Tíminn - 22.09.1959, Qupperneq 12

Tíminn - 22.09.1959, Qupperneq 12
V£3Pi D; Vestan gola e3a kaldi, smáskúrir, en bjart með köflum. Allt landið 5—7 stig, Reykiavík 7 stig. Þriðjudagur 22. sept. 1959. Fólk vaknaði við sprengingu fyrrinótt, en stór- EídsvoSi á Raufarhöfn í bruna tókst aíS forfta *es eldinn, en hann hafði dreifzt mjög ört og rnátti ekki tæpara standa aðjiúsinu yrði forð’að frá því að brenna til grunna. í fyrrinótt kom upp eldur í ibúðarskála á Raufarhöfn, og spilltist hann allmikið af eldi áður en slökkt yrði, en slökkvi starfið sjálft gekk allvel. Skál inn er eign Hafsilfurs h.f. og býr starfsfólk fyrirtækisins þar, en það var fæst heima þegar bruninn varð. Það var um eittleytið í fyrri- nótt að fólk í næstu húsum vakn aði við talsverða sprengingu, sem hljómaði rétt eins og fallbyssu- skot, og fylgdi annar minni hvell ur strax á eftir. Þegar að var kom ið var eldur laus í skálanum, sem er járnvarið timburhús, og var eldurinn mestur við annan gafl hússins. Dreif fljótlega fólk að, og slökkvilið' staðarins kom í vett vang mefí slökkvidælu. Gekk slökkvistarfið vel, og varð eldur- inn fljótlega kæfður. Varð að rífa upp þakplötur til að komast fyrir Einn heima Tunnustafli er við húsið og komst eldurinn í hann, en varð þó slökktur áður en verulegt tjón var orðið. En sprengingin sem vakti athygli á brunanum vai'ð er tvær olíutunnur sem istóðu við húsið sprungu af hitanum. Fimm manns búa í húsinu, en aðeins einn maður var heima er þetta gerðist. Var hann vakinn og sömu- (Framhald á 2. síðu) Valdimar Björnsson Friedrich Gufda við hljóðfærið. Píanósnillingur heldur tvenna tónleika hér Hinn víðfrægi austurríski píanóleikari Friedrich Gulda er væntanlegiíí’ hingað til ]ands á næstunni, og mun hann halda hér tvo hljómleika á vegum ríkisútvarpsins, báða i Þjóðleikhúsinu. Hinir fyrri jVerða föstudaginn 25. sept- ember, en hinir síðari mánu- daginn 28. september. Friedrieh Gulda er fædur í Vín arborg árið 1930. Hann stundaði nám hjá Pasofsky og próf. Séidl hofer. Aðeins 16 ára að aldri hlaut hann fyrstu verðlaun á tón iislarkeppni í Genf. Upp frá því hóf hann tónlistar ierðir víða um lönd, fyrst í Ev- rópu og síðan í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku ,og varð brátt einn vinsælasti píanóleikari okk- ar tíma. Lék 32 sónötur á 8 kvöldum Tuttugu og eins árs að aldri hlaut hann þau ummæli gagnrýn anda, að hann væri Austurríki hig sama og Chopin var Póllandi, List Ungverjalandi og Schumann Sjö ölvaðir ökumenn Lögreglan handtók 6 bílstjóra aðfaranótt sunnudags, _ grunaða um ölvun við akstur. í gær var sá sjöundi tekinn höndum, borinn sömu sökum. Sjaldan áður hafa jafn margir ökumenn verið hand teknir ölvaðir og hefur lögreglan sérstaklega gát á því, að lögin í þessum efnum séu 1 heiðri höfð. Þýzkalandi. 24 ára gamall jók hann enn frægð sína með túlkun á verkum teethowens, er hann lék allar sónötur hans, 32 að tölu í réttri tímaröð 8 kvöld í röð. Auk klassiskra verka bregður Gulda fyrir sig jazzleik, og hefur samið nokkur Itónverk í þeim stíl. Hljómsveit hans, Klassisches Guida-Orchester, hefur hlotið mikig lof. Nokkrar tónsmíðar liggja einnig eftir hann, svo sem tónsmíð við „Sieben Galgenlied- er“ eftir Morgenstern. F|ölbreytf efnisskrá Fyrri tónleikar Gulda verða eins og áður er sagt, hinn 25; þ.m. og verða einleikstónleikar. Á efn- isskrá eru verk eftir ÍMozart, Chop in og Beethowen. Síðari tónleik- arnir verða 28. þ.m. með hljóm- sveil ríkisútvarpsins undir stjórn Roberts A. Ottossonar. Verða þá eingöngu verk eftir Beethowen. Allt fyrir hattinn Tveir Islendingar í Danmörku lentu á laugardaginn í bráðum lífsháska, — af því að maður nokk ur missti af sér hattinn. Þetta bar til á litlu vatni norðarlega á Sjá- landi, sem nefnist Sjælsö, en ís- lendingarnir voru þar á siglingu á mótorbát ásamt dönskum gest- gjafa sínum og einum manni enn. Allt í einu fauk hatturinn af ein- um farþega, og hölluðu þeir sér þá allir þrír eftir honum yfir borð stokkinn. Skipti engum togum, að báturinn valt, og allir lentu í vatnið. Eigandi bátsins ákvað að synda til lands eftir hjálp, en það var 7—800 metra vegur," en far- þegar hans komust á kjöl. Sjónar- vottar í landi sendu þó hjálp á vettvang áður en bátseigandi var kominn til lands, og komu tveir bátar á slysstað. Björgunin tókst þó ekki betur en svo, að öðrum björgunarbátnum hvolfdi, og lentu þar tveir menn til í vatnið. Effir það tókst þó slysalaust að bjarga þeim á þurrt land, og mun engum hafa orðið meint af volk- Talar um bandarísk |$oSmál og tengsl ísle'ndinga beggja vegna hafsins í gærmorgun kom hingað iil lands hinn góðkunni Vest- ur-íslendingur Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra í Minnesota í Bandaríkjunum. Er hann hér á ferð með konu sinni, og munu þau dveljast hér um hálfs mánaðar skeið. Mun Valdimar flytja nokkra fyrirlestra meðan hann dvelst hér, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fréttamaður Tímans hitti Valdi mar Björnsson snöggvast að máli í gær. — Við komum í morgun, sagði Valdimar, og verðum hér fram til 8. október. Kona mín er í för með mér að þessu sinni en hún hefur ekki komið hingað í 9 ár. Á þeim tíma hef ég komið hingað tvívegis, síðast í janúar 1955. Bandarísk mál og íslenzk Hér í Reykjavík ætlar Valdi- mar Björnsson að flytja þrjá fyrir- lestra, tvo á vegum Stúdentafé- lags Reykjavíkur og einn á veg- um- Isfenzk-ameríska félagsins. Síðan mún hann væntanlega einn- ig tala á Akureyri. Fyrsti fyrir- lesturinn verður á miðvikudags- kvöld kl, 9 í Sjálfstæðishúsinu, og annar væntanlega á sunnuuags- kvöld. — Ég ætla að tala um marg- vísleg amerisk málefni, segir Vrldimar, þegar hann er spurður um livað hann fjalli í fyrirlestr- um sínum. Um stjórnmál, efna-' hagsmál, þjóðskipun o. s. frv. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar að mestu um hina tvo stóru stjórn- málaflokka Bandaríkjanna, demó- krata og repúblikana, og hvaða niunur er á þeim, — en liann er (Framhald á 2. síð’u) Lík hulið með grjóti Á laugardaginn leitaði mað ur frá rannsóknarlögreglunni, lögregluþjónn úr Hafnarfirði cg fleiri að líki, sem telpur þóttust hafa séð í hellisskúta í hrauninu sunnanvið Hafnar- fjörð. Blaðið hefur snúið sór til lög- reglunanr í Hafnarfirði og fengiö (Framhald á 2. síðu) Flokksstarfið í bænum FUNDUR FULLTRÚARÁÐS, HVERFISSTJÓRA OG TRÚNAÐARMANNA verður haldinn í Framsóknarhúsinu annaS kvöld, miðvikudaginn 23. þ.m., og hefst k|. 8,30 e.h. Fundarefni: Alþingiskosningarnar. Á fundinum mæta þeir Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, Einar Ágústsson, lögfræðingur og Eysteinn Jónsson, fvrrverandi ráðherra. Áríðandi er að vel sé mætt og stundvíslega. Fulltrúaráðið Krustjoff fagnað í San Francisco NTB—San Francisco 21. sept. i Nikita Krustjoff fór frá Los Angeles til San Francisco á sunnudag. Var honum tekið þar betur en nokkurs staðar annars staðar, sem hann hef- ur komið á ferðalagi sínu um Bandaríkin. Honum var einn- ig fagnað mjög vel á þeim stöðum þar sem lestin hafði viðdvöl á leiðinni frá Los Angeles til San Francisco. Brosti Krustjoff gleitt og tók í hendur margra. í fyrrakvöld héldu forystumenn verka- lýðssamtakanna í Bandaríkj- unum Krustjoff veizlu og kast aðist þá í kekki milli Krustj- offs og Walter Ruther vara- forseta Sambands verkalýðs- félaganna. Þegar Krustjoff kom til San Francisco var honum tekia með fagnaðarhrópum fólks, bæð’i fyrir utan gistihúsið, sem hann býr í og eins á járnbrautarstöðinni. — Stungu viðtökurnar mjög í stúf við hinar kuldalegu móttökur sem Krustjoff hefur hlotið annars stað ar. Hótaði að fara heim í Los Angeles í veizlu í Los Angeles á laugar- dag hafði Krustjoff í hótunum um að fara heim til Sovétríkjanna strax, en hann reiddist mjög um- mælum Poulson borgarstjóra, sem minnti á það, að Krustjoff hefði eit sinn sagt um Bandaríkjamenn: (Framhald á 2. síðu) Skák Friðriks og Benkö í bið Úrslit í síðustu umferð kandí datamótsins í Bled urðu þau að Petrosjan vanu Fischer, jafntefli varð milli Keres og Smyslov, Gligoric og' Tal. Skák Friðriks og Benkö varð biðskák, en Frið- rik hefur þar sýnu verri stöðu og er vonlaust að Iiann vinni skák- ina.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.