Tíminn - 13.08.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.08.1959, Blaðsíða 12
Negrahatarar í Little Rock efndu til uppþota Lögreglan gekk rösklega til verks og barfti og hrakti ofbeldismenn á brott, en Faubus hét Jjeim fulltingi sínu Þurrkur í gær var brakandi þurrkur á ISuðurlandsundirlendinu, og má íalja þetta nokkur tíðindi, því að heyþurrkur hefur ekki komið á þessu svæði um langan tíma. Lík- lega er þetta fyrsti þurrkdagur- inn á þremur vikum, sem eitthvað kveður að. Norðaustan storm- flæsa var á, og sólin skein glatt. Búalið gladdist af hjarta við þessi umskipti, enda horfði víða til stórvandræða vegna óþurrkanna. í gær mátti hvarvetna sjá fólk namast við heyskapinn. ________________________J Tveir nýir menn á þingi ' Tveii’ nýir þingmenn haía nú tekið sæti á Alþingi. Eru það þeir Geir Gunnarsson og Stefán B. Bjiirnsson. Mætir Geir fyrir Karl Gúðj.ónsson, sem verður erlendis á næstunni en Stefán fyrir Vil- hjálm Hjálmarsson, sem varð að hv.erfa af þingi vegna veikinda. NTB—Little Rock, Arkansas. í Little Rock, höfuðstaS Ark- ansas-fylkis í Bandaríkjunum eru þrír gagnfraeðaskólar og voru þeir opnaðir í dag, Tveir hafa eingöngu verið fyrir hvíta nemendur, en sex svert ingjar höfðu fengið leyfi til að sækja skóla þessa og mættu, er þeir voru opnaðir í dag, þrjár stúlkur sækja ann- an og þrír drengir hinn. Svo sem menn rekur minni til urðu mikil átök í Little Rock fyrir tveim árum, er framfylgja átti landslögum um samskóla hvítra og svartra. Lögregla slaðarins fékk ekki við neitt ráðið, endD studdi Orval Faubus fylkisstjóri aðskiln aðarmenn af kaiDpi. Lauk svo að ríkisherlið var tilkvatt. Fylkisstjór inn lét síðan loku skólunum og reka sem einkastofnanir, en hefir nú gefizt upp á því tiltæki. Svert ingjahatarar hafa þó síður en svo lagt árar í bát og til uppþots og talsverðra átaka kom í dag'. Faubus ávarpaði lýðinn í gærkvöldi hcll Faubus' út- (Framhald á 11. síðu) Fer Friðrik án aðstoðar manns á kandídatamótið? Allar líkur benda til þess þar sem Larsen hefur gerzt aðstoðarmaður Fischers i Hinn sjötta septeniber næst ikomandi hefst kandídadamót- ; ið í skák í Júgóslavíu og þar Jverður Friðrik Ólaísson með- al keppenda. Mót þetta sker úr um hver teflir næsta ein- ivígi um heimsmeistaratitilinn | í skák við núverandi heims- I méistara, Rússann Botvínnik. \'--------------------------- Gluggarnir | komnir Með ms. Gulltossi hirin 30. ’t júlí s. 1. kom mikil gjöf til Skál- ■1 holtskirkju frá stórkaupmönn- unum Edvanl Storr og Louis Foght í Kaupmannahöfn. Er gjöfin steindir gluggar í alla j kirkjuna um 34 talsins. Sam- ‘ kvæmt ósk gefenda fór á sínum [ tíma frain samkeppni meðal ís- í lenzkra listamanna og vann J. Gerður Helgadóttir þar fyrstu J verðlaun að niati dómnefndar í Jieirrar, er ráðuneylið skipaði. [ .Samkvæmt ósk gefenda lagði Gerður svo fram tillögur að mótun glugganna, en þeir voru húnir til undir hennar uinsjá í verkstæðum dr. Oidtnianns í Linnich í Vestur-Þýzkalandi. í saniráði við gefendur hafa gluggarnir nú verið settir í kirkj una. Gjöf þessi er ein stórfelld- asta listgjöf, er þjóðiiini hefur borizt. L------------------------- Fram undan er því hjá Friðrik þýðlngarmesta mót á skákferli hans — mót, sem aðeins átta af beztu skákmönnum heims takai þátt í, en milljónir skákmanna . um heim allan hafa tekið þátt í und irbúningsmótum fyrir. Allir íslend ingar óska þess, afí honum gangi sem bezt í þessu. móti, því ekki er að vila hvort Friðrik fær nokkru sinni slífet., tækifæri aftur. Virtist fastmælum bundið Eins ;pg skýrt héfur vej'ið frá hér í bláðinu lalaði Eriðrik við Bent Larsen í vor á skákmótinu í Sviss, og bað hann þá um að vera aðstoðannanri sirT'rii mótiriu. Lar sen tók þvr rajög vel, og virtist það fastmæiifm bundið. Þegar Friðrik konv heim rftur aí mótinu t'ilkynnti hann Skáksambandinu þetta, og bað stjórnairmenn þess, að setja sig í samband við Larsen og semja við hann um greiðslu og annað honum til handa. Heyrði ekkert frá stjórninni Síðan vissi Friðrik ekki meir um málið fyrr en hann fékk bréf frá Larsen, þar sem segir, að þar sem hann hafi ekkert heyrt frá ■stjórn Skáksambaindsins, álíti hann, að ekki hafi getað orðið úr því aö hann gerðist aðstoðarmað ur Friðriks vegna fjárhagsörðug leika, eða arinars. Einnig sagðist Larsen hafa fengið tilboð mjög hagstætt um ag gerast aftstoðar maður Bobby Fischer, undrabarns ins ameríska, og hefði hann hug á að taka því hoði. Friðrik tilkynnti Skáksamhand inu þetta, sem vaknaði nú upp við vondan draum, og sendi Larsen þegai,. hraðskcyti, og bað hann aft aðstoða Friðrik á kandidalamót inu. Larsen svaraði þeim skeytum ekki, en nú hafa fengizt fréttir af því, aið hann tók tilboði Fischers og er nú ásamt honum á Ítalíu, þar sem þeir áttu að æfa saman mánuð fyrir mótið. Ólíkt búa Bandaríkjamenn aið sínum manni, því auk Larsens mun bandarísk ur meistari einnig verða Fischer til aðstoöar á mótinu. Og þainnig .standa málin nú. Þrjár vikur eru til mótsins og Friðrik stendur uppi aðstoðar- mannslaus, og það mál verður ekki leysl í einum vettvangi, og engar lííku,- til þess, að hægt' verði á þessum skamma t'íma, að fá heppilegan erlendan stórmeist ara sem aðstoðarmann Friðriks. Mun mörgum íslendingi renna í skap, þegar þeir frólta hvernig búið er að eftirlætis íþróltamanni þjóð&rinnar og þegar vitað er að allir aðrir keppendur á mótinu munu hafa þetta tvo til þrjá að stoðarmenn eða jafnvel fleiri. Þannig verðlaunar íslenzkai skák sambandið Friðrik fyrir að hafa komizt i hóp beztu skákmanna heims. Umræður um fyrirspurnir í gær voru til umræðu í samein uðu þingi fyrirsþurnir frá Björg vini Jónssyni o. fl. Framsóknar mönnum um tógarakaup og frá Karli Kristjánssyni úm katip á jíirðbor. Verður sagt frá umræð unum í blaðinu á morgun. Brælan gengin niður og Útlit fyrir ágæta veiði Mikil síld suðausíur af Nordfjarðarhorni og austur af Skrúð í gærkveldi voru góðar horfur á veiði fyrir Austur- landi. Brælan, sem staðið hef- ur síðustu dægur var gengin niður og ágætisveður komið á miðunum. Skip voru komin í síld 15—30 sjómílur suðaust ur af Norðfjarðarhorni og höfðu mórg fengið ágæta veiði þegai' snemma í gær- kveldi. Mikil síld var einnig um 30 sjómílur suðaustur af suðri frá Skrúð og hafði Heim ir SU fengið þar 650 mála kast. í gærmorgun héldu skipin úr vari frá höfnum Austanlands og voru skip kornin í ,síld, þegar laust eftir hádegið í gær. Síldin sem veiddist út af Noröfjarðarhorni var stór og feit, en síldin út af Skrúði er misjöfn. Enn löndunarbið Löndunairbið er enn á Austur höfnum og horfir því illa um Erlendar fréttir Ferðalangar frá Búdapest segja orð- róm uppi þar um brottför rúss- neska setuliðsins frá Ungverja- landi. Eisenhower segist ekki muni grípa inn í stálverkfallið, sem enn stend- ur í Bandaríkjunum og talið er stórhættulegt efnahagslífi lands- ins. löndun á þeirri síld, sem veiddist í gær. Bræla var komin á Þistíl- fjöi'ð í gærkveldi og því erfitt fyr ir skipin að leggja leið sína til Rafuarhafnar, auk þess sem sigl ing þangaið er afar löng. í gær- kveldi biðu skip enn löndunar á Austurhöfnum frá því um helgi. A Seyðisfirði biðu skip, sem fengið höfðu afla á Reyðarfirði í fyrradag. Þau voru Ásúlfur 200, Ófeigur III. 380 og Gjafar VE. 400. í gærkveldi setti Faxaborg í síld 22 sjómílur aiustur af Kögri. Var það ágætt kast. Bræla var á Vestursvæðinu í gærkveldi, en þar er ekkert skip, flotinn allur kominn austur. /---------------------------- Lagöur í Ermarsund Eyjólfur Jónsson, sundkappi, lag'ði í Ermarsund klukkan hálf þrjú í nótl. Hóf liann sundift frá Calais á Frakklandsströnd og mun reyna aff ná latuli á Bretlandi í ná.munda viff Ðover. Veður var ágætt á Erniar- sundi í gærkvcldi og strauntar hagstæðir til sundsins. Eyjólfur liefur tvívegis áður reynt viff sundið en mistekizt í ba‘ði skiptin. Eyjólfur er nú í mjög góðri þjálfun og er liraðsyntari en nokkru sinni fyrr. «--------------------------/ Ar breyttu um farvegi, hrísgrjónaakrar hurfu Líklegt aíS 1800 manns hafi farizt á Formósu NTB—Taipeh, Formósu, 11. ágúst. — í helztu hrísgrjóna- héruðum Formósu er liótt um að litast eftir hvirfilbyl og stórrigningar seinustu daga. Á stórum svæðum hafa hrís- grjónaakrarnir sópazt burt — jarðvegurinn líka — svo að ekki verður unnt að rækta þar neitt í náinni framtíð. Þannig lýsti Roy James ástand- inu, er hann kom úr flugferð yfir þau héruð á eynni, sem verst urðu úti í náttúruhamförunum. James þessi er yfirmaður banda- (Framhald á 2, síðu). Frá flokksstarfinu HÉRAÐSMÓT í SKAGAFIRÐI Héraðsmót skagfirzkra Framsóknarmanna hefst að Bifröst á Sauðárkróki kl 4,30 e. h., sunnudaginn 16. ágúst n. k. Dagskrá: Alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Skúli Guð- mundsson flytja ræður. Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adólfsson f lytja skemmtiþátt. Karlakór Mývetninga syng- ur undir stjórn sr. Arnar Friðrikssonar frá Skútustöð* um. Einsöngvari Þráinn Þór- isson. Dansleikur verður um kvöldið. Stjórnin SUMARMOT í SNÆFELLS- NESS- OG HNAPPADALSS. Hið árlega héraðsmót Fram sóknarmanna í Snæfellsness* og Hnappadalssýslu verður að þessu sinni haldið að Breiða- bliki sunnudaginn 23. ágúst n.k. Dagskrá auglyst síðar. Stjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.