Tíminn - 05.08.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.08.1959, Blaðsíða 9
T í M IN N, miSvikiulaginn 5. ágiíst 1959. Ma«> roberts rinehart, -JJ-uaröbb L iú hruncu'b ona 44. Lögregluforinginn brosti við mér og klappaði mér á öxlina. — Eg þékki þessa stúlku, sagði ihann. — Eg tel fullkomlega öruggt að skilja hana eftir hér. Öruggt fyrir okkur, að minnsta kosti. Eg er ekki eins viss um öryggi hennar! Þetta var tvíræð athuga- semd, sem ég átti eftir að minnast illilega örfáum stund um síðar. Lögregluforinginn var ekki brosandi þegar hann kom upp hálftíma seinna, inn í her- bergið aleinn. — Eg sendi Stewart burt, sagði hann, þungbúinn. — Hann er asni, ropandi, sköll- óttur asni. En hann er heldur en ekki uppglenntur. Það er svo að sjá, að hann hafi von- azt eftir að hún gerði nýja erfaskrá, honum hagstæða. En þetta batt að sjálfsögðu endi á það eins og fleira. Láttu raus hans ekkert á þig fá. Hann leit á mig, aðvarandi á svip, gekk að rúminu og leit á líkið, sem þar lá. — Lífið er skrítið, ungfrú Adams, sagði hann. — En dauðinn er stundum ennþá skrítnari. Sjáðu þessa gömlu konu. Hverjum gat verið hag ur í dauða hennar? Ef hún þá dó til hagsmuna einhvers. Hún átti ekki langt eftir. — Nei. En hún hefði átt aö fá að deyja sjálf. .— Rétt. Hún átti lítilsháttar peninga. Hún hefði getað lok ið æfinni í ró og næði, án þess að verða öörum byröi. Þá ákveður einhver að losna við hana úr tölu lifenda, og — bums —hún er farin! Svona! — Já, hún er farin. Við get um ekki hjálpað henni úr þessu, og þú sérð sjálfur, að Elliot hefur ekkert getað ver ið við þetta riðinn. Er hann ekki vandlega innilokaður? — Jú, og verður það fyrst um sinn. — Hefur hann ekkert sagt ennþá? — Hann hefur sagt sitt af hverju, en ekkert markvert. Þú heyrðir nú í honum, þeg ar við tókum hann. Hann þreifaði eftir pipu sinni og stakk henni upp í sig, án þess aö troða í hana eða kveikja í henni. — Ja, lagsmaður, sagði hann. — Eg hef nú séð og reynt sitt af hverju um dag ana, en þetta er of mikið! Við erum búnir að læsa einn grun aðan inni, og strax á eftir kemur þetta! Taugar minar hafa senni- lega verið einum of þandar, því skyndilega stóð ég sjálfa mig að því að hlæja hálfgerö um móðursýkishlátri. *— Kannske hann hafi gert þet-ta líka, sagði ég. Lögréglu foringinn horfði athugull ó mig. Eg hélt áfram: — Ef til vill fór hann inn í herbergið mitt á leiðinni upp, og setti eina eða tvær töflur í hylkið á bakkanum minum. Hvers vegna að láta sér nægja eitt éiorð?! Hann hefur getáíj feng i ðsmekk fyrir þetta, rétt eins og að éta saltkjöt og baunir. — Þú þarft að hvíla þig og i fá eitthvað róandi, sagði hann. — Það er að segja, ef þú ert móðursjúk. Ef þú ert, bara að reyna að vera fyndin j skaltu í guðanna bænum halda þér saman. Eg er bú- inn að fá ofnæmi fyrir fyndni, síðan við tókum þenn an ljóshærða morðingja niður á lögreglustöð. En honum er eins gott að hlægja meöan hann getur. Hann hlær ekki lengi úr þessu. — Ertu viss um það? — Já. — Eins viss um það, og þú varst á sínum tím'a, að þetta væri sjálfsmorð, og um papp írssnepilinn? — Hvað ertu að rifja það upp það var fyrir viku. Eg er búinn að segja þér það. — Það var líklegt þá. — Að sjálfsögðu. En það segir ekki allt. Það var stig inn sem Paula Brent kom með, sem gerði þetta svo senni legt. Nú hefði ég átt að segja hon um, að tveir menn væru uppi á þaki, sem einnig hefðu kom ið með stiga, en ekki til þess að mála þakiö. Eg gerði það samt ekki því ég sá aðatburð ir dagsins höfðu haft mikil og djúp áhrif á hann: Hann tók að ganga um gólf, og þegar hann mælti aftur, var hann eins og hann átti að sér. — Það er tilgangslaust að glápa á þetta, sagði hann. — Við komum tii með að horf ast stööugt í augu, en ef til vill sjáum við eitthvað á milli okkar. Eg býst við, að þú sért sammála læknisgerpinu í að þetta sé eiturmorð? — Eg býst við því. — Og hefurðu nokkra hug mynd um, hvernig því hefur verið komið í kring? — Eg hef um hálfa tylft hugmynda, en er ekki viss um neina. — Hvað var á bakkanum? Eg fylgdi honum inn í her bergið mitt. Hann litaðist um stundarkorn, svo onnaði hann dyrnar fram á ganginn. — Gátu ekki allir komizt hérna inn? Þú læstir aldrei dyrunum? — Nei. Eg þekkti aðferðir hans. Hann vildi fá sína eign mynd af öllu fyrst, svo ég truflaði hann ekki. Hann leit á snyrti borðið, og því næst á mig. — Hver notaöi púðrið? Það er ekkert af því framan í þér. Þá vissi ég að stundin var komin til að segja honum frá erfðaskrá Júlíu og játningu hennar. Við fórum aftur inn í herbergi Júlíu, og þar yfir líki gömlu konunnar sagði ég lionum uþp alla söguna. Eg sagði honum frá grein inni í blaðinu varðandi Paulu Brent, og áhrifum þeirrar greinar á Júlíu, áð Glenn hefði komið þar kvöldið áður og deilunni, sem því fylgdi, að Hugo hefði verið hjá gömlu konunni- um morguninn áður en Glenn komið aftur, og reiði legri hegðun hans. — En sú gamla var ákveðin í að gera þessa skýrslu, sagði ég. — Hún hafði eitthvað á samviskunni, og fannst hún vera sek. Hún vildi létta á hjarta sínu, svo ætlaði hún að hitta prestinn sinn. Hann leit snögglega upp. — Því þá það? Hafði hún nokkra hugmynd um, að eitt- hvað myndi koma fyrir hana? — Það held ég ekki. — Og Glenn hefur þetta plagg núna? — Hann fór með það. Hugo og ég vorum vitni. Ungfrú Lenz líka. En Júlía vildi ekki láta innihaldið uppi. Glenn sagði, hvað hún samþykkti, að þetta ætti aðeins að nota til þess að koma í veg fyrir rang an dóm. Eg býst við, að hún hafi verið að hugsa um Paulu. — Þú hefur náttúrlega ekki lesiö þetta? — Nei. Hún braut það sam an, svo ekkert okkar gæti lesið það. — Koma í veg fyrir rangan dóm? Hvað þýðir það? Eg verð aö ná í Glenn og líta á þetta. Hann fór niður til þess að komast í síma. Eg heyrði, að hann var að reyna að ná i ann aöhvort þeirra Florence eða Glenn, en þau voru bæði úti að boröa, og Glenn átti störf um aö gegna í réttinum um kvöldið. Lögregluforinginn skildi eftir skilaboð til þeirra um að koma eins fljótt og unnt væri. Svo fór hann fram í eldhús og skipti orðum við Maríu og þegar hann kom aft ur, sá ég, að eitthvað hafði komið fyrir. Hann stóð um hríð og horfði kuldalega á mig. — Hve margir höfðu aðgang að herbergi þínu og bakkan um í morgun? spurði hann. — Læknirinn, ungfrú Lenz, Hugo og Maria. Er það allt og sumt? — Viltu gera svo vel, að tala ekki í þessum tón við mig. — Hvers vegna sagðiröu mér ekki, að Paula Brent hefði ver ið hér í morgun? — Þetta hefur María sagt þér. — Svo hún var hérna uppi? Nei, María vissi það ekki, en hún sá hana fara. Hlustaðu nú á mig, ungfrú Adams. Hvort okkur sýnist sitt hvaö í þessu máli skiptir engu. Aðal átriðið er, hvort þú vinnur fyrir mig eða Paulu Brent. — Hún hefur ekki byrlað Júlíu eitur, lögregluforingi. — Var hún í herberginu? — Já. En Florence Lenz var þar á sama tíma. Eg hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en ég minntist þess, að Paula hafði verið þar seinna alein. En hann gaf eng an tíma til leiðréttinga. Það snöggfauk í hann, og hann barði krepptum hnefa í stól bi'íkina. — Eg hefði barið karlmann fyrir svona lagað, sagði hann. Svo lá'gði hann heldur, senni iega þegar hann sá framan i • mig. — Hvað sögu spann hún iupp, til þess að koma þér til að gera þennan asnaskap, og þegja svo um það f.vrir mér? I — Sögu s^m ég trúði. Ggtrúi enn, ef út í það er frið. Þú mátt berja mig ef þú vilt, þótt ég sé kvenmaður. Gerðu svo vel. Mér líður varla ver við það. Væri ég ekki slíkur bölv- aður bjáni sem ég er, væri ég nú heima hjá mér, önnum kaf in við að gefa kanarífuglinum mínum sykur. WAV.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.W.V.V.V.VV.VAV ÞAKKARÁVARP Alúðarþakkir færum við framkvæmdastióra og stjórn Kaupfélags Borgfirðinga fyrir dásam- lega ferð, er okkur var boðið í um Snæfellsnes, 0. júlí s.l. Sérstakar þakkir til fararstjóranna, frú Geirlaugar Jónsdóttur og Sveinbjarnar Jóns- sonar. Með beztu kveðjum. Konur úr Borgarnesi •.W.W.V.W.W.W.W.V.V.VW.V.V.V.VAW.V.WAV V.W.V.W.V.V.W.V.W.V.V.W.V.W.W.W.’AVWAV > J“ V Börnum, tengdabörnum, gömlum æskuvinum v og öllum öðrum, er sendu mér gjafir, skeyti og blómakveðjur á sjötugsafmæli míau, þakka ég innilega. heiíla-5 $ Jóhanna Andrésdóttir ■> rc'íjt. frá Stóra-Vatnshorni, DalasýsTtz í W.W.V.V.’.V.V.V.W.W.V.V.V.V.V.V.W.W.W.WA :: Þakka hjartanlega vinsemd og hlýhug, í til-’ efni af sextugsafmæTi mínu 2. ágúst s.l. • > ^ Ólafur Ögmundsson *J| Hjálmholti í WAVA\W.V^V.V.výiVTOW.V.V.V.W^V« ? !; Alúðar þakkir færi ég öllum vinum mínum, í > fjær og nær, sem glöddu mig á einn eða annan ;! hátt á áttræðisafmæli mínu, þ. 30. júlí s.l. •!! Sólveig Elinhorg Vigfúsdóttir ■ ■MHtBBbVI I .v.w.v* Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeyt- um á sjötugsafmæli mínu 28. júlí 1959, svo, dagurinn verður mér ógleymanlegur. Guð blessi ykkur öll. I ■.W.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.W.V.WAWAWW Júlíus Björnsson, Garpsdal. Jarðarför konunnar minnar, Sigurjónu Jónsdóttur Bárugötu 35, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. þ. m. kl. 10,30 f. h. At- höfninni verður útvarpað. Árni Jónasson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu vi5 andlát og Íar5ai> för Halldórs Vilhjálmssonar, Smáratúni 14, Selfossi. Sérstakar þakkir viljum við færa GuSnýju Krlstjánsdótfur og Vilhjálmi Jónassyní. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Björnsdóttir. Inniiegar þakkir til hinna mörgu, fjær og nær, sem vottað hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns mtns, föður, tengdaföður og afa, Gunnlaugs Sigfússonar. Guð blessi ykkur öil. Sigríður Sigurðardóttlr, Huida Gunnlaugsdótttr, Njáli Gunnlaugsson, Jón M. Gunnlaugsson,. . I Sigfús Kr. Gunnlaugsson, Ragnhildur E. Þórðardóttlr, Sigriður E. Sigfúsdóttlr, Arnór Þ. Sigfússon. Konan mín, Guðrún J. GuSmundsdóttir frá Mosvötium I Önundarfirði verður jarðsungin fimmtudagtnn 6. ágúst kl. 2 slðdegís. Athöfnin fer fram frá Fossvogskirkju og verður útvarpað. Guðmundúr Bjarnason. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð við andlát og iaröarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Kristínar Margrétar Jónsdóttur frá Hvassafelil. Sérstaklega þökkum við Innllega þá hlýfu og samúð, sem vlð mættum af hendi Norðdællnga. Guðlaug Klemensdóttir, Hermann Gvðmundsson, Sveinbjörg Klemensdóttir, Guðmundur Magnénon, j Dómhlldur Klemensdóttir, Bemódus Halldórssorr og barnabörn. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.