Tíminn - 05.08.1959, Blaðsíða 6
6
I
T f M I N N, miðvikudaginn 5. ágúst 1S59.
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIKIi
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur i Edduhúslnu viB Lindargöte
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303., 18 308 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaBamenn).
Auglýsingasími 19 523. • AfgreiBslan 12SSS'
Prentsm. Edda hf. Simi eftir ki. 18: 13 94S
Barátia SjálístæSisflokksins
gegn frjálsrí verzlun
í SEINASTA sunnudags-
blaði Mbl. er dregin upp nokk
ur mynd af því, hvernig
verzlunarástandið var á ís-
landi, er einokun Dana var
afnumin. Mbl. segir:
„Þess er hollt að minnast
nú, er verzlunarfólk um land
alit heldur frídag sinn, að
hagur íslenzku þjóðarinnar
hefur á öllum tímum mjög
verið háður verzlunarárferði
hennar. Meðan verzlunin var
reyrð í viðjar einokunar og
ófrelsis, ríkti kyrrstaða og
fátækt í landinu. Fólkið strit
aði við- bág lífskjör og að-
staða þess til þess að nytja
gæði landsins — var öll hin
erfiðasta.
Bændur áttu þess engan kost
að eignast verkfæri til þess
að rækta landið eða vinna
venjuleg störf, og snæri
fékkst varla í færi eða lóð
til þess að hægt væri að
draga fisk úr sjó. Þjóðin var
ofurseld einokun, sem hafði
þaðænarkmið eitt að auðga
fámennar klíkur meðal yfir-
þjóðarinnar.
Það var vissulega engin til
viljun að vitrustu og framsýn
ustu menn í hópi íslendinga
lögðu höfuðáherzlu á að leysa
af þjóð sinni fjötra verzlun-
areinokunarinnar, gera við-
skipti hennar frj áls við allar
þjóðir og skapa innlenda
verzlunarstétt.“
Mbl. rekur það síðan,
hvernig framfarir hafa þró-
azt hér á öllum sviðum síðan
verzlunin færðist á innlend
ar hendur og frjálsræði henn
ar óx.
ÞAÐ, sem hér er rakið,
er hverju orði sannara. Hins
vegar vantar eitt mikilvert
atriði í frásögn Mbl. Breyting
in á verzlunarsviðinu hófst
ekki fyrr en eftir að kaup-
félögin risu á legg. Sam-
keppni í verzluninni kom
þá fyrst til sögunnar. Hinir
innlendu kaupmenn fylgdu
mjög fordæmi hinna dönsku
fyrirrennara sinna. Jón Sig
urðsson sá það líka glöggt, að
litlar breytingar myndu
verða á verzluninni til bóta,
þótt einokun danskra kaup
manna væri afnumin, nema
land^menn stofnuðu eigin
verzlunarfélög og tækju verzl
unina þannig sem mest í
eigin hendur. Þessvegna skrif
aði hann hina frægu gr.ein
sina um verzlunarfélögin.
Hann reyndist hér framsýnn
og sannspár eins og á öðrum
sviðum. Stakkaskiptin á
verzlunarsviðinu urðu ekki
að neinu ráði fyrr en eftir,
að kaupfélögin komu til sög
unnar og samkeppni við þau
knúðu kaupmennina, jafnt
danska sem innlenda, til
þess að bæta verzlunarhætt-
ina.
SÚ reynsla, sem hér blasir
við augum, hvetur vissulega
öll til þess, að íslendingar
reyni eftir beztu getu að
tryggja sem mest frjálsræði
í verzluninni og næga sam-
keppni. En þessi reynsla sýn
ir einnig, að nauðsynleg sam
keppni getur því aðeins þró-
azt, að til sé nógu öflugur
kaupfélagsskagur ■ til að
halda uppi samkeppni við
kaupmennina^Hf kaupmenn
irnir eru einir um hituna,
fellur samkeppjii strax nið-
ur. Samtök þeirra koma sér
þá .saman uni álagningu og
verðlag. Verzlunin verður
þannig einokuð, þótt hún sé
að nafni til frjáls.
Þetta sannaðist á fyrstu
áratugum verzlunarfrelsisins
eða þangað til kaupfélögin
komu til sögunnar. Og þetta
hefur sannazt svo oft síðan,
þegar samkeppni kaupfé-
laganna hefur ekki notið við.
Erlend reynsla staðfestir
þetta í ríkum rriæli.
ÞEGAR þetta er athugað,
verður vissulega harla lítið
úr þeirri fögru yfirlýsingu
Mbl., að flokkur þess sé fylgj
andi frjálsri verzlun og
frjálsri samkeppni. Málgögn
flokksins, Mbl. og Vísir,
leggja nú ekki stund á ann
að meira en að rógbera og
svíviröa kaupfélagsskapinn
og stimpla hann sem hinn
hættulegasta auðhring. Þessi
blöð gefa það óspart til
kynna, að það yrði eitt fyrsta
verk Sjálfstæðisflokksins, ef
hann fengi völdin, að koma
samvinnuhreyfingunni sem
mest á hné.
Þetta er mæta vel skiljan
legt, þegar þess er gætt, að
Mbl. og Vísir eru eign þess
hluta kaupmánnastéttarinn
ar, sem er mest einokunar-
sinnaður. Þessir kaupmenn
gera sér það ljóst, að þegar
kaupfélögin eru úr sögunni,
hafa kaupmennirnir alræði í
verzluninni. Samtök þeirra
myndu þá ákveða álagning-
una og verðlagið. Þá yrði hér
sama ástandið og var í
verzluninni, þegar Jón Sig-
urðsson skrifaði hina frægu
grein sína um nauösyn verzl
unarfélaganna.
Fyrir neytendur er það
jafn naúðsynlegt að láta ekki
árásir á samvinnufélagsskap
inn heppnast og það er naúð
synílegt 'fyrir launþega að
hrinda árásum á verkalýðs
samtökin. Þessvegna verða
allir þeir, sem skilja nauðsyn
friálsrar verzlunar og sam-
keopni í verzluninni, að taka
höndum saman um að hindra
þina markvissu viðlðeitni for
kólfa SjálfstæðiSflokk=ins til
þ'ess að hnésetja samvinnu-
félagsskapinn og gera sam
t.ök kaupmanna einráð í verð
lagsmálum.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson:
Orðið er frjálst
Nýlega er komin út á ensku á
vegum utanríkisráðuneytisins,
„hvít bók“ um ofbeldi Breta í ís-
lenzkri fiskveiiðilandTielgi; „Brit-
ish agression in Icelandic water“.
Áður en vikið veröur að áður-
nefndri bók, þykir rétt að fara
nokkrum orðum almennt um of-
bcldi Breta í íslenzkri fiskveiði-
landhelgi og benda á, hvernig slík
skýrsla ætti að mínum dómi að
vera saman sett.
Ofbeldi og yfirgangur Breta í
íslenzkri fiskveiðilögsögu er að
vissu leyti mjög athyglisverður
kafli í sögu íslenzku landhelginn-
ar. Hefur mér lengi leikið hugur
á að rannsaka það efni ýtarleg-
ar, eigi síður en að taka aftur til
nánari athugunar heimildir varð-
andi fiskveiðilandhelgina sjálfa.
En því miður hafa hvorki ástæð-
ur né aðstæður veitt mér tæki-
færi til þess að koma þessum rann
sóknum í fram kvæmd, enda væri
hér um yfirgripsmikið verk að
ræða.
Breta i íslenzkri
SandlieSgi
ílSvavar Steindórsson, nú skipstjóri
*'á Skjaldbreið, hafi oftast íslenzkra
. manna lent í slíku.
Þá hefði verið eðiiiegt að gera
; grein fyrir því, hvernig brezkir
! togarar hafa unnvörpum eyðilagt
! veiðarfæri landsmanna og ógnað
íslenzkum, fiskimönnum, þegar
þeir hafa reynt að spyrna við
fæti, m.a. með því að sigla mjög
: nærri íslsnzku fiskibátunum, og
það svo, að stundum hafa hlotizt
. slys af. Er mönnum í fersku minni
þegar brezki togarinn Kingston
: Pearl frá Hull sigldi á vélbátinn
Súgfirðing ÍS-500, árið 1955, með
| þeim afleiðingum, að báturinn
I sökk og tveir íslcnzkir sjómehn
drukknuðu. í önnur skipti hafa
trezkir sjómenn gripið til barefla
cg jafnvel skotvopna gegn ís-
lenzkum fiskimönnum sbr. atburð
við Vestmannaeyjar í maí 1919.
Bretar þjóða verstir.
Bretar hafa löngum verið yfir-
gangssamir í islenzkri lögsögu og
frá því um aldamót hefur engin
þjóð komizt í hálfkvisti við þá í
þvi að brjóta rétt á íslenzku
þjóðinni, né sýnt henni jafn mikla
óvirðingu í því efni og þeir. Til
eru í réttarbókum hinna ýmsu
sýsluembætta landsins miklar og
allýtarlegar heimildir um of-
beldisaðgerðir Breta áð þessu
leyti og getur enginn, sóma síns
r.é samleikans vegna, sem hyggst
taka þessi mál til athugunar og
semja skýrslu um þau látið hjá
líða að athuga þau gögn. Ekki
sízt þar sem hér væri um fyrstu
skýrslu þessa efnis að ræða. Einn-
ig hefði verið mjög fróðlegt að
fá upplýsingar um, hvernig Bret-
ar virtu þá landholgi, sem þeir
vildu láta íslendinga búa við,
samkvæmt samningi sínum við
Dani 1901, um 3ja sjómílna land-
heilgi við ísland.
Mesta ódæði síðustu alda.
Að sjálfsögðu hefði bæði verið
Gunnlaugur Þórðarson
gefin er út af hálfu íslenzkra
stjórnarvalda um ofbeldi Breta í
íslenzkri fiskveiðilögsögu.
80% landheigisbrota
1903—1913.
Því næst hefði verið rétt, sem
fyrr segir, að gera grein fyrir,
hvernig Bretum fórst við íslenzku
þjóðina eftir að þeir höfðu gert
•landhelgissamninginn við Dani
1991.
í doktorsritgerð minni um iand
helgi íslands er vikið nokkuð að
þessari hlið málsins, en í skýrslu
slíkri, sem rikisstjórnin hefur nú
gefið út, hefði þurft að gera all-
jýtarlega grein fyrir landhelgis-
brotum Bretj|, og hvejrnig þeir
höguðu sér á annan hátt, breiddu
t.d. vfir nafn og númer og víluðu
ekki fyrir sér að sigia með ís-
lenzka löggæzlumenn alla leið til
Bretlands, ef þeim bauð svo við
að horfa.
Skulu hér tilfærð örfá dæmi til
fróðleiks:
Loks hefði verið skylt að víkja
að landhdlgisbrotum Breta hér
•’ið land frá þvi að landhelgis-
samningurinn frá 1901 var gerð-
ur þar til hann gekk í gildi, en
ollan þann tíma áttu Bretar gjör-
samlega bróðurpartinn af lögbrot
unum, svo sem gert er grein fyrir
í doktorsritgerð minni. Fyrstu
árin eftir samningsgerðina, eða
árin 1903—1913, voru a.m.k. 80%
landhelgisbrjóttanna, sem teknir
voru, brezkir togarar og í beinu
framhaldi af því, hefcji verið
íkylt að sýna fram á, hversu brezk
stjórnarvöld lögðu að jafnaði bless
un sína yfir hvers konar yfirgang
togara sinna í landhelgi íslands
með því að hlutast nær aldrei til
v.um að hinir seku væru látnir
svara til saka.
Að svo komntt máli hefði verið
tímaibært að víkja ýtarlega að
síðustu ofbeldisaðgerðum Bretá í
íslenzkri landhelgi. Því miður er
gjörsamlega látið hjá líða að
minnast þeirra atriða, sem hér
hefur verið gerð grein fyrir, í
hvítu bók ríkisstjórnarinnar og er
það vægast sagt illa farið.
rétt og skylt að byrja slíka
skýrslugerð, eða í þessu tilviki
,.hvítu bókina“, á stuttri en gagn-
oröri frásögn af því, þegar brezk-
ur togari gerði tilraun lil þess, um
síðustu aldamót, að drekkja ís-
lenzkum embættismanni, ásamt
fimm öðrum mönnum, er liann
var að gegna skyldustörfum sín-
um. Þar hefði mátt styðjast við
frásögn af atburðinuiR, sem birt-
ist í Þjóðólfi 27. okt. 1899 og
byggð er m.a. á sjóprófum máls-
ins. í blaðinu er ýtarleg frásögr:
af þessum atburði ölium og að-
draganda háns. Þar segir frá þvl
að brezkur togari, Iloyalist I-I 428,
hafi vikum saman stundað botn-
vörpuveiðar lengst inni á Dýra-
firði, sem er þó hvergi breiðari
en 3 sjómílur, og að togarinn hafi
leitazt við að leyna nafni sínu
með því að mála yfir fremstu og
öftustu stafin'a, svo nafnið varð
„Oyali H-42“. Þá segir frá þvi,
að Hannes Ilafstein sýslumaður
hafi látið manna bát, í því skyni
að taka togarann, en togarinn
sigldi á bátinn með þeim afleið-
ingum að þrír íslendingar drukkn-
uðu og að þá fyrst var gerð lil-
raun til að bjarga mönnunum,
þegar bátur úr landi var um það
bil kominn á slysstaðinn, enda var
Hannes Hafstein sýslumaður með-
vitundarlaus, þegar honum var
bjargað. Segir svo um þettá í
Þjóðóifi orðrétt: „Það þykir sann-
að, að skipstjórinn á brezka tog-
aranum hafi með vilja hvolft bátn
um .“ „að hann hafi vanrækt
að bjarga mönnunum, þótt það
væri honum innan handar.“
í „'hvítu bókinni“ er ekki vikið
einu orði að þessu óhugnanlega
ódæði og er það bæði óviðeigandi
og illa farið., að að þessara hetja,
sem létu lífið fyrir „hinn íslenzka
málstað“ skuli að engu vera getið
í þessari fyrstu greinargerð, sem
Isafold 16. des. 1903: „... allt
að ellefu togarar hafa verið
stöðugt að veiðum í landhelgi.
Ilafa þeir látið greipar sópa um
allt landhelgissvæðið frá Útskál-
uin til Keflavíkur og jafnvel
þar inn fyrir. Svo nærri liafa
þeir verið landi, að kasta hefði
mátt steini út í þá“ . . . „Brotin
fremja þeir jafnt um liádaginn
í allra augsýn, en Iiylja þá að
jafnaði yfir númer og nöfn.“
ísafold 24. ágúst 1907: „Skip-
in liafa bæði verið fleiri og
meira að staðaldri í landhelgi
veiðin farið fram á svæðum, þar
sem botnvörpungar hafa aldrei
komið áður, og því vcrið frið-
land fyrir þorskanet lands-
manna.“
í Timanum 3. okt. 1951: „Hafa
þeir (brezku togararnir) livað
eftir annað sézt langt innan
landhelginnar, einkum þegar
bátar róa ekki á sjó og virð-
ast ekki vilja láta bátana sjá
nafn eða númer.“
Hér er aðeins drepið á fátt eitt.
í áðurnefndum dómsbókum hefði
mátt finna frásagnir og skýrslur
sem varpað hefðu ennþá skýrara
ijósi á yfirgang og ofbeldi Breta
hér við land, síðustu hálfa öid-
ina. Þá hefði verið rétt að nefna
nokkur dæmi þess, þegar brezkir
togarar hafa haft á brott með sér
íslenzka löggæziumenn, t. d. er
Guðmundur Björnsson sýslumaður
Barðstrendinga og Snæbjörn í
Hergilsey voru fluttir með valdi
til Englands, er þeir hugðust
gera tilraun til að taka fastan tog-
ara, sem var staðinn að land-
helgisbroti lengst inni á Breiða-
firði árið 1910.
Einnig hefði verið sjálfsagt að
geta þess, að sumum starfsmönn-
um íslenzku landhelgisgæzlunnar
liafa brezkir togarar „stolið“ oft-
air en einu sinni og held ég að
„Hvíta bókin".
Hvíta bókin lætur allmikið yfir
sér við fyrstu sýn, hún er 40 blað-
siður. Prentun bókarinnar er
ígæt og myndirnar í henni aligóð-
ar — en við nánari athugun eru
kostir hennar flestir þar með
taldir og maður verður óhjákvæmi
lega fyrir vonbrigðum yfir. því,
hvað efninu „ofbeldi Breta“ ;er
gerð lé'leg skil. Verulegur hluti
bókarinnar er endnrtekning á
efni, sem áður hefur birzt í fyrri
„hvítum bókum“og hefði verið nær
að gera því máli, sem bókinni .er
ætlað að fjalia um, miklu ýtar-
legri skil en gert er.
í fáum orðum sagt, bókin skipt-
ist í 3 meginkafla og niðurstöðu-
orð.
í fyr.sta kafla er greinargerð
frá landhelgisgæzluuni um nokk-
ur landhelgisbrot Bfezkra togara
cg framkomu brezkra herskipa af
því tilefni. Nær skýrsla þessi júir
timabilið frá 1. sept s.l. til 1.
júní s.l. Er hún myndum prýdd.
í öðrum kafla er vikið að efna-
hagslegri nauðsyn á útfærslu land
Lelginnar. Kafli sá, er sem áður
segir, svipaður að efni til og fyrri
kaflar í „hvítum bókum“ um það
eini. Þriðji kaflinn fjallar um
„lagalega hlið“ málsins og þar eru
og vinnubrögðin á sama máta. Þó
tekst svo til, að þegar gerð skal
grein fyrir sögulega réttinum, er
rangt með farið, og er það illt,
þegar um jafn veigamikið atriði
er að ræða.
í ritinu eru, sem fyrr segir,
prentuð ýmis fylgiskjöl, svo sem
um vísindaiega verndun land-
grunnsins 0. s. frv., svo og upp-
lýsingar um víðáttu landhelgi,
hinna ýmsu þjóða, en sú skýrsla
hefur verið tekin saman á veg<
um Sameinuðu þjóðanna.
(Framhald á 8. síðu),