Tíminn - 22.09.1959, Side 9

Tíminn - 22.09.1959, Side 9
T ISVIIN N, þriðjudaginn 22. september 1959. 9 ^SE LITTKENS Syndafall 20 Sven hafði ekki lokið prófi, þegar faðir hans lézt snögg- lega. Bengt var einmitt að ljúka við verzlunarskölann, og Karin hafði lokið prófi fyrir einni viku. Lars, yngsti bróðir inn, var aðeins ellefu ára og gekk enn í barnaskóla. Pölskvalaus sorg og söknuð ur fylgdi þessum einstæða lækni til grafar. Fjölskyldan stóð eftir örvæntingarfull með hendur í skauti. En brátt rumskaði ekkjan af þeim dásvefni, sem hún féll í við fráfall manns hennar. Hún gekk beint til verks. Hún varð að bjarga sér og börnun um. Moreníus lét ekkert eftir sig, búslóðin var lítils virði og námsskuld hans var ekki að fullu goldin. Gamlhr vinir þeirra hjálpuðu henni aö losna við þá byröi. Pjölskylda hennar hjálpaði henni aö komast yfir fáeinar krónur til stofnfjár. Svo lagði hún land undir fót til Stokk hólms, leigöi þar tiltölulega ó dýra íbúð, þar sem hún setti upp matsölu með fáeinum gistiherbergjum. Af því gat hún haft framfæri sitt og Lars. Þeim, sem gistu hús hennar, geðjaöist vel að vist inni. Hún annaöist þá af móð urlegri umhyggju og var fræg fyrir góðan mat. Venjulega eldaði hún sjálf. Húir vissj fátt skemmtilegra en að sýsla með potta og pönnur. Frú Moreníus leið vel við þetta starf. Ágóði gat ekki af því oröið. Hún átti því held ur ekki.að venjast. Hún var á nægð, ef hún hafði þak yfir höfuðið, mat og möguleika til að standa straum af námi Laís. Tveir eldri piltarnir stóðu henni allmiklu nær hjarta en Karin og Lars. Hún dró andann léttara, þegar hún sá fram á þaö, að inrian skamms gætu þeir séð fyrir sér 'sjálfir. Að loknu námi fékk Sven ^töðu i fæðingarbæ sínum, giftist þar ungri og fellegri stúiku, eignaðist barn og var ánægður með lífið. Bengt ffpkk nrýðilega með um boðsfyrirtæki í Stokkhólmi, fór að dæmi bróður síns, náði sér í konu og átti með henni eitt barn Tekjur hans hækk uðu ár frá ári, en útgjöldin jafnvel örar. Svo mikið var víst, að hann átti svo til aldrei neitt af'öffu handa móður sinni. En það hvarflaði heldur aldrei að henni, að honum bæri að hiálpa hénni. Karinu heppnaðist, með að stoö nokkurra vina föður henn ar, að fá lán, svo að hún gæti goldið uppihald sitt, þegar hún hafði tekiö embættispróf ið, hóf hún störf í deildinni. Þegar Lars hafði lokið skyldunámi, höfðu Bengt og frú Moreníus haldið margar ráðstefriur um það, hvað um hann yrði í framtiðinni. Bengt vildi láta han nfar sem allra fyrst í einhverja iðn, og móð irihí sem leit takmarkalaust upp til Bengts, var hjartan- lega á Sátíia máii'. Þá gæti hún einnig verið örugg um framtíð Lars. En Karin skildi hinn þögla og alvarlega Lars bet- ur en allir aðrir. Hún vissi, að óskadraumur hans var að nema lög, — og einn góðan veðurdag ákvað hún að kosta hann til náms. Að vísu var hún þá komin á fremsta hlunn með að útvega sér litla einka íbúð, en hætti við það, svo Lars gæti komizt til mennta. Hins vegar gat enginn gert við því, aö nám hans varð mun lengra en gert var ráð fyr ir. Síðustu þrjú árin höföu próf alltaf farizt fyrir vegna herþjónustu. En hann var ið inn og ákveðinn, —þá var allt í lagi. Tengdapabbi borgaði náms skuld Karinar dagin sem lýst var með þeim Curt í fyrsta sinn. Hún var mjög hrærð yf ir þeifri hugulsemi hans. En þegar mákona hennar trúði henni fyrir því, að fvrir hon um hefði einungis vakað að losa Curt við að dragnast með skuldum vafða ektakvinnu, breyttist tilfinning hennar til mikilla muna. Við nánari um hugsun varð henni íjóst, að í augum Fallanderfólksins hlaut skuldug manneskja að vera heldur varasöm. Og skuld við tengdaföðurinn hélt áfram að íþyngja henni. Hún gat ekki litið á gjöf hans öðru vísi en lán. Nún var Lars alveg að ná lokum náms síns, og Curt hafði góöa von með að geta komið honum að á lögfræði skrifstofu. Hún gengur eftir gangstétt irini meðfram Humlagarðin- um. Hún heyrir vorglaðan fuglasöng, andar að sér fersk um vorþeynum og finnst lífið dásamlegt. Allt kemst í samt lag með hækakndi sól Hún kemur stundu eftir há degi, alveg eins og hún hafði reiknaö út. Þjónustustúlka lýk ur upp fyrir henni og hún leggur af sér yfirhöfnina frammi í anddyrinu. Það er rúmgott, með stórum svala- hurðum út í garðinn, gulbrún um postulínsofni oe körfustól um. Tvöföldu dyrnar inn i borðsalinn eru opnar, og matarlykt ber að vitum henn ar. Hún opnar garödyrnar, genaur yfir gólfið og inn í borðsalinn. Hann er stór og dimmur, hin litla birta hans kemur frá garðinum að húsa baki. Hún er auk þess deyfð með dimmgrænum. rósóttum gluggatjöldum. Lagt hefur verið á nokkur smáborð, og í staðinn fyrir dúk notar móö ir hennar tíglóttan vaxdúk. — Þaö er stríð. Karinu finnst svona dúkar hræðilega ljótir. En annaö fæst víst ekki nú til dags. Hún gengur gegn um borðsalinn og inn i vistarverurnar þar inn af. Þar er gangur; út að hon um liggja þrjár dyr. Karin ber að dyrum á her bergi númer tvö. Þegar eng- inn svarar gengur hún inn. Þetta er einkaherbergi móður hennar. Það er ekki stórt, ekki vel búið húsgögnum, ekki vel hirt. Þykkt ryklag liggur á úr eltum húsgögnunum. Yfir svefnsófanum hangir olíu- , málverk af föður Karinar. Það er ekki vel gert, en þekkist þó. Hátt ennið hvelfist hreint og 1 slétt yfir gráum, loðnum brún um. Háriö liggur hvítt og lið að yfir hvirfilinn, munnurinn er einbeittur og viðkvæmur í hvítu skegginu. Morenius minnir í senn á þá Björnson, Strindberg og gamla hershöfð ingjann, afa Kairnar. En í aug unum er eitthvað hlýlegt og glampandi, sem hina þrjá vantaði, líf, sem gerir það að verkum, að Karin getur aldrei viðurkennt dauða hans til fulls. Meðan hún biður móð ur sinnar virðir hún málverkið fyrir sér henni finnst hún sjá hlýlegan skilningsglampa í augum föður síns. Móöir hennar kemur þjót andi. Líf hennar hefur verið allt of erilsamt til þess, að hún geti gengið hægt. Frú Moren ius er lágvaxin, feitlagin kona á sextugsaldri. Dökkt, grá- yrjótt hárið er dregið í sver an fléttuhnút aftur á hnakka. Sú hugsun að klippa hár sitt var fjarri henni, þótt hún við urkenndi að mikið hár væri óhentugt og óþægilegt. And ers hafði alltaf dáðst að síð- um, þykkum fléttum hennar. Andlitið er kringlótt með þúsund brosmildum hrukkum sem liggja í geislum út frá augunum bæði niður á við og upp á við, og þegar hún hlær koma tveir barnslegir spé- koppar í ljós. Nefið er ávalt og munnurinn lítill og ákveð inn. — Sæl mamma, segir Kar in og faömar hana. — Þú ert svo sannarlega ekki á undan áætlun, svarar móðir hennar glaðlega. Tylltu þér nú og flýttu þér að segja mér hvei’nig þér líö ur áður en Mafalda kemur. Hún getur komiö hvenær sem er. —Mér líður prýðilega segir Karin og lætur fallast í körfu stól. — Þú ert ekki lík sjálfri þér segir frú Morenius alvarlega. — Þú ert föl. Þungbúin. Hvað hefur komiö. fyrir? Er eitthvað að . . .? — Nei, langt því frá, svar ar Karin, og í sömu andrá kemur Mafalda. Frú Morenius dæsir, örg yf ir svo skjótri komu Maföldu, og fer burt til þess að hita kaffi. Mafalda hreiörar um sig í sessunum á dívaninum og kveikir í sígarettu. Mafalda er fimmtán árum yngri en frú Morenius. Hún bjó tuttugu ár í Frakklandi, en fyrir um það bil fjórum árum skaut henni upp í Stokk hólmi og tók sér strax^ ból- festu hjá systur sinni. í upp hafi hafði hún lagt stund á málaralist. Síðan fór hún yfir í postulínsmálun, listskurð, og loks gerðist hún rithöfundur. Nú sem stendur er þaö hennar aðilja, og endrum og eins kemur hún smásögu í eitt- hvert blaðanna. .... 3paxið yður Waup á nulli margra. verakna! OÖRllOðL ö ÖIIDM «euM í -Ausburgtræti Nýjung SNÚ-SNÚ SÓFABORÐIÐ er alger nýjung Kynnið ytiur kosti Snú-Snú-sófabort$sins. Húsgagnaverzlun Austurbæjar SkólavörSustíg 16 — Sími 24620 Norskir fiskibátar ÚR STÁLI Utvegum frá vi'ðurkenndwm skipasmítSa- stöbvum í Noregi allar stærtiir af fiski- bátum úr stáli. Bátarnir eru smiðaför eftir ströngustu nú- tímakröfum HvaÖ styrkleika, vélaafl og út- búnað snertir. Afhendingartími er 6—7 mánuðir. Verí og greiðsluskilmálar Kagkvæmara en almennt gerist. Utgertiarmenn. HafiÖ samband viÖ okkur áÖur en þi<S gangiÖ endanlega frá kaupum annars staÖar. BJÖRN & HALLDÓR, Síóumúla 9. — Sími 36-0-30 Unnusti minn, Skúli Júlíusson, andsðist á Landspítalanum þann 20 september. M 'fj Fyrir hönd aðstandenda. \ Björa SiaurÖardóttir. 'j n-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.