Tíminn - 27.10.1959, Side 10

Tíminn - 27.10.1959, Side 10
10 TÍMINN, þriðjudaginn 27. október 1959. Smysloff gat þakkað stríðsguðinum fyrir skiptan hSut við Friðrik — Freysteinn Þorbergsson skrifar um 19. 21. umfer'ð á áskoreindamótinu Belgrad 20. október. Nítjánda umferð 10.—12. október. Petrosjan—Tal 1/2—Vz Benkö—Keres 0—1 Gligoric—Smýsloff 0—1 Friðrik—Fischer i/2—V2 Það situr sinn svip á daginn, sem er með daufara möti. að þeir félagar, Petrosjan og Tal, fá upp öauöa jafnteflisstöðu eftir aðeins1 15 leiki. Benkö fórnar tveim peð- um fyrir sókn á móti Keres, en loks, þegar Benkö getur un;nið manninn, sem hann lengi hefur haft að skotspæni, er tíminn á þrotum, og Ungverjinn leggur ekki til vígsins af ótta við fripeð and- stæðingsins. Þegar Benkö hefur s'töðvað klukkuna að loknum 40. leik, gerist hið fáheyrða, að örin fellur á .staðnaðri klukkunni. Gol- ombek, sem haft hefur auga með atburðum, dæmir ekki tap á tíma, en þar skall hurð nærri hælum. Biðskákin verður Benkö þó til lít- ils frama, ekki kemur hanil aftur til leiks. Hefði hann hins vegar 'verið vígdjarfari þegar færið bauðst, gátu úrslitin orðið skiptúr hlutur. Smýsloff reynir nýjung í Nimzo-indversku vörninni gegn Gligoric, og eftir að Júgoslafinn hefur eitt sinn slakað örlítið á reiptogi opnunarinnar. nær Smýsl- off góðu tafli. Öll skákin ber hið gamla og góða merki hins þrótt- mikla Smýsloffs-stíls, sem svo oft hefur ráðið úrslitum í örlitið hag- ítæðari endatöflum. Svo fer og að þessu sinni, að Smýsloff vinnur peð með fallegri mannsfórn, og skákina að lokum. I Fischer teflir lokað afbrigði af ‘ Kóngsindverjanum gegn Friðriki, N i Áskorendamótið I 26. umferð á áskorendamót inu fóru leikar þannig, að Gligoric vann Smyslov í 18 leikjum. Gligoric náði sókn á drottningarvæng, sem gerði út um skákina. Keres vann Benkö á kóngssókn i 23 Ieikjum. Petro sjan náði jafntefli við Tal með þráskák eftir 24 leiki, þótt hann ætti fjórum peðum minna. Fischer hefur vinnings- stöðu gegn Friðrik. Friðrik lenti í tímaþröng og erfiðri stöðu, og er nú peði undir. Stað an er þannig: Hvítt. Fischer: Ke4, Hdl, peð a2, b2, 12, g3 og h4. Svart. Friðrik: Ke6, Hf7, peð b5, d4, g5 og h7. og má seint á milli sjá, hvor leng- ur þraukar til þurftar. Loks kemst þó ungfrú Ameríka til íslands- byggða og gerist all aðsópsmikil. Falla nú menn og aðrir. Þegar kappinn Friðrik s'ér, að stefnir til óefnis og afhroðs í liðinu, sendir hann riddara einn í víking í vest- urveg. Gerist þar gott til fanga. lUmgfrú fs’yand teíur einnig að seilzt hafi verið inn á hennar verkasvið. Hyggst hún ná hefnd- um í vesturvegi. Slær þá óhug á ameríska stórveldið, og þótt land- inn sé liðfærri, beras't nú boð um skipt land og annað, svo ungir sveinar og meyjar verði ekki fram- ar á tálar dregin. Staðan eftir 19. umferð: 1. Tal 131/2. 2. Keres 12. 3.—5. Petrosjan, Smýsloff og Gligoric 10. 6. Fischer 81/2. 7. Benkö 6V2. 8. Friðrik 51/2. Tuttugasta umferð 11.—12 okt. Tal—Fischer 1—0 Smýsloff—Friðrik y2—y2 Keres—Gligoric l—0 Petrosjafl—Benkö 1—0 Fiseher beitir Kóflgsindversku vörninni gegn Tal, eins og hann gerði í 6. umferð í Bled. í 12. leik kemur Fischer svo með endurbót sína, en ekki hefur hann árangur sem erfiði. Tal nær molandi kóngs- sókn með fallegri fórn. Eftri að- eins 27 leiki er öil mótspyrna orð- in vonlaus, en Fischer vill ekki gefast upp. Tal króar þá menn hans inni á áttundu línunni, en stendur sjálfur með ofurefli liðs fyrir dyrum. Er þess nú albúinn að hremma mennina, er þeir stökkva út úr eldinum. Þá íoks biðst bóndi griða. Eftir þennan sigur hefur Tal náð 10 y2 vinningi úr ellefu skákum við hina órúss- nesku andstæðinga sína. Gligoric einn hefur náð jafntefli. Erfitt er að skýra þetta þrekvirki, Tals, en illt mun að fást við ofurmennið. Sú skýring, sem jugóslafnesku blöðin hafa mest dálæti á, er runnin frá Benkö. Ætlar Ungverj- inn framvegis að tefla við Tal með dökkum gleraugum til þess að verði ekki dáleiddur. Áður fyrr var Dr. Emanúel Lasker einnig grunaður um að beita dáleiðslu í skákum sínum; sú gekk sagan að minnsta kosti. Gegn Sikileyjarvörn Friðriks reynir Smýsloff leið, sem ekki nýt- ur stuðnings skákfræðinnar. ís- lendingurinn fær snemma gott tafl og í miðtaflinu gefur hann tvo létta menn fyrir hrók og tvö peð. Endataflið er andstreymi fyrir Smýsloff. en loks getur hann þó þakkað stríðsguðunum fyrir skiptan hlut. Gligoric er þreyttur, þegar hann sezt að skákinni við Keres. Sagt er, að hann hafi setið alla nóttina ; við rannsókn á biðskákiinni við 1 Smýsloff í leit að björgun. Samt | tekst Júgoslafanum að ná jöfnu ' út úr byrjuninni, en miðtaflið teflir hann ekki sem nákvæmast. Loks s'ést honum yfir fallega hróksfórn andstæðingsins og tap- ar þá drottningunni fyrir tvo menn. Framhaldið er létt fyrir Keres. Af ókunnum ástæðum set- ur Gligoric skákina í bið, en gefst svo upp án framhalds. Petrosjan og Benkö tefla flókna skák, sem markast einkum af slægð refsins og hyggindum hýen- unnar. Annað einkenni þessa furðu- verks er það, að svo virðist sem hrókun sé orðin úrelt i skák. Kóngarnir fara fótgangandi hvor í sitt horn, rétt eins og til að dreifa tímanum og þreyta þannig ands'tæðinginn. Loks fer Benkö að dotta á verðinum. Ekki þarf meira til, og sýnir nú Tigran klærnar. Með einu stökki hrernmir hann peð og hefur sig svo á brott. Síð- an kemur annar afleikur, annað stökk og annað peð í valinn. Loks fer skákin í bið, en Benkö hefui séð nóg af klækjum andstæðings- ins og leggur því ekki til leiks með fáa menn og hrjáða. Friðrik 6. 21. umferð 13.—14. október. Benkö—Tal 0—1 Gligoric—Petrosjan y2—V2 Friðrik—Keres 0—1 Fischer—Smýsloff 0—1 Tal og Keres vinna enn og treysta þannig forustu sína í mót- inu. Munu nú ekki aðrir koma til greina um efsta sætið. Að þessu sinni leika allir Rússarnir á svart, en hljóta þó 3y2 vinning eins og í næstu umferð á undan með hvítu mönnunum. Þeir hafa mú tekið forystuna í mótinu og eru líklegir til að halda henni til loka, þar sem Gligoric hefur lagt of hart að sér að undanförnu. Hefur hann teflt* of stíft til vinnings og kunna júgóslavnesku dagblöðin að eiga sinn þátt í því. Þau hafa ætlað honum annað eða jafnvel fyrsta sæti. Benkö kemur til leiks með dökk gleraugu til þess’ að verða efeki dáleiddur. Gleraugun virðast þó hafa allt önnur áhrif, og endirinn verður sá, að Benkö leikur af sér drottningunni. Sennilega hefur lít- ið sést gegnum gleraugun. Þetta er því engin raunveruleg Tal-skák. Tal velur aðeins rólega stöðubar- áttu, fórnar alls ekki neinu, yfir- bugar andstæðinginn aðeins hægt og rólega. Hinn grófi leikur Benkös flýtir aðeins fyrir úrs'lit- um. Keres nær smám saman undir- tökunum gegn Friðriki. Þegar hann hefur unnið tvö peð, gefst íslendingurinn upp. Gligoric lætur ekki áföll síðustu umferða á sig fá og telfir stíft til vinnings gegn Petrosjan. Jafnvæg- ið raskast þó lítt í skákinni, en rétt fvrir bið hafnar Júgóslafinn. jafnteflisboði. Þegar Gligoric hef- ur kastað mæðinni, sér hann að vopn beggja eru bitlaus orðin og gengur því til s'átta. Smýsloff rænir snemma peði af Staðan eftir 21. umferð: F.ischer, og þótt hann verjist gagn- 1. Tal 151/a sókn snáðans af mikilli leikni, er 2. Kere s 14 hann mjög hætt kominn, þegar 3,- —4. Smýsloff 111/2 Fischer fórnar manni og brýtur 3,- —4. Petrosjan . 11% upp kóngsstöðu Rússans. En Fisch- 5. Gligorie 101/2 er villist af réttri leið, og eins og 6. Fischer 8Vz skákin teflist, nær Smýsloff vörn- 7. Benkö 6 % um á snotran hátt. Nýtur hann síð- 8. Friðrik 6 an liðsmunar til að lokka Bobby út í tapað hróks'endatafl. Freysteinn. Meíropol-gistihúsið í Belgrad, en þar býr FrlSrik Ólafsson. Brunavarðastöður Hér meS eru auglýstar til umsóknar nokkrar stöð- ur stöðvarvarða 1 Slökkviliði Reykjavíkur. Laun samkvæmt 10. flokki launasamþykktar bæj* arins. Skriflegum umsóknum skal skilað í skrifstofu slökkviliðsstjóra, Tjarnargötu 12, eigi síðar en 20. nóvember n. k. Slökkviliðsstjóri gefur nánari upplýsingar. Reykjavík, 26. okt. 1959. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík. Selfoss Til sölu á Selfossi fokheld íbúð, 4 herbergi og eld- hús, 108 fermetrar, auk géymslu og þvottahúss. SNORRI ÁRNASON, lögfræSingur Selfossi. ...; munnn»»nnt»t»n»»tm:nt»n:n»tmH»m»nmnnn»i»»»H»nnMii Leikskóli Sl|| styrktarfélags vangefinna er tekinn til starfa að nýyú. á Laugarnesvegi 62. Getur bætt við 2 til 3 böfhum. Kfánari uppl. í síma 15467 kl. 10—12 f. h. Leikskólanefndin. mnttttt»mmtttttttt»t»tt»ttt»tttmmtttttttmtttttttttnm»mt»»mtttmi Áskriftarsíminn er 1-23-23

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.