Tíminn - 03.07.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.07.1959, Blaðsíða 2
T í M I N N, föstudagiun 3. júlí 1959. Konunglegt brúíkaup í Brussel: falska brúðurin t vlð altarið Áibert prins og Paola prinsessa gefin saman NTB-Brussel, 2. júlí. — Belgíuprins og ítaiska prins- essan Paola Ruffo di Cala- bria voru gefin saman í hjónaband í sögufrægri miS- aldakirkju í Brussel í dag. Voru mikil hátíðahöld í borg inni af bessu tilefni og lýð- urinn hyllti brúðhjónin, er þau óku í skrautvagni í farar bróddi skrúðfylkingar um götýr borgarinnar eftir vígsl una. ffirúðhjónunum barst fjöldi íeilfaéska frá hefðarfólki víðs veg nr að úr heiminum, meðal annars :.'rá Jóhannesi páfa XXIII. Það óykir í frásögur færandi, að er urinsessar, sór eið sinn við hlið f ilvonaiidi manni sínum frammi fyrir prestinum, missti hún taum- hald á ■geð-shræringum sínum, fat aðist málið, og tárin runnu niður vanga henni. Stóðu allir í kirkj- unni á öndinni af eftirvæntingu meðan á þessu stóð. Hjúskapar- eiðinn sór hún á frönsku, en með itölskum hreim: „Ég, Paola Ruffo di Calabria, veiti þér, Albert af Belgíu, sem ég held við hönd mér, tryggðareið minn og tek þig mér að eiginmanni" .... Hér rann út í fyrir prinsessunni, röddin brast. Meðan tárin runnu niður vanga hennar og hún reyndi að ná aftúr stjórn yfir geðshræring- unni, sneri Albert sér að henni og rétti henni vasaklút sinn. Þurrk- aði hún tárin með honum og gat þá haldið áfram: .... frammi fyrir guði og heilagri kirkju hans“ Varir hennar skulfu enn, en hún var komin yfir það versta og brosti þakklátu brosi til manns síns fyrir vasaklútslánið. 16 fangar brunnu inni (GetSveikur maSur olli stórbruna í finnsku fangelsí NTB-Ábo, Finnlandi, 2. júlí. Rétt fyrir miðnætti í gær- kvöldi kom upp eldur í hér- aðsfangelsi í bænum Kjulo í Finnlandi. Brunnu bar inni 16 fanganna, að því er talið er, iokaðir inni í klefum sín- um. Geðveikur maður, sem flytja átti í vitfirringahæli í dag, kveikti eldinn, og varð oann sjálfur einn þeirra, sem létu lífið. I kvöld höfðu fundizt 15 . lík, •3n ekki var vitað, hvort hann befði farizt eða ef til vill komizt undan. 20 fanganna voru fluttir : sjúkfahús með brunasár. 50 fang ur voyu'í álmunni, þar sem eldur ínn kyikn'aði, en hann breiddist út með miklum hraða, svo að fangavörðum var ekki fært að hleypa föngunum nógu ört út. — Ofsahræðsla greip um sig, og mörg um fanganna tókst í örvæntingu að brjótast sjálfir út, en sumum var hjálpað utan frá að komast gegnum gluggana. Þegar í stað var kallað á mikið lögreglulið til við- bótar lögregluliði bæjarins til að hindra, að fangar slyppu úr haldi, en einhverjir munu þó hafa kom- izt undan á flótta. Yfirvöldin eiga í vandræðum með að koma föng- unum fyrir að nýju. ELDUR KOM i gær upp í húsi yfir- herstjórnar Bandaríkjanna, Penta gon, sem er eitt mesta stórhýsi heims. Þustu hundruð starfs- manna á flótta út úr lmsinu, og var um stund talið, að ekki yrði ráðið við eldinn. Tjón varð þó minna en á horfðist. „Sælt er a<$ eiga andríkan a$alritstjórann“ Það skortir ekki andagiftina í Mogga mínum í gær, og þori ég að fulltrúa, að and- ríltara blað hefur |H% . ekki .komið út.á ís- eru að minnsta .......W - landi til þessa. Það kosti fimm andamyndir í Mogga í gær og andalesning eins og tilheyrir, bæði bundin og laus. Framan á Mogga er fjórdálka andamynd, þrídálka á 3. síðu og þrí- dálka á öftustu síðu. Þetta er nú miðað við Tjörnina, en það hefur ekki þótt nóg, heldur bregða anda, pabbarnir á Mogga sér norður í Mý- vatnssveit og fá gildan Þingeying til að lýsa því, hve.rnig „öndin dýfir sér og drukknar“ og fylgja tvær andamyndir. (Munið, að endur kafa ekki). Þetta andríki í Mogga núna eftir kosningamar sýnir, að þeir Mogga- ; menn hafa ekki undið úr sér alla ! andagiftina í kosningahríðinni, hafa jafnvel sparað hana heldur mikið. En það finnst mór heldur langt geng- ið, þótt kosningasigur þeirra hefði auðvitað mátt vera glæsilegri, að hverfa svona gersamlega inn í anda- heiminn strax á eftir. Annars eru það nýjustu tíðindi úr höllinni, að andaskáld Moggamanna situr nú við að yrkja hersöng þeirra fyrir næstu kosningar, og í gær fréttist, að hann væri búinn með fyrstu ijóðlínurnar, sem hljóða svo: Sælt er að eiga andrikan aðairitstjórann. Veljum nú til varna verðlauna-Bjarna. De Murville Sinfóníuhljómsveitin fer í hljómleikaför Leikur íyrir norSan og austan svartsýnn NTB PARÍS, 2. júlí. — De Mumlle, utanrikisráðh. Frakka, sagði í uíanríkismálanefnd franska þingsins í dag, að stjórnin styddi fyllilega afstöðu Bandaríkjanna um, að «kki þýddi að efna til fundar æðstu manna nema gild ástæða væri til að ætla, að hann bæri verulegan árangur. Brezka stjórnin vildi hins vegar halda fundinn upp á von og óvon, og virtist öll þjóðin henni samdóma um það. Krustjoff virðist þe.ssi fundur mikið metnaðarmál, einn 1 ig vegna aðslöðunnar heirna fyrir. : De Murville var vondaufur um ár- 1 angnr af fundinum í Genf, hið bezta, sem þar gæti náðst, taldi í hann að væri óformlegt samkomu lag um óbreytt ástand í Berlín. Næst komandi sunnudag 5. júlí hefur Sinfóníuhljóm- sveit íslands tónleikaför um Norður- og Austurland. Mun ferðalag hljómsveitar- innar standa í 13 daga og verða haldnir 13 hljómleikar á 13 stöðum. Hljómsveitar- stjóri verður Róbert Abra- •ham Ottósson, en einsöngvar ar þeir Sigurður Björnsson tenór og Guðmundur Jóns- son baryton. Á hljómleikun- um á Akureyri mun Erling Blöndal Bengtson leika ein- leik á selló með hljómsveit- inni. iSigurður Björnsson tenór, er landsmönnum lítt kunnur ennþá, en er talinn tmjög efnilegur söngv ari. Ilann liefur numið hjá hinum þekkta söngvara Gerhard Hiisch í Miinchen síðastliðin þrjú ár. — Hann hefur tvisvar farið í hljóm leikaför til Spánar, sungið erfið tenórhlutverk t. d. í Matthíasar- passíunni eftir Bach og Sköpun- inni eftir Haydn. Hefur hann feng ið mjög lofsamlega dóma. Fyrst norður * Ferðaáætlun hljómsveitarinnar verður sem hér segir: N.k. sunnu dag 5. júlí leikur hún að Reykja skóla í Hrútafirði; 6. júlí í sam- komuhúsinu Bifröst á Sauðár- króki; 7. júlí í Siglufjarðarbíó; 8. júlí að Laugarborg í Fyjafirði; 9.' júlí í Akureyrarkirkju, en þar mun Erling Blöndal Bengtson leika með hljómsveitinni eins og áður er sagt; 10. júlí á Húsavík; 11. júlí að Skjólbrekku í Mývatns sveit; 12. júlí á Vopnafirði; 14. júlí í Neskaupstað; 15. júlí á Seyð isfirði 16. júlí verða hljómleikar kl. 7 að Félagslundi í Reyðarfirði Sigurður Björnsson og kl. 10 að Valhöll á Eskifirði. — Síðustu hljómleikarnir verða svo að Vémörk í Egilsstaðaskógi þann 17. júlí. Ailir tónleikarnir munu hefjast kl. 9 s.d., nema í Reykjaskóla kl. 4 og Vopnafirði kl. 5, og eins og áður er greint kl, 7 á Reyðarfirði og kl. 10 á Eskifirði. Fjölbreytt efnisskrá Efnisskrá verður fjölbreyt't, létt óperumúsik, sinfóníur og íslenzk tónverk. Efnisskráin mun eitthvað mismunandi á hinum ýmsu stöð- um. Sem dæmi um einstök verk á efnisskrá hljómsveitarinnar má nefna forleik og aríu úr Rakaran- um í Sevilla, aríu úr Rigolettó, forleik eftir Strauss, sinfóníu nr. 5 eftir Bethoven og sinfóníu nr. 8 eftir Schubert, íslenzk lög eftir þá Björgvin Guðmundsson, Jón Leifs, Sigvalda Kaldalóns og Jón Þórarinsson. Á Akureyri mun Erling Blöndal Bengtson leika sellókonsert í D- dúr eftir Haydn. Kozlov sagíi í Washington: Burt með tortryggnina úr milliríkjamálum Fréttir frá landsbyggðinni Lömb fennti Hvammstanaa. — Einmuna tíðar- :!ar>var hér til maíloka. Með byrj un jjuxxí fór að kólna og gerði tvisv ir -mjög slæm hret, þó var hið oíðara • miklu meira hinn 16. og 17.1 báðum þessum hretum misstu marglr nokkuð af lömbum og full orðíð -fé fennti í hinu síðara, sauð ::é þa iíka komið til heiða. Ekki .■nun’íriirgt þó hafa farizt af full- orðnir fér _ Spretta var orðin :njög góð á túnum í maílok og er :iú xsláttur víða hafinn. A.B. GóíSar gæftir frá Flateyri Flateyri. — Tíðarfa,- hefur verið .njög gott hér að undanförnu, tún erú ví3a|í;', ,01’ðin vel sþrottin og sláffur hfffinn. Smábátar hafa veitt frekái’ yei seinni partinn af júní og bézt riú jsíðustu dagana, og xei ur gefið nokkuð stöð.ugt. T.F DJkrrkatíÍH Hrútafirííi Borðcyri. Slátlur er hafinn á lokkrum stöðum hér lum slóðir, ag væri hafinn víðar, ef algert !purrícýeysi hefði ekki Íiamlað síð istá.kiiSlfa mánuðinn. Tún komu flér óskemmd úndán' vétri, ög spreftutið var ágæt r vor. Eru heyskaparhorfur því ágætar ef óregður til þurrka. J.E. Treg spretta Trékyllisvík í gær. — Hér hefur verið kalt í veðri, sólskinslaust og norðanát á aðra viku. Spretta hefur verið treg og isláttur er ekki byrjaður. Hins vegar má búast við að hann hefjist einhverja næstu daga. — Dálítið hefur borið á dýrbít og hafa nokku,- vanhöld orðið á lömbum af þeim sökum. G.P.V. Byrja<5ir slátt Dalvílc í gær. — Tíðarfarið hefur verið sæmilegt að undanförnu og fiestir eru nú byrjaðir slátt. — Grasspretta hefur verið sæmileg, þóft nokkur afturkippur kæmi í hretunum. Sprettutíð hefur verið góð síðan. — Allir bátar héðan eru farnir á eíid, en eru iítið búnir að íiska. P.J. Gó<Sir þurrkar á FjÖHum Grímsstoðuiu. — Hér hafa verið blíðviðri; undanfarið og góðir þurrkai’. Slátlur er hvergi hafinn pnn, en hefst væntanléga á næst unhi, þegár lokið er rúningi sem nú stendur yfir. Spretta hefur ver ið góð í vor, og eru heyskapar- horfur því ágætar. K.S. Góðtir afli á handfæri Bolungarvíkurbáta Bolungamk. — Ilér hafa verið blíðviðri undanfarna daga. Sprettá hefur verið góð, og er sláttur að hefjast. Um 30 smábátar róa héð an og fiska á handfæri. Hefur afli þeirra verið mjög sæmilegur síðan veður batnaði. Einvörðlingu fiskast þorskur. Þ.IIj. Smalamennska í Þingvallasveit Kárastöðum. — Sláttur er þegar 1 hafinn á einum bæ í Þingvalla- sveit. Smalamennska stendur nú yfir, og verður rúningi væntan- lega lokið á næstunni, og geta menn þá snúið sér að heyskap. Veðrátta hefú,- verið mjög góð hér undanfarið. G.E. Byggingaframkvæmdir í Bolungarvík JBolungarvík. — Töluverðar bygg j ingaframkvæmdir hafa verið hér ' undanfarið og eru fleiri í undir- búningi. Fengist befur fyrirheit um lán til 8 verkamannabústaða og er tekið að vinna að þeim, og nokkrir einstaklingar eru að byggja sér hús. Þá er unnið að stækkun húss Sparisjóðs- Bolungar víkur og ráðgerð er stækkun á barnaskólahúsinu. Þ.Hj. NTB-Washington, 2. júlí. Kozlov, aðstoðarforsætisráö- herra Ráðstjórnarinnar, hélt í dag borðræðu í hófi, sem honuni var haldið í biaða- mannaklúbbi borgarinnar. Sagði hann, að kominn væri tími til að láta af öllu gagn- kváemu vantrausti og grun- semdum milli þjóða austurs Iíann lýsti þvi, að samræður sínar við bandaríska ráðamenn hefðu verið hinar notalegustu, og kvaðst þess fullviss, að bandaríska þjóðin óskaði aðeins friðar. Ekki væri heldur hægt að ge’ra rúss- nesku þjóðinni meiri órétt en teija hana undirbúa árásarstyrj- öld. Kozlov :kvað það skoðun sína, að Rússum væri það ekki eins mik ið kappsmál að fara fram úr kapí* talísku löndunum í almennri vel- megun og kapítalistaríkjun- um væri, að ekki væri siglt fram úr þeim í því efni. Hann lýsti 7 ára áætluninni í’ússnesku rækilega fyrir blaðamönnum og taldi óhugs andi, að þjóð, sem hefði sett sjálfri sér svo hátt lakmark, gæti hugsað um að heyja styrjöld. '■— Rússar kæí’ðu sig ekki um að neyða liugsjónafræði sinni upp á aðrar þjóðir með valdi, friðsam- leg sambúð væri vel hugsanleg með Rússum og Bandaríkjamönn- um. Útför f gærdag var gerð útför Krist- jáns Þorieifssonar frá Grund í Grundarfirði, frá dómkirkjunni í Reykjavík..— Hann var sonarson ur Þorleifs í Bjarnarhöfn, en móð ir lians va,- dóttir Páls kaupmanns Hjaltalín. Föður Kristjáns, missti við fyrir aldur fram. en hann var kunnur áhúgamaður og, úrræða á sinni tíð, og talinn til foringja fallinn. — Krislján þótti góður liðsmaður í héraðj, og naut þar trausts og virðingar. Sýslunefndin kostaði; útför hans, og bar úr kirkju. fyrir nauðgun NTB-New York, 2. júlí. — Ilvítur maður, 24 ára að aldri hlaut í dag dauðadóm fyrir rétti í Suður-Carolina- fylki, Bandaríkjunum, fyrir að hafa nauðgað nær fimm- tugri blökkukonu. Ef lúnn dauöadæmdi, sjóiiðinn Fred Davis, verðu,- sendur í raf- m.agnsstólinn 14. ágúst, eins og rétturini) kvað á.' um, verður hann •fyxsti -hyfti maðnrinn.í Bandaríkj- unum, 'sem telcinn er af lífi fyrir að hafa nauðgað blökkukonu. Blöjckumenn hafa oft verið teknir af líifT fyxir.að nauðga hvítuim konum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.