Tíminn - 13.08.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1959, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtuclaginn 13. ágúst 195í>. 7 Herra forseti. Þingræðið, eins' og við þekkjum það hér í norður-j álfu er tiltölulega ungt. Það er rneð 'þjóðirnar eins og einstakling- ana að þeim gengur misjafnlega ■að leysa verkcfnin. Við getum tek- ið tvo -bændur. Öðrum búnast vel, hinum illa. Við getum tekið for- menn á skipi. Annar veiðir, hinn ekki. Við getum tekið iðnaðar- menn. Annar getur framleitt út- gengilegar vörur, hinn ekki. í slík um 4ilfellum er ráð fyrir þann, sem verr gengur hjá, að athuga í hverju það liggur að grannanum gengur betur. Reynslan af þingræðinu Þingræðið hefur gefizt misjafn- lega. Sunis slaðar hefur þingræðið varanlega liðið undir lok. í öðrum löndum yfir skemmri tíma, en önn- ur lönd hafa staðið af sér allar öldur, og þingræðið hefur þar reynzt traust og varanlegt. Þingræðið í þeirri mynd, sem við þekkjum það nú er einna elzt á Bretlandi. Við skulum athuga hvað veldur því að þeirra þing- ræði heíur reynzt svo vel sem raun ber vitni. Vera má að nokkru valdi að þjóðin er þárutseig og þol- góð, en aðalatriðið er að þar hafa verið fáir stjórnmálaflokkar. Þar hafa cíngöngu verið einmennings- kjördæmi, en slíkt stjórnskipunar- fyrirkomulag veldur því að margir flokkar geta ekki þrifizt og meiri festa verður í öllum stjórnarhátt- u m. Sama má segja um Bandaríkin. Þar hefur þingræðið og lýðræðið verið t'aranlegt vegna þess að þeir hafa haft einmenningskjördæmi. Við skulum hugsa okkur jafn stóra þjóð og Bandaríkin eru, ef þar væru tíu til tuttugu stjórnmála- flokkar. Við getum ímyndað okk- ur framkvæmdirnar ef stillt væri upp 10—20 forsetaefnum, og for- setinn væri kosinn með minni hluta atkvæða. Við 'skulum líta á Þýzkaland eft- ir fyrri heimsstyrjöidina eða á tíma Weimar lýðveldisins. Þá urðu flokkarnir á mílli 20 og 30. Hver höndin var- upp á móti annarri. Komúnístar og nazistar tóku hönd- um saman að drepa miðflokkana. Nazistarnir komust til valda og léku 'kommúnista verst af öllum. Óskynsamleg stjórnskipunarlög í Þýzkalandi hafa því án efa átt meiri þátt í því en nokkuð annað, að síðari heimsstyrjöldin hófst, en hún hafði þær afleiðingar að komm linisminn hefur þanizt út í heim- inum. Itússar ráða nú yfir hálfri Evrópu. Bandaríkjamenn og Rúss- ar standa nú vígbúnir hver á móti öðrum. Það eru ekki lýðræðisöfl, sem ráða austurhluta Evrópu, heldur er þar einræði. Við vitum hvemig einræði hefur gefizt í heimimim. Einræðishcrrarnir hafa yfirleitt ofmetnazt og ekki kunnað sér hóf. Fítri svo að annar hvor aðilinn sem ræður yfir nútíma drápstækjum hætti að hugsa rök- rétt, væri það meiri voði fyrir heiminn en hægt er að lýsa með orðum. Frakkar notuðu hlutfalls- kosningar. Þar voru margir flokk- ar og kommúnistar voru fjölmenn ir. Þetta leiddi til sífelldra stjórn- arskipta, upplausnar og stjórn- leysis. Það bjargaði Frökkum a. m. k. í bili að þeir áttu mann sem tók nokkurs konar alræðisvald í landinu. Einmenningskjördæmi hafa verið tekin upp og festa kom- izt á stjórnarfarið. Sama er að segja tim Spán. Margir flokkar, sljórnleysi, sem ieiddi til uppreisn ar og einræðis. Finnar og írar eru orðnir í vandræðum með hlutfails kosningarnar. Einu löndin í heimin um þar sem segja má að hlutfalls kosningar hafi gefizt sæmilega eru Norðtlriöndin þrjú. Þessi lönd hafa öfluga jafnaðarmannaflokka, kröf- um hefur verið stillt í hóf og komm únisminn hefur ekki fest þar rætur að neinu ráði. Aðstaðan er því ólík cða hjá okkur. Reyslan af hlutfalls kosningum í heiminum er því þessi. Hlulfallskosningar hafa reynzt sæmilega hingað til í þrem ur smárikjum með 17 milljónir í- búa. Alls staðar annars staðar hafa þær gefizt illa. | Alyktun flokksþingsins Flokksþing Framsóknarflokks- ins sem haidið var sl. vetur lagði til að gömlu kjördæmin fengju að Kjördæmafrumvarpið veikir sfjórnskipunarkerfi landsins Kaflar úr ræðu Björns Pálssonar, þingmanns Austur-Húnvetn- inga við þriðju umræðu frumvarps til stjórnskipunarlaga halda sér. Flokkurinn lýsti sig fylgjandi einmenningskjördæmum og vildi fjölga kjördæmakjörnum þingmönnum í þéttbýiinu. Flokksþingið gerði ekki ákveðn- ar tillögur, því svo var litið á að ekki væri hægt að segja þingflokkn um algerlega fyrir verkum. Hann yrði að hafa að nokkru leyti ó- bundnar hendur. Flokksþingið gerði ekki ákveðnar tiliögur um að breyta Reykjavík i einmennings kjördæmi því að eðlilegt var að fulltrúar Reykjavíkur á Alþingi ættu frumkvæði að slíkri breyt- ingu. Framsóknarmenn telja að við fá um ekki traust stjórnskipulag nema með einmenningskjördæm- um. Þeir telja að það veiki þingræðið að hafa stór kjördæmi og hlutfallskosningar. Það skapi grundvöll fyrir niarga flokka, en margir flokkar mynda upplausn í framkvæmd þingræðisins og geta í vissum tilfellum gert það alger- lega óstarfhæft. Þjóðviljinn rak upp óp mikið þegar áiyktun þingflokks Fram- sóknarmanna var birt. Afstaða kommúnista — þeir ráða Þjóð- viljanum — er eðlileg og skiljan- leg. Þeir vilja rífa niður það þjóð- skipulag, sem við búum við. Þeir vilja upplausn. Það þarf að losa jarðvegin sem mest upp til þess að kommúnisminn geti sáð sínum fræjum og þau geti skotið rótum. Afstaða háttvirts 3. þingmanns Reykjavíkur er því bæði rctt og skiljanleg frá þeim sjónarhól, sem hann horfir. Hann veit að þar sem einmenningskjördæmin eru getur kommúnismin ekki þrifizt Þeir verða utanveltu. Þeir verða eins og krunkandi hrafnar, sem ekki ná í æti. Hins vegar talar háttvirtur 3. þingmaður Reykvíkinga ckki um, að Rússar hafa einmenningskjör- dæmi, encla nægilegt þar, þar sem aðeins einn flokkur er leyfður. Kommúnisminn og lýðræðið Kommúnisminn og lýðræðið eiga ekki samleið. Þeir vilja rífa það niður, sem við viljum treysta, Lýð ræðisflokkarnir geta notað komma fyrir áttavita, því að þeir verða ekki áttaviltir. Það verður bara að fara í öfuga átt við það sem vís- irinn veit hjá komnuim. Eg hélt að háttvirtur 1. þingmaður Reyk- víkinga vissi þetta en í þessu til- felli, viðvíkjandi þessu máli, fer hann í sömu átt og háttvirtur 3. þingmaður Reykvíkinga. Hainn virð ist í þessu tilfelli ekki þekkja á áttavita kommúnismans. Það skal tekið fram að í Alþýðubandal. eru margir, sem ekki eru kommúnistar og vilja án efa það þjóðskipuiag, sem við búum við. Með þessum mönnum er hægt að vinna, en þeir ráða bara ekki í Alþýðubandal. Kommúnistar munu allt'af gæta þess að missa ekki undirtökin. Háttvirtur 3. þin-gmaður Reykja- víkur hefur verið margmáll um að þrjú verkamnnnaatkvæði þurfi á móti atkvæði eins kaupfélagsstjóra. Á hann þar við að 1 atkvæði úti á landi jafngildi atkvæði þriggja manna í Reykjavík. Þetta er mikill misskilningur. Hvergi á landinu eru færri prósent af fólkinu verka menn en i Reykjavík. í sjávarþorp um er nærri hver maður verka- maður og bændur eru ekki annað en verkamenn. Mest öll hráefna- framleiðsla þjóðarinnar fer fram utan Reykjavíkur. Kenning hátt- virts 3. þingmanns Reykjavíkur er því alveg öfug. Hins vegar er kommúnisminn hvergi öflugri en í Reykjavík, og þess vegna hefur E. O. áhuga á þvi að hvert atkvæði hér hafi sem mest gildi. Búskussar Jafnaðarmenn eru alltaf að finna upp á 'því að breyta kjör- dæmaskipaninni. Henni var breytt 1934 og 1942. Árið 1934 komu upp- bótarþingsætin. Þau hafa e. t. v. m.vndað meiri upplausn í okkar þingræði en flest annað sem gert hefur verið. Það hefði verið vitur legra að afhenta þéttbýlinu þessa fulltrúa sem kjördæmakjörna en dreita þeim um sem uppbótar- mönnum. Við hefðum fengið' meiri festu í okkar þingræði með því móti. Breytingin sem gerð var 1942 hafði miklu minni áhrif. Björn Pálsson Jafnaðarmenn hafa alltaf beitt sér fyrir breyttri kjördæmaskipan og þeir gera það enn. Þeir hí/lda að það sé kjördæmaskipuninni að kenna að búskapur þeirra hefur ekki gengið betur en raun ber vitni. Menn kenna gjarna öðrum um ef illa búnast. Sumir geta alls slaðar búið, hvort sem jörðin er stór eða lítil. Þeir geta gert smá- býli að góðbýli. Aðrir geta hvergi lifað. Þeir þurfa helzt að athuga hvort ekki er eitthvað að þeirra eigin búskaparháttum, sem veldur því að illa búnast. Það er þannig fyrir jrfnaðar- mönnum. þó að þessi kjördæma- breyting sem um cr rætt væri komin í framkvæmd, fengju þeir einum þingmanni fleira. Þeir fengju 7. Það lætur nærri að 7 af 60 sé jafnt og 6 af 52. Þeir vinna því ekkert við þessa kjördæma- breytingu. Nei, þeir þurfa að at- huga sína eigin búskaparhætti. Sannleikurinn er sá, að Alþýðu- flokkurinn hefur ekki verið hjúa- sæll. Ýmist hafa húskarlarnir ver- ið reknir úr vistinni eða þeir hafa gengið í burtu. Héðinn Valdimarsson var rekinn og margir fóru með honum. Eg veit ekki hvort 1. landskjörinn, Hannibal Valdimarsson var rek- inn eða hann gekk úr vistinni. Einu giiti, hann fór. Þeir hafa farið sem helzt hafa haft bein í nefinu. Jafnaðarmenn hafa átt misgóða granna. Kommúnistar eru greindir og klókir. Þeir hafa narrað frá jafmiðarmönnum hjúi'n, boðið hærra kaup og meiri fríðindi, þó efndirnar hafi orðið misjafnar. Sennilega liggur það eitthvað í skapgerð foringjannai hve hjúahald ið hefur gengið illa. Jafnaðarmenn ieika ennfremur hættulegan leik. Þeir eru farnir að lána grönnum sínum vinnumenn, er þeim liggur á. En það er þannig þegar smá- bóndinn fer að lána stórbóndanum vinnumann, þó ekki sé nema stutt- an tíma, ef honum líkar vel vist- in, þá er ekki víst að hann komi aftur. Alþýðuflokkurinn var í samstarfi við Framsóknarmenn 1956. Það fór vel á með okkur. Við kusum þá trúlega í Austur-Hún. a. m. k. Þeir hjálpuðu aftur frambjóðendum Framsóknar á Barðastrandasýslu og Vestur-ísaf j arðarsýslu. Drottinn gefur og lekur; Við kosningarnar í sumar vildu þeir gj,rna gera Sjálfstæðismönrtútn greiða og hjálpuðu þcim a. m. k. í Barða- strandarsýslu og Vestur-ísafjarðar sýslu' tú að feRa frambjóðendur Framsóknár. Það geta allir verið sáttir við jafnaðarmenn út af þess um viðskiptum og satt að segja verður að viðurkenna að þetta eru góðir menn, sem öllum viija hjálpa og allt fyrir alla gera. Höfðatalan Jc'fnaðarmenn liafa haldið því fram, að höfðatalan ein eigi að í’áða. Það eígi að standa jafnmörg afkvæði bak við hvern þingfull trúa hvort sem hann er kosinn í bæ eða byggð. Þessi stjórnvizka þekkist nú bara hvergi í heimin- um, nerna hjá jafnaðarmönnun- um íslenzku. Norðmenn hafa lík- asta aðstöðu og við þó landið só 7 sinnum þéttbýlla. Þar cru kosnir 150 þingmenn — allir kjördæma- kosnir. Landinu er skipt í 20 kjör- dæmi. Óslóborg hefur 13 þing- menn en 450 þús. íbúa. Þrjú nyrstu fylkin hafa 22 þingmenn fyrir 400 þús. íbúa. Þar er tekið tillit til þess í hverju fylki ef þar eru fjöl- mennir bæir. Með öðrum orðum, hver þingfulltrúi fyrir Ósló hefur tvisvar sinnum fleiri kjósendur bak við sig en þingfulltrúar fyrir dreifbýlið. Jafnaðarmenn hafa ráð- ið í Noregi til fleiri ára. Þeir virð- ast hafa dafnað þar vel þó að höfðatölureglan hafi ekki gilt þar. Nú liafa þeir 77 þingm. eða hrein an meirihluta, en aðeins 46,6% atkvæða. Þar eiga kommúnistar að eins 3 þingmenn en ættu að hafa 6—7 ef höfðatölureglan gilti. Það er hægt að líkja þjóðfélaginu við stóran búgarð. Það er stórt tún á þessum búgarði. Það þarf meiri tíma og betri tæki til þess að flytja áburðinn á jaðra túnsins en í kring um fjárhúsin, og það þarf meiri tíma og betri tæki til að flytja hey i hlöðu ef langt er að fara. Jafnaðarmennirnir norsku vita þetta. Þeir vita að aðstaðan er önnur fyrir fólkið í hinum dreifðu byggðum en í höfuðborginni. Það er hægt að líkja þjóðfélag- inu við plöntu. Höfuðborgin er blómið og leggirnir, en landsbyggð in verður alltaf sú mold sem ræt- urnar verða að þróast í og fá nær- ingu úr. Ef ekki er hugsað um að bera á jörðina, verður vöxtur jurt- arinnar lítill. Jafnaðarmennirnir íslenzku ættu því að hugleiða hvernig á því stendur að flokks- bræður þeirra í Noregi þrífast vel, þó að höfðatölureglan gildi ekki. Þeir ættu að athuga, að ef þeir hefðu haldið vel á .sínum spilum, væru betri skilyrði fyrir þá að fá fylgi úti á landi, en i Reykjavik. Óhætf að andæfa Háttvirtur 1. þingmaður Reykvík inga, Bjárrii Benediktsson, er tal- inn með gáfuðustu mönnum þjóðar innar og skörungur mikill. Það er því ætlazt til meira af honum en óbreyttum liðsmönnum. Hann lagði til hér á árunum að öllu landinu væri skipt í einmenningskjördæmi. Ég hef satt að ’segja alltaf ásak- að Framsóknarflokkinn fyrir að hafa þá ekki boðið 1. þingmanni Reykvíkinga upp á heiðarlegt sam starf til að leysa kjördæmamálið á þeim grundvelli. Hitt er svo ó- víst hve mikill hluti Sjálfstæðis- flokksins stóð að baki þessari til- lögu. Við vitum allir að það þarf að breyta kjördæmaskipuninni um það er ekki deilt. Við deilum um hvernig sú breyting á að vera. Háttvirtur 1. þingmaður Reykvík- inga hefur nú gengið inn á þá lausn á kjördæmamálinu sem hlýt ur að v.era í andstöðu við skoðanir hans. Háttvirtur 1. þingmaður1 Reykvíkinga virðist nú fara eAir linu háttvirts 3. þingmanns Reyk- víkinga, því enginn er jafn giaður yfir þeirri lausn á kjördæmamál- inu sem nú liggur fyrir og háttvirt- ur 3. þingmaður Reykvíkinga. — Þetta er einfaldlega af því að mað- urinn er það vel viti borinn að hann sér að ekki er hægt að gcra íslcnzkum kommúnistum meiri greiða en með þessari kjördæma- breytingu. Þegar foringjar- Sjálf- stæðisflokksins og kornmúriistar keppast við að róa þjóðarskútunni í sömu átt er óhætt fyrir okkur Framsóknarmenn að andæfa. —- Sanntrúaðir og vel viti bornir komrnar verða ekki áttaviltir, enda er þeirra áttaviti jafnan athugð- ur af reyndum sérfræðingum. Torskilin afstaða Það er dá'lítið erfitt að skilja af- ■stöðu Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæmamálinu. 1942 lýsir formaður flokksins yfir því tið flokkurinn fallist aldrei á að skipta landmu' í fá en stór kjördæmi. Sama' gerði þingmaður Borgfirðinga o. fl’. á- hrifamenn. 1. þingmaður Reykja- víkur hefur gert tillögur 'um að skipta landinu i einmerinirigskjör- dæmi. Allir þessir menn hafa nú tekið afstöðu gegn sínum fyrri til- lögum og yfirlýsingum. Ver.a má að ástæðan fyrir þessu sé að nú eigi að jafna um Framsókriarflokk inn. Þríflokkunum hlýtur þó að vera það Ijóst nú að það tekst ekki með þessari kjördæmabreytingu. Sjálfstæðismönnum gramdigt. við Framsóknarflokkinn við stjórnar- slitin 1956. Eg hef aldrei .álitið að það væri öðru um að kenná en verkfallinu 1955. Það má deila úm hvort stjórnin átti að láta''niidan. í því verkfalli, e.n það vár gert. Eðlilegast hefði verið að .stjúrnin hefði þá strax sagt af sér og'beðið þá flokka sem að verkfallinu stóðu að taka við, því sjáanlegt yar að hún gat ekki ráðið við yerðþólg- una úr því sem komið var, Óhjá- kvæmilegt var að gera þá flokka ábyrga sem að verkfallinu stpðu. Sjálfstæðismen höfðu staðið heið- arlega með Eysteini Jónssýni fjár málaráðherra í því að hafa .ijár- málin í lagi. Þjóðartckjurnac uxn mjög á árunum 1953-—1955, og menn voru farnir að hafa .tyú á gjaldmiðlinum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekki ástæðu tiláð'ásaka Framsóknarflokkinn ' fýrír* ‘ af> mynda stjórn með jafnaðai’mönn um og Alþýðubamdal. Annað' var tæpast hægt eins og á ;stóð. Hitt er svo annað mál að flokksblöðin eru ekki alltaf sanngjörn þegar svo' stendur á. Hver flokkur eignar sér það sem vel hefur verið gert, en kennir hinum það, sem mið'ur fer. Vinstri stjórnin gerði margt vel. Aldrei hefur verið betur búið' sjávarþorpum, landhelgislínan var færð út og mikig gert fyrir ,raf magnsmálin. Enginn efi ey að vinstri stjórnin hafði skilyrði til að ráða fram úr aðknllandi vanda máhim, ef ailir sem að stjórninni stóðu, hefðu haft á því einlægan vilja, en svo var ekki. Eg vil aS lokum farai nokkrum orðum um undirbúning og meðferð þessa máls. Fyrri breytingar Kjördæmin sem nú á að leggja niður eru flest meira en 100 ái’a gömul. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þeim á þesSu tíma- bili, en allar eftir óskum þess fójks, sem átti þar héima. Ifúna- vatnssýslu var t. d. skipt í tvö kjör dæmi af þeirri ástæðu.- Nú a a® breyta 27 kjördæmum í 7 án þess að nokkrar óskir hafi borizt um slíkt frá fólkinu, sem býr í þess- um héruðum. Hliðstæðar aðgerðir þekkjast ekki í þingsögu okkar. Kjördæmin hafa verið smáríki. Þingmaðurinn hefur verið kosinn af fjölmennasta flokknum hverju sinni, en út, á við hefur hann íitið á sig .sem fulltrúa byggðaria^sins, (Framhald á 11. $iðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.