Tíminn - 30.08.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.08.1959, Blaðsíða 8
B T í M IN N, suunud.xginn 30. ágfist 1959. þvoíftavélina •» * » • Výi tímimv-ill ^otfcavél; ÍVöttavéLio. skilar : ta-uinu fallegustu, ]oegar xiota.6 er >tfca4nft. ?erk. veríiáar iifínxiuríiar ,erx er óvinur áb.reiniuda. ■WVW^WAV.VW'.V.VWAVWJVAW/^AV.VJWW Frá barnaskólum Kópavogs Börn fædd 1952, 1951 og 1950, sem ekki hafa áður verið innrituð í skólana, mæti laugardaginn 5. september kl. 3 síðdegis. Mánudaginn 7. september komi börnin í skólana eins og hér segir: Fædd 1950 komi kl. 10. Fædd 1951 komi kl. 11 Fædd 1952 komi kl. 1,30. \2' Kennarafundur laugardaginn 5. sept. kl. 1,30. Skólastjórar BUW/WWJ'.WAV.VV.VAVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WA Sumardvalarbörn á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að ] Varmalandi í Borgarfirði koma í bæinn mánudag- inn 31. ágúst kl. 6 til 6,30 að Sjafnargötu 14. Undralyf (Framhald ar 6. síðu • að. Við langvarandi meðferð hafði kortison óþægileg og stundum hættuleg aukaáhrif á sjúklingana, og auk þess eyddi það ekki orsök liðagigtarinnar. Hins vegar vernd aði það sellurog vefi gegn ertingu, og þess vegna töldu vísindamenn, að það gæti orðið þýðingarmikið við lækningu á ótal sjúkdómum. Þessar fyrstu vonir rættust þó ekki allar. En hin stórkostlegu á- hrif kortisons á liðagigt gáfu ,sér fræðingum bendingu um, hvaða sjúkdómar myndu vera næmastir fyrir lyfinu. Læknar höfðu þá þeg ar vitað í nokkur ár, að gula hafði góð áhrif á ástand gigtarsjúklinga, og að gigtveikum konum leið bet ur, er þær voru með barni. Lyf læknar töldu því, að ekki væri úr vegi að gera lista yfir alla þá sjúkdóma, sem virtust réna við gulu og þungun, og reyna kortisonj meðferð við þá. Það kom á daginn, að kortison var áhrifamikið við meðferð á sjúkdómum, sem virtust vera alls óskyldir, eins og gigtsótt, Stills, veiki, lungnapípuasthma, margs konar ofnæmi og vissar bólgur í augum. Um leið var fengin skýring á því, að svo margir sjúkdómar rénuðu við gulu eða þungun: lifr- in eyðir þeim hormónum, sem nýrnahetturnar gefa frá sér og það jafnt, þótt þær starfi of lítið eða gati ekki vegna sjúkdóms fram leitt hið venjulega magn af bólgu éyðandi efnum fyrir sellur líkam ans. En ef lifrin er veik (eins og við gulu) eða starfsemi nýrnahett anna eykst (eins og hjá þunguðum konum), fá aðrir hlutar líkamans meira magn af nýrnahettuhormón um til umráða. Merkilegasta voru þessar fyrstu tilraunir vegna þeirrar þekkingar, er þær veittu mönnum á eðli sjúk dómanna. Þær leiddu í ljós, að það var ekki alltaf sjálfur sýkillinn sem var hættulegastur og gerði menn óverkfæra. Orsökin var oft sú, að vefirnir, sem börðust gegn honum, bólgnuðu um of eða uröu fyrir meiri ertingu en þeir gátu þolað. Læknar fóru því að nota kotison jafnhliða fúkkalyfjum við sjúkdóma, sem valda skemmdum á vefjum eins og t. d. berkla, og leiddi það til stórfelldra framfara í meðferð margra sjúkdóma. Enn var ekki allur vandinn leyst ur; aukaáhrif lyfsins á sjúklingana var alvarlegt vandamál. Lyfjafram leiðendur létu einskis ófreistað til að framleiða betra kortison. Seint á árinu 1950 tókst vísindamönnum Merckverksmiðjanna að framleiða efnablönduna F, sem var heldur sterkari en kortison og hafði færri aukaáhrif. Einnig hún var að hálfu leyti gerviefni, og hlaut hún nafn ið hvdrokortison. En lyfjafræðing ar létu ekki þar við sitja, þeir voru Á mynd þessari sést líkan af byggingu sameindar í efninu cortisone, en það er ein af hormonategundum líkamans og verður til í nýrnahettunum, Líkanið sýnir í gífurlcga stækkuðum hlutföllum nákvæma samsetningu sameindarinnar, sem byggð er upp af 21 kolefnis frumeind (svörtu kúl- urnar), 28 vetnisfrumeindum (hvítu kúlurnar) og fimm súrefnisfrumeind- um (gráu kúlurnar). Dr. Lewis H. Sarett var fyrstur manna til að fram- leiða efni þetfa í tilraunaglösum, og þá var cortisone-sameindin sú marg- brotnasta, sem nokkru sinni hafði verið búin til í tilraunagiösum efna- fræðinga. sannfærðir um, að hægt væri að gera enn betur. Árin 1948—52 unnu dr. Sarett og félagar hans, þ.á.m. dr. Glen Arth, að því að finna aðferð til að framleiða kortison sem algert gerviefni Er því starfi lauk, höfðu orðig svo stórkostlegar endurbæt ur á hinni upphaflegu aðferð við framleiðsluna, að óhugsandi var, að algert gerviefni yrði ódýrara í framleiðslu .Þeir félagar höfðu þó engan veginn unnið fyrir gýg. Um það leyti er þeir lögðu síð- ustu hönd á verkið, komu upp meðal margra steróídsérfræðinga tvæ,- kepningar, sem þóttu merki- legar: í fyrsta lagi þótti senni- legt', að viss steroídefni kynnu að reynast verðmæt svæfingalyf. llin kenningin var öllu byltingarkennd ari: grunur lék á, að gervihormón- ar, sem voru kemískt ólikir öllum steroídefnum í nýrnahettunum, gætu orðig áhrifameiri og haft minni aukaáhrif en eðlilegir hor- mónar. E.R. Squibb & Sons var fyrsta lyfjaverksmíðjan, sem sýndi fram á, að gervihormónar ættu framtíð fyrir sér sem lyf, Efna- fræðingum hennar 'iókst að raða ílúrorínalómum þannig að þau mynduðu steroídsameindir hydro- kortisons, efnablöndunnar F. Er þetta efni var reynt á .lilrauna- dýrum, reyndisl það iíu sinnum sterkara en kortison en því fylgdu einnig meiri aukaáhrif. Árið 1955 sendu fyrirtækin Shering Corpora- tion, Merckverksmiðjurnar og önn ur fyrirtæki á markaðinn lyf, er þau nefndu Prednison og. Prednis- olon. Þau voru fimm sinnum sterk- ari en kortison og höfðu færri aukaáhrif. Hjá Merckvei’ksmiðjunum siörf- U'ðu á sama tíma dr. Sarett og dr< Glen Arth að því að rannsaka möguleikana á að nota til svæf- inga ýmis steroídefni, sem ekki finnast' í nýrnaheitunum. „Við fundum eitt steroídefni, sem reynd ist sterkt svæfingarlyf“, sagði dr. Sarett. „Svo komumst við að raun um, að ekki var hægt að gera það nægilega traust til þess að senda það á markaðinn án þess að eyðileggja kosti þess sem svæf ingarlyf". En einmitt' þeita varð eitt af heiilaríkustu óhöppum í sögu lyfja fræðinnar. Merck stöðvaði nú tilr raunirnai* meg steroídsvæfingarlyf in, og dr. Sarett og dr. Arth sátii eftir með heilan flokk af nýjum steroídcfnum, sem virtust gagnsr laus. — En voru þau nú raunveru- lega til einskis nýt? Ekki var hægt að nota þau sem meðöl gegn bólg um ,cn hin óvenjulega bygging þeirra vakti áhuga vísindamanna'. Þeir notuðu þau sem undirstöðu undir framleiðslu fjölda nýrra efna, sem reynd voru síðan á dýr’- um. Það, sem skeði ,var næsta ótrú- legi: Ein af þessum efnablöndum dr. Saretts og dr. Arths reyndist tíu sinnum sterkari en hydrokorti son, en hafði engin finnanleg auka áhrif. Næst kom í ljós efni, sem var 30 sinnúm stcrakra en hydro kortison og hafði mun minni ó- þægindi í för með sér. Það efni var kallað decadron — og brátt var starfslið Merckverksmiðjanna — yfir eitt hundrag vísindamcnn, tæknisérfræðingar og annað starfs Jið, önnum kafið við að framleiða það í síórum stíL. UIÍFFENGUR MORGUNMATUR Quaker Corn Flakes glóðarristaðir í sykri Eftirlætisréttur allrar f jölskySdunnar BWWWtVJWWJWJV.^V.VW.V.VAV.V.V.V.VAWA^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.