Tíminn - 21.10.1959, Side 10
T í M I N N , miðvikudagiiiu 21. október 1959.
xo
Áfmælismót Þróttar í handkaattleik:
IR sigraði í karlafiokki -
en KR í kvennaflokknum
Á laugardag og sunnu-
dag efndi Knattspyrnufélagið
Þróttur til afmælismóts að Há-
logalandi i tilefni af 10 ára af-
mæli félagsins. Mótið fór fram
með hraðkeppnisformi og
tókst hið bezta. Mótið hófst á
laugardagskvöldið og setti
Bjarni Bjarnason, varaformað-
ur Þróttar, það með stuttri
ræðu.
Á laugardagskvöldið fóru þessir
leikar fram.
Kvennaflokkur:
Ármann—Þróttur 8—1
K.R.—Víkingur 11—4
Karlaflokkur: 1
Fram—K.R. 11—9
Í.R.—Þróttur 7—6
F.H.(b)—Valur Víkingur sat yfir. 10—7
Úrslitaleikurinn milli þessara liða
varð mjög tvísýnn og fengust ekki
úrslit fyrr en honum hafði tvívegis
verið framlengt. Eftir venjulegan
leiktíma stóð 9—9. Var þá leikn-
um framlengt og skoruðu þá bæði
liðin tvö mörk, en í síðari fram-
lengingunni skoraði ÍR eitt mark
en Ármann ekkert.
Nokkrir aukaleikir voru háðir í
sambandi við mótið. Á laugardag
sigraði Þróttur Ármann í 1.
flokki með 10—5 og á sunnudag
sigraði Víkingur Þrótt í 4. flokki
með 7—3, en jafntefli varð hjá
Þrótt og Haukum í 3. flokki 5—5.
Erlendar knatt
spyrnufréttir
*
Askorendamótið
í skák þeirra Friðriks Ólafs-
sonar og Benkö í 23. umferð
vann Friðrik mann í 17. leik og
álti mun betri stöðu. Benkö þrá-
aðist við að gefast upp — en
féll í þess stað á tínia í 30. leik,
sem er mjög fágætt, enda þá
einn fjórði liluti skákarinnar
eftir.
Þetta fyrsta kvöld mótsins kom
mest á óvart, að Fram skyldi sigra
Reykjavíkurmeistara K.R. Að
Vísu stillti KR. ekki upp sínu bezta
þði, en samt sem áður eru úrslit-
in óvænt, þegar tillit er tekið til
þess, að Fram féll niður úr 1.
deild eftir íslandsmótið í vor. Þá
kom nokkuð á óvart hve Þróttur
stóð í ÍR, og munaði þar aðeins
einu marki. Sem kunnugt er er
;meistai'aflokkur F.H. nú í keppnis-
iför í Þýzkalandi, og það sýnir vel
■breiddina í hafnfirzkum hand-
knattleik; að B-lið F.H. skyldi sigra
Val örugglega.
Úrslitaleikirnir
Mótið hélt svo áfram á sunnudags
kvöld, og var þá meðal annars
Oeikið til úrslita í báðum flokkun-
um.
Einstakir leikir fóru þannig:
Kvennafloltkur (úrslit):
K.R.—Ármann 6—5
Karlaflokkur:
Fram—Víkingur 10—6
Í.R.—F.H.(b) 10—7
Ármanri—Fram 9—7
Í.R.—Ármann 12—11 (úrslit)
Úrslitaleikurinn í kvennaflokk-
'unum milli KR og Ármanns var
skemmtilegur og tvísýnn fram á
síðustu mínútu. Rétt fyrir leikslok
hafði Ármann yfir eitt mark, en
i lokin tókst KR að skora tvö mörk
og tryggja sér sigurinn í flokkn-
um.
Flokkur Ármanns í karlaflokkn-
«m kom á óvart með ágætum leik
þetta kvöld. Fyrst gerði hann sér
lítið fyrir sig. sigraði Fram, og
komst því í úrslitaleikinn gegn ÍR,
sem áður hafði unnið B-lið F.H.
11 nýir bronz
drengir
ýf Norðmenn og Svíar léku á
sunnudaginn landsleik í
knattspyrnu. Var hann
háður á Ullevei-leikvang
inum í Gautaborg og áhorf
endur voru 49.500. Sænska
liðið sýndi mjög góðan leik
og sigraði 6—2, en jafnvel
Norðmenn segja, að sigur-
inn hefði átt að vera helm
ingi meiri. í hálfleik stóð
3—0. Svíar skoruðu svo
fjórða markið strax í byrj
un síðari hálfleiks og rétt
á eftir það fimmta. Á 67.
mín. tókst Norðmönnum
að skora sitt fyrsta mark
en Svíar svöruðu fljótlega
6—1 Hennum skoraði mark
Norömanna á síðustu mín
útunni.
ýV Tékkar sigruðu Dani í
landsleik á sunnudaginn
5—1. Leikurinn var háður
í Prag. Nánar verður skýrt
frá þeim leik á síðunni á
morgun.
ýr B-Iið og unglingalið Nor-
egs og Svíþjóðar léku einn
ig á sunnudaginn. Norð-
menn unnu í B-leiknum
með 2—1. Hann var háður
í Tönsberg í Noregi. Svíar
sigruðu í unglingaleiknum
2—0. Sá leikur fór einnig
fram í Noregi, Bergen.
•fo Á sunnudaginn léku Finn-
ar einnig landsleik. Þeir
léku á Olympiuleikvang-
inum i Helsinki við Pól-
verja sem sigruðu með 3
—1. Leikurinn var liður í
undankeppni Olympiuleik-
anna.
Skákin í heild fer hér á eftir:
Hvítt: Benkö.
Svart: Friðrik.
1. d4—d5
2. c4—dxc
3. Rf3—Rf6
4. Da4ý—c6
5. Dxc4—Bg4
6. Rbd2—g6
7. g3—Bg7
8. Bg2—0-0
9. 0-0—Ra6
10. b3—c5
11. Bb2—Rd5
12. Hadl—cxd4
13. Rxd4—Rb6
14. Dd3—e5
Hér átti Benkö 10 mínútur
eftir, en Friðrik 20 mínútur.
15. h3—Bd7
16. Rc2—e4
17. Dxe4—Bxb2
18. Dxb7—Rc5
19. Df3—Hc8
20. Rb4—Df6
Hér átti Benkö 3 mínútur eftir
en Friðrik 10.
21. Dxf6—Bxf6
22. Kh2—Hfe8
23. e3—Bb5
24. Hfel—Bc3
25. Rd5—Rxd5
26. Bxd5—Rd3
27. Hgl—Rxf2
Benkö átti hér nokkrar sek.
eftir og hafði ekki tíma til að
gefast upp.
28. Rc4—Bc4
29. pxc4—Rxdl
30. Hxdl—Hxe3
og Benkö féll á tíma, en staða
lians er gertöpuð.
Smysloff gaf biðskák sína við
Tal úr 22. umferð. Biðskák
þeirra Gligoric og Tals úr 23.
umferð verður tefld í dag, ásamt
biðskákum úr 22. umferð. Tal
á sízt verra tafl, hefur tvo hróka
og peð fyrir drottningu.
- Bridge -
Fjórða uniferð í sveitakeppni
Eng- Bridgefélags Reykjavíkur var spil
uð á sunnudag. Ekki tókst neinni
Ellefu drengir úr Ungmennafé-
'lagi i eflavíkur tóku bronzmerki
KSÍ í vikunni sem leið. Hafa þá
alls 16 drengir tekið bronzmerkið
hér.
Þessir 11, sem náðu merkinu í
s. 1. viku, eru: Guðni Skúlason,
Ólafur Marteinss'on, Jóhann Ólafs-
son, Geirmundur Kristinsson,!
Stefán Bergmann, Magnús Torfa-S
sðn, Karl Hermannsson, Sigurður
Hallgrimsson, Bragi Eyjólfsson,
Sveinn Pétursson og Rúnar Júlíus-
son.
ÍZ Jafntefli varð á laugar-
daginn í landsleik
lands og Wales, sem háð-
ur var í Cardiff fyrir 62
þús. áhorfendum. Greaves
frá Chelsea skoraði mark
Englands í fyrri hálfleik,
en hinn 18 ára Graham
Moore frá Cardiff jafnaði
fyrir Wales, er nokkrar
sekúndur voru eftir af
leiknum.
sveit að fá háa „skor“ í þessari
umferð. Flestar efstu sveitirnar
fengu svipaða stigatölu, og breytt-
ist staðan því lítið. Sem kunnugt
er taka 19 sveitir þátt í mótinu.
Efstu svpitir eru nú:
1. Einar Þorfinnisson 694
2. Sigurhj. Pétursson 674
3. Rafn Sigurðsson 656
4. Hallur Símonarson 651
5. Stefán Guðjohnsen 632
6. Róbert Sigmundsson 626
7. Ólafur Þorsteinsson 603
8. Vigdís Guðjónsdóttir 602
Fimmta umferð var spiluð í gær
kvöldi, en úrslit voru ekki kunn
er blaðið fór í prentun.
Bílaviðgerðamenn
Vanir bílaviðgerðamenn óskast á einkaverkstæði
í Reykjavík. Tilboð merkt ,,1232“ sendist blaðinu
fyrir laugardagskvöld.
Til leigu
Einbýlishúsið Eggjarvegur 3 i Smálöndum, sem
er 4 herbergi og eldhús er til leigu.
Á sama stað er til sölu 450 hænsni, þar af 200
6 mánaða ungar, sem eru að byrja varp.
Upplýsingar á staðnum.
Uppboð
sem auglýst var í 76., 77., og 78. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1959, á bakhúsum á Veghúsastíg 9, hér í
bænum, ásamt Vz hluta lóðar 1 óskiptri sameign
vði eigendur aðalhússins, þingl. eign Klöru Bergs-
dóttur og Hrefnu Bergsdóttur, verður seld við
opinbert uppboð til slita á sameign laugardaginn
24. október 1959, kl. síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Kjörfundur
verður haldinn í Reykjavík sunnudaginn 25. okt.
1959, og hefst hann kl. 9 árdegis.
Kosnir verða alþingismenn fyrir Reykjavík, 12
aðalmenn svo og varamenn, fyrir næsta kjör-
tímabil.
Kosið verðui’ í Austurbæjarskóla, Breiðagerðis*
skóla, Langholtsskóla, Laugarnesskóla, Melaskóla,
Miðbæjarskóla, Sjómannaskóla og Elliheimilinu
Grund, og mun borgarstjórinn í Reykjavík aug-
lýsa skiptingu milli kjörstaða og kjördeilda.
Kjörstöðum verður lokað kl. 11 síðdegis á kosn-
ingadaginn.
Aðsetur yfirkjörstjórnar verður í Miðbæjarskól-
anum meðan kosning fer fram.
Talning atkvæða hefst mánudaginn 26. október
1959, kl. 6 síðdegis í Miðbæjarskólanum.
Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 19. okt. 1959.
Kr. Kristjánsson
Sveinbjörn Dagfinnsson
Einar Arnalds
Jónas Jósteinsson
Þorvaldur Þórarinsson
Sláturfélag
Suðurlands
vill ráða nokkra unga og hrausta menn til náms
í kjötiðnaði. Góð laun og ágæt vinnuskilyrði. Miklir
Framtíðarmöguleikar fyrir duglega menn; Upp-
lýsingar í skrifstofu vorri Skúlagötu 20, Reykja-
vík.
SLÁTURFÉLAG SUDURLANDS.