Tíminn - 30.08.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.08.1959, Blaðsíða 12
VEÐRIB ~ Suðaustan kaldi og siðan stlnnings- kaldi, dálítil slydda eða rigning. Akureyri 17, Rvik 10 London 18, París 20, New York 27 st. Sunnudagur 20. ágúst 1959. Kirkjudagur Þetta er hin nýja og veglega kirkja, sem nú er í smíðum á Reyk- hólum. Kirkjudagur Reykhólakirkju er i dag, en þá fer fram sam- koma að* Bjarkarlundi til ágóða fýrir kirkjubygginguna. _____________________________________i Svartur sjór af síld fyrir austan Aðeins um 60 skip stunda enn síldveiðar, en 170 eru farin heim Ríkisstjórn Bandaríkjanna harmar áreksturinn og Lýsir yfir skyldu vamarliðsins til að hlýða íslenzkum lögum Yfirmaíur varnarliðsins hefur lýst harmi sínum yfir atburSinum 5, ágúst Bullandi síldveiði var í íyrradag og í gær á miðunnm fyrir Austurlandi. Fengu skip- in aflann um 40 mílur suðaust ur af Gerpi, en í gær heldur dýpra á 50—60 mílum en aðeins örfá skip voru að veið- um í gær, flest á leið í land eða komin til lands til lönd- unar. Aðeins um 60—70 skip stunda enn síldveiðar en samt er áætlað að um 24 þúsund mál muni berast á land úr þessari hrotu. Véður var ágætt á miðunum í fyrradag, rjómaiogn cn sólar- laust. Óð síldin í mjög stórum torfum og fengu sum skipin gríð Gaitskell og Bevan á fund Krustjoffs Lundúnir, 29. ágúst. — Hugh tGaitskell og Aneurin Bevan fóru í morgun til Moskvu og ræða þar við Krustjoff. Hugh Gaitskell formaður brezka Verkamannaflokksins og Bevan, st m á að verða utanríkisráðherra ef flokkurinn vinnur næsíu kosn ingar, sögðu við brottförina, að þ(4r myndu skýra fyrir Krustjoff sfefnu- flokksins í kjarnorkumál- úm. Einnig myndu þeir ræða þfiztu alþjóðamál, svo sem sam- jei.iingu Þýzkalands og Berlínar- jnálið og ástandið í nálægum aust tulöndum. g * Sumarhátíí FUF í Árnessýslu Hin árlega sumarhátíð FUF Árnessýslu verður haldinn í dag, 30. ágúst, í Þrastaskógi og hefst kl. 3 e. h. Ávörp flytj Helgi Bergs, verkfræðingur, og Björn Björnsson sýshfmaður arstór kiist og áttu í erfiðleik- um með að innbyría síldina. Og ekki virðist lát á síldinni því í gær um tvöleytið til- kynnti bátur Síldarleitinni á Raufarhöfn, að hann sæi fjöl- margar gríðarstórar, vaðandi torf ur fyrir faman sig, en hann var þá staddur um 50 sjómílur suð- auslur af Gerpi. Er illt til þess að vita, hve fá skip eru á miðunum til að klófesta síld- ina, en uni 170 skip munu nú hætt veiðum og farii: til heima- hafnar. Var ekki búizt við að nokkurt sltip yrði við veiðar seinnipartinn í gær. öll á leið eða komin til lands með aflann. Allt var að fyllast alls staðar Allar síldarþrær voru að fyllast í gær frá Vonnafirði og suður úr. Til Raufarhafnar komu 6 skip í gærkveldi með um 5000 mál. en 20 stunda sigiing er til Raufar- hafnar af miðunum. Síldin er mjög blönduð, en þó hefur verið saltað nokkuð auslan lands, þ'rátt fyrir það, að búið er að salta upp í gerða samn- inga. Síldarsaltendur salta því á eigin ábyrgð. Síldin, sem veidd- ist í gær mun hafa verið skárri en sú, sem veiddist í fyrradag. Blaðinu er kunnugt um afla þessara skipa: Sigrún 750, Guð- mundur Þórðarson RE-1000, Snæ- tell 700, Þórkatla 550, Hilrnir 600, Bjarmi 650, Gudfinnur 700, Snæfugl 650, Ilaförn 1250, Ilöfr- ungur 800, Ásúlfur 500, Keilir 600, Sigurður Bjarnason 400, Steinunn gamla 800, Heiðrún 750. Auk þess var vitað irn Svölu og Arnfirðing, sem fengu gríðarstór köst umi miðjan dag í gær og þurfti Arnfirðingur að biðja um hjáip til að ná síldinni upp. Árni Jónsson, óperusöngvari syng ur einsöng með undirleik Fritz Weisshappel. Karl Guðmunds- son leikari, skenimtir með gaman þáttuni. Lúðrasveit Selfoss leikur Um kvöldið verður dansleikur Hveragerði og leikur liljómsveit Óskars Guðmundssonr íyrir dansi. Blaðinu barst i gær eftir- farandi fréttatilkynning frá ut anríkisráður.eytinu: Hiímar 10.5 sek. í Malmö Malmö, 29. ágúst. — Einka- skeyti frá Herði Haraldssyni. íslenzku frjálsíþróttamennirn- kepptu á móti í Malmö á föstu- daginn, og náðu yfirleitt ágælum árangri. Hilmar Þorbjörnsson varð annar í 100 m. lilaupi á 10.5 sek., en sigurvegarinn Zielinski frá Póllandi fékk sama tíma. f fjórða sæti varð Nordbeck og' sjötti Malmroos, en þeir sigruðu Hiimar báðir í bæjarkepnpi Malmö og Reykjavíkur í sumar. — Valbjörn Þorlákssou varð annar á stangarstökki, stökk 4.35 m., en sigurvegari varð Evrópumeistarinn Landström frá Finlandi, stökk 4.40 m. — Krist- leifur Guðbjörnsson var fyrstur í 3000 m. hlaupi á 8:26.6 mín. — Svavar Markússon varð þriðji í 800 m. hlaupi á 1:57.3 mín. — Hörður Haraldsson varð einnig þriðji í 400 m. hlaupi á 49.6 sek. —Þórður B. Sig'urðsson varð fjórði í sleggjukasti með 51.26 m. og Ingi Þorsteinsson varð fimmti í 200 m. grindahlaupi á. 26.8 sek. — f 4x100 m. boðhlaupi varð íslenzka sveitin í öðru sæti á 43.5 sek. — Hörður. f kommúnum Pekingútvarpið hefur skýrt frá því, að 99% kínverskra bænda séu nú í kommúnum þeim, sem myndaðar voru fyrir einu ári. Alls munu vera um 24 þúsund isveitakommúnur og í þeim um 120 miiljónir sveitabýla. Kínverskur landbúnaður hefur átt vig mikla eríiðleika að etja undanfarið, sums staðar hafa þurrkar vldið miklu tjóni, en annars staðar flóð. Hafa allar áætlanir brugðist' og kennir stjórnin náttúruöflunum um. Eins og getið var um í vor þegar Tívoligarðurinn opn aði, þá hugðust foríáðamenn garðsins efna til fegurðarsam- keppni í haust um titihnn Ungfrú Revkjavik 1959. Nú hefur verið ákveðið að hálda þcssa keppni um eða eftir næstu helgi þ. 6. sept. næstk. Þessi keppni verður me'ð svipuðu sniði og aðrar fegurðarsamkeppnir, sem haldnar hafa verið í Tivoligarð inum, að keppnin fer fram á tveim- ur kvöldum. Fyrra kvöldið. koma allir þátt- takendur fram á kjólum, og verður „Með hinum nýiu umferðarlög- um frá s.l. ári er þeim sem grun- aður er um ölvun við akstur, gert skylt að hlýta því, einnig gegn vilja sínum, að læknar opni honum æð og taki þaðan blóð til ' annsóknar áfengismagns. Fyrir gildistöku þessara laga töldu lækn ar sér ekki skylt að framkvæma slíkar blóðtökur gegn mótmælum sökunauts og eftir gildistöku lag- anna synjaði forstöðumaður slysa- varðstofúnnar i Reykjavík um hlóðtöku, þegar kærður ökumaður mótmælti, nema fengmn væri úr- skurður dómstólanna um skyldu og heimild lækna til blóðtöku þegar þannig' stæði á. Úrskurður Hæstaréttar um þetta atriði fóll 10. desember s.l. á þá leið, að kærður var skyldaður til að þola þessa meðfcrð og læknirinn skyld- aður til að framkvæm;. aðgerðina. Eftir gildistöku hinna nýju um- ferðarlaga var varnarliðinu til- kynnt um efni þeirra og eftir upp- kvaðningu dóms Hæsiarcttar var liðinu einnig tilkvnní um niður- stöður hans. Af hálfu varnarliðs- ins var því haldið fraii’, aö ákvæð- in um blóðtöku gætu ekki tekið til varnarliðsmanna, þar eð blóð- taka væri óheimil að bandarísk- um lögum án samþykkis söku- nauts. Af Íslands hálfu var þá lögð fyrir varnarliðið greinargerð, þar sem sýnt var frarn á, að sam- kvæmt varnarsamningnum bæri '•arnarliðinu að hlýta íslenzkum lögum í þessu efni sem öðrum og Kaupraannahöfn i gær. — Eftir fréttastofufregn um sam komulag. sem náðist í gær í Godthaab milli færeysku sendinefndarinnar og græn- lenzka landsráðsins, hefur H. C. Hansen forsætisráðberra skýrt frá því, að lionum hafi ekki borizt opinber tilkynning um samkomulagið í einstök- um atriðum, Af símskeylum, sem borizt hata, kemur fram, að samkomulagið í Godthaab byggist á þeim grund- vallarsjónarmiðum, sem fram kom í Kaupmannahöfn áður en sezl þá greitt atkvæði um 5 stúlkur til úrslita, sem koma fram kvöldið eftir og þá í baðfötum. Úr þeim hópi verður svo Ungfrú Reykjavík kjörin og hlýtur þann titil, sú stúlka, sem áhoríendur greiða flest atkvæði. Ungfrú Reykjavík hlýtur í verð- laun ferð til Majorka ásam 10 daga dvöl, sú, sem verður ru'. 2, hlýtur flugfar fram og til baka til Kaup- mannahafnar eða London eftir vali, enn fremur verða mörg íleiri verðlaun. Ábendingum um stúlkur í keppn ina verður veitt móttaka í síma 13428 og 33983 í dag og næstu daga. liðinu tilkynnt, að íslenzkir lög- gæzlumenn myndu að sjálfsögðu framfylgja ákvæðum laganna án tillits til mótmæla. Framkvæmd ákvarðana umferð arlaganna um blóðtöku fór fram án árekstra við varnarliðið. þar til miðvikudaginn 5. ágúst, að lög reglulið varnarliðsins hindraði ís- lenzka löggæzlumenn með valdi (Framhald á 2. síðu') Þerrir nyröra og eystra Nokkra síðustu daga hefur verið brakandi þerrir á Norðurlandi, cn áður höfðu verið samfelldir óþurrk ar á fjórðu viku. Vindátin var suð- læg og vestlæg, og mjög hlýtt í veðri. í gærmorgun klukkan hálf sjö var 14 stiga hiti á Akureyri, og mun hitinn hafa verið kominn undir 20 stig fyrir hádegið. Bænd- ur hafa náð mjög miklum heyjum þessa daga, þrátt fyrir skúraleið- ingar sums staðar frammi til dala. Á Austurlandi var sömuleiðis mjög góður þurrkur í gær, suð- veslanátt og sólskin og 15—17 stiga hiti. Þá hafði ekki komið vor- þurrkur í þrjár vikur, og eru mikil hey úti og víða farin að hrekjast. Þurfa menn tvo til þrjá þurrkdaga til að heyskapur komist í sæmilegt horf. var á rökstólana í Godthaab. — Mér er sönn ánægja, að þessi sjónarmið hafa hlotið fylgi bæði hjá Færeyingum og Grænlending- um, sagði forsætisráðherrann. — Það er mikilvægt, að samkomulag hefur náðs-t milli hinna færeysku og grænlensku nefndarmanna, og óg vona að þetta sé upphafið að enn nánari íengslum Danmerkur, Grænlands og Færeyja, sem við höfum allir mikinn hug á. — Aðils Ullu slysi og óku brott í gærmorgun varð það slys inn við Elliaðár. að sendibif- reið frá SÍS í Austurstræti, R- 5361, ók út af með þeim af- leiðingum að ökumaður henn- ar, Sverrir Jónsson, meiddist. Orsök til slyssins var sú, að tveir drengir á skellinöðrum voru afí leik þar á Suðurlandsbrautinni, og annar þeirra ók í veg fyrir sendiferðabifreiðina. Til þess að bjarga þessum skellinöðruangur- gapa, sveigði Sverrir til á vegin- um, með fyrrgreindum afleiðing- um. Þegar hinir skellinöðruríðandi piltar sáu afleiðingar leiks síns urðu þeir flemtri slegnir og óku burt af skyndingu, áður en tekið varð eftir númerum farartækja þeirra. Eru það vinsamleg tilmæli rannsóknarlögreglunnar, að þeir sem kynnu að hafa veður aí piltum þessum gefi lögreglunni upplýsing ar um þá. Frá flokksstarfinu . Ungfrú Rvík ’59 Keppnin í Tívólígarðinum um næstu heigi Samkomulag í Góðvon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.