Tíminn - 05.08.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.08.1959, Blaðsíða 3
T í MIN N, miðvikudaginn 5. ágúst 1959. Pilsin upp fyrir hné! Svo virðist sem Yves St. Laurent, arftaki Díors. hafi gert alvarlega skyssu í tízk- unni þessa dagana. í tízku- húsi Díors getur nú aS líta stytztu kjóla og pils, sem þar hafa nokkru sinni sézt, og heimsblöðin hrópa upp, að „Díor sýni hnén". n iii 1111111 iiiiiiiiiiii ni in i iii iii iiii mi iii m ni iii iiiiiiii in iii iiiiiin in iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu n ■■11111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiniii' | Yves St. Laurent gjörbyltir Díorstízk- | | unni - Kvenfólk og karlmenn fyllast I | vandlætingu - Kvenmannshné eru yf- I irleitt Ijót, segja hinir óánægðu j ........ í Bretlandi hafa konur risið öndverðar upp gegn þessari fóta- sýningu. Meira að segja karl- mönnum er nóg boðið. í 20 manna dómneifnd sem sett var á laggirn- ar í París til að dæma um stutt- pilsin, kváðu 12 upp þann dóm, að þau væru hræðileg, sex voru yfir sig hrifnir og tvíir í vafa. Hné kvenna yfiHeítt Ijót! Þeir tólf, sem voru á móti, rökstuddu það með því að lialda því fram að hné kvenna væru yfirleitt ljót, en þeir sem mæltu með stuttpilsunum sögðu, að iiman um leyndust líka falleg liné! Heyrzt hefur að amerískar kon- ur séu ekki hrifnar a|f þessari byltingu St. Laurents og bendir því allt til þess, að hann verði að draga þennan nýja stíl sinn í 'land — að nokkru leyti, a.m.k. tó er ekki gott að segja til um, hvað verður. Fólk man vafalaust eftir fjaðrafoki því sem varð um pokakjólana svonefndu á sínum tíma, en svo fór, að önnur hver kona klæddist slíkum kjól. þegar fram í sótti, og enn má sjá marg- ar stúlkur klæðast' pokakjólum. Menn geta því hugsað gott til glóðarinnar að virða fyrir sér hné reykvískra stúlkna á góðviðrisdög- um í Austurstræti •— ef á daginn kemur að þær séu á öndverðri skoðun við kynsystur sínar í Bret iandi og Ameríku. Jafnað við Ginu Lollobrigidu iagnheiSur Jénasdéffir umrædd í dönskum blöðutii — Hér bsrfisf grein, sem kom í BiBled SCadef uni foaisa ásamt fjölda mynda Fegurð konu er sá hluti því þá fyrst hafSi hanrs næg- sköpunarverksins, sem drott- an tíma til þess að helga sig inn byrjaSi ekki á fyrr en síð- efninu. Og víst er um það, að ast. Og hann hefur greinilega ekkert rif sitt þykir karlmann vitað, hvað hann var að gera, inum vænna um né gerir meira veður út af. Billede bladet birti nýlega grein og myndir um eitt þessara rifja, ssm allir Ijúka upp einum munni um, að sé með beztu handarverkum skaparans: Christina Sveinsson frá íslandi r.aut geisla sólarinnar. Hún var ein þeirra fáu stúlkna, sem kornu til strandar Adríahafsins í þeim tilgangi einum að frílysta sig. Flestar hinar komu með það fyrir augum, að keppa um titilinn ungfrú Adría. En Kristín ól enga slíka drauma í brjósti, svo hún gróf sig bara lengra niður í sandinn. f raun og veru fann hún ánægju og værðarkennd yfir því, að vera ek’ki meðal þeirra, sem hópuðust um dómnefndina eða brutu heilann til þess að finna upp á einhverju fáránlegu til að vekja athygli hæfileikaveiðimanna hinna stóru kvikmyndafyrirtækja. Brúnn húðlitur Aðaltilgangur Kristínar með dvölinni þarna var aið verða brún. En í staðinn iðkaði hún þaö af sama ltappi og aðrar stúlkur iðk- uðu áhrifamikinn kunnirigsskap. Ef hún ekki lá í sandinum og lét sér líða vel, synti hún eða spilaði tennis. Eegurðarsamkeppnin kom henni alls ekki við. Daginn, sem allar stúlkurnar fóru í sín bikini bað- föt, fór Kristín einnig í sín. Þar með skildust leiðir þeirra, því Kristín fór ein saman niður til strandarinnar. „Oh, mama mía!" En svo dæileg var Kristfn, að þegar hún kom ein í hóp niður á ströndina, hrópaði flokkur ungra ítala, sem þar var fyrir, í mik- 'ÍÉ£t illi hrifningu: „MISS ADRIA!“ Og í gullstól báru þeir hina ó- krýndu drottningu til dómnefnd- srinnar, sem undir eins og ein- róma samþykkti kjör ítalanna t ngu. Kristín hér, Iíristín þar, Krist- ín alls átaðar. Hæfileikaveiðar- rr flykktust um hana, og ungir menn slógu henni -stóra og vand- aða gullhamra. En hún tók ekki eftir þeim. Um háls sér bar hún gullkeðju með hjarta og krossi. Það táknaði tryggð og ást. Þetta var gjöf frá fyrstu ást hennar, þegar. liún var 15 ára. Sú ást var að vísu liðin hjá. En fyrir Krist- ínu var þetta tákn tryggðar. Hún liafði enga þörf fyrir auvirðilegt smjaður. Þess vegna sagði hún nei takk, þegar henni vnr hoðið að leika í kvikmyndum, nei takk þegar hún fékk lokkandi heimboð, og nei t’akk, þegar henni var boðið að verða fyrsta sýningar- stúlka hjá Schubert. Verið þið nú sæl! Þess í stað tók hún saman fögg- ur sínar og yfirgaf Adríahafið jafn (Framhald á 8. síðu). t---------------------------- Ruzicka og Ragnheiður í danska blaðinu BT, frá s.l. laugardegi, lesum við grein undir fyrirsögnmni „Ruzicka hefur fundfð nýja, ljóshærða kvikniyndadís.“ Hér er um að ræða þann liinn sama Ruzicka og kom liér í vetur ásamt þeim Nínu og Friðrik, og hin „nýja* Ijósliærða kvíkmyndadís“ er Christina Sveinsson, alias Ragn lieiður Jónasdóttir, Miss Adria með meiru. f blaðínu er rætt við ungfrú Sveinsson, og Ruz- icka, og fylgir myiul af Ragn- lieiði greininni. Ruzicka lýkur á liana miklu lofsorði og segir meðal annars: — Fyrir tveimur árum síðan var ég inntur eftir því, livort ég’ liefði trú á því, að Nína og Friðrik myndu verða frægt listafólk og ég svaraði já. Ég er jafn viss í minui sök nú. k. . ...^/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.