 9
TÍMI N N, föstudaglnn 26. jíim' 1959. 9 WARY ROBERTS RINEHART: ^-JJ’uaröbh hi úhvuncirhonaL 13 — Hann veit það ekki fyrir víst, sagði hann, — en Glenn heldur, að það geti verið hundrað þúsund dollarar. Eg varð sem þrumu lostin af undrun. Þessi piltur hafði enga peninga átt sjálfur, og aöeins unnið sér inn smá- upphæðir öðru hvoru. Eg vissi að hann hafði reynt að selja hlutabréf, líka bíla. Og nú sýndi það sig, að hann hafði tryggt sig fyrir hundrað þús- und dollara, sem féllu í skaut konu, sem hann hafði andúö á og lét sér á sama standa um hann. — En hvernig í ósköp- ■unum? — Eg veit það ekki. Spyrðu mig eínhvers auðveldara. Að því er virðist hefur hann lagt inn í banka reiöufé fyrir ið- gjöldum og síðan keypt sér þessa háu tryggingu. Plestar iðgjaldagreiðslurnar voru smáupphæðir. Hann sagði margt fleira, og það komst inn í mig.. að hann væri ruglaður, og ekki of ró- legur ,í kollinum. Skotvopna- sérfræðingur lögreglunnar hafði sagt, að skotið hefði komið úr byssu Herberts sjálfs, og fingrafarasérfræö- ingarnir sögðu, að á henni hefðu’verið lians eigin fingra för, þött ekki heföu þau veriö mjög greinileg. Engin önnur fihgráför höfðu fundizt í her bergipu eða nálægt því. Áður en ég lagði tólið á, spurði ég um stúlkuna frá kvöldinu áður, og þótt lög- regiuforingínn væri handviss um, að þeir hefðu upp á henni, varð. hann að viöur- kenna, að enn kynni að vera langt í Iand með þaö. — Víð finnum hana áreiðan lega, sagði hann, — en ég er, ekki viss um, aö hún skipti miklu máli. Meðal annarra orða, hefurðu byssiina þína með þér? — Nei. — Það ei rétt. Aldrei að vita hver kann að gramsa í dótinu þínu, og ég vil ekki, að þú verðir rekin frá vett- vanginum. Eg hef hugboö um, að ég þurfi gróflega á þér að halda. Það var háttur hans aö 'gera þwiííkar ■athugaisemdir án þess að skýra þær frekar. Eg varð að láta mér þetta lynda, en ég verð að segja, að mér fannst litla íbúðin mín yndisleg eftir að sam- talinu var lokið. Dick söng, þarna var saumakarfan mín á sínum stað og allir þessir þúsund smáhlutir, sem ég notaöi til að gera mér úr garði eins heimilisiegan sama stað og mér var mögulegt. Eg settist niður í nokkrar mínútur, og mér er sania þótt ég segi frá því: ég kall- aði sjálfa mig fífl fyrir að láta þvæla mér inn málefni ■annarra. Hjivkrunin ein ;er í sjálfu sér erfitt starf, og þegar ég tókst á hendur auk- reitis að vera lögregluforingj anum innan handar, var þaö meira en ég gat með góðu móti risið undir. Eg sá sjálfa mig í spegl- inum og varð ljóst, að ég var þreytuleg og ellilegri en aldurinn sagði til um. En ein mitt meða nég horfði í speg- ilinn, kom Mitchell-málið aft ur upp í huga minn. Með það sama var ég risin á fætur aft ur og tíndi saman það helzta sem ég þurfti á að halda. Eft ir það, sem á hafði gengið, var þessi leikur rflnninn mér í merg og blóð. Áður en ég fór, leit ég á Dick. Hann sýndist lítill og yfirgefinn, en hann tísti þeg ar ég gekk að skápnum. — Langar þig ekki í sykur- mola, Dick? Hann horfði á mig til and- svars, hnarreistur, og augun hans glitruðu eins og litlar perlur. Þetta var á þriðjudaginn. Herbert hafði dáið eða verið myrtúr á mánudagsnóttina, og rannsókn átti að fara fram næsta dag, miðvikudaginn. Um kvöldið sátu Stewart læknir, Glenn lögfræðingur og lögregiuforinginn á þingi i bókaherberginu, en mér gafst ekkert færi á að tala við foringjann. Eg hafði held ur ekkert nýtt að segja hon- iim. Klukkan níu var tali þeirra lokið, og læknirinn ’kom upp að vitja Júlíu. Hann skildi eftir róandi lyf handa mér að gefa henni, og um háíf ellefu leytið var hún kom in í ró. Þetta er fyrsta tækifæri, sem ég hef fengið til þess að leita í bókaherberginu, og ég notfærði mér þaö. Það hafði ekkert boriö á Hugo allt kvöldið, og um tíuleytið voru þau María búin að loka hús- inu og höfðu tekið á sig náö- ir. Að minnsta fcosti heyrði ég ekkert til þeirra þegar ég hlustaði fyrir framan dyrn- ar á stigapallinum, áður en ég gekk niður. Þetta var um klukkan ellefu. Eg hafði tekið vasaljósið meö mér, svo að ég kveikti hvergi og fór beina leið inn í bókaherbergið. Þetta var myrkt og ömurlegt herbergi, á hvaða tíma sólarhrings sem var, og ég man, að meðan ég leitaöi, skynjaði ég alls konar vábresti í kringum mig. Eg leit hvað eftir annað um öxl til þess eins að rýna i svart- an myrkurvegg, sem virtist þrunginn skelfingum. Leitin bar engan árangur, og það kom mér ekki á óvart. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem ég vann svona verk fyrir lögregluna, og ég var hand- viss um, að hverju ég var að leita. Eg fór með hendurnar inn í stoppið í stólunum, þreifaði undir brúnir skáp- anna, og bak við raðir á rað- ir ofan af rykugum bókum. En ég fann ekkert, nema skít ugt dagblaðsrifrildi bak við eina bókaröðina nærri dyr- unum. Það lét ég eiga sig, sem betur fór, eins og síðar kom fram. Eg man ekki núna, hvað það eiginlega var, sem kom mér til að hefja leit í löngu stofunni hinum megin við ganginn. Eg áleit ekki, að María hefði farið þangað, því að stóru, tvöföldu hurðirnar voru ávallt lokaðar. En ég var ekki eins taugaóstyrk, þegar hér var komið, og ég var haldin vissri forvitni um herbergið sjálft. Máske þótti mér einhver fró í því, að þramma svona óboðin í stofu, sem á sínum tíma hafði verið svo vandlega gætt og fáir fengið að koma í. Eg opnaði hurðina gætilega, og lét Ijósgeislann sveima um herbergið. Engin merki sáust um fornan mikilleik og glæsileik stofunnar, og olli það mér vonbrigðum. Hafi bókaherbergið verið ógeðfellt og þrúgað, var blátt áfram sorglegt að litast um í hinni gamalfrægu stofu Mitchell- hússins. Hún var í samræmi við leiðan smekk síöara Viktóríutímabilsins, með myndum á sjálfum veggjun- um, mörgum stórum og hvim leiðum stólum og sófum. Á framhliðinni voru margir gluggar með drungalegum tjöldum fyrir og einn var á bakhliðinni. Þar sást álma þjónustufólksins og inngang ur þess. Það var ekki fyrr en ég lýsti að þeim glugga, sem- mér varð bilt við. Mér haföi aldrei dottið í hug, að neinn kynni að vera þarna. Svo var þó sannarlega. Hugo sat, að- eins hálfklæddur, í stórum hægindastól; rétt innan við gluggann, og hann var í fasta svefni. Þetta leit ekki vel út. Eg hafði enga löngun til aö vekja hann, svo að ég læddist aftur út á ganginn og lokaði dyr- unum. I tt»«jjjjtjjjj«jjjttjttj Munið máiverkasýningu TÚBALS í Bogasal Þióðminja- Opin kl. 1—10 síðdegis. safnsins. ttttttttttttmmmttsttttttmttttttttJttm Minning: Hilmar Daníelsson i flugmaður „Þeir, sem guðirnir elska, . deyja ungir.“ Þcgar sviplegir atburðir gjörast, er oft og tíðum að við stöndum sem agndofa og trúum því ekki að hér sé um veruleika að ræða. Þannig varð mér við, er fregnin um hið sviplega fráfall Hilmars Daníelssonar flugmanns, bar.st mérj til eyrna. Hér verða ekki sögð nein ævi- atriði Hilmars heitins, aðeins nokk ur fátækleg kveðjuorð. Kynni mín af hinum unga manni voru að vísu ekki mikil, en öll á þann veg, að ég tel mig ríkari af hugljúfum og fögrum minningum. Hið glaðlega viðmót Hilmars, hátt. prýði og prúðmannleg framkoma, hlutu að vekja athygli hvers þess er kynntist honum , og vegna þess- ara góðu eiginleika var hann al- veg sérstaklega vel látinn og vin. margur mjög. Áhugasemi hans í starfi var viðbrugðið, og fyrir starfið lét hann lífið. Ég hef átt því lání að fagna að vera nokkuð tíður gestur á hinu yndislega heimili foreldra hins látna manns, þeirra Hrefnu Ás. JJttJJttJJKJtt: geirsdótfur og Daníels Markússon- ar. Ég veitti því alveg sérstaka at. hygli, hversu mikla ástúð Hilmar heitinn sýndi foreldrum .sínum, Og ekki gleymdi hann ömmu sinni, Kelilríði Einarsdóttur, sem nú með stultu millibili hcfir orðið á ■bak að sjá tveimur elskulegum barnabörnum sínum. , Þungur harmur er nú kveðihn að hinni ungu eiginkonu, sem Iífið blasti svo dásamlega við, foreldr- arnir syrgja ástkæran son, syst irin góðan bróður og amman .sólar. geislann sinn. En minningin um góðan dreng lifir og verður huggun í raun. Öllum ástvinum Hilmars heitins Daníelssonar, sendi ég mínar innL legustu samúðarkveðjur, og bið aí- góðan guð að styðja þá og styrkja nú og um alla framtíð. Og hinum unga manni, sem svo skyndilega var kallaður til æðri heima, þakka ég af öllu hjarta samferðina í þessu lífi. í guðs friði. Helgi Sigurgeirsson. Útboð Tilboð óskast í vatns-, hita-, og hreinlætis- og loft- ræsilagnir í barnaskóla við Hamrahlíð. Útboðsgagna má vitja í skrifstofu fræðslustjóra, Vonarstræti 8, gegn 500.00 króna skilatryggingu. Fræðslusiiórinn í Reykjavík. Þökkum af alhug öllum þeim mörgu, f jær og nær, sem auSsýndu okkur samúð og vinarhug viS andlát og jarðarför bræðranna Jóns og Gísla Eiríkssona, Staö í Hrútafirði Ragnheiður Ingvarsdóttir Jóhanna Eiríksdóttir Magnea Torfhíldur Magnúsdóttir Eiríkur Gtslason Magnús Gíslason Þökkum af alhug öllum þeim er vottuðu okkur samúð og veitfu okkur aðstoð við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður Hannesar Vilhjálmssonar. Foreldrar og systkini. Þökkum auðsýnda samúð vegna jaröarfarar Brynjólfs Eyjólfssonar, Þurá, Ölfusi Fyrir hönd vandamanna. Eyjólfur Gíslason. Hjartkær dótfir mín og systir Frt'Sa Hallgríms, andaðist í Bæjarspitalanum 23. júni. Jarðarförin auglýst siðar. Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Ögmundsdóttir Haraldur Guðmundsson >

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.