Tíminn - 22.09.1959, Síða 7

Tíminn - 22.09.1959, Síða 7
TÍMINN, þriðjudaginn 22. september 1959. 9 „Til þess að vorir kæru þegnar megi verða goðra Ijðsmæðra aðnjétandi Hinn 8. 'september s.l. hélt Ljós- mæðraíélag íslands fertugasta aðalfund sinn, en 2. maí s.l. voru liðin fjörutíu ár síðan félagið var stofnað. Fröken Jóhanna Friðriksdóttir, ljósmóðir, hefur veriS formaður félagsins undanfarin tíu ár, en áður hafði hún verið ritari þess í tut'tugu ár. í hennar vörzlu er fyrsta fundargerðarbók félagsins og þar er fundargerð stofnfundar- ins skráð smágerðri, fagurri rit- hönd. Þar segir, að 2. maí árið 1919 hafi nokkrar Ijósmæður kom ið saman í húsinu nr. 20 við Laugavcg til þess að ræða um Stofpun félagsskapar með ljós- mæðrum á íslandi. Aðal hvatamaður að félagsstofn uninni var fröken Þuríður Bárðar dóttir, sem alla ævi var mjög á- hagasöm um menntun og kjör stétt arsystra sinna og arfleiddi félag þeirra að verulegri fjárhæð, er hún andaðist. í tilefni fjörutíu ára afmælis ins ákvað Ljósmæðrafélagið að gefa út „Ágrip af sögu ljósmæðra fræðslu og ljósmæðrastéttar á fs landi“, eftir Sigurjón heitinn Jóns son, Iækni. Skyldi útgáfa ritsins koma í stað veizlufagnaðar í til- efni afmælisins. Bókin hafði legiö í handriti síðan höfundur lauk henni árið 1948, en útgáfan dreg- izt af ýmsum ástæðum. í bókinni kemur Ijóst fram hve erfitt hefur verið að veita ljbs- mæðram þá litlu menntun, sem þeim var ætluð samkvæmt hinum fyrstu -opinberu fyrirmælúm þar að lútandi. Árið 1749 var í fyrsta sinn gefin út á islenzkú bók úm Ijósmæðrafræði. Var það Hálldór biskup Brynjólfsson, sém Tét prenta hana á Hólum, én léra Vig fús Jónsson í Hítardal, píofastur x Mýrasýslu, hafði þýtt hana úr dönsku. Ekki er þó líklegt að Sllar Ijósmæður hafi átt þá bók og flest ar munu lengst af hafa. stúðzt -við LjósmæSraíélag íslands 40 ára Jóhanna Fri5riksdó}.tir eigin e'ðlisgreind eina Jræða.; ' Þó skorti ekki íögur orð í em- bættisbréf Bjarna Pálssonar land- læknis, er hann' var skipaður i það embætti árið 1760 ,og hafði allt landið að umdæini.-Þar segir svo: „Til þess að vorir kæru þegnar á íslandi megi einnig vérða góðra og vel menntaðra 'ljósmæðra að- njótandi, mörgum mannslífum 'til björgunar, skal landfæ'kni og'skylt að taka, svo fljó'tt sém auðið er; eina eða fleiri siðsamar konur og veita þeim tilhlýðilega fræðslú í Ijósmóðurliist og visindum, og enn fremur, þegar tækifæri géfst á ferðum hans, áð kalla-á sinn fund nokkrar af þéifn, sem nú eru ljósmæður, og fræða þser uhr þau atriði, sem mest á ríður, Drfið ar fæðingar, vendingar o.þ.h. Það væri líklega einnig mjög ifytsam- legt, ef yfirvöldin gætu, er fram líða stundir, fundið úrræ'ði til að útvega fé til að ráða -og laun-a ljós móður, er fengið hafi staðgóða þekkingu og lokið prófi hjá Vorri hér allra mildilegast stofnsettu Prófnefnd ljósmæðra." Bjarna Pálssyni var ekki ætlað ur lítill tími til þessarar kennslu, eða hftt þó heldur! Auk lækninga átti hann að búa til lyf fyrir alla landsmenn og kenna læknisefnum og ljósmæðrum. Og þegar fyrsta lærða danska Ijósmóðirin kom til Reykjavíkur árið 1761, þá feng ust engir peningar til að launa henni með, fyrr en ári >síðar. í þessari umræddu bók segir Sigurjón Jónsson, að fyrstu bók- festu fyrirmæli um skyldur Ijós- mæðra, sem sér sé kunnugt um, séu í kirkjuordonatíu Kristjáns 3., sem út var gefin 1537, og snýst aðallega um þær kristilegu bænir og umtölur, sem hafðar skulu yfir sængurkonum. Þetta var nú þá. Síðan hafa margar breytingar á orðið til hins betra, svo sem allir vita. Árið 1875 voru fyrstu yfirselu- kvennalögin sett og laun þein-a ákveðin. Skipaðar ljósmæður í Reykjavík skyldu hafa 100 króna árslaun, í öðrum kaupstöðum skyldu þær hafa 60 krónur og í sveitum 40 krónur. Kennsla átti að fara fram hjá landlækni og héraðslæknum í kaupstöðum. Þetta var 1875. Árið 1912 var stofnaður Yfirsetukvennaskóli ís- lands og fór kennsla í honum fram hjá starfandi ljósmæðrum í Reykjavík og landlækni. Náms- tími var sex mánuðir. Árið 1919 var Ljósmæðrafélag íslands stofn að og voru launakjör ljósmæðra þá slík, að ljósmæður í sveitum höfðu 70 króna árslaun, fimm kr. gjald var greitt fyrir að taka á móti barni og 1 króna fyrir hvern dag, sem Ijósmóðir var hjá sængur konu fram yfir fæðinagrtíma. Þær launakröfur, sem hið nýstofnaða félag bar fram voru þær, að lög skipaðar ljósmæður í Reykjavík skyldu fá 1200 kr. á ári, en annars staðar yrðu árslaunin 200 kr. 15 kr. yrðu greiddar fyrir að taka á móti barni, 1 kr. fyrir hverja vitjun eftir fæðingu í kaupstöð- um og 2 kr. fyrir dag, sem ljós- móðir dveldi á heimili sængur- kvenna í sveitum. Fengust þessar launakröfur samþykktar nokkru síðar. Ákveðið var á stjórnarfundi hins nýstofnaða Ljósmæðrafélags að skrifa öllum Ijósmæðrum landsins og óska eftir þátttöku þeirra. Voru undirtektir svo góðar, að ári síðar er félagstala komin upp í 127, en erfiðlegar gekk að mynda félags- heildir úti um sýslur landsins. — Þess var farið á leit við eina ljós- móður í hverri sýslu, að hún kall- aði stéttarsystur sínar á fund, en | ekki barst svar við þeim tilmælum ' nenia úr einni sýslu, Eyjafjarðar ' sýslu, og var það Jóhanna Friðriks dóttir, sem til þess fundar boðaði. Áttu ljósmæður ekki auðvelt með að koma saman til funda eins og isamgöngum var þá háttað, þó ekki væri nema einu sinni á ári. En fljótt komu fram tillögur um stofn un blaðs, sem gæti orðig 'tengi- liður milli ljósmæði’a um land allt, og kom fyrsta blaðið út í okt. 1922. Hér langar mig aö skjóta inn í frásögn af kvenfélagi sem frök- en Jóhanna Friðriksdóttir og frú Þóra Stefánsdóttir frá Fagraiskógi gengust fyrir ag stofna árið 1918 í Arnarneshreppi í Eyjafirði. Hét það Góðgerðarfélagið, og var til- gangur þess að hjálpa sjúkum og fátækum með gjöfum og hjúkrun. Á þeirra vegum fór ung stúlka, Unnur Guðmundsdóttir frá Arnar nesi, á Akureyrarspítala í þrjá mánuði, til þess að læra undir- stöðuatriði hjúkrunar og síðan starfaði hún fyrir 70 króna árs- laun sem hjálparstúlka viö hjúkr un, bæði hjá sængurkonum og þeg ar sjúkdóma bar að garði. Sagðist Jóhanna ekki vita betur en að haldið hefði verið uppi slíkri sjúkrahjálp í hejmahéraði henn- ar á vegum kvenfélagsins fram 'til 1940. Þarf ekki að efa, að oft hefur orðið ómetanleg hjálp áð slíkri aðstoð þar í sveit, eins og annars staðar þar sem kvenfélög tóku síðar upp þenna sama hátt. Árið 1930 tók Landsspítalinn til starfa, og þá um leið hin fyrsta fæðingardeild hér á landi. Var Jó- hanna Friðriksdóttir hin fyrsta for- stöðukona Ljósmæðraskólans er hann tók til starfa í Landsspítalan- um. Fyrsta árið var hún eina ljós- móðirin á fæðingardeildinni, átti að veita fæðingarhjálp og hjúkrun, auk kennslu, en nemar í skólanum Þuríður Bárðardóttir voru 12. Hafði ekki þótt ástæða til þess að ráða aðstoðarljósmóður, því ekki var gert ráð fyrir að nein veruleg sókn yrði að deildinni. Það fór þó á annan veg, því að fyrsta árið fæddust þar um 260 börn. Næsta haust var ráðin aðstoðarljós móðir, og mun ekki hafa af veitt, því það ár urðu á deildinni 344 fæðingar. Ljósmæðrafélag ísiands beitti sér eindregið fyrir lengingu náms- tímans við skólann og árið 1931 var hann lengdur í eitt ár, en stétt in telur nauðsynlegt að hann verði sem fyrst lengdur í tvö ár. Ljósmæðrafélaginu hafa borizt góðar gjafir, sem mynda sjóði í þess vörzlu. Sjúkrasjóði ljósmæðra var breytt í Utanfarsjóð ljósmæðra eftir að alþýðutryggingarlögin komu til framkvæmda, en úr sjóði, sem Þuríður Bárðardóttir stofnaði með dánargjöf sinni, er þeim Ijós- mæðrum veittur styrkur, sem verða að láta af starfi sökum heilsubrests ■eða af heimilisástæðum. Eftirtaldar konur voru kosnar heiðursfélagar í Ljósmæðrafélagi ís lands í tilefni af fjörutíu ára af- mælinu: Ása Ásmundsdóttir, Elín Jónsdóttir, Jóna Kristinsdóttir, Kristín Teitsdóttir og Sigríður E. Snæland, sem allar voru meðal stofnenda félagsins, og hafa verið félagar í því alla tíð, enn fremur Sigríður Sigfúsdóttir og Jóhanna Friðriksdóttir, ,sem báðar hafa ver- ið í stjórn félagsins í áratugi. Jóhanna Friðriksdóttir og Ragn- hildur Jónsdóttir báðust undan end urkosningu í félagsstjórn, og voru kosnar í þeirra stað Valgerður Guð mundsdóttir, sem er formaður og Freyja Antonsdóttir, ritari, en Þór- dís Ólafsdóttir gegnir áfram gjald- kerastörfum. Ljósmæðrafélag íslands er með- limur í sambandi Ijósmæðra á Norðurlöndum og í alþjóðasam- bandi ljósmæðra. Eftir að norræna sambandið var stofnað 1950, hafa islenzkar ljósmæður hlotið viður- kenningu, og mega starfa sem full- gildar ljósmæður á Norðurlöndum, en áður gátu þær aðeins komizt að sem nemar, og urðu að taka próf erlendis til að fá réttindi þar. Þó að margt fleira megi segja frá störfum félagsins og stéttarinnar, verður þetta látið nægja að sinni. Mikinn fróðleik er að finna í riti því, sem félagið gaf út á fjörutíu ára afmælinu, og mun mörgum þykja sem afmælið verði minnis- stæðara vegna þess, en þó efnt hefði verið til veizluhalda. Áður en fæðingardeild Landsspít alans tók til starfa, urðu ljósmæð- ur, sem ætluðu að fá skipun til starfa í kaupstöðum, að fai’a tilj framhaldsnáms í Danmörku og takaj þar próf. Nú sigla þær aðeins til ■ framhaldsnáms eftir eigin ósk og hafa allar íslenzku ljósmæðurnar, sem starfað hafa erlendis, getið sér hið bezta orð. Nú eru um 180 starfandi ljósmæð ur á landinu , þar af um 150 í um- dæmum, en 30 á sjúkrahúsum. Alls eru í félaginu um 190 ijósmæður. Ljósmæðrafólag íslands mun ekki ætla að láta staðar numið við svo búið í baráttu fyrir bættri mentun ljósmæðra og jafnframt mun það reyna að halda svo á mál- um, að ljósmæður verði ekki af- skiptar þegar samið er um laun og ■önnur starfskjör. Þó mun mála sannast, sem Jó- hanna Friðriksdóttir sagði, er við spjölluðum saman, að ljósmóður- .störf verða ekki vel unnin, ef ekki er haft annað í huga en fjáröflun ■ eða virinan miðuð algerlega við j vissan vinnustundafjölda, hvernig svo sem aðstæður eru. Góð ljós- móðir verður aðeins sú kona, sem. hefur ríka fórnarlund og lætur um- hyggju fyrir móður og barni sitja fyrir öllu öðru. En þá tekst líka að vinna starfið vel og væntanlega vilja þeir, sem hjálparinnar njóta, endurgjalda hnaa svo sem vert er. Sigríður Thorlacius. FréttatiSk. frá félagsmálaráðuneytinu Norrænn ráðherrafundur um félagsmál var haldinn í Fevik við Arendal í Suður-Noregi, dagana 7.—9. september s. 1. Félagsmála ráðherra íslands, hr. Friðjón Skarphéðinsson gat ekki komið því við að sækja fundinn, en Haraldur Guðmundsson sendi- herra í Oslo og Jón S. Ólafsson fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu mættu þar fyrir íslands hönd. Alls sátu fund þennan 43 manns. Fyrir fundinn voru lagðar skýrsl ur um þróun félagsmáia á Norður löndum undanfarin tvö ár svo og skýrslur nefnda er starfað hafa að einstökum málum milli funda. Aðalmál fundarins voru annars nýjust aðferðir við meðhöndlun áfengissjúklinga, reglur um elli lífeyrisgreiðslur og iífeyri til eftir lifenda. Þá var á fundinum undirritaður Norðurlandasamningur um viður kenningu á iðgjalda- og starfstíma fyrir menn, sem tryggðir eru gegn atvinnuleysi og llytjast milli ríkja, en þessi samningur er til mikilla hagsbóta fyrir þá, sem flytjast milli atvinnuleysistrygg inga hinna einstöku aðildarríkja. Ákveðið var að skipa nefndir til þess að vinna að athugun ein- stakra vandamála í sainstarfi Norð urlanda á sviði félagsmála, eink ium varðandi framkvæmd áður gerðs samnings um félagslegt ör- yggi. Atriði þau, sem hér um ræð ir, varða einkum lífeyrisgreiðslur og meðlagsgreiðslur. . Fundarmönum var gefinn kost ur á því að ýmsar stofnanir, svo sem barnaheimili, drykkju- mannahæli og ellihe.mili. Næsti fundur verður haldinn í Finnlandi a3 tveim árum liðnum. Félagsmálaráðuneytið, 16. sept 1956. Á víðavangi Heimköllun Pritchards Bandaríkjastjórn hefur ekkí Iengur treyst sér til að halda lilííiskildi yfir Pritchard herá- höfðingja og yfirgangi þeim setn hann gerði sig sekan um í skipt- um sínum við fslendinga. Það verður þó ekki sagt, að hún hafi kallað haim heim vonum fyrr, því að eðlilegt heíði verið, að hann hefði verið burtkvaddur strax eftir atburðinn, sem gerð' ist við flugvallarhliðið 5. ágúst. í staðinn reyndi bandaríská stjórnin þá að hylma yfir verkn að hans og að koma ábyrgðinid á annan mann. Það var ékki fyrr en eftir að annað svipað ofbeld- isverk hafði átt sér stað. að bandaríska stjórnin sá sig nauð' beygða til áð kveðja liann burtu. _ En það mun þó ekki gleymast íslcndingum, að Bandaríkja- stjórn virðist ekki líta alvarlegri augum á yfírgang Pritchards eti svo, að hún hækkar luuíri í tign við brottför hans héðajn, < a ■ Pritchard og Mbl. Þótt Pritchard gerði sig sekan ura liinn augljósasta yfirgang við íslendinga, reyndist samt vera til íslenzkt blað, er , gerðé honum svo hátt undir ltöfði, a@ birta við hann langt viðtal, þár sem hann reynir að réttlæta yfir- gangsverk sín. Það blað, sém. lagðist svona lágt fyrir hinum ameríska yfirgangsmanni, var sjálft aðalmálgagn Sjálfstæðis< flokksins, Morgunblaðið. Sem betur fer er leitun á þyí í íslenzkri blaðamennsku, að þannig sé skriðið fyrir erléndum ofbeldismanni. Slíkuin mannl á að sýna kulda og fyrirlitníitgií. og virða hann ekki viðtals. Þeitn mun fremur var líka ástæðu til þess fyrir blöðin að sniðgaíiga Pritchard þannig, þar sem uian- ríkisráðherra hafði ákveðíö að íslenzk stjórnarvöld liefðu engin viðtöl við hernaðaryfirvöldiii uér meðan Pritdiard væri æðsu aiað ur þeirra. Það er engu líkar en r.d i: h- stjórar Mbl. hafi viljað ónn .aja þessa ákvörðun utanríkisráöliorra og veita Pritcliard þá lipþreisn, sem þeir megnuðu með viðiálinu í Mbl. Sú málsvörn nægöi i oix- um ekki, en viljann h.,;í ii- stjórum Mbl. vantaðí þó t-Kki til þess að reyna að bjarga siJnni hans. Sá skriðdýrshátiui ætii ekki að gleymast um sin«, c'.d- ur vera til aðvöiunar uir iia afstöðu Sjálfstæðisflokksi: , iií varnarliðsins. | ■ Yfirgangur varnarliðsins Annars er Pritchard. gm veginn eini yfirmaður varuariEfs ins, sem hefur sýnt íslenei guin yfirgang seinustu mánuðiiia, yaS má segja, að fljótlega uir stjórnarskiptin í vetur uan urð' ið alger þáttaskiuti í iiessum málum. Síðan hafa va;„.„r; cís- menn stöðugt verið að íæ,, >ig upp á skaftið. Það var t.. é. -yi'ír tíð Pntshards, sem v. : jí, ds< menn reyndu að konia s :i' tpp eins konar kvennabúri ;< «ag- völlum og Mbl. lýsti það »oí. m« únisma, er rnenn voru aö uniítsí við því. Varnarliðsmemi i idfa bersýnilega litið þannjg á, S þeir mættu haga sér öðruvísi en áður eftir að Sjálfktæðisf okkur- ■inn var raunverulega orðian jð> alstjórnarflokkur landsins, slíkfc er ekki heldur neitt untíniegí, þegar litið er á niðurníðsni varn- armálanna í utanríkisráöherraiíð Bjarna Benediktssonar. viðtal Mbl. við Pritchard sýnir, ad und- irlægjuhátturinn er enn itínn , sami hjá Sjálfstæðisflokkiiuni og i var í þessum efnum. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn fær aukin void, mun það óhjákvæmilega ,yöa aukinn yfirgang varnarliösias og þá eru litlar líkur til 'ifcss, ad Bandaríkjastjórn bregðisj ms fljótt við og hún þó gvxc iu, þegar kösningar voru ,«.u grösum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.