Tíminn - 06.12.1959, Blaðsíða 1
m
aldarafmæU
Einars H. Kvaran
$3. argangur.
Reykjavík, sunnudaginn 6. desember 1959.
Mesti píslarvottur t
vorra tíma, bls. 5
Skrifað og skrafað, bls. 7
Frimerki, bls. 10 1
■}
266. bla3.
íkveikja á Litfla
Hraoni rétt áð-
ur en fangar
voru læstir iíini
Á miðvikudagskvöldið var
gerð tilraun til að kveikja i
fangahúsinu á Litla-Hrauni.
Fangaverðir urðu eldsins var-
ir kl. 20,20 og var hann þá
iitið farinn að magnast og
gekk slökkvistarfið fljótt og
vel. Ven;a er að fangar séu
lokaðir inni kl. 21 eða fjöru-
tíu mínútum síðar en eldsins
varð vart Hér er því um mjög
alvarlegt tiltæki að ræða.
Blaðið hafði í gær tal af Frí-
manni Sigurðssyni. gæzlumanni á
Liila-Hrauni, og skýrði' hann svo
frá þessum atburðum.
íkveikjan var gerð í geymslu
lofti sem er yfir f.atigaheimilinu,
en þar er aZlt úr timbri í liólf
og igólf. Sá eða þeiiy sem valdir
eru arí íkveikjunni liöfðu
sprengt upp lás og komizt
þannig upp á geymsluloftið.
Gæzlumeriin urðu varir vi'ð eld-
inn áður en hann hafði náð ó't-
breiðslu og slöktu hann þegar.
Tjón varg sáralítið. Þegar var
itilkynnt um atburðinn til rann-
sóknarlögreglunnar og fóru þeir
Magnús Eggerísson, varðstjóri'
Framhaid á 2. siðu
Mjólkurbú Flóa
mmz 30 ára
Mjólkurbó Flóamanna átti 30
ára s'nrfsafmæli í gær. Engin
samkoma hefur verið haldin í
þ-éssu tilefni, og er ekki full-
ráðið hvort það verður gert á
• næstunni. Stjórn Mýálkurbósins
skipa þeir Egill Thorarensen á
Selfossi, formaður; Srigurgrímur
Jónsson, HoZti; Þorsteifin Sig-
.urðsson,. Vatnsleysu; séra Svein
björn Högnason, Breiðabólssfoð
og Eggert Ólafsson, Þorvalds-
eyri.
Þessi mynd er tekin að nóttu á horni Sóleyjargötu og Njarðar-
götu, og sýnir eitt hinna nýju stöðvunarmerkja, sem nú hafa verið
sett upp hér í Reykjavík samkvæmt nýju umferðarlögunum og reglu-
gerð um umferðarmerki. Ökumönnum ber skilyrðislaust að nema
staðar við þessi merki, og að víkja fyrir umferð fré báðum hliðum,
hvort sem um aðalbraut er að ræða eða ekki, þegar ekið er af stað
aftur. Það er vel, að merki þessi skuli vera komin upp, en hitt miður,
að leiðbeiningarmerki, er samkvæmt reglugerð átti að setja upp við
aðalbrautir fyrir 1. okt. s.l., skuli ekki vera komin. Það er því enn
lögfræðiiegt vafamál hvernig ber að haga sér í umferðinni, þar sem
lögskilin merki vantar.
Stjérnin sýnir hug sinn tiB húsbyggjenda:
Neitar að létta
sköttum af efni
Stjórnarliðið felldi tillögu
frá Framsóknarmönnum um
að efni og vinna við íbúðar-j
húsabyggingar skuli undan-
þegin söluskatti. Þetta gerðist
á fundi neðri deildar Alþingis
í gær við atkvæðagreiðslu
um brevtingartillögu þeirra
Jóns Skaftasonar, Þórarins
Þórarinssonar og Jóns Kjart-
anssonar, sem borin var fram
við frv. ríkisstjórnarinnar um
bráðabirgðabreytingu og fram
lengingu nokkurra laga.
Fyrsti flutningsmaður tillögunn
ar, Jón Skaftason, mælti fyrir
henni á fundinum. Sagðist honum
m. a. á þessa leið:
Fyrri breytingin, sem lagt er
til að gerð vcrði á frv. er só, að
við leggjum tíl að þeir. sem ann
ast umboðssölu á innlendum
iðnaðar- og framleiðsluvörum,
greiði aðeins söluskatt af umboðs
þóknun sinni, en ekki af heild-
arandvirði vöru, eins og nú er
gert.
Söluskattur af smásölu, sem var
2% af heildarverði vöru, var felld
ur niður í ársbyrjun 1956. Sam-
timis hækkaði söluskattur á um-
boðssöluvörum úr 3% í 6% með
tilkomu laga um framleiðslusjóð
og frá ársbyrjan 1957 hækkaði
skattgjald þetta í 9% með setn-
ingu laga um útflutningssjóð. &-
eðlilegt og ósanngjarnt verður að
telja, að gera svo mikinn mun í
skattlegu tilliti á umboðssölu og
smásölu, sem nú er gert og hef-
ur þetta m.a. leitt til þess, að
umboðssöluviðskipti eru mikið til
horfin og því ekki verulegur skatt
stofn. Við flm. till. leggjum því
til að söluskattur verði aðeins
lagður á umboðsþóknunina fram-
vegis. Skattatap af þessari breyt-
ingu væri mjög lítið fyrir ríkis'-
sjóð, en hins vegar væri með
henni höggvið á leið!inda!hnút í
viðskiptalífinu.
Efni til íbúða
Önnur efnisbreyting samkv. til-
iögu okkar, og sú veigameiri er,
að við leggjum til að vinna og
efni við íbúöarhúsabyggingar,
verði undanþegin söluskatts-
skyldu, en samkv. núgildandi regl-
um er goidið 9% veltugjald af
seldu efni og vinnu byggingar-
meistara ibúðarhúsa.
Sem kunnugt er er hinn hái
fcyggingarkostnaður og dýr leiga
eftir íbúðarhúsnæði ein stærsta
orsök verðbólgunnar, sem hefur
tröllriðið húsum bjá okkur íslend-
mgum síðustu árin og áratugma.
Byggingarstarfsemin í landinu
gerir ekki betur. þegar bezt gegn-
ir, en að fullnægja þörfum vegna
fjölgunar fólksins. Seint gengur
að útrýma lélegu og heilsuspiil-
andi húsnæði. Fjárskortur gerir
það að verkum, að þúsundir íbúða
cru víða um andið ófullgerðar og
ýmsir, sem sára þörf hafa fyrir
húsnæði, leggja ekki út í a0
byggja yfir sig vegna fiárs'korts.
Neyðarástand ríkir
Lánveitingar úr almenna veð-
lánakerfinu hafa stórlega gengið
saman á þessu ári. Þannig mun
húsnæðismálastjórn hafa afgreitt
Framhaid á 2. síRu.
Skírnarfontinn
á sinn stað
Á aðalfundi Bandalags lista-
manna isðasll. sunnudag, var ein
róma samþykkt svohljóðandi á-
lyklun:
„Aðalfundur Bandalags ís-
lenzkra Iistamanna skorar á
biskup íslands að beita sér fyrir
því að gjöf Thorvaldsens til átt
hagakirkju hans verði komið til
skila. Um leið og fundurinn bend
ir.á, að óverjandi verður að telj-
ast að Dómkirkjan í Reykjavík
slái eign sinni' á skírnarfontinn.
Þá telur fundurinn undir engum
kringumstæðum leyfilegt að
brjóta gegn vilja höfundar um
hvers konar meðferð listaverka,
jafnvel þótt langur tími' sé liðinn
frá láti hans“.
eir hlutu flugverðlaun
Ritstjórn Tímans hefur nú farið yfir handrit þau,
sem bárust í verðlaunasamkeppni blaðsins í tilefni
af 40 ára afmæli flugs á íslandi s-I. sumar. Heitið var
flugfari til Kaupmannahafnar fyrir beztu grein um
sögulegustu flugferðina innanlands eða utan með
íslenzkri flugvél, og önnur verðlaun voru flugferð
innanlands á áætlunarleiðum Flugfélags íslands.
Um 20 greinar bárust í þ.essa samkeppni, og varð
ritstjórnin sammála um að veita frásögn, er bar ein-
kennisheitið: „Sumarið 1931“, fyrstu verðlaun. Segir
þar frá þeim sögulega atburði, er Sigurður Jónsson,
flugmaður, varð að naiiðlenda Súlunni á Skagafirði,
eftir að kviknað liafði í vélinni í einu fyrsta land-
Stefán Ó. Björnsscn
Súlan á Reykjavíkurhöfn.
helgsflugi, sem farið var hér við strendurnar sumarið
1931.
Höfundur var STEFÁN Ó. BJÖRNSSON, stýrimað-
ur, Hringbraut 112, er var méð í hinni sögulegu för.
Hlýtur hann því flugfar til Kaupmannahafnar. Grein
hans mun birtast í Jólablaði Tímans.
Þá varð ritstjórnin sammála um að veita frásögn,
er merkt var „Gamall ferðalangur“, önnur verðlaun,
en þar segir frá því, er Agnar Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri, varð fyrir nokkrum árum að nauðlenda
lítilli flugvél inni á. öræfum, og var óttazt um hann.
Höfundur greinarinnar rcyndist vera SIGMAR G.
ÞORMAR, kennari, sem var með í þessari för. Mun sú
grein birtast í síðasta blaði Tímans, sem út kemur
fyrir jól. Blaðið þakkar þessuin mönnum greinarnar
og óskar þeim til hamingju með verðlaunin.
Ýmsar fleiri góðar greinar bárust, og sumar full-
komlega eins vel ritaðar og verðlaunagreinarnar, en
þar var ekki sagt frá eins sögulegum atburðum, en
það var skilyrði blaðsins, enda átti greinin að vera
um „sögulegustu flugferðina". Mun blaðið birta sum-
ar þessar greinar síðar með samþykki höfunda. Blað-
ið þakkar öllum þeim, sem þátt tóku í samkeppni
þessari.
Sigmar G. Þormar