Tíminn - 10.07.1959, Page 7
TÍMINN, föstudaginn 10. júlí 1959.
Það var um daginn að Arn
arfellið lá við Ægisgarð.
Hafnarverkamenn voru að
losa skipið, hífa upp úr því
snúningsvélar og önnur hey-.
skaparverkfæri. Það var gras
sprettuveður og öll skilyrði
til að heyvinnuvélarnar kæm
ust snemma í gagnið Það
var einnig verið að flytja
vistir til skipshafnarinnar
um borð og þeir voru að
bera þær upp landganginn.
Fréttamaður blað'sins kom um
borð í Arnarfellið í þessum svif-
um þeirra erinda að hitta skip-
stjórann, Guðna Jónsson, og
spyrja hann um siglingar og dag-
inn og veginn á sjónum. Honum
var vísað upp stigann að íbúð
skipstjórans, þar sem stendur ,,að-
gangur bannaður“ og skipstjórinn
var heima. Hann var að færa inn í
bækur skip-sins og gera klárt fyrir
aiæstu sjóferð að kvöldi þess dags.
Ósagt í landhelgi
— Hvað viltu heyra? spurði
skipstjórinn, þegar kveðjur voru
afstaðnar.
— Allt hvað er af sjónum.
— Það er svo margvísiegt, er
maður segir bara ekki imnan land-
helgi.
— Búinn að stýra skipi í mörg
ár, Guðni?
Síðan frá áramótum 1950—
1951. Byrjaði hjá SÍS 1946 og
sótti Hvassafellið til ítaliu, þá
sem þriðji stýrimaður. 1949 fór
ég sem fyrsti strýimaður hingað
á Arnarfellið, þegar það var sótt
til Svíþjóðar og sólti Jökulfellið
til Svíþjóðar ári seinna. Þar var
ég skipstjóri í sex ár.
Á stríðsárunum
—Og þinn sjómannsferill, hvað
nær hann langt aftur í tímann?
— Til 1934. Þá byrjaði ég á
skipi, sem var að koma til iands-
ins, Kötlunni. Var á henni í sex
ár.
— Millilandasiglingar?
— Eingöngu. Fórum til Mið-
jarðarhafsins, með saltfisk til
Spánar, í borgarastyrjöldinni með
al annars. Svo fór ég til Eimskip
og sigldi fjögur stríðsárin á Brúar
fossi.
-— Og hefur séð það svart ein-
hvern tíma um það leyti?
— Uss, já. Við sem ekki féll-
um yfir sem taugavejkluð hrök,
héldum þessu áfram.
— Og sáuð þið oft skip brenna
Og týnast úr lestunum?
— Úff, o-jú, jú. Þetta fór í gegn
um fiokkana, tundurskeyti,
sprengjukast. Við sáum olíuskip
brenna og skip með hergögn, sem
sprengihæta stafaði af, sundrast
og hverfa. í hafið. Það var alveg
eitrað, baneitrað helvíti.
-t~5 í!’!--
Arnarfellið
Þeir vilja fá mann helzt upp í pakkhús
— Hvert þangað?
— Génova.
— Hvernig var ástandið þar á
fyrsta ári eftir stríð?
— Feykileg eymd á Ítalíu eftir
stríðið. Lítið að hafa fyrir almúg-
ann.
Eg var á skipinu í hálft annað
ár; Miðjarðarhafstúrar, — Ítalía,
Grikkiand, Spánn og þetta vana-
lega stopp í Oran til að taka olíu.
— Og hafið líklega frá ýmsu
að segja frá viðkomustöðum þar
syðra?
— Við förum nú ekki að skrifa
um það. Það væri heldur að minn-
ast á leiguferð á Jökulfellinu til
bananaflutninga í Suður-Ameríku,
sjö mánað'a túr. Það var fyrsta
skipið me'ð íslenzkri áhöfn su'ður
fyrir línu.
Hvað fóruð þið oft yfir lín-
una?
— Átta sinnum gegnurn Panama
skurð og jafnoft yfir línu, það er
bezti túr sem ég hef siglt, svo jafn
gott veðrið.
—- Og hvernig líkaði ykkur
að koma til Suður-Ameríkuland-
anna?
— O, alveg Ijómandi. Til
dæmis Chile, ég held það sé bezta
land í heimi. Þar er velmegun hjá
öllum, sem nenna að vinna.
A/laSur lifandi!
— Hvar tókuð þið banana?
— Tókum banana í Eucador og
fórum með þá ýmist til New
Orleans eða niður til Valpariso.
Einu sinni komum við til Palara
í Perú. Þar rignir aldrei, eyði-
mörk. Ég spurði einn hvað væri.
langt síðan það hefði rignt'. —
Ja, rignt, sagði hann, það komu
nokkrir dropar fyrir fimm árum.
Þar eru miklar olíulindir og við
vorum að taka olíu á leið suður.
RabbaS við Guína Jónsst
— Ilvernig er loftslagið í Chile?
— Alveg frábært, það er viður-
kennt gæðaloft.
— Þið hafið kynnzt Indíánum?
Það voru aðallega Indíánar,
sem lestuðu hjá okkur. Þeir tala
blending af spænsku.
— Og skemmtilegt þarna að
vera?
— Já, askotans skemmtilegir
næturklúbbar.
— Og kvenfólkið fallegt?
— Og maður lifandi!
— Vín að drekka og ávextir
að borða?
Alltaf svona tonn af banön-
um til að hafa handa okkur sjálf-
um í hverjum túr. Meiriparturinn
fór í hafið. Við gátum ekki annað
þvi að éta það.
Aftur í hráslagann
— Hvar þótti ykkur nú vel-
sældarlegast þar syðra?
— Ja, fallegasti gróður, sem
ég hef séð, var við Panamaskurð
inn. Þar koma ein og tvær demb-
ur á dag níu mánuði ársins, svona
eins og hellt sé úr fötu og maður
sér ekki út úr augunum. Svo er
himinninn jafn heiður og tær.
— Og hitinn svo vel mátulegui’?
Já, aldrei mjög bagalegur á
hafinu.
— Fannst ykkur þá ekki hrá-
slagalegt að koma norður í kuld-
ann aftur?
— Hitinn fél'l úr þrjátíu stig-
um niður í tíu á einni klukku-
stund á leiðinni norður frá Cape
Hatteras, það er skammt norðan
við Florida. Þá vorum við á heim
leið með viðkomu í New Yoi'k. Við
týndum á okkur allar þær tuskur,
sem til vorú og fannst kalt samt.
»n, skipstjóra á Arnarfelli
Og úr þessum stóra túr sigldum
við beint frá New York til
Reykjavíkur.
Sitt á hvað
— Nú eru að vei-ða þrjú ár
síðan ég tók við Arnarellinu, hélt
skipstjórinn áfram. — Þetta er
ákaflega skemxntilegt skip og
skipshöfnin góð. Mér hefur líkað
ágætlega hérna.
— Hvert hafið þið siglt aðal-
lega?
— Þetta hefur verið bölvað
flakk maður, sitt á hvað. New
York, Finnland, Rússland, Mið-
jarðarhafið. Engin áætlun, sigl-
um um allt. Seinast frá Hollandi
með landbúnaðarverkfæri fyrir
okkar ágætu bændur. Upp á
Akranes að lesta nokkur hundruð
tonn af mjöli í kvöld og með það (
til Þýzkalands. Þaðaji til Finnlands
til að lesta timbur. Þar er voða-1
legt mál, ekki líkt neinu og ó-'
mögulegt að skilja það. Bjargar
að þeir tala sænsku. En að mínu
viti eru Finnar líkastir okkur í
hugsunarhætti af Norðurlanda-
þjóðunum.
— Munur á túrurn suður á bóg-
inn og hér í Noi’ður-Evrópu,
finnst ykkur það ekki?
— Jú, munar ýmsu, að minnsta
kosti hér við land, á lendingar- j
skilyrðum og fleira. Og birtan.!
Það sem mest fer í taugarnar á
okkur, þessum skipstjóraaumingj- j
um, eru siglingar við ströndina'
hér í skammdeginu. Svo oft stór
hætta að fara hér upp að þessum
nátittum, sem eiga að heita bryggj
ur, en þeir vilja helzt fá mann
upp í pakkhús, og maður fær
ekki sofið sólai’hringunum saman.
B.Ó.
Ætluð góðgjörð r
— Urðuð þið aldrei fyrir árás-
um?
Nei, við s'luppum áfallalaust.
Ekki vegna þess, að Þjóðverjar
væru að hlífast við að hafa okkur
að skotspæni, býst ég y;ð, heldur
af því, að skipin voru lítil og
t'undurskeytin lentu frekar í
stærri möi'kunum. Þetta var tauga
stríð, en svo má illu venjast að
gott þyki, og maður vandist því.
Flugvélar og eilíf skothríð og
djúpsprengjur, sem herskipin köst
uðu; þá var eins og maður ætlaði
að rekast á sker.
Einu sinni byrjaði þýzk steypi-
flugvól að skjóta á okkur og kast'-
aði sprengju, en hitti ekki betur
en það, að sprengjan fór í togara,
sem lá við hliðina á okkur undir
Englandsslrönd. Og hann fór nið-
ur með þessu, en okkur var nú
ætluð sú góðgjörð.
Yfir línuna
— Hvað svo í stríðslok?
— Þá var ég í landi í heilt ár,
þangað til ég réðzt til SÍS og
fór til Ítalíu að sækja Hvassa-
fellið.
Búnaðarfélag Aðaldæla sextugt
Vorið 1959 er að verða runnið í
aldanna skaut og sumar sama árs
að að renna upp til að uppíylla
þær vonir, sem vorið hefur vakið.
Þetta vor hefur haft óvenjulega
fjölbreytni í veðurfari að bjóða.
Þann hlýjasta og bezta maímánuð,
sem rnenn minnast um langan
aldur. En júní hefur verið mánuð-
ur andstæðnann'a. Þá hafa dunið
yfir hríðai’byljir og stórrigningar.
Fé farið í fönn og vorfuglar. krókn-
að á hreiðrum sínum. Hann hefur
líka átt yndislega sólskinsdaga, og
þrátt fyrir fleiri frostnætur en í
maí, mun hann skila júlí surnar-
grænni jörð og þroskamiklum
gróðri.
Einn af þessum yndislegu dög-
um var sunnudagurinn 21. júní —
sól'stöðudagurinn sjálfur. Hann
heilsaði og kvaddi með gullinni
miðnætiu’sól milli rósi’auðra skýja-
banda kvöldroðaus eða morgun-
roðans eða hvers? Því þessi dagur
á sér hvorki kvöld né' morgun.
Búnaðai’félag Aðaldæla efndi til
mannfagnaðar þennan dag í hinu
snotra samkomuhúsi, sem byggt
var fyrir aldar þriðjungi á grá-
um hraunhx-yggjum fyrir austam
Hólmavað. Nú hefur verið gróður J
sett svo mikið birki í ki’ingum1
það, að heitá má, að það standi!
,,í birkilaut bakkanum á“, því svo
nærri Laxá stendur það, að sjá
mætti út um gluggann þegar lax-
inn stekkur í ánni. Allt var húsið
nýmálað, og víðáttumikið bílatorg
hinum megin við birkiskjólið heim
an frá húsinu séð. Félagið var að
minnast 60 ára aldurs síns og
starfs. Þangað var öllum boðið,
sem einhvern tíma liöfðu verið í
félaginu. Kaupfélagsstjóra, al-
þingismanni og Mjólkursamlagsi
stjóra. Stjórn Búnpðarsambands
Suður-Þingeyinga og öllum for-
mönnum Búnaðarfélaga í sýslunni, ■
og auðvilað konum allra þessara
rnanna. Þar að auki var boðið full-
trúum frá Búnaðarfél. íslands, en
þaðan gat enginn mætt. Húsið var
blómskrýtt og uppi yfir hliðinu
að því var skráð fögru Íetri: „Vel-
komin“. Lagt hafði verið á borð
fyrir 220 manns með mikilli hag-
sýni, því húsið er ekki eins stórt
eins og nýjustu félagsheimilin.
Gestir voru boðnir kl. 3 e. h. og var
stutlu síðar isetzt að borðum.
Stjórnaði formaður félagsins Her-
móður Guðmundsson, bóndi í Ár-
nesi, hófinu, og hafði ráðið Pál H.
Jónsson kennara á Laugum til að
stjói’na söng. Steingrímur Bald-
vinsson, bóndi í Nesi, flutti mjög
fi-óðlegt erindi um sögu og starf
félagsins. Þá sögu hefur hann sam-
ið fullkomna, og las þarna ýmsa
kafla úr henni. Auk hans tóku
'Fratnhalrt * ° <rfhr
■
Hverjir berjast í'
gegn auðhringum?
NOKKRIR FÁFRÓÐIR MENN
hafa öðru hvoru tekið sér fyirir
hendur að sverta samviumistaíd'ið
í landinu með því að kalla sám-
band kaupfélaganna „auðhri*tg“.
Það furðulegasta við þetta von-
lausa verk er, að penna og tutigu
þessara manna stjórnar flokkur
auðmanna og braskara, flokkur,
sem er sá eini og réttborni erf-
ingi liinnar gömlu 'verzlunarkiig-
unar á íslandi og vinnur nxark-
visst að auðsöfnun gæðinga
sinna, meðal annars með stofnun
auðhringa.
Samvinnustefnan hefur barizt
gegn auðhringum um allan heim.
Þess vegna er það hreint öfug-
mæli að tala um auðhring sam-
vinnumanna og lirein móðgun við
meðalgreint fólk að halda slíku
fram.
Allir vita, að fyrir skömmu var
Brunabótafélag fslands eitt um
brunatryggingar húsa utan.Rvík
ur, og allt þar til samvinnu-
menn liófu samkeppni við hið öfl-
ugá félag og með þeinx afleiðing*
um að iðgjöld stórlækkuðu. Éim-
skipafélagið hafði einokunarað-
stöðu á millilandasiglingvun þar
til skip samvinnumanna veitlu
því holla samkeppni og þannig
mætti nefna fjölda dæma um
það, að eiumitt samvinnumenn
hafa unnið að bættum hag borg-
aranna með því að stófna til
harðrar samkeppni á mjög niörg-
um sviðum viðskiptalífsins'. Þetta
er framhald af því starfi, sem
Þingeyingar hófu gegn yerzlunax’-
kúgun og algei’ðri einokun á
Húsavík.
Hinar 30 þúsundir kaupf'élags-
manna í landinu stjórná ' sam-
vinnusamtökunum og velja sér
forystumenn á eins lýðræðisleg-
an hátt og framast má verða. Auð
Iiringum stjórna oftast örfáir
menn og þar ræður fjármagnið.
Þar getur ríkur maður „rétt. upp
10 hendur“ eða greitt 10 atkvæði
og jafnvel enn fleiri, ef hanu er
nægilega ríkur. Hjá sainvinnu-
mönnunum liafa allir jafnan rétt,
livort sem þeir eru snauðir' eða
efnaðir og er þar ólíku sainan að
jafna.
Samvinnufélög og káupfélög
liafa allt annan tilgang en auð-
hringar og eru alger andstaða
þeirra og vinna gegn þeim. Mark-
mið auðliringa er fjársÓfnun.
Auðhringar íeyna að útiloka sam-
keppni til þess að skapa gróðaað-
stöðu, bæði í viðskiptum og fram-
leiðslu og safna auði í skjóli ein-
okunarinnar. Sá auður lendir í
fárra manna liöndum, því að auð-
hringar eru „lokuð“ fyrirtæki al-
menningi. Samvinnnfélög eru öll-
um opin og eru mynduð vegna
þarfa fólksins og stofnuð af því.
Öllum má því Ijóst vera hver. i ök-
leysa það er að halda þyí fram, að
SÍS sé auðhringur.
Eini skyldleiki SÍS við auð-
hring er sá, að SÍS er sterk stpfn-
un og rnjög að vonum, þar sem
hún cr byggð upp af 30 þúsund
mönnum. Rógtungur andstæðing-
anna, þeirra rnanna, sem raun-
verulega eru vikapiltar regiu-
legra auðmanna og jafnvel auð-
hringa, geta ekki fundið meiri
skamniaryrði á SÍS, en að það sé
auðhringur, og kemur það úr
liörðustu á,tt. Raunar er það í
senn broslegt og þó einkar lákn-
rænt, að þjónar auðvaldsins í
þessu landi skuli klína eigin
nafni á samvinnumenn í niðraudi
merkingu.
Þegar stóreignaskatturinn frægi
var lagður á, kom í ljós. að SÍS
átti rúmlega 50 milljóna króna
skuldlausa eign,. en Eimskipafé-
lag fslands þrisvar sinnum meira.
Þá-varð það líka Ijóst, að G00 ein-
staklingar, og flestir í Rvík voru
milljónamæringar. Tuttugu óg
níu þessara manna áttu til dæmis
250 milljónir sainanlagt. Þessir
menn gefa út Morgunblaðið og
gera út Sjálfstæðisflokkinn og
láta vikapilta sína halda fram
þeirri fjarstæðu að SÍS með sína
50 niillj. kvóna eign, sem er sam-
eign 30 þús. ínánna í 56 kaup-
félögum, sé hættulegur auð-
hringur. (Dagurj.