Tíminn - 22.08.1959, Blaðsíða 6
6
T í !>í I N N, laug.irdaginn 22. ágúst 1959.
*ARY ROBERTS RiNEHART
~-J£uciröhk
kiúLruncirbona
58.
Hann tók aö ráfa um bíl
Skúrin, en svo var að sjá sem
liann fyndi ekkert markvert.
ÍUndir glugganum voru gler-
jbrot, sem stöfuðu af innbroti
Hendersons, en að öðru leyti
yar allt með felldu. Hann
sagði eitthvað við Hugo, og
ffór síðan út í trjágöngin með
iogandi vasaljós. Þegar hann
ikom til baka, með Henderson
eins og hund á hælum sér,
,!var hann með lítinn lykil í
Ihendinni. Hann vafði vasa-
íklútinn sin nutan um hann og
stakk hvorutveggja í vasann.
Hafi ég nokkurn tíma efast
[um að morðtilraun hefði ver
íð gerð' á Paulu, hvarf sá efi
aaú með öliu. Hún hafði verið
iokuð inni í bílskúrnum, þar
sem henni var ætlað að deyja
örottni sínum.
Rétt x þessu kom sjúkrabíll
inn, og við fylgdumst með
ifcii sjúkrahússins. Eg tala ekk
fert um, hyernig ég var útlits
eftir allar þessar vökur og
[hremmingar. Eg hafði unnið
á St. Luke sjúkrahúsinu, sem
iPaula var nú flutt til, og
jþekkti næturvörðinn. Hann
gat ekki orða bundizt, þegar
íiann sá mig:
— Hvað er að sjá þig, mann
eskja? I*ú lítur út eins og þú
ihefðir verið í harðvítugum
slagsmálum!
— Það er ekki fjarri sanni,
IJohn. Ef það er einhyer í
jeldhúsimi ennþá, væri mér
ftxötók í því að fá eins og einn
jbolla af sterku, svörtu kaffi.
Hann lofaði að senda mér
það, og' ég elti lögregluforingj
ann til slysavarðstofunna.
Umhverfis borðið, sem Paula
llá 6, stóð fimm til sex manna
tijúkrunar- og Iæknalið. Sent
ihafði verið eftir öndunartækj
tum, og þegar hafizt var handa
nm að lífga Paulu við, sá ég
jhana þar sem hún lá, grafkyrr
og þarnsleg. Svo kom einhver
jmeð kaffið mitt.
Það sem eftir lifði nætur
var hjúkrunarfólkið önnum
kafið að lífga stúlkuna við.
Lögregluforinginn fór strax
og hún fór að hjarna við, en
!kom aftur rétt eftir sólarupp
rás. Þegar hún var úr hættu
rak hann alla út úr herberg
inu að mér einni undanskil
inni, dró stól að rúmi hennar,
settist þar á og tók að spyrja
(hana, hlílega og gætilega, eins
og hann væri að tala við litið
Ibarn.
Hún vissi sáralítið. Eftir að
ihún yfirgaf Mitchell húsiö
ætlaði hún í fyrstu að fara
[heirn. En hún var í miklu upp
tnámi og þó hamingj usöm, þar
isem hún þóttist nú fullviss
fum, að Elliot yrði fljótlega
. sleppt úr haldi. Hún hafði létt
á hjarta sínu við lögreglufor
ingjann varðandi Florence og
lyklana, og hugur hennar var
fylltur björtum framtíðarvon
um.
Svo hún fór ekki heim strax
heldur ók um til klukkan að
verða 12. Þá fór hún heim, en
þegar hún drap á mótornum
heyröi hún einhvern á gangi
í malbornum trjágöngunum.
Hún lagði eyrun ekkert frek
ar eftir því, og var í þann
mund að loka bilskúrnum, þeg
ar húix sá mann nálgast. Dauf
skíma var í trjágöngunum,
og þá fyrst varð hún hrædd,
þegar hún sá að maöur þessi
hafði svartan klút fyrir niður
andlitinu.
| Henni fannst það að von-
■ um heldur athugavert, og ætl
, aði að flýja gegnum litlu dyrn
ar, sem lágu inn í húsiö. Þá
hlýtur hann að hafa slegið
hana niöur, því meira vissi
hún ekki úr þessum heimi
fýrr en hún vaknaði til lífs
ins aítur á sjúkrahúsinu.
En Henrérson litli gat lítils
háttar bætt inn í þessa sögu:
Það var bersýnilegt, að
eins og lögregluforinginn
hafði sagt, var handtaka Ell
iots og þáttur Hendersons þar
í eitt hið dramatískasta, sem
hafði hent á hans lífsgöngu,
og allt frá þvf að hann var
vítni að rifrildi Paulu og Char
lies i trjágöngunum hafði
hann lifað sig inn í þetta mál.
Hann Jiafði heyrt Paulu
taka bílinn út, og þegar hún
var ekki komin aftur um tíu
ieytiö, vaknaði hjá honum
margvíslegur grunur.
— Eg á engin börn sjálfur,
sagði hann, — svo mér hefur
alitaf þótt vænt um Paulu. Og
Charlie Elliot líka, flýtti hann
sér að bæta við.
Þegar hún var ekki komin
klukkan ellefu, talfærði hann
það við frú Henderson. Hún
var ekki eins hrifin af Paulu
og hann, og sagði honum að
fara samstundis í rúmið og
vera ekki að gera sér grillur
;út af stúlku, sem væri nógu
ung til þess að geta verið
dóttir hans. Hann lét það gott
heita í bili og fór í háttinn, en
lá vakandi og hlustaði eftir
bílhljóði. Rétt fyrir miðnætti
kom hún heim, setti bílinn
inn í skúrinn og stöðvaði mót
orinn. Litlu seinna heyrði
hann bílskúrnum lokað.
Þá sneri hann sér til veggj
ar og hugðist sofna. En svo
sem fimm mínútum 'síðar
veitti hann því athygli, að
mótorinn var settur í gang aft
ur. Hann reis upp við dogg og
leit út. Bílskúrinn var almyrk
ur, en á þvi lék ekki- hinn
Minning: Arinbjörn Þorvarðarson
fWWAV.V.VAV.VAVVAVAV.V.V.V.V.V.VAV.VAW
Dansleikur
í kvöld í faaðstofunni.
F. U. F.
Það er maður á ferð Á jóla-
föstu fyrir rúmurn 40 árum liggur
leið hans vestur hraun Reykjanes-
skagans, fyrir víkur og voga, yfir
\ogastapa, út í Garð Nokkuð er
liðið á dag, og kvölámyrkrið fær-
ist yfir. Hann er einn á ferð, fót-
gangandi, og ber hratt yfir. Fram-
undan er hálf önnur þing'manna-
leið, og til þess að ná á leiðar-
enda í vöku’ok var tíminn til far-
arinnar naumur. Þrek, stæltur
vilji, lífskraftur, færir hann óð-
um nær og nær. Og seint á vöku
er hann kominn alla leið, og hefur
þá farið greiðar en komast mátti
á völdum gæðingi. Þetta er ungur
maður, fallega vaxinn, beinn og
óvenju stæltur, hlaðinn æskufjöri
og þokka íþróttamannsins, nor-
rænn á yfirbragð, bjartur. Hann
hefur náð settu marki, komizt á
vit þess fagnaðar, er hann setti
sér það tunglskinsbjarta kvöld.
Maðurinn er Arinbjörn Þorvarð-
arson.
Ýmsir hafa farið vestur hraunin
átt þar leið um og leiðarlok, séð
í áfangastað blik af fögnuði, gró-
inn reit, fegurð augnabliks Arin-
björn var einn af þeim. En nú er
hann þar ekki lengur á ferð. Þar
er góður maður genginn. .
— Arinbjörn Þorvarðarson lézt
i Landakotsspítala 14. þessa máii-
aðar, eftir að hafa kennt alvar-
' iegs heilsubr ests um skeið. Hann
fæddist í ICeflavík . júlí 1894. For
eldrar hans voru Þorvarður Þor-
! varðarson beykis í Keflavík,
Helgasonar prentara í Viðey, og
kona hans Margrét Arinbjarnar-
cióttir útvegsbónda í Innri-Njarð-
vík, Ólafssonar. Hann var- því í
ættir fram Suðurnesjamaður.
Arinbjörn ólst upp í foreldra-
húsum, með góðum foreldrum og
i glöðum systkinahópi, stundaði
rjó sem unglingur eins og títt var.
Innan tvítugs hleypti hann heim-
draganum pg innritaðist í Akuréyr-
.arskóla. Þá hafði hann kynnzt ná-
ið ungurn Keflvíkingi, sem þaðan
hafði lokið fullnaðarpróff Einar
Þorgrímssyni, og kenndi hann hon
um undir skóla. Meiri manndóm
þurfti þá til þess en nú að hefja
r-kólanám. Gagnfræðaprófi frá
skóianum lauk ArÍBbjöm eftir
tveggja vetra nám, og minntist
hann jafnan síðan dvalar sinnar
i hinum norðlenzka bæ af hlý-
hug og hrifningu. Eftir að suður
kom lauk hann og prófi frá Stýri-
mannaskólanum, og fékk skip-
stjórnarréttirdi. Meginstarf hans
framan af ævi varð líka sjósókn,
fram um fertugsaldur. Var hann
formaður á hátum sem ýmsir
áttu, gerði auk þess út bát sjálf-
ur í félagi við aðra, og var ffor
maður. Áhugamál hans voru hins
vegar mörg. Hann var félagslynd-
ur maður, og vel liðtækur í hvers
konar samtökum manna, sem til
lieilla máttu horfa, hneigður til
lista, betur íþróttum búinn en
flestir aðrir sakir krafta og lip-
urðar, manna vaskastur í áiökum
svo að af var látið. Syndur mun
liann hafa orðið innan við ferm-
ingu án þess að njóta tilsagnar
að ráði, og entust sundtökin hon-
um til þess að verða síðar þýð-
ingarmikill og fórnfús leiðtogi
sundíþróttarinnar í Keflavík. Við
þá grein íþrótta tók hann ást-
fóstri.
Þegar Ungmennafélag Keflavík-
ur réðist í að reisa sundlaug í
Keflavík, á fjórða tug þessarar ald
ar, varð Arinbjörn sundkennai fé-
lagsins. Hélt hann því starfi og
áfram eflir að félagið afhenti
Xeflavíkurbæ sundhöilina að gjöf.
45 ára tók hann sundkennarapróf
til þess að hafa réttindi til starfs-
ins eftir að sund varð lögboðín
námsgrein í barnaskólum. Hann
hafði sundkennslu á hendi í full
20 ár, fyrst sem aukastarf, síðan
sem aðalstarf Eru nemendur hans
t sundi því orðnir margir. Fyrir
þessi störf var hann gerður heiðurs
félagi UngmennafélagsinS; og
ýmis annar viðurkenningarvottur
var honum sýndur af opinberum
aðilum, er hann varð að hætta
kennslu vegna 'heilsubrests fyrir
6 árum. Siðan stundaði faann ýmsa
vinnu, nú síðast áhaldavörzlu
fyrir Keflavíkurbæ.
Ýmsum hugðarmálum sinnti
Arinbjörn samhliða aðalatvinnu
hverju sinni. Hann var t.d. tíður
gestur á leiksviði, og fáir munu
þeir sjónleikir, sem settir voru
á svið í Keflavík í hans tíð, þar
sem hann var ekki þátltakandi í
sýningu, og þá oftast með meiri
náttar hlutverk. Hann var eftir-
sóttur leikari og ýmsum minnis-
stæður, hvort sem hann var í
gervi þeirra er samfélagið brosir
að, eða hinna sem bera alvöruna
fram í sviðsljósið. — Bókavörzlu
annaðist hann lengi, fyrst fyrir
Lestrarfélagið, og síðar bæinn.
í tómstundum sínum vann Ar-
inbjörn tíðum að því að mála.
Prýða málverk hans nú mörg
heimili í Keflavík og víðar. Þótt
hann hefði aldrei tækifæri til að
njóta sérstakrar tilsagnar á því
sviði listar, auðnaðist honum að
gera verk, sem lengi munu verða
augnayndi þeirra, er unna fógrum
litum og linum íslenzkra fjalla og
íjarða. —
7. apríl 1918 gekk Arinbjörn að
eiga Ingibjörgu Pálsdóttur fi’á
Gerðabakka í Garði, væna konu
og fríða. Hún var-17 ára er þau
giftust. Ingibjörg er af merkum
bændaættum í Árnessýslu. Þau
hófu búskap i Keflavík nýgift, og
bjuggu þar síðan. í rúnkega 40
ára hjónabandi héldu bæði þeim
fágæta glæsibrag, sem á orði var
hafður er þau gengu saman út í
lífið í broddi lífsins. Þeim varð
þriggja barna auðið: Margrét,
giftist Guðna Þorvaldssyni fiski-
matsmanni í Keflavík, Jón sjó-
maður í Keflavík, giftur Oddnýju
Valdimarsdóttur, og Þorvarður,
flugumferðarstjóri á Keflavíkur-
flugvelli, giftur Rannveigu Filipp
usdóttur. Fvrir fáum vikum stóð
þessi fjölskvlda öll yfir moldum
dótturinnar, Margrétar, sem lézt
í blóma lífs, ástvinum og öðrum
harmdauði. Varð þar skammt
þungra högga milli, er faðir og
dóttir féllu bæði svo skjótt fyrix
umsvifum örlagavaldsins.
Arinbjörn Þorvarðarson verður
öllum er þekktu hann minnisstæð-
ur fyrir sakir mannkosta. Hann
var bjartsýnn og hvetjandi hug-
sjónamaður meðal samborgaranna,
hrókur alls fagnaðar í vinahópi
þegar það átti við, tUíinningarík-
ur listamaður, búinn mildum við-
Iiorfum hins góða drengs. Mönn-
um finnst sjónarsviotir að í heima
byggð hans, er hans nýtur ekki
lengur, svo samgróinn henni sem
hann var, og með vissum hætti
einn af þeim. sem einkenndi hana.
A vegg heima í stofu hans
hangir mynd af litlum bát á leið
ýfir öldur úthafsins. Hann er einn
á ferð, með byr í segli, undir
stormskýjum lítið málverk eftir
Arinbjqrn. Hvergi sér land, og
siglt er út í blámóðu fjarskans, á
mikilli ferð, því öldurnar lyfta
bátnum léttar og brosandi. Þetta
er mynd af lífi Arinbjörns, lífi
okkar. Við ströndina hinum meg-
in hafsins hefur nú lítill bótur
numið land.
— Vinir og samherjar Arin-
björns kveðja hann hinztu kveðju
með þökk fyrir góða samfylgd. '
Ástvinum hans öllum votta þeir
innilega samúð.
Váltýr Guðjónsson
, Margir hugir horfa eftir þér;
hvenær sem á Bakkann geisli skín.
Syngi ljóð sitt alda út við sker.
er það jafnan til að minnast þín.
Bein þín geymast grafarrúmi fegin
góðan dag um eilífð hinu megin.“
Það eru nú orðin 28 ár síðan ég
veitti sérstaka athygli hjónum hér
í Keflavík mér fannst þau
bera af öðrum Keflvíkingum,
þeim fylgdi sérstæð glæsimennska.
Ég var þá ókunnugur hér en fékk
fljótt þær upplýsingar, að hjónin
voru þau Ingibjörg Pálsdóttir og
Arinbjörn Þurvarðarson, Nu hef-
ur Arinbjörn horfið úr samfylgd
okkar, og munum við magir Kefl-
víkingar sakna hans mjög. Það
er ánægjulegt að eiga góða ferða-
félaga, og þegar vegirnir skiptast
koma endurminpingarnar svo ótal
margar, að ég verð undrandi og
spyr: Hvers skal helzt minnzt í
stuttri minningargrein. Þá keniur
mér í faug atvik, sem ég held að
lýsi einná gleggst innri manni Ar-
inbjarnar hvað hann var sáttfús
og göfugur maður. Það var í byrj-
i.n fjórða tugs þessarar aldar, að
rnikil átök i.rðu á milli verka-
manna og skipstjóra, sem voru þá
aðalatvinnuvc-itendur hér í Kefla-
vík. Var Arinbjörn þá skipstjóri
og lenti þá með skipstjórum í
deilu þessari vegna stéttar sinnar.
Deila þessi endaði þannig, að sam-
tök verkamanna leystust upp, og
báru skipstjórar sigur af hólmi.
Þetta líkaði ekki Arinbirni, og
hann sagði skilið við samtök
þeirra og vann ,að því með ráð-
um og dáð að reisa við samtök
verkamanna og helur .ætíð síðan
stutt þeirra mál. Þannig kom Ar-
inbjörn alltaf fram að ibæta fyrir
það, er honum fannst illa gert.
(Arinbjörn var mjög 'fjöihæfur
C’Raðjir. Sainhliða góðri greind
aflaði hann sér menntunar, sem
gerði honum auðveldara að koma
áhugamálum sínum fram, og vera
þjóðfélagi sinu gagnlegur.
Tómstundir sínar nötaði Arin-
fcjörn oft til að mála og komu
fram í myndum hans smekkvísi
og fegurðarþrá. Frægur er Arin-
hjörn hér í Keflavík og viða fyrir
aflraunir sínar á yngri árum. Er
til átaka kom stóðust honum fáir
snúning, og í þeim átökum notaði
hann jafnan ,,axlartök“ sem urðu
fræg. f manna minnum er, er
hann tók upp „fullsterk“ í Dritvík
undír Snæfellsjökli, og hafa fáir
það eftir leikið. Ekki tjóar að æðr-
ast, við verðum að kveðja þennan
hugljúfa samferðamann og þakka
honum fyrir samfylgdina, sem
hefur verið mér og samherjum
hans til gagns og gleð:
Frú Ingibjörgu Pálsdóttur vil ég
tjá mína dýpstu samúð og ég get
ekki annað en dáðst að hvílíkt
þrek 'hún heí'ur sýnt við missi
dóltur sinnar og síðan eigin-
manns. Til bess að bera slík á-
föll þarf mikla hetjulund, sérstak-
Iega er það aðdáunarvert, þar sem
hún hefur átt við vanheilsu að
stríða.
Að endingu innileg samúðar-
kveðja til sonanna tveggja og ann
arra ástvina og vandamanna.
Ð. Danivalssou
Ingibjörg Halidórsclóttir,
f*dd 5. febrúsr 1858 a3 Awsturvelli á Kialarnesi, léií aS EHi- 09
hiúkrwnarheimllinu Grund þ. 29, þ. m,
Kristín Kristjánscíóttlr, Katrin Kridtjénsdóttir.