Tíminn - 15.08.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1959, Blaðsíða 5
T í M I N N, laugardaginn 15. ágúst 1959. Frú Ingibjörg Pétursdóttir, fyrr kúsfreyja í Suður-Bár í Eyrarsveit inningarorð: ]ézt í sjúkrahúsi í Reykjavík 8. þ. m. Útför hennar fer fram á Set- bergi í dag. Frú Ingibjörg var fædd að Brimilsvöllum á Snæfellsnesi 6. janúar 1887. Foreldrar hennar voru Pétur Guðmundsson frá Hraunlöndum og kona hans Þór- katla Jóhannsdóttir frá Fossárdal, Þorsteinssonar. Kona Jóhanns og móðir Þórkötlu var Þuríður Þórar insdóttir frá Reykjum í Hrútafirði, Jónssonar á Skárastöðum, Ólafsson ar. Kona Jóns á Skárastöðum var Helga Jónsdóttir lögréttumanns á Efra-Núpi, Hallssonar; er það Rauðbrotaætt, -sem mjög er fjöl- menn i Húnaþingi og víðar. Kona Þórarins á Reykjum var Þórkatla Jónsdóttir á Reykjum, Bergssonar, og konu hans Þórkötlu Þórðardótt ur frá Brunngiii í Bitru, Ólafsson- ar. Þau Þórarinn og Þórkatla áttu mörg börn. Meðal þeirra voru auk Þuríðar, Guðrún kona Benjamins Þorsteinssonar í Akurseli í Öxar- firði, Jón hrepþstjóri á Horni í Skorradal, Dýrunn móðir Jóhannes ar Guðmundssonar á Auðunnarstöð um, Dágur á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit, Þorbjörg, átti Gísla Sig urðsson í Ei-ríksbúð hjá Arnar- etapa. Guðríður, átti Ara Gunn- laugsson i Reynhólum og Einars- lóni og Helga tengdamóðir Finns Jónssonar á Kjörseyri. Albræður frú Ingibjargar voru Sigurður Kristófer rithöfundur og skáld og Sigþór síkipstjóri í Ólafs- vík, én auk þess 'átti móðir henn- ar nokkur börn í fyrra hjónabandi. Voru þessi systkin öll atgervisfólk og samhugur ríkur í fjölskyldunni, en einkum dáði Ingibjörg móður sína, sem verið hafði mikilhæf kona, og Sigurð Kristófer bróð- oir sinn hinn þjóðkunna gáfumann. Þegar Ingibjörg var 16 ára, flutt- jst hún að heiman vestur í Flatey og dvaldist þar nokkur næstu ár. En 19. október 1907 giftist hún Sigurði skipstjóra Eggertssyni frá Hvallátrum í 'Rauðasandshreppi, Eggertssonar. Settust þau hjón að í Ólafsvík, en bjuggu siðan á Brim lisvöllum og Haukabrekku, unz þau fluttust að Suður-Bár vorið 1919. Var Sigurður um mörg ár skip- stjóri -á fiskiskipum, en síðast stýrði hann „Svaninum" frá Breiðafirði. Hann var vel gefinn atorkumaður og farnaðist jafnan vel í sjósókn. En hann lézt á bezta aldri, tæpra 46 ára, 6. júní 1922. Þau Sigurður og Ingibjörg eign- tiðust sjö börn, Eitt þeirra dó í bernsku, en á' lífi eru: Þorkell, starfsmaður við Búnað- arbankann, Guðríður símstjóri og póstafgr.m. í Grafarnesi, Pétur sölu stjóri kaupfél. s; st., Halldór sveit arstjóri og alþm. í Borgarnesi, Margrét gift Asgeiíi verkfræðingi Markússyni frá Ólafsdal, Þórarinn Jjósmyndari í Reykjávík. Ingibjörg Pétursdóttir Astæður frú Ingibjargar voru næsta erfiðar, er hún missti mann sinn og stóð ein uppi, efnalítil með barnahópinn sinn, hið elzta þá 13 ára, en hið yngsta á fyrsta ári. En það hvarflaði ekki að henni að biðjast hjálpar eða gefast upp. Hún hélt áfram búskap í Suður-Bár til vors 1937, með mikilvægum stuðn- ingi Guðmundar stjúpsonar síns og barna sinna, eftir þvi sem þau komust til aldurs. Sjálf hafði hún tilsjón með hverju st'arfi ,enda var hún vön því frá þeim árum, er maður hennar var löngum fjarver- andi vegna sjósóknar. En það var ekki aðeins atorka hennar og glögg forsjá, sem fleytti heimili hennar yfir þá örðugleika, er á þeim ár- um komu mörgum á kné, heldur einnig eða framar öllu hin bjarta og örugga lífstrú hennar. Henni varð og að trú sinni. Það birti yfir og framundan með hverju ári sem leið, er börn hennar, öll vel gefin og mannvænleg, tóku æ meira af starfsbjTðum héim;lisins- á- herð- ar sínar. Vorið 1937 hóf Halldór sonur frú Ingibjargar búskap á Staðarfelli á Fellsströnd. Fluttist hún þangað með honum og átti þar heima í 18 ár, en dvaldist síðan hjá börn- um .sínum á víxl, eftir að son- ur hennar settist að í Borg- arnesi. Veittist henni á síðari ár- um mikil hvíld og gleði, er heim- ili allra barna hennar stóðu henni opin og hún var umvafin ástúð þeirra og tengdabarna sinna og hafði þá um leið ný tækifæri til að endurnýja kynni við aðra forna vini. Frú Ingibjörg var fríð sýnum, frjálsleg og um leið virðuleg i framgöngu. Hún var vel gáfuð eins .og hún átti kyn til, og hugur henn- ar næmur fyrir öllu því, er veita má lífinu fegurð og farsæld í and- legum sem hagrænum efnum. Trú mál og bókmenntir áttu rík ítök í huga hennar. Þjóðfélagsmál kynnti hún sér af kostgæfni og áhuga, og var ékki komið að tómum kofum, cr rætt var við hana um þau éfni. Hún var staðföst í fylgi við þær skoðanir, er hún fann vera réttar, eins og hún var trygg í þeli gagn- vart þeim samferðamönnum, sem höfðu áunnið sér traust hennar og vináttu. Mikilhæfrar konu er minnzt, þeg ar frú Ingibjörg er kvödd. Hún var þróttmikil grein á hinum sterka stofni þjóðlífs vors, sem staðizt hefur -raunir margra alda. Ævistarf hennar, unnið við erfið kjör, varð mikið og sigursælt, og ævikvöldið bjart og friðsælt. Minn ing hennar mun eigi fjunast, en verða geymd í þakklátum hjörtum ástvina hennar og annarra .sam- ferðamanna. Jón Guðnason. „Hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meir en nóg“. Það er ekki ætlun min, enda lítt til þess fær, að rekja hér hvorki ætt- ir eða afrek þessarar mætu konu, hitt er víst að hverju því málefni, er hún beitti sér fyrir, var vel borg ið í höfn, ekki síður en þeim skip- um cr hennar ágæti maður, um langt skeið, stýrði vandfarnar leiðir. j Það, sem fyrir mér vakir er, að minnast nokkuð á æsku hennar og bernsku mína þann stutta tíma, er við áttum samleið, um það skeið. Ingibjörg, sem var móðursystir mín, var tíu árum eldri en ég. Hún1 dvaldist á heimili foreldra mjnna, nokkurn tíma, þá um fermingar- aldur. Mér þótti þetta merkilegt fyrirbrigði, ekki það að Imba syst- ir eða Imba frænka væri þar, hún var ávallt kölluð svo á mínu æsku- heimili, heldur hitt, að jafnframt voru þar tvær aðrar stúlkur á svip uðu reki, önnur var systir mín Katrín en hin systurdóttir móður minnar Sigrún, allar eru þær nú, horfnar í skaut „móður náttúru". Ingibjörg mun hafa verið þeirra! yngst, —- og glæsiíegust '•— tvímæla ’ laust. Allt er nú þetta löngu lið- ið, — og ritað eftir minni, eins og það köm mínu afstæði á þeim tima fyrir. Frómt frá sagt öfund- aði ég þær fyrir aldur og þroska.' 'Þessu er nú snýið við, því: „Nú vildi margur vera ungur. og vernda fyrstu gullin sín“, svo sem éin á- gæt vinkona mín orðaði þáð. | Þegar þú nú, kæra frænka, hverf ur af hinu sýnilega sjónarsviði, þykir mér ekki ótilhlýðilegt að kveðja þig, 'fyrir mína og systkina minna hönd með alúðarþökk. Jafn- , framt vottum við ykkur, frænd- systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kristján Andrésson. Asasigling Rússa út Stóra-Belti NTB—Kaupmannahöfn 13. ágúst. Þrjú rússnesk herskip sáust sigla á mikilli ferð norður um Stóra- Belti. Var þar beitiskip af Sverd lov--gerð og tveir tundunspillar. Var þá rétt lokið flotaæfingum NATO, sem þarna fóru fram að nokkru leyti. Undrast menn, hver geti verig tilgangurinn með þess ari asasiglingu herskipanna. Fyrr um daginn lenti þýzka mótorskip ið Christél í árekstri við rússnesk an tundurspilli í þoku við eyjuna Falstur. Þoka var einnig, er rúss arnir sigldu út Stóra-Bolti, 'Ekki er kunnugt, hvort tundmrspiHir inn laskaðist' í árekistriftpm. v- -rM—. Hagerty undirbýr héimsókn NTB—Bonn, London og .•.Wáshing.' ton 13. ágúst. Jaimes 'tíágéi’fcý! blaðafulltriji EisenhowérsT1 ér 'ini kominn til Bonn og fer' síðar til London og Parísar, en é'rlndi Máns. er að ræða við ráðamenn,; er juncl irbúa komu Eisenhowers.; Stjórn- málamenn í Waishington aögðu , í dag, að Eisenhower vonaðist t'il ap geta fengið Krustjóff t'il áð láta svo undan í BerlínardeHuhni, að hægt yrði aið ganga tU fundat' æðstu manna. Tilkynnt hefur ver ið, að Castiello utanríkisráðherra Spánar, rnuni ræða við Eiseiihow er meðan hann dvelzt í London. Kornu þau tíðindi nokkuð flatt upp á Breta, sem ekki vissu til, ,að Castiello ætti þangað erindi. . Annað mót Islenzkra ungtemplara Sambandið íslenzkir ung- templarar mun halda 2. Ung- templaramótið að Jaðri dag- ana 22. og 23. ágúst n k. Sum- arstarf íslenzkra ungtempl- ara hefur verið allfjölbreytt og hefur sérstök sumorstarf- og hefur sérstök sumarstarfs- ^J^veÍja vinkonu Ég þakka, vina, alla elsku þína, hver yndisstund var dýrmæt minni sál. Þú stráðir sól og blómum brautu mína. Þín blessun var mér heilagt friðarmál. Ég kom til þín og kynni þín mér veittu þann kæiieiksyl, sem barn ég hafði þráð. Þín sál og lund mér sorg í gleði breyttu og særðum huga gáfu trú og náð. Þú varst sem drottning, djörf og sniöll í orðum og drenglund þín og tryggð var himingjöf. Þú treystir Drottni heitt sem Auður forðum, sem ein með börn sín Iagði sollin höf. Hvert starf þitt vannstu heil af dug og dáðum, að dyggð og snilld var engin fremri þér. Hve farsælt var að fylgja þínum ráðum. Ég fann í öllu var það hollast mér. Ég minnist þín og blíðra barna þinna, hve bærinn þinn var öllunv hæli og skjól. Hve ástrík hönd þín öllu kunni að sinna, a£ auðlegð hjartans gafstu vor og sól. Við krjúpum hijóð að lágu Ieiði þínu, er ljúfur blærinn kyssh' fjörð og strönd. Þig e.ngill drottins blessar brosi sínu og bqr þig ljúft í himnesk vonalönd. nefnd séð um skipulagningu þess og framkvæmd að mestu leyti. í vor var haldið unpi skemmti- samkomum, sem stúkurnar geng- ust fyrir á víxl. Og um mánaða- mótin maí og júní Var fyrsta árs- bing íslenzkra ungtemplara hald- ið' í Hafnarf'rði. Það var fulltrúa- þing og mjög vel sótt miðað við rnannfjölda samtakanna, scm nú er í örum vexti-og hafa verið stofn uð í vor tvö ungtemplarafélög. Fé- lagafjöldi sambandsins hefur auk- izt um 50% á síðast liðnu starfs- ári. Á þinginu voru rædd ýmis mál og gerðar samþvkktir viðvíkj andi framtíðai'starfinu. Lögð verð ur mikil stund á að efla fjöl- breytta tómstundastarfsemi og hollar skemmtanir, efnt til nám- skeiða í ýmsum greinum og út- búnir og útvegaðir verðlauna- gripir til að veita fyrir afrek bæði í íþróttum og félagsslarfi, stofnað verður til listkynningar meðal fé- lagsmanna, efnt til gróðursetning- ar og fegrunar t.d. á Jaðri o. fl. Farnar hafa verið' tvær meiri háttar skemmtiferðir í sumar, bæði í Landmannalaugar og Þórs- ivörk og tekizt mjög veí, þóttu l.æ'ði mjög ódýrar og skemmtileg- ir. Komust færri að cn vildu, sér- staklega í séinni ferðina, og er nauðsynlegt að þátttaka í slíkum ferðum sé kynnt í tæka tíð. Utanför ungtemplara Merkasti viðburður sumarsins í ‘elagsstarfi ungtemplara er vafa- laust hópferð þeirra til Noregs, cn þangað fóru 13 ungtemplarar, fiestir á aldrinum 16—19 ára. Fararstjóri var Kristinn Vilhjálms- ,son. Hópurinn tók þátt í fjölbreytt um hátíðahöldum norskra ung- templara, sem minntust 50 ára af- mælis samtaka sinna Hátíðahöld- in fóru fram í bænum Skien, sem er á Þelamörk. Voru þau fjöisótt og glæsileg. íslendingarnir sáu þarna og lærðu margt, sem að (Framhald á 7. síðu) Földuásér .i skotvopn NTB—Little Rock 13. ágúst. í dag var allt með kyrrum kjörurn í Little Rock eftir rósturnar daig inn áður, er lögreglan beitti hörðu og handtók 24 unglinga. I kvöld handtók lögreglan þó þrjá' full- orðna svertingja, vel metna borg ara og menntamenn, en á þeirn fundust skotvopn innaai klæ)ða. Er slíkt óleyfilegt. Mennippir voru teknir í námunda við bústað formanns samtaká 'blökkumahna. Á. Fulltrúar á ársþlngi íslenzkra ungfetnplara Reiðir meiðyrðum Kínverja NTB—Nýju Delhi 13. ágúst. .Ind iandsstjórn hefur opinberfega mó’t mælt því við Kínverjá, að þeir hafa í opinberum málgögnum si'n' um kallað Indverja heimsvéMa sinna. Skýrði Nehru frá þéssu' á þingi í sambandi við tillögur Jrá stjórnarandstöðunni, sem vjll .hafa- sérstakar umræður um .samband Indlánds og Kína. Fulíýrti einn þingmaður stjórnarandstöðunhar, aið Kínverjar hefðu nú liðsáfnað mikinn við landamæri Sikhím og Bhutan í Norðaustur-Indlándi; og alkunna væri, hversu mikið lið kommúnistar hefðu í Tíbet. Væri þetta greinileg ógnun vig. Ind land. Ágæt ufsaveiði í grunnnót nyrðra Þrír bátar hafa stundað ufsa- veiði með grurinnót fyrir Norður landi 1 sumar. Hafa þeir al'iað ága-t lega og héfur ufsirin , áðálléga veiðst við Grímsey. Einnig hefur nokkur veiði verið út' af Drarigey í Skagafirði. é ■■ t1 ' Bátarnú.' leggja afla sinn upp á Eyjafjarðarhöfnunr og qr ááriri frystur til útflutnings.. Mjqg gott verð fæst fyrir ufsartn. og.fá^jjó menn 1,40 fyrir kílóið. , Há'sýta hlutur er orðinn'ágáetÚT'á ^eásúni bátúm. ' ’ Aá .1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.