Tíminn - 03.07.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1959, Blaðsíða 7
T í M I N N, föstndaginn 3. júlí 1959. a Vordagar Þa3 var blcssuö -vorblíðan hjá þeim í Uzbekistan, þegar við stig um út úr þotunni á flugvellinum í Tashkent að kvöldi 25. apríl. Sama morgun höfðum við farið frá Leningrad, þar sem tré voru rétt að byrja að bruma og hitinn var um sex stig. Hér var þrjátíu stiga hiti, tré allaufguð, írisblóm in dimmblá, á stærð við manns. lófa skörtuðu í görðum og rósirn- ar voru að opnast. Á móti okkur kom höfðingleg Ikona í vorgrænum sumarkjól, svarthærð með tindrandi, dökk augu. Nú hefur eitthvað gengið iir skorðum í kollinum á mér á þessu langa flugi, hugsaði ég, ■— mér fannst ég endilega kannast við þeSsa konu. En það var svo fráleit hugsun, að ég bægði henni frá. Þessi kona er aðstoðarmennta_ málaráðherra í Uzbekistan og heit- ir Dzamaila Tadzieva. Með henni voru yfirmaður kvikmyndadeild- ar ráðuneytisins, Zadykov, og for- maður listamannasambands lands. ins. Þau buðu okkur velkomin og fundu það eitt að, að við værum alltof fá og ætluðum okkur of lít_ inn tíma til að kynnast landinu og vera þó komin svo langt að. Lifbrigði mannlífsins Strax þessa fyrstu stund, sáum við hv-e margbreytilegt það fólk Galia Izmailova í Tashkent samdi dansana í óperunni Dilaram og dans- aði þar í þessu gervi. er í útliti, sem byggir landið. Frú Tadzieva og Zadykov eru bæði dökkhærð og dökkeyg, dálítið breiðleit, en fríð og frábærilega röskleg. 'Formaður listamannasam- bandsins var asíatískur í yfirbragði með skásett augu, og við hlið þeirra stóð flugfreyja, sem var Ijóshærð, há og grönn, en með dá. lítið skásett, brún augu. Uppi við flugstöðina léku sér nokkur börn, sum ljóshærð og gráeyg, önnur með strrtt, svart hár, gulbrúnan hörundslit og asíatískt andlitsfall. Ekki höfðum við lengi rætt við •frú Tadzieva, er það upplýstist, að við hjónin höfðum verið sam_ tímis henni í Delhi árið 1956. Hló hún við og sagði, að sig hefði sízt grunað, að hér væru gamlir vinir á ferð o:g hún skyldi sannar- lega reyna að sjá til að dvölin yrði okkur ánægjuleg, og lét hún ekki sitja við orðin tóm. Er það skemmst af að segja að betri gest gjafa höfum við hvergi fyrir hitt. Hún fórnaði okkur miklu af t'íma sínum, fór meira að segja með okkur til Samarkand. Allar viðræð ur okkar fóru fram gegnum túlk. Þó efast ég um að nokkurt okkar hafi átt glaðværari stundir en í hennar félagsskap. Önnur víðlendasta borg Ráðstjórnarríkjanna Tashkent, höfuðborg Uzbekistan, •er mjög stór um sig. Af borgum í Ráðstjórnarríkjunum nær Mosk. va ein yfir stærra landssvæði. Þó eru íbúar Tashkent ekki nema um •ein milljón. En þetta er forn borg og áður fyrr voru ekki byggð há Sigríður Thorlacius: og vorhugur í Uzhekistan hús, enda landrými nóg. Landið umhverfis borgina er ákaflega frjó samt, því að þarna er nóg vatn. í fjarska sér til snækrýndra fjalla, en hið næsta er landið flatt. Þegar við ókum inn í borgina tók ég einna fyrst eftir því að hér voru mörg hús máluð í dá_ lítið óvenjulegum litum, í sumum götum voru þau flest fölbleik eða blá. Okkur var fengið húsnæði í ný- legu gistihúsi við aðaltorg borgar. innar, gegnt óperunni. Á kvöldin fjölmenntu borgarbúar á þetta torg, tylltu sér á bekkina, gengu kring um gosbrunninn á milli blómabeðanna, brugðu sér inn í gistihúsið, eða fengu sér matarbita og te hjá feita matsveininum, sem hafði útieldhús undir gistihúss. veggnum og bar fram veitingar sín ar á smáborð vzt á stéttinni fram- an við gistihúsið. Þar voru pottar á stærð við þvottapotta og eld_ stæði undir. í þeim voru soðnar súpur miklar af stóreflis kjöt. stykkjum, sem við sáum dregin í búið á morgnana. Yfir opinni glóð voru kjötbitar steiktir á téinum og gestirnir pöntuðu sér einn eða fleiri teina, sem þeim voru færðir að borðinu og bitunum rennt af teininum ofan á hrísgrjónahrúgu - khebab, heitir þessj réttur. Á eftir var drukkið grænt te úr litl- um skálum með alls konar skreyt- ingum. Yfir þessum skgmmtilega veitingastað ríkti matsveinninn, sem helzt líktist kínverskri Buddha mynd, feitur, skáeygur með skegg. hýjung. Þetta fyrsta kvöld okkar í Tashkent sýndi Zadykov okkur kvikmynd um land og þjóð, prýðL lega vel gerða og fallega. Uzbekist- an er auðugt land af náttúrugæð. um, málmum, kolum, olíu og rækt anlegu landi, enda eru þar hrað. 'Stígar framfarir á fjölmörgum sviðum o,g efalaust miklu meiri en hægt er að gera sér nokkra hug- mynd um við svo stutta heimsókn. Skóli og listasafn Næsta dag, sem var sunnudag. •ur, báðurn við um að fá fyrst og fremst að sjá fólkið, borgina og •umhverfi hennar. Fylgdi Zadykov okkur fyrst á samyrkjubú í grend við borgina, og búa þar 1600 bændur. Þetta 'er nánast sjálfstætt þorp og flestir virtust búa í litl. um einbýlishúsum, sem stóðu með frarn veginum. Nokkur stærri sam býlishús, tveggja og þriggja hæða, voru á tveimur stöðum, einkum krin.g um barnaskólann og heilsu- gæzlustöðina. Skólinn var hljóður og tómur, því að börnin voru flest heima hjá foreldrum sínum yfir helgina. Ann ars eru þau í skólanum tíu mánuði ar eru kringlóttar, en ferköntuðu húfurnar eru sniðnar þannig, að þær má leggja saman og fer þá ekki meira fyrir þeim en vasa. klút. En þetta var nú útúrdúr. Heimavistarskólinn á samyrkju. búinu var nýleg bygging, sem okk- ur var sagt að reist hefði verið fyr ir fé úr menningarsjóði búsins, j sem virtist ráða yfir verulegumj fjármunum. Við litum inn í svefn. i herbergi barnanna og voru í þeim ■arlaust boðskap lislarinnar, þá er hætt við að stífðir séu vængir hinna stærstu anda. Fyrir mér er það einmitt stærsta gildi listarinn. ar, að hún sé ofar og á undan sam tíðinni að vissu leyti, frjóvgi hug. myndaflugið'og lyfti fólki á þann hátt til stærri og meiri átaka — skapi trú á að draumur geti orð- ið að veruleika í stað þess að end. urtaka það, að veruleiki au.gnabliks Óperan í Tashkent 4—7 rúm eftir aldursflokkum. j Rúmfötin voru hrein og ábreið.- urnar hlýjar og notalegar. í skóla-j stofunum voru púlt með áföstum bekkjum, eins og notuð voru hér.j lendis í mínu ungdæmi. Allar voru stofurnar bjartar og rúmgóðar. Ef menn gera sér Ijóst', að fyrir svo sem þrjátíu árum voru 90% fólks á þessum slóðum ólæst og óskrif- andi, þá hlýtur maður að virða þau umskipti, að nú skuli hvert barn vera skólaskylt frá sjö ára aldri og að í háskólanum í Tash- kent skuli.vera yfir fjögur þús., •und nemendur. Síðasta geitin á lérefti Við komum líka í listasafn sam_! yrkjubúsins, sem er til húsa á efri hæð í baðhúsi staðarins. Málverk héngu á veggjum í mörgum smá- herbergjum, og þar voru nokkur sýnishorn af tréskurði, en á þess. um slóðum eru til ákaflega falleg þjóðleg skreytingarmynztur, sem njóta sín afar vel bæði í tréskurði og marmara. Eg var farin að þreyt ast og tvllti mér á stól fyrir fram. an eina myndina. Leiðsögumaður okkar sagði mér, að þessi mynd lýsti þeim erfiðu tímum þegar bændur hefðu jafnvel orðið að selja síðustu geitina sína til að fá brauð handa börnunum sínum, þó að þar með hefðu þeir verið sviptir síðustu möguleikunum til sjálfsbjargar. Þetta var snotur I skemmtigarði í Tashkent ársins frá 7—14 ára. Ritari búsins kom til að sýna okkur skólann, •miðaldra maður, snyrtilega klædit. ur í röndóttri skyrtu og brúnum vinnubuxum, með hina sérkenni. legu ferköntuðu húfu, sem Uzbek- ar nota, bæði karlar og konur. Mis munur er þó á gerð húfanna, því að allar húfur karlmanna eru svartar með hvitum útsaumi, en konurnar sauma sínar húfur með mislitum krossaumi, eða gullþræði á rautt flauel. Sumar kvenhúfurn mynd, hefði hún átt að prentast með framhaldssögu í „Hjemmet“ og ég fór, eins og oftar í þessari ferð, að hugleiða hve langt myndi verða þangað til horfið yrði frá hinni einhæfu tjáningu í málara- list, Eiem sést svo víða í Ráðstjórin- arríkjunum. Það hljómar skyn. samlega að taka 'eigi listirnar í þjónustu lífsins og fólksins, en sé það gert imeð valdboði og á þann hátt, að allt eigi að miðast við að sem flestir skilji fyrirhafn- ins og fortíðarinnar sé hið eina, sem um eigi að hugsa. Þegar einangrun rofnar En það þarf ekki að leita ann. að en í rússneska tónlist til að sannfærast um hve feikna mikil listhneigð og listgáfa hlýtur að búa með þeim þjóðum, sem byggja þessa voldugu ríkjasamsteypu, og ég er sannfærð um að listmálar- ar í Sovétríkjunum munu auðgast •af auknum samskiptum við er. lenda félaga sína, þegar einangr. unin er rofin og þeir eru teknir að sýna verk sín erlendis og taka verk erlendra málara til sýningar hjá sér. En hver er ég, að ég sé að leyfa mér að fetta fingur út í það hvers konar myndir hanga á veggjum safnsins á samyrkjubúinu við Tashkent ■— manneskja úr landi, sem ekki á eitt einasta sómasam- legt listasafn, hvað þá heldur, að sá staður finnist á landinu, þar sem talið sé sjálfsagt og nauðsyn. legt að verja hluta af þeim fjár. munum, sem fara eiga til menning- arinála, til þess að kaupa fyrir málverk og hengja upp í safni úti í sveit? Bómull og karakúlfé Frá safninu gengum við út á akrana, þar sem fyrstu sprotar bómullarrunnanna voru að skjóta kollinum upp úr brúnni moldinni. Áveituskurðir hrísluðust um akr. ana, það þarf að vökva nokkrum sinnum á sumri, því ekki er regn. ið nógu mikið til að runnarnir nái fullum þroska fyrir septembermán uð, þegar uppskeran fer fram. Bómullarrækt er meginhluli landbúnaðarframleiðslu þarna. Við fórum að spyrja um búsmal- ann og var þá sa.gt, að búið væri að reka á fjall — hestar og kara- kúlfé gengi í fjallahögum meðan bómullin væri að vaxa á ökrunum. Þarna er mikil fjárrækt og reynsla þeirra af karakúlfé áreiðanlega önnur en íslendinga, a. m. k. léku þeir fjörugt danslag á gistihúsinu, sem kallað var Karakúlpolki. Lítil telpa gengur framhjá okk. ur og ber ungabarn á bakinu, 'en strákhnokki skoppar í kring um hana. Þau eru- ekki skartklædd, en þau eru hraustleg og hafa skó á fótunum. Það myndi ekki hafa sézt úti í sveit á Indlandi, dettur mér í hug. Bílstjórinn okkar, hann Java, segir allt i einu, að íslenzkur fiisk- ur sé góður matur, en þeir fái ekki nóg af honum í Tashkent. Eg verð hissa, því mér hafði blöskr að hve dýr hann var í búð í Lenin- grad. fFramhald á 8. sfBu) Á víðavangí Skrif Þjóðviljans um kosningaúrslitin Þjóðviljinn liefur verið úrilIuL eftir kosningarnar og' skal hon* uin ekki láð það. Hann hefur rek ið liníflana talsvert í FramsóknS arflokkinn, enda þótt það * s€- ástæðulaust, því að það er sam- vinna Alþýðubandalagsins við Sjálfstæðisflokkinn í kjÖrdæma- málinu, sem hefur ékki sízt valdið tapi þess. Af því ættu for- kólfar þess að geta lært, að mök \ið íhaldsforingjana eru ekki til gæfu og gengis. Þjóðviljinn segir m. a., að Framsóknarflokkurinn hafi mjög, aukið fylgi sitt vegna afstöðunn- ar í kjördæmamálinu. Vafaláust er talsvert til í þessu. Þó fór fjarri því, að ahdstaðan gegn kjördæmabyltingunni kæmi nægilega í ljós • við kjörborðin. Orsök þess var liinn öflugi áróður þríflokkanna, sem vitanlega var samaniagt miklu sterkari en áróður Fram- sóknarflokksins. Þessi áróður snerist um það, að kjördæmainál- ið væri búið mál og kjósa ætti lieldur um ailt annað eji þao. Ef kosningarnar liefðu snúizt um kjördæmamálið eitt, eihs óg átti að vera, hefði fylgi Franisókiv- arflokksins orðið mikln-méira eh raun varð á. Þetta mun ■ *lika koma í ijós, ef þríflokkarnir knýja fram kjördæmabyRjiiguna, þrátt fyrir þá aðvörun, sem þe'u' hafa fengið. Þá munu kjóseiulur hefna fyrir héruð sín, syo áð eft- ir verður munað. Tveir aðalflokkar - -,a' I skrifum Þjóðviijans er bent á það, að kosningarnar hafi víða orðið eins konar einvígi nylli Frainsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Þetta er að mörgu leyti rétt. Stjórnmálaþró- un seinustu ára hefur sýnt fólki það enn betur cn áður, að Fram sóknarflokkurinn er traustasti andstæðingur íhaldsins og eina Ieiðin til að liamla viðgangi þess er að efla frjálslyndan, þjóð legan flokk, en kljúfa ekki lið íhaldsandstæðinga í marga sund- urleita flokka. Þess vegna hljóta íslenzk stjórnmál að færast meira og meira í það form ,að vera átök miili afturlialdsstefnu Sjálfstæðisflokksins og umbóta- stefnu Franisóknarflokksins. ' Yfirlýsing Gunnars Thoroddsens Mbl. hefur verið að ympra á því seinustu dagana, að Fram- sóknarmenn hafi dregið landhelg isniálið inn í kosningabaráttuna á flokkspólitískan hátt. Það rétta er, að Tíininn hafði nær ekkert minnzt á þetta mál fyrr en eftir að Gunnar Thoroddsen gaf þá furðulegu yfirlýsingu á fundum í Vestur-ísafjarðarsýslu, að Sjálf stæðisfiokkurinn og Alþýðuflokk urinn myndu hafa samið uin stór felldan undanslátt, ef þeir liefðu farið með ríkisstjórn á síðastl. sumri og Rretar gefið kost á auknu friðunarsvæði undan Vest- fjörðum. Eftir þessa yfirlýsjngu Gunnars Thoroddsens var ekki liægt að láta málið kyrrt liggja. Hún gerir það nauðsynlegt ásámt fleira, að ný yfirlýsing vérði gef- in af liálfu hins nýkjörna Al- þingis, svo að ekki leiki neinn vafi á því, hver afstaða fslend- inga er. Mikill misreikningur Næstum aiiir Staksleinar Mbi. í gær vorn úr Þjóðviijaimm. Aðstandendur Alþýðubandalags- ins virðast þannig iielzt á þeirri skoðun, að það muni nú bezt efia álit þess að nýju að skrifa Þjóðviljann þannig, að skrif lians þyki hinn bezti Staksteinamatur í Mbl. Áreiðanlega er þetta mik- ili misreihningur. ,,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.