Tíminn - 19.09.1959, Blaðsíða 5
T í 31 I N N, laugardagur 19. september 1959.
Orðið er frjálst:
Siguríur Jóusson írá Brún:
LEIÐBEINfNGAR
ÚTSVÖRIN
Nú eru bornar fram útsvarsskrár
IiingaS og þangað um land, og aug-
lýstar í blöðum. Menn eru auk
heldur varaðir við að halda sig
gjaldfria þó útsvarsmiði týnist eða
tefjist. Ekki virðist þó boðskapur
sá gleðiefni. Alþýðublaðið birtir
svipmót eins borgarans yfir athug-
un síns hlutar, og virðist það andlit
hafa skilyrði til að túlka meiri
gleði en þar sést.
Morgunblaðið kallar S.Í.S. auð-
hring, þótt þeir séu lokaður félags-
skapur, en samvinufélög opin öll-
um til inngöngu og afnota
Og bera það fram, þótt þeir
segist hafa svo mikinn hluta þjóð
arinnar á bak við sig, að þeim væri
auðvelt að fylla öll slík samtök af
flugumönnum og skera þau sundur
jnnan frá, ef fylgið væri sama og
þeir láta, það er að segja fylgi til
þeirra mála, sem svo eru nærri, að
menn skilja þau og þekkja betur
en stjórnmálasögu lands síns og
innræti langt að kominna fram-
bjóðenda. Og þótt fyrirbærið S.Í.S.
sé þeim'æði ógeðfellt, þá hafa þeir
lagt það á sig að reikna út hvað
það ætti að bera minnst í útsvar
að þeirra dómi, svo vita þessir
áhugamenn hvers þeir hafa að
sakna úr sjóðum þess á meðan búa
6kal við gildandi lög.
Tilgangslaust mun að rita langt
irál um sanngimi gildandi sam-
vinnulaga. Það er löngu útrætt
mál. Meira að segja sannleiksvitnið
3forgunblaðið sjálft, finnur sig
knúið til að nefna grundvöll þeirr-
ar lagasetningar í sunnudagsein-
taki sínu 30. ág. 1959, þar sem
stendur í greininni,. Útsvarsfrjáls
auðhringur orðrétt: „Eina afsökun-
in, sem Framsóknarmenn eiga á
þessu augljósa ranglæti er sú, að
Sambandið sé sameign mikils
fjölda fólks í landinu, sem sjálft
beri persónuleg gjöld til jafns við
aðra landsmenn.“ j
Ef gegnt væri kröfu Sjálfstæðis-
BæjarstæSi
Ingólfs
Ingólfur landnámsmaður bjó þar
sem nú er elzta hús bæjarnis, við
Aðalstfæti, segir Þórhallur Vil-
mundarson í athyglisverðri grein í
síðasta tölublaði Frjálsrar þjóðar.
Vill Þórhallur, að komið verði í
veg fyrir, að þessi merki staður
verði lítilsvirtur með því að reisa
á honum venjulegt verzlunarhús.
Vill hann að staðnum verði sýndur
einhver sérstakur sómi, þannig að
allir megi muna, að þar var fyrsta
byggt ból á íslandi, og að þar varð
síðar upphaf þess, að Reykjavíkur-
borg myndaðist. Vel er það gert,
að minna á þetta. Og að slíkt skyldi
verða á einum og sama stað, hlýtur
að verða mönnum undrunar- og
ihugunarefni, ef þeir leiða hugann
að því, og kemur mönnum jafnvel
til að hugsa, að Reykjavík sé raun-
p.r talsvert merkileg borg, sem
kynni að eiga einhverju mjög sér-
fctöku hlutverki að gegna.
klagnús Jónsson, einn af mestu
gáfumönnum og lengi háskólakenn-
ari í kirkjusögu, hélt því eitt sinn
á loft, að Reykjavík væri eina borg
í heimi, þ. e. á vorri jörð, sem
by.ggð væri að tilvísan Óðins. Ing-
ólfur landnámsmaður var mikill
trúmaður í fornum sið, svo varla
þarf að efa, að hann hefur tignað
þann, sem var „æðstur Ása"' eins
og Grímnismál segja, því skki þarf
að eyða orðuin að annarri eins
fjarstæðu og þeirri, sem útiendur
prófessor var að halda fram, T.ur-
villeíPetre, að Óðinn hafi aldrei
verið tignaður á íslandi. Hvernig
er komið fyrir norrænudeildinni,
ef hún kingir slíkum ósköpum?
Eða hvar er norrænudeildin, að
hún rísi til varnar þeim stað, sem
Þórhallur segir með miklum senni-
leika, að .sé sá, sem „gengur að
rjöjjuhelgi næst Þingvelli við Öxará
®g er honum að sumu leyti jafnvel
íremri.
31. ágúst 1959.
Þorsteinn Guðjónsson.
manna um ,tvísköttun þess fjár
mikils fjölda landsmanna, sem
bundið er í S.Í.S. og deildum þess,
yrði fyrsta afleiðing þess óhagstæfj
ari verzlun fyrir alla viðskiptavini
þeirra fyrirtækja. Sú breyting
kynni að verða meiri en sem útsvar
inu nemur, þvi svo glöggt gæti
staðið, að umsetnin.g sambands-
deiida minnkaði fyrir bragðið
meira en tilkostnaður, en þar hæfa
bezt minnstar getur, því ekki
verður fengin tala til að byggja á
nokkurn útreikning. Það myndi
aftur á móti rýmka fjárráð bæjar-
stjórnar Reykjavíkur um alltaf 4,5
milljónir króna, að minnsta kosti,
og mætti þeim verja á eftirtalda
vegu:
I. Til að lækka útsvör annarra
gjaldþegna í Rvík, og það yrði um
190 króna lækkun á einstakling.
II. Til að veita betri þjónustu í
borginni, svo sem með aukinni
gatnagerð, stækkaðri hitaveitu o.fl.
III. Til að fjölga íbúðum, t. d.
handa þeim mönnum, sem að fyrri
liðum breyttum, en fyrr ekki, sæju
sér hag í að flytja úr Grunnavík
eða öðrum útkjálkum N.-ísafjarðar-
sýslu, af norðanverðum Ströndum,
af Langanesi og Sléttu eða úr sveit-
unum á milli Breiðamerkursands
og Mýrdalssands.
IV. Til að auka óþarft starfs-
mannahald bæjarins einum ákveðn-
um stjórnmálafloklci til atkvæða-
fjölgunar.
Er þetta það, sem óskað er?
Er viss gagnsemdaratvinna fyrir
aukinn mannfjölda í Rej'kjavík?
Höfum við stofnfé eða lánstraust,
ellegar fagþekkingu til stóraukinna
og fljótaukinna, fjölbreyttari
starfa?
Er þrifnaður að meira agaleysi
meðferð tekna Reykjavíkiirborgar
en Miklabraut sýnir, Hlíðar,-Hita
veita og fyrirhuguð vatnsganga
væntanlegs ráðhúss?
Það mætti æra óstöðugan að
deila við Morgunblaðið um rétt-
mæti eða ávirðingar S.Í.S.
Til þess það yrði með rökum unn
ið, þyrfti vitnaleiðslur, rannsóknir
reikninga og fjölmargt, sem hvergi
kemst að í dagblaði og sést á 31org
unblaðinu sjálfu að svo er, nema
verra ráði, það flytur ekkert af
slíku, heldur aðeins undirstöðu-
lausa almenna áfellisdóma.
Rétt getur verið að vísu, aö S.Í.S.
isé lakar rekið en upphafsmenn
stofnunarinnar hefðu kosið, en það
sannar enga heiftarorsök á hendur
þess. Til þess að afsaka illvilja og
andstöðu, þyrftu keppinautarnir að
vera betri en það. Þar sem jafn-
slæmir ýtast á, má einu gilda, hver
sigrar. Fyrir afbrot sín á sérhvert
fyrirtæki refsingu eftir dómi, en
hvorki fantabrögð né .skerðingu
réttar síns að öðru.
Sanngirni Morgunblaðsins og
annarra áhrifaminni málgagna,
sést bezt á því, að misferli ein-
stakra verzlana eru nefnd sem aðr-
ar fréttir í þessum blöðum, og þó
máske aðeins til þess að önnur blöð
græði ekki kaupendur á betri
fréttaþjónustu, en meint og ekki
meint afbrot S.f.S. eru gerð að
pólitísku stórmáíi.
Hvað veldur?
Svariö blasir við. Eigendur ann-
arra verzlana telja það hættuleg-
asta keppinaut sinn.
Ef það væri fyrir tollsvik, brot á
verðlagsreglugerðum eða aðra
þjófnaði, bæri þeim skylda til að
kæra. Annað er hylming. En sú at-
höfn, sem sjálfstæðisblöðin stunda,
heitir öðru nafni ljótu líka, en má
vel vera ónefnd. Fjósamaðurinn í
Odda forðum bætti ekki neitt með
því að nefna þann, sem batt þar
saman kýrnar á hölunum, kunni
hann þó að sögn nóg nöfn á kauða.
En skýrt geta þeir, sem vilja eftir
smekk sínum ásakanir á S.Í.Si fyrir
misferíi á Keflavíkurflugvelli,
komnar úr herbúðum þeirra, sem
þar ráða sjálfir þremur af fimm
sljórnaratkvæðum.
Sagt var forðum: „Vei yður þér
fræðimenn og Farisear.“' Nú mætti
kannske segja: Svei yður þér Fari-
sear, sem ekki eruð einu sinni
fræðimenn.
Hjónin í Nikulásahúsum í Fljótshlíð
Vandað leiSbein-
ingarrit fyrir
dráttarvéla-
eigendur
l Dráttarvélar h. f. hafa sent frá
sér mjög vandað leiðbeiningarrit
er nefnist „Leiðbeiningar um ör
yggi og eftirlit drát-tarvéla“. Bækl
: ingur þessi er mjög handhægur
fyrir bændur og aðra dráttarvéla
eigendur. Hann er litprentaður
og mjög vandaður, í honúm eru
rúmlega fjörutíu teiknaðar skýr
ingarmyndir.
Bæklingurinn hefst með ávarpi
Steingríms Steinþórssonar, búnað
armálastjóra, þá koma leiðbeining
agreinar sem nefnast: Eftir vetrar
geymslu, Öryggi og eftirlit, Góö
smurning — góð ending, Trygg
ing — umferðarlög og Vitið þér?
i Leiðbeiningabæklingur þessi verð
'ur sendur burðargjaldsfrítt og ó-
keypis hvert á land sem er, hverj
um er þess óskar. Senda verður
Dráttarvélum h. f. nafn og heim
ilisfang.
Það mun hafa verið um 1920, að
ég fyrst fór að taka þátt í bænda-
námskeiðum á vegum Búnaðarfé-
lags íslands, og mig minnir, að
fyrsta námskeiðið væri haldið í
Fljótshlíð, í gamla fundarhúsinu
hjá Grjótá. Þar var margt manna
samankomið, þvi þá var flóttinn
úr sveitunum til kaupstaðanna ekki
orðinn eins átakanlegur og síðar
varð. Ég minnist þessara búnaðar-
námsskeiða jafnan með ánægju,
þvi þau voru góðar samkomur og
þau voru nauðsynlegur tengiliður
milli okkar ráðunautanna og fólks-
ins í sveitunum. Af þeim hlauzt
góð og gagnkvæm kynning. Við
■ ráðunautar héldum fyrirlestra um
okkar áhugamál og þar á eftir báru
bændur fram fyrirspurnir til okk-
ar, sem við svöruðum eftir beztu
getu. Kunningsskapur, sem oft varð
að vináttu, var afleiðing þessara
fræðslufunda, og er mér því jafn-
an kært að líta til baka til þeirra.
| Þetta fyrsta bændanámskeið,
sem ég tók þátt í var, sem áður
var sagt, austur í Fljótshlíð, en
hún er ein fegursta og frjósamasta
sveit þessa lands, og þarna í gamla
fundarhúsinu var æskan og ellin
saman komin, þessa viku sem nám-
skeiðið stóð yfir.
Málfundirnir, sem haldnir voru
þegar fyrirlestrunum var lokið,
voru hinir fjörugustu, og margir
bændur tóku þar til máls, og man
I ég marga þeirra enn.
En bezt man ég þó eftir einum
þeirra, miðaldra bónda. Hann var
ekki fríður sýnum, og lá allhátt
rómur og fljótmæltur nokkuð, og
mér hefur ef til vill orðið á að
brosa lítið eitt í laumi þegar hann
hafði orðið.
Þ&tta var Páll bóndi Auðunsson
í Nikulásarhúsum, litlu býli, stein-
snar fyrir innan Hlíðarenda — og
lágu túnin saman. Páll í Niku —
en svo var hann nefndur í dag-
legu tali í Hlíðinni — var sonur
ðrðsendingtil alþingismanna,
vegamálastjóra og verkstj.
Á árunurh 1936—1938 var lagð-
ur vegur frá Múla til Geysis í
Haukadal í Biskupstungum. Eins
| og þeir muna sem þá unnu slík
! verk, fór vegalagningin fi-am meö
þeim hætti að stungnir voru kekk
ir með handskóflu og þeim síðan
kastað upp í veginn með gafli. —
Stundum voru kantarnir hlaðnir
fyrst og stundum síðast. Vegir
voru þó oft byggðir ótrúlega háir,
oft frá 60—80 cm. og það upp í
1,20 m. með fláa lxl tillxl,50,
stundum meir. Mun nefndur vegur
ihafa verið í slíkri hæð og mátti
' ofíast gera ráð fyrir því að full-
sigin, sem nefnt var svo, væri
hann % lægri, eins og flestir aðrir
! vegir. En sú áætlun brást þó oft
þegar ekki lukkaðis't að þurrka
vel þrepin sitt hvoru megin. Þá
vildi jarðlagið síga undan vegin
um eins og það gerði á nokkrum
hluta á nefndum vegi. Líkt jarðsig
sézt rnjög vel undir veginum fyrir
neðan Múla, Vatnsleysu svo og
Torfastaði í sömu* sveit. Einnig
sézt það í flestum sveitum landsins.
Eins og áður segir, var nefndur
!vegur unninn með handkrafti og
eftir aðstæðum sæmilega vel hár.
! I gamla daga unnu menn. af
i miklum krafti og vöru oft sveit't-
ir allan daiginn og afköst hverrar
stundar voru of t 1,3 til 1,8 tenings
metrar. Hygg ég að svo hafi verið
hjá þéim vinnuflokki er vann við
veginn, aði minnsta kosti var auð-
séð að mennirnir voru í röskara
lagi. Ofaníburður í veginn var
sæmilega góöur og magnifj eftir
því sem hægt var að ætlast til,
en skorningar komu þó í hann
haust og vor.
Fyrir um það bil 8 árum var
með skurðgröfu grafin skurðrispa
meðfram veginum. Nefnd rispa
var ekki dýpri en margar þær er
unnar voru með handkrafti fyrir
35 til 40 árum.
I Um líkt leyti voru víða meö-
fram vegum grafnar rispur, þó
stundum skurðir, en oftast án þess
að fá gott frárennsli í skurðrisp-
unum. Ekki var heldur athugað
að fá frárennsli út í ár eða læki,
og er því ástæða til að ætla, að
hallamælir vegagerðarinnar hafi
ekki verið í lagi. Auk þess sér
maður víða enn í dag, að ekki
hallar frá vegi og út í skurð, en
vatnig sézt standa fast við veginn.
Eru islíkir hlutir til þess að auka
mjög jarðsigið undir vegum, enda
er hæð veganna sums staðar í mýr
um þannig að þúfurnar eru hærri
í kring. Eg tel Árnesinga í fyrsta
flokki um þetta vinnulag, Borg-
firðinga nr. 2 og Húnvetningana
no. 3. Rangæingar þá 4. Hvað
skulu slík vinnubrögð lengi
ganga?
Frá lagningu Geysisvegar eru
lið'in 20 ár og umferð ef'tir honum
mjög mikil öll sumur, en ofaní
burð til viðhalds hefur vantað ár
frá ári, og þó einna mest hin síð-
ari ár og það jafnt þó vélavinna
hafi komið til, eins og kunnugt er.
í mörg undanfarin ár hafa malar
bílar vegagerðarinnar, er borið
hafa ofan í þjóðvegi landsins verið
með hlassþunga 3,5 t„ en hefur þó
hin síðustu verið aukinn upp i
fjögur tonn, en ef burðarmagns-
meiri bílar eru með í vinnuflokkn
um mega þeir ekki láta meira
hlass á. Verð ég líka uin leið að
isegja þá sorgarsögu, að á sama
tíma og þjóðin hefur aukið bila-
flota sinn úr 2000 í 12—14000
hefur vegagerðin fengig, -til um-
ráða fimm eða sex bíla, sem telja
má nothæfa til malarburðar i þjóð
vegi landsins. Væri ekki rétt fyrir
hina ráðandi menn að endurskoða
álit sitt og framkvæmdir á malar
burði í þjóðvegina?
Mér virðist að vegirnir hefðu
sem nægði til að þeir héldu sinni
upphaflegu bungumynd; máttu
(Framhald á 9. síðc'
Auðuns Jónssonar bónda í Eyvind-
armúla og Solveigar Jónsdóttur t
Teigi, og var því Fljótshlíðingur
í báðar ættir; fæddur 13. október
1877. Þekki ég vel Auðunn í Múla.
og hann er mér minnisslæður og
var bæði greindur og skemmtileg- i
ur. Einn albróðir átti Páll í Nikú,
Ólaf Auðunsson bónda og útgerðar-
mann í Vestmannaeyjum, sem mi.
er látinn. Páll ólst upp í Eyvindar
múla hjá, föður sínum og Sigríði,.
konu hans, og var hjá þeim þangað
til hann varð þrítugur að aldra.
Stúlkubarn fæddist aö Gafli >
Flóanum, 24. júní 1877. Hún hlaut
Sigriðar nafn, en var Guðmunds
dóttir. Hálfsmánaðar gömul misst:
hún föður sinn, og móðir hennar
hafði ekki ástæður til að anna 1
hana. Var henni því komið fyrir :
fóstur, á fyrsta ári, að Hlíðarends
koti í Fljótshlið, til hjónanna 'Hölli'.
Jónsdóttur og Jóns Sveinssonar, og
þar ólst hún upp til tvitugsaldur-
en næstu tíu árin þar á eftjr var
hún í Árkvörn og Eyvindarmúla,
Hún átti því láni að fagna, að alasn
upp á myndarheimilum og kunr.
því vel til allra verka, er sveita-
konur urðu þá að inna af hendi.
Þarna kynntust þau Sigríður o.-:,
Páll og þau giftust 1. nóvembe;;
1905 og lifðu í farsælu hjónabancr,
til elliára. Árið 1907 byrjuðu þa .,
búskap í Nikulásarhúsum, lítilli,
jörð og að ýmsu leyti erfiðri, ekk
sízt sökum þess hve afarbratt túh ■
ið er, þar þar varð víst engin lei í
að slá nema með orfi. Þau eigr.
uðust sjö börn, þrjú þeirra dó
ung, en fjögur þeirra lifa enn. Au
þess tóku þau tvö fósturbörn o;
ólu þau upp að mestu leyti.
Ég átti oft leið um Fljótshlíðin:.
eftir að ég var þar á fyrsta bænda- ,
námskeiðinu. Leiðin í Innhlíðina 1;.
frarn hjá Nikulásarhúsum, og ér
fór að venja komur mínar þangaf
til Páls og Sigríðar. Þangað va.
alltaf gott að’ koma. Hreinlæti og:
reglusemi átti þar heima og fjöi-
skyldan virtist mér samhent. O.
Páll í Niku var ræðinn í bezta leg-i
og skemmtilegur, og þó mér yrðí
máske stundum bros á vör út .aí
einhverju sem hann sagði, váró-
mér þar fljótt ijóst að húsbóndinr.
í Nikulásarhúsum var vel hugsanc
maður og óvenju heill og heiðai"
legur í framkomu og öllum gerðun:
sínum. Aukin viðkynning við þau.
hjónin varð til þess að ég he;
síðan haft mætur á þeim báðtun.
og hlýt því að minnast þeirra mec
þakklæti og virðingu.
Þau Páll og Sigríður áltu heim:.
i Nikulásarhúsum í fjörutíu ár, er.
bjuggu þó ekki nokkur síðustu ár-
in. En 1947 gerðust mikil iíðind :
og ekki góð. Hekla gamla vaknað
eftir langan .svefn og tók að gjósc.
ægilega þann 29. marz. Vikur -og'
aska dundi yfir Fljótshlíðina, og
mest frá Hlíðarenda og inn eíiii'
Þar var ömurlegt um að litast þ&g-
ar þykkt öskulag huldi þar ailc
jörð, og leit um stund úi fyrir aC
Innhlíðin myndi fara í eyði. Niku-
lásarhús urðu þá 'einna verst úti,
Þá flutti Auðun, sonur Páls og'
Sigríðar, þaðan, að Bakka í Ölfusi
og gömlu hjónin fóru með þeim
Nikulásarhúsin fýsti engan að íakc.
til ábúðar og hafa þau verið í eyð;
síðan.
Enda þótt þau gömlu hjónir.
ættu góða daga hjá syni sínum o.;
tengdadóttur, á Bakka, þá varð ég'
oft var við hve hugur leitaði austui
til Hlíðarinnar fögru. Og þav
þurftu ekki heldur að bíða iehg:
eftir að flytja þaðan alfarin. Pál.
Auðunsson andaðist á Bakka 15
nóvember 1951. En Sigríður fylgd.
syni sínum er hann flutti að Bjarg .
á Selfossi vorið 1955 og lézt þai
12. janúar 1958. Þau eru bæði jarð’
sétt að Hlíðarenda í Fljótshlið
komin heim í sveitina sína ti..
hinztu hvíldar eftir síarf langrar
ævi,' við hlið margra vina og ætt’
ingja, undir grænni torfu.
En ég fer aldrei svo um veginr.
fyrir neðan og fram hjá Nikulásar
húsum, að mér ekki komi Páll og
Sigríður í hug. — Blessuð sé þéirrc
minning.
10. 9. ’59.
Ragnar Ásgeirsson.