Tíminn - 22.08.1959, Blaðsíða 7
í í MI N N, Iaugardaginn 22. ágúst 1959.
7
Nýja bíó
Sími 11 5 44
Drottningin unga
(Die Junge Keiserin) *
Glæsileg og hrífandi ný þýzk lit-
mynd um ástir og heimilislíf aust-
urrísku keisarahjónanna Elisabet-
ar og Franz Joseph. Aðalhlutverk:
Romy Schneider
Kariheins Böhm
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Tjarnarbíó
Sími 22 1 40
Sjöunda imtsiglið
(Det sjunde insigiet)
Heimsfræg mynd.
Leikstjóri Ingmar Bergman.
Þetta er ein frægasta kvikmynd,
sem tekin hefur verið á seinni árum
enda hlotið fjölda verðlauna.
Myndin er samfellt listavork og sýn
ir þróunarsögu mannkynsms í gegn
um aldimar. — Þetta er án sarnan
burðar ein merkilegasta mynd, sem
hér hefur verið sýnd.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bæjarbíó
HAFNARFIRÐI
Sími 501 84
Fæðingarlæknirinn
ítölsk stórmynd í sérflokki.
Marcello Mastroiannl
(ítalska kvennagullið)
Giovanna Ralli
(ítölsk fegurðardrottniug)
Sýnd kl. 7 og 9.
Böfvun Frankensteins
Sýiid ki. 5.
Tripoli-bíó
Sími 1 11 82
Neíta'S um dvalarstað
(interdit de Dejour)
■Hörkuspennandi sannsöguleg ný
frönsk sakamálamynd er fjallar
um starfsaðferðir frönsku iögregl-
unnar.
Claude Laydu
Joelle Bernard
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Danskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Hafnarbíó
Slml 1 64 44
BræSurnir
(Night Passage)
Spennandi og viðburðarík ný am-
efísk CinemaScope litmynd.
James Stewart
Audie Murphy
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 Og 9.
Hafnarfjarðarbíó
Síml 50 2 49
Syngjandi ekillinn
(Natchöffören)
Skemmtileg og fögur ítölsk söngva-
mynd. Síðasta myndin með hinum
fræga tenorsöngvara
Benjamino Gigll.
Sýnd kl. 9.
Frúin í herhjónustu
Amerísk gamanmynd í litum og Cin
emaeope . — Tom Evell —
Sharee North,
Sýnd Ikl. 5 og 7.
Kópavogs-bíó
Síml 19 1 85
(Girls In Prison)
Amerísk mynd. Óvenjulega sterk og
raunsæ mynd, er sýnir mörg tauga-
æsandi atriði úr lífi kvenna bak við
lás og slá.
Konur í- fangelsí
íslenzku gestirnir hluta á frásögn um staðhætti í Einarsfirði. Þar er fjárbú allmikið.
Joan Tayior
Richard Denning
Bönnuð börnum yngri en 18 ára.
Myndin hefur' ekki áður yerið
sýnd hér á landi.
Sýnd kl. 7 og 9.
Hefncí skrimslisins
III. hluti
Spennandi amerísk ævintýramynd
Sýnd kl. 5.
Aðgöngumiðasala frá kl. 3.
— Góð bílastæði —
Sérstök ferð úr Lækjargötu kl. 8,40
og til baka frá bióinu kl. 11,05.
Gamla Bíó
Síml 11475
Mogambo
Spennandi og skemmtileg amerísk
stórmynd í litum, tekin x frum-
skógum Afríku
Clark Gable
Ava Gardner
Grace Kelly
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Austurbæjarbíó
Simi 11 3 84
Þrjár þjófóttar frænkur
(Meine Tante — Deine Tante)
Sprenghlægileg og viðburðarík ný
þýzk gamanmynd í litum, er fjall-
ar um þrjá karlmenn, sem klæðast
kvenmannsfötum og gerast inn-
brotsþjófar. Ðanskur texti.
Aðalhlutverk:
Theo Lingen
Hans Moser
Georg Thomalla
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Stjörnubíó
Slml 18 9 36
Kontakt
Spennandi, ný, norsk kvikmynd frá
baráttu Norðmanna við Þjóðverja á
stríðsárunum, leikin af þátttakend-
um sjálfum þeim, sem sluppu lífs af
og tekin þar sem atburðirnir gerð-
ust. Þessa mynd ættu sem flestir að
sja.
Olaf Reed Olsen
Hjelm Basberg
Sýnd kl. 5, 7 oe 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára
Auglvsi'ð í Tímanum
Grænlandsferð
(Framhald af 5. siðu)
Fjárrækt í Grænlandi
Næsta morgun voru menn árla
á fótum. Var farið’ til Upernaviar
suk í Einarsfirði, sem nú heitir
Igaliko, en þar er tilraunastöð og
húnaðarskóli, sem Louis A. Jen
sen stjórnar. Húsin standa í
brekku upp frá sjónum. Gráviðir
og birkikjarr óx í hlíðinni, en mat
jurtagarðar og túnrækt nokkur
var heima við bæinn. Búnaðarnem
endur eru nú sjö og hefur verið
reist sérstakt skólahús með heiina
vist. Virtist þar öllu vel fyrir kom
ið. Grænlendingar hafa nú um 20
þúsund fjár samtals í öllu Jandinu
og er það af íslenzkum stofni. Sókn
arpresturinn þáverandi, séra Jens
Chemfnitz, afi húsfreyjunnar í
Upernaviarsuk, hóf sauðfjárrækt
á Grænlandi árið 1906 eftir að hafa
kynnt sér sauðfjárbúskap í Fær
eyjum. Flutti hann inn frá Fær
■eyjum átta kindur. Nokkrum árum
síðar var flutt 170—180 fjár frá
íslandi til. Grænlands, og féð sem
þar er nú, er af þeim stofni. Js
lendingar hafa stundað sauðfjár-
rækt á Grænlandi, —» Valdimar
Sigurðsson mun hafa verið þar
1937—1958, en Sigurður Steiáns
son í Godtháb síðan 1932, Talið er
hæfilegt á þessum slóðum að æ-tla
kindinni 25 kg. af heyi sem velvar
fóður. Fénu er haldið íil beitar
'bæði við sjó og til fjalla. Meðal
kjötþungi dilka var sagður 16—17
kg. Ungir menn eru studdir til
að mynda fjárþú og geta fengið
lánaðar allt að 200 kindur til að
hefja búskapinn. Fjárbúskpurinn
gekk mjög vel fyrstu árin, næst
um of vel, sagði Loitis Jensen, með
an landið var ónotað, þannig að
menn gáðu ekki að afla nægiíegra
heyja. Nú er unnið að því að kanna
og kenna mönnum, hvernig bú-
skapurinn verði bezt og öruggleg
ast rekinn miðað við árferði eins
og gera má ráð fyrir þár í landi á
hverjum tíma. Taldi Jen.sen nú
fengna örugga reynslu um það,
að sauðfjárbúskap megi stunda
með góðum árangri á Suður-Græn
landi, þótt tilkostnaður allur sé
sívaxandi og kröfur til lífsins auð
vitað miklu rneiri en fyrir fáum ár
um. — Talið berst að hreindýrum.
Þau eru ekki á þessum slóðum, en
norðar eru viltir hreinar og einnig
tamin hreindýr. Tömdu dýrin voru
flu'tt frá Norður-Noregi fyrir nokkr
•um árum og Lappar með til að
annast þau. Tömdu dýrin eru nú
um 2500. Komig hefur til orða
að temja sauðnaut, en ekki orðið
af framkvæmdum ennþá. Mikið er
veitt af sel í maí og júní árlega
og munu um 300—400 hafa veiðzt
frá Julianeháb s. 1. vor. Þá er
rjúpnaveiði mikil. Veiðitíminn er
frá september til apríl En það
er eins á Grænlandi og ísland, að
rjúpunni fækkar mjög sum ár
in, svo að hún nálega hverfur, en
síðan koma mikil rjúpnaár. Síð
astliðinn vetur var fátt um rjúpur
en nú vænta menn að þeim fjölgi á
næstunni.
Louis Jensen kvaðst einu sinni
hafa lánað gömlum Grænlendingi
byssu sína til rjúpnaveiða, en bað
hann að skrifa hjá sér hve marg
ar rjúpur hann veiddi. Þegar hann
skilaði þyssunni baðst hann afsök
unar á því, að ekki væru skrifaö
ar nema tvö þúsund rjúpur. Hann
hefði veitt meira, en ekki kunn
að að skrifa hærri tölu, og' þar
hefði bókhaldið því orðið að enda.
Á grænlenzku elliheimili
Þegar „Sækonungurinn“ hafi
skilað okkur aftur til Julianeháb
um hádegisbil, reikuðum við um
bæinn meðan beðið var eftir Kata
lína-flugbátnum, sem átti að flytja
okkur til flugvallarins í Narssasu
ak. Læknarnir þrír í förinni, Frið
rik Einarsson, Pétur Jakobsson og
Snorri Hallgrímsson fóru í fylgd
staðarins lækna að skoða ,sjúkra
húsið, en við Sigtryggur Klemenz
sön börðum að dyrum á elliheimil
inu. Þó'tt forstöðukonan væri í
óðaönn, ásamt aðstoðarstúlkum sín
um, að undirbúa hádegismatinn,
þá tók hún okkur ljúfmannlega og
fylgdi okkur um allt húsið, sem er
þriggja ára gamalt timburnús, vist
legt og vandað. Þar er rúm fyrir
24 vistmenn, en heimilið er í
tveimur deildum, önnur fyrir kon
ur, hin fyrir karla. Við litum ínn
til gamla fólksins, sem sat í her
bergjum sínum með hendur í
skauti og undi að sögn ekki alltof
vel hag sínum í öllum þessum fín
heitum. En vinnustofa var í húsinu
og þar gátu þeir fengizt við sitt
hvað sem til þess höfðu löngun og
heilsu. Elzti vistmaðurinn var átt
ræð kona. Heilsufár kvað fara
batnandi á Grænlandi hin síðari ár
og miklu minna um ungbarnadauða
og berklaveiki en áður. f flugvél
inni frá Reykjavík til Narsassuak
var hjúkrunarkona og sjö börn,
sem voru að koma af heilsuhæli í
Danmörku, —
Meðan Ijúffengur matur kraum
aði í pottum á stórum raímagns
eldavélum í eldhúsinu, sagði for
stöðukonan okkur sitt hvað frá
landi sínu fyrr og nú. M. a. sagði
hún, að þegar krækiberin yrðu full
þroskuð á næstunni, myndi hún
að venju gefa gamla fólkinu þann
rélt, sem það væri vant frá barn
æsk)u að fá á þessum tíma árs:
soðna þorsklifur og krækiber út
á, — þótt yngri kynslóðin vildi
nú hafa aðra hætti. — Við kveðj
um þessa glaðlegu og greindarlegu
stúlku, sem sýnilega gengur af al
úð og elju að vandasömu starfi,
enda sýnir umgengni öll, að ekki
er kastað til þess höndum.
f Julianeháb var mér sagt, að
oft væri hlustað á ríkisútvarpið
íslenzka, sem heyrðist þar ágæta
vel og betur en nolckur önnur stöð.
Hafði sá, sem sagði mér, orð á
því hve mönnum hefði þótt vænt
um að heyra stutta kveðju, sem'ein
hverntíma var flutt á grænlénzku
í útvarpið hér, sennilega í sam-
bandi við endurvarp jólakveðja
frá Danmörku. Það væri ójjeijtan
lega vel til fallið, ef ríkisútyarpið
hefði einhvern tíma sérstaka dag
skrá fyrir Grænlendinga á þeirra
máli, ef nokkur er vel fær í þeirri
tungu hér-
Frá Narssasuak var haltiið.. tjl
Reykjavíkur með ,Sólfaxa‘ í björtu
og hlýju veðri eins og verið hafði
báða dagana, sem við dvöldum Í
Grænlandi, og þar með lauk þess
ari einstaklega skemmtilegu ferð.
Ausiur-þýzka sfjórnin
Mótmælir kjarnvæð-
ingu V-Þýzkalands
Ríkisstjórn Anstur-Þýzka-
lands mótinælti í dag sam-
þykkt, sem Vestur-Þýzkaland
og Bandaríkin gerðu nýlega
með sér, en með henni eru
Vestur-Þjóðverjum tryggðar
,..nauðsynlegar“ upplýsingar
um meðferð kjarnorku í hern
nðarlegu skyni, og auk þess
er kveðið svo á, að bandarísk-
ir sérfræðmgar skuli kenna
vestur-þýzkiim hermönnum
meðferð kjarnorkuvopna.
Mótmælaorðsendingin var send
Bandaríkjastjórn fyrir milligöngu
tékkneska utanríkisráðuneytisins í
Prag, bví að ekki er um dipiómat-
ískt sambana að ræða milli ríkj-
anna, eins og kunnugt er. Segir
þar, að samningur bessi sé eitt
skref á þeirri braut að gefa Vest-
ur-Þjóðverjum full ráð á kjarn-
orkuvopnum. Nú sé verið að svifta
af þeim hömlum, sem fyrrum
voru lagðar á Vestur-Þjóðverja af
Atlantshafsbandalaginu Ef þessu
fari fram, verði þess ólíklega langt
,£ð bíða, að Vestur-Þjó'ðverjar frajn,
1 ieiði sín eigm kjarnavopn, og þá
kunni að verða ófriðlegt og þröngt
íyrir dyrum nágrannanna
Talsmaður þýzka jafnaðarmanna
flokksins sagði í dag á blaðamanna
fundi í Bonn, að Vestur-Þjóðverj
ar gætu á þann hátt bezt stuðlað
að því, að fundir Eisenhowers og
Krustjoffs bæru æskilegan árang-
ur, að’ afsala sór kjarnorkuvopn-
um í herbúnaði.
A víðavangi
(Framhald af 5 síðu)
seinustu ára í Staksteinuin sín-
um. Fyrsti kaflinn er á þnnn
veg, að helzt má skilja, að Gunn
ar Thoroddsen og Sigurður
Bjarnason sé höfundur verka
mannabústaðanna! Næsti kafli er
á þann veg, að helzt má skilja,
að Sjálfstæðismcnn liafi farið
méð stjórn byggingarmálanna á
árunum 1950—56, þegar Stein
gríniur Steingrímsson var félags-
málaráðlierra og hafði forgöngu
um smáibúðalánin og nýja veð-
lánakerfið.
Það eru bersýnilega fleiri én
liöfundar rússnesku alfræðibc'.i-
arimiarpfæiu kunna að innskrifa
söguna.